Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 35
eru háðar hver annarri til þess að framkalla vöxt, „ungseiði – erfðaeig- inleikar – æti“; ef einn þáttur bregst verður enginn vöxtur. Virkni eða hraða vals má lýsa með svokölluðum úrvalsþrýstingi, en með honum fæst töluleg lýsing á vali. Þótt erfðamálin séu flókin auka þau ekki flækjur eða leyndardóma djúpanna vegna þess að þau gefa skýringar á mörgu, sem áður virtist í algjörri þoku. Það er augljóst að beita má erfðavali til að ná eftir- sóknarverðum eiginleikum; þar með eru fræði fiskanna komin með ann- an fótinn inn í búfjárfræði og stofn- erfðafræði, næringarefna- og orku- lífeðlisfræði, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Til verulegra vandræða geta orðið deilur um yfir- ráðarétt einstakra fagmanna yfir til- teknum sjónarhornum eða fag- grunni vísindamanna, sem valdir eru til að rannsaka auðlindir hafsins. Grisjun og ofanafveiði Í umræðu um veiðar skýtur oft upp hugtakinu grisjun. Flestir skilja það sem veiðar, sem eru fram- kvæmdar til að létta á þéttleika vegna skorts á æti; með fækkun fiska eiga þeir sem eftir eru að vaxa hraðar; heildararður vex þá einnig. Dæmi um slíkt má finna í vötnum, en þar er lífríkið miklu einfaldara en í sjó. Erfiðara er að benda á viðeig- andi dæmi í sjó sem sýna hið sama afdráttarlaust. Þorskstofninn við Ís- land var ekki mjög stór á fyrri hluta síðustu aldar en óx við auknar veið- ar. Þegar risaárgangurinn frá 1922 er skoðaður má sjá að hann varð kynþroska átta ára og hélt augljós- lega niðri afkomendum sínum um árabil og eins er með árganginn 1942. Ef nóg hefði verið um æti hefði vafalaust mikið af afkomend- um þessa stóru árganga „komist til fisks“, í þ.m. meðan engin vísbend- ing er um að hrygning hafi misfar- ist. Á síðustu áratugum hefur bæði vöxtur einstakra árganga og stærð veiðistofns gengið í lotum, sem tæp- ast verða skýrðar nema með undan- áti að hluta. Veljandi veiðarfæri veiða „ofan af“ eins og sagt er; stór fiskur er „sigtaður“ frá minni. En eru þá allar veiðar „ofanafveiðar“ þar sem alltaf er veiddur fiskur, sem er stærri en þeir minnstu? Svo þarf ekki að vera; krókaveiðum má líkja við grisjun rakara þegar þeir klippa með grisj- unarskærum; þá klippa þeir bara hluta háranna, sem skærum er brugðið á; venjuleg skæri klippa vitaskuld af allan lokkinn. Með krókaveiðum er fiskur „grisjaður“ og aðeins hluti hans veiddur að miklu leyti án stærðarvals ef krókar eru þannig gerðir. Stór fiskur hefur þá tilteknar líkur á því að ná mikilli stærð og æskilegum eiginleikum; fiskur sem verður seint kynþroska verður fyrir miklu minni náttúru- legum dauða en sá sem er snemm- þroska. Þetta styðst við tilraunir. Segja má að krókaveiðar verndi erfðaeiginleika stofnsins, en tilvist stórs fisks er þá ekki annað en að vera „banki“ fyrir góðar erfðir og til undaneldis. Sá fiskur sem er kyn- þroska snemma (4–5 ára nú) vex hægar og drepst frekar eftir hrygn- ingu og stendur undir miklu minni veiðum eða arði en sá fiskur, sem er kynþroska 7–8 ára, eða bara 5–7. Veiðiráðgjöf framtíðar Íslendingar eiga ekki að þurfa að detta í sama pytt og margir aðrir og láta þorskinn hrynja fyrir framan nefið á sér; þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir eru nægilegar til þess að reisa við þorskinn. Til að byrja með verður að finna allar hrygningarstöðvar og kortleggja þær sem og vistrými þess fisks, sem þar hrygnir. Síðan má takmarka mjög netaveiðar á þeim slóðum með stífum möskvakröfum og banna þau alveg á öðrum. Síðan verða króka- veiðar að hafa algjöran forgang á flestum helstu grunnslóðum, en veiðar þessar eru þannig að þær hafa vit fyrir mönnum; þær grisja fiskinn og veiðni þeirra ræðst að töluverðu leyti af ætisframboði á viðkomandi stöðum. Ef lítið er um æti tekur fiskur betur krók, en þá má hann líka veiðast. Önnur veið- arfæri verða síðan að víkja til meira dýpis og vera í samræmi við að- stæður og hve mikið af fiski næst illa með krókum. Að byrja á réttum enda í sambandi við endurreisn þor- ksins er eina færa leiðin og ekki bara spurning um hversu mikið þá veiðist á króka, heldur einnig hvort góður fiskur komist á legg á æt- isslóðum og verði einnig grundvöllur að framhaldi, sem getur nýst einnig öðrum veiðarfærum. Höfundur er efnaverkfræðingur. SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 35 SIGTÚN 53 Opið hús í dag frá kl. 15-18 3ja herbergja björt og rúmgóð íbúð, í tvíbýlishúsi, útsýni yfir höggmynda- safn Ásmundar Sveinssonar í Laug- ardalnum. Möguleiki að breyta í 4ra herbergja íbúð. Húsið er steniklætt með ný máluðu þaki og gluggum (frönskum), gamall verðlaunagarður. Íbúð sem hefur fengið að halda sín- um upprunalega stíl. Ásdís býður ykkur velkomin að líta við frá kl. 15-18 í dag, 30. mars Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 12-14 Skúlagötu 17, sími 595 9000, fax 595 9001, holl@holl.is www.holl.is HÚS Á SPÁNI C/Joaquin Chapaprieta, nº 10, 1ºC 03180 TORREVIEJA (ALICANTE), Spáni Sími 0034 65 71 79 85. Fax 0034 65 71 72 94 Netfang:promocioneseym@wanadoo.es GSM hjá Rocio Follana Galant, 0034609 677 660. • Njótið lífsins í eigin húsnæði á Spáni • Trygg fjárfesting • Draumahús á Spáni frá aðeins 90.000 evrum beint frá fasteignasölu • Gæðaþjónusta • Skoðunarferðir í boði Hafið samband við tengilið okkar á Íslandi, Ragnar Haraldsson, í síma 820 3250 Heimilisfang: Laugavegur 81, 3. hæð Stærð eignar: 84,7 fm Brunab.mat: 11,9 millj. Byggingarár:1929 Áhvílandi:ca 4,5 millj. Verð: 11,2 millj. FALLEG 3JA HERBERGJA ÍBÚÐ VIÐ LAUGAVEG. Björt stofa með fallegum bogadregnum gluggum, parket. Bað- herbergi með ljósri innréttingu, sturt- uklefi, flísar. Eldhús rúmgott með ljósri innréttingu, flísar á milli skápa. Tvö svefnherbergi með lausum skápum, parket. Sameiginlegt þvottahús og þurkherbergi í kjallara. Benedikt og Rannveig taka á móti gestum milli kl. 13 – 15 í dag. Opið hús í dag - Laugavegur 81 Elísabet Agnarsdóttir sími 520 9360/861 3361 elisabet@remax.is Hrafnhildur Bridde lögg. fastsali Opið hús – 4ra herb. – 109 Rvík Birkir Örn Kárason Gsm 659 2002 birkir@remax.is Heimilisfang: Flúðasel 67, 3ja hæð. Stærð íbúðar: 92,5fm Brunabótamat:12,3 millj. Verð: 12,9 millj. Birkir Örn sölufulltrúi RE/MAX tekur á móti gestum milli kl. 14 og 16. Skemmtileg 4ra herb. íbúð á góðum stað í Seljahverfinu. Flísalagt anddyri með fatahengi. Rúmgott eldhús með borðkrók. Stór stofa, þaðan er gengið út á yfirbyggðar, flísalagðar svalir með glæsilegu útsýni. Parket á allri íbúðinni. Hjónaherb. er stórt með góðu skápa- plássi. Skemmtileg barnaherb. með góðu út- sýni. Flísalagt baðherb. með baðkari og tengi fyrir þvottavél. Sérstæði í bílageymslu. Stutt í skóla og þjónustu. Hrafnhildur Bridde lögg. fasteignasali www.hofdi.is Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Opið hús í dag á milli kl. 14.00 og 17.00 Fljótasel 32 Í dag bjóða Hjálmur og Sigrún ykkur að skoða þetta fallega 256 fm endaraðhús, sem er á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið stendur innst í botnlanga við opið svæði. Kjallarinn er 91 fm og væri það lítið mál að gera þar séríbúð. Á aðalhæðinni eru m.a. 3 parket- lagðar stofur, herbergi, eldhús og gestasnyrting. Arinn er í stofu. Á efri hæð eru 3 rúmgóð herbergi, baðherbergi og hol. Tvennar svalir. Bílskúr fylgir eigninni. Verð 23,9 millj. Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafræðingur, löggiltur fasteigna- og skipasali Opið hús í dag á frá kl. 14.00-17.00 Bakkastaðir 79, 1. hæð t.v. Í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þessa gullfallegu 115 fm 4ra herbergja íbúð, sem er á 1. hæð. Sérinngangur er í íbúðina og sérgarður. Sérþvottahús. Sjón er sögu ríkari. Guðmundur og Helga bjóða ykkur velkomin. Áhv. 9,9 m. Verð 16,2 m. Í Ármúla – TIL LEIGU Til leigu húsnæði við Ármúla 31, allt að 4.000 fm. Hentar fyrir ýmiskonar starfsemi s.s. framleiðslu, verslun, þjónustu og/eða lager. Allur aðbúnaður og aðkoma er til fyrirmyndar. Mjög góð staðsetning, góð aðkoma og næg bílastæði. Húsnæðið er laust nú þegar. Eignin er í eigu Landsafls, sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 822 8242 Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4. SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri, lögg. fasteigna- og skipasali. Engjateigur Til leigu vandað og gott 220 fm skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í þessu nýlega húsi við Engjateig. Bæði sérinngangur og sameiginlegur. Frábær staðsetning miðsvæðis í Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Sigtún Vel innréttuð skrifstofuhæð til leigu í þessu nýlega og glæsilega skrifstofuhúsi við Sigtún. Húsnæðið er með sér innkomu og sér aðkomu. Sameiginlegt mötuneyti. Frábær staðsetning. Næg bílastæði. Toppeign í toppástandi. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Skrifstofuhúsnæði til leigu Um er að ræða 76 fm íbúð á 4. hæð. Íbúðin er öll nýstandsett með nýrri eldhúsinnrétt- ingu og tækjum. Baðherbergið er flísalagt með sturtuklefa, nýju salerni og vaski. Stof- an og herbergin eru með parketi á gólfum. Íbúðin er öll nýmáluð og búið er að yfirfara rafmagn í íbúðinni. Úr íbúðinni er fallegt útsýni til norðurs yfir Faxaflóa. Þórður, sölu- maður Hóls, tekur á móti ykkur milli kl. 14-16 í dag og sýnir þér og þínum eign- ina. Verð 10,9 millj. Hverfisgata 74 - Opið hús Skúlagata 17, Rvk,  595 9000 Hlíðasmári 15, Kóp.,  595 9090 holl@holl.is • www.holl.is Opið virka daga kl. 9-18, laugard. kl. 12-14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.