Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 30
LISTIR 30 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ EUGÉNIO de Andrade er orðinn áttræður og er litið á hann sem helsta núlifandi skáld Portúgala. Hann býr nú í Oporto en bjó áður í Lissabon og Coimbra. Sænski þýðandinn Marianne Sandels (sjá Lyrikvännen, 2/03) hefur kynnt og þýtt Andrade og nú er væntanlegt safn með sextíu ljóðum eftir hann hjá Almaviva í Uppsölum. Ett solens ackord mun það nefnast. Andrade er þýddur á fjölda tungumála. Í fyrrasumar hlaut Andrade eft- irsótt bókmenntaverðlaun, Pré- mio Camoes, sem ætluð eru rit- höfundum sem skrifa á portúgölsku, og beindust þá sjónir að honum. Verðlaunin eru helguð rithöfundum fyrir langan feril og eru um hálf milljón sænskra króna. Ýmsir verðlaunahafar (þeirra á meðal Andrade) hafa tal- að um að verðlaunin hefðu átt að koma fyrr meðan þeir voru ungir og sprækir en margt bendir til að Andrade sé í góðu formi og yrki jafnvel og páfinn. Eins og hin skelegga Sandels rifjar upp lét spænska nób- elsverðlaunaskáldið Camilo José Cela (nú látið) orð falla um And- rade sem vekja til umhugsunar. Eftir að hann varð vitni að lífs- háttum Andrades sagði hann: „Ég skil ekki hve mikið skáld þú getur verið, þú borðar ekki, drekkur ekki, reykir ekki, ég veit ekki hvort þú gerir annað …“ Andrade mun halda áfram að yrkja, hlusta á tónlist, endurmeta klassíska höfunda og skáld eigin kynslóðar. Andrade er Miðjarðarhafssinn- aður og alsæll á þeim slóðum, einkum á Grikklandi og Ítalíu. Sagt er að fátækleg bernskuár hans í sveit ásamt móður sinni hafi mótað hann. Þótt hann hafi unnið veigamikil störf í heilbrigð- isþjónustu stendur hann nær bóndanum en embættismanninum. Það eru greinilega hin klass- ísku skáld og náttúran sem heilla Andrade og ljóð hans eru mörg hver óvenju meitluð og ort af mik- illi list (sum eru löng og frásagna- kennd). Hann er sóldrukkinn og altekinn klassískum yrkisefnum, strangri glímu við orðin. Í merkilegu ljóði, Um aust- urlenska ljóðlist, yrkir hann um kínverskt skáld sem ferðast hefur í árhundruð án þess að snerta jörðina nema léttilega. Hið léttta er gullin jurt hans. Orðin herma frá aðskilnaði tveggja vina. Orðin glatast en hnegg hestanna heyrist. „Einnig Akkilles sá / hesta sína gráta/ yf- ir dauða Patroklosar.“ Gráturinn er hið göfuga hjá þessum dýrum, ekki hjá manninum: „Kvöldið vitn- ar aðeins um/ tár. Og flautuleik/ löngu seinna.“ Í fleiri ljóðum Andrades skynjar maður depurð og söknuð þess landslags sem er hans, heiminn sem hann ólst upp við og getur ekki snúið baki við. Það er tilbreyting að heyra um fleiri portúgölsk skáld en hinn marghöfða Fernando Pessoa. Eugénio de Andrade er eitt þeirra. Getur stórskáld verið hófsamt? Portúgalska skáldið Eugénio de Andrade hefur náð áttræðisaldri. Að sögn Jóhanns Hjálm- arssonar hefur skáldið alltaf verið hófsamt enda þótti Nóbelsverðlaunahöfundinum spænska Camilo José Cela nóg um þegar hann undraðist yfir þessu. Eugénio de Andrade er kunnasta skáld Portúgala. johj@mbl.is HÖNNUNARSÝNINGUNNI design is lauk í Berlín á dög- unum, en þar voru kynnt verk 22 íslenskra hönnuða. Sýningin fór fram í Sam- norræna húsinu í Berlín. „Frumsýningunni á design is er lokið hér í Berlín, en sýningin verður sett upp í vor og sumar í Vín og Brem- erhaven, áður en hún fer til Íslands. Það er svo ekki al- veg ljóst hvað verður um hana en líklega fer hún aft- ur í útilegu til Parísar eða New York á næsta ári. Frumsýningin hér í Berlín átti að brjóta ísinn og það hefur hún svo sannarlega gert. Um er að ræða best sóttu sýningu sem haldin hefur verið í sýningarrými norrænu sendiráðanna hér í borg frá því að þau opnuðu fyrir um þremur árum,“ segir Hrafnkell Birgisson hönnuður, sem ásamt Sólveigu Sveinbjörnsdóttur myndlist- armanni á veg og vanda af uppsetn- ingu design is. Þau sáu um hönnun á umgjörð sýningarinnar, en auk þeirra sýndu eftirfarandi hönnuðir þar verk sín: Ása Gunnlaugsdóttir, Aðalsteinn Stefánsson, Ásmundur Hrafn Sturluson, Bergþóra Guðna- dóttir, Deluxe, Guðbjörg Kr. Ingv- arsdóttir, Herborg Eðvaldsdóttir, Hlynur Vagn Atlason, Hulda B. Ágústsdóttir, karlssonwilker inc., Karólína Einarsdóttir, Katrín Pét- ursdóttir, Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir, Linda Björg Árnadóttir, Margrét Adolfsdóttir, María Krist- ín Jónsdóttir, Ólafur Þórðarson, Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir, Tinna Gunnarsdóttir og Þorsteinn Geirharðsson. Þor og seigla nauðsynlegt Á opnuninni, sem fram fór 30. janúar, ávörpuðu gestina Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Aðalsteinn Ingólfsson for- stöðumaður Hönnunarsafns Íslands og Jón Egill Egilsson sendiherra. Í máli Aðalsteins kom fram að um helmingur hönnuðanna sem verk eiga á design is eru búsettir annars staðar en á Íslandi. „Á Íslandi þurfa menn ennþá að leggja töluvert á sig, sýna af sér þor og seiglu, ætli þeir að leggja fyrir sig hönnun yf- irleitt,“ sagði hann. „Fyrir það fyrsta hefur ekki verið hægt að stunda heildstætt hönnunarnám á landinu, enn eru ekki fyrir hendi nauðsynlegir milliliðir hönnuða og framleiðenda, innlendra eða er- lendra, auk þess sem íslenskur markaður er í flestum tilfellum tæplega nógu stór til að standa undir þeim kostnaði sem fylgir fag- legri vöruþróun. Eins og stendur er ódýrara að flytja góða hönnun til Íslands en að láta þróa hana innan- lands. Komist íslenskur hönnuður til þroska og út úr landinu – við vit- um hve dýrt er að fljúga yfir Atl- antshafið – verður hann að keppa við jafnaldra frá löndum sem státa af langri og gróinni hönn- unarhefð.“ Kynna breiðan hóp hönnuða Að sögn Hrafnkels var hug- myndin með design is sýningunni ekki að kynna nýstárlega vöru- eða iðnhönnun frá íslenskum fyr- irtækjum. „Við vildum frekar kynna sem breiðastan hóp íslenskra hönnuða, fundum bitastætt þema í íslensku þjóðararfleifðinni, huldu- fólkssögunum, sem allir áttu að vinna með og útfæra fyrir sýn- inguna,“ segir hann. „Þemað og sýningarhönnunin, mosagræn tjöld sem líkja eftir íslensku hólalands- lagi, halda verkum hönnuðanna saman. Það var mjög mismunandi hvernig hönnuðirnir nálguðust þemað en útkoman endurspeglaði fjölhæfni og frjótt ímyndunarafl þátttakenda.“ Design is sýningin hefur verið í undirbúningi síðastliðin tvö ár og gæti verið fyrsti vísirinn að reglu- legri kynningu erlendis á íslenskum hönnuðum og jafnvel fyrirtækjum sem skilgreina sig sem framleið- endur á íslenskri hönnun, að mati Hrafnkels. „Næsta skref gæti verið að tefla saman nokkrum íslenskum hönnuðum og framleiðendum, láta þá þróa saman hluti sem síðan yrðu sýndir á alþjóðlegum hönnunarsýn- ingum. Slíkt fyrirkomulag væri mjög hvetjandi fyrir íslenska hönn- uði og framleiðendur,“ segir hann að lokum. Verk Herborgar Eðvaldsdóttur á sýningunni. Verk Margrétar Adolfsdóttur á hönn- unarsýningunni design is, sem nýverið lauk í Berlín. Þar sýndu 22 íslenskir hönnuðir verk sín. Verk Lindu Bjargar Árnadóttur í baksýn. 22 íslenskir hönnuðir sýndu verk sín í Berlín lif u n Fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 2. apríl innlit • borðstofur • matarstell • góðgæti úr súkkulaði • dúkar og servíettur • páskalambið • brauð • hönnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.