Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 39
ÁRIÐ 2002 skiluðu íslenskar kýr
framúrskarandi afurðum. Þær settu
nýtt met í nythæð og skiluðu að
meðaltali 5.000 kg eftir hverja kú á
skýrslu. Í smágrein í Morgun-
blaðinu 29. janúar sl. gerði ég þess-
ar miklu afurðir að umræðuefni og
gladdist yfir ágæti kúnna okkar.
Í Morgunblaðinu 6. febrúar sl. dró
Snorri Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands kúabænda,
úr ágæti kúnna. Hann bar þær sam-
an við handboltastrákana og benti á
að strákarnir okkar væru fáir og
kýrnar líka og þess vegna gætum
við hvorki búist við árangri á heims-
vísu hjá strákunum eða kúnum.
Strákarnir sýndu þó áður en yfir
lauk að þeir léku handbolta á heims-
vísu, þó að þeir væru frá fámennri
þjóð, og áunnu sér rétt til að keppa
á næstu Ólympíuleikum.
Kýrnar hafa sýnt það í nýlegum
rannsóknum að mjólkin úr þeim
virðist bæði holl til neyslu og hag-
kvæm til vinnslu. Okkar kýr kæm-
ust kannske líka áleiðis á Ólympíu-
leikana ef þar væri keppt um gæði
kúamjólkur.
Rannsóknir á kúamjólk eru á
sumum sviðum tiltölulega nýjar af
nálinni. Þær fjalla um þau efni sem
eru í mjólkinni og hvernig þau eru
samsett. Þær snúast líka um það
hvaða áhrif efnin í mjólkinni hafa á
heilsufar neytandans og hversu hag-
kvæm mjólkin er þegar á að vinna
úr henni mikilvægar afurðir, sér-
staklega osta.
Yfirgripsmikil skýrsla um arf-
gengan breytileika í mjólkurpró-
teinum í íslenskum kúm var flutt á
ráðunautafundi 2003 nú í vetur. Höf-
undar hennar voru Bragi Líndal
Ólafsson, Emma Eyþórsdóttir og
Helga Björg Hafberg á Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins. Alls voru
rannsökuð sýni úr 443 dætrum 32
nauta, en auk þess sýni úr flestum
kúnum á tilraunastöðinni á Stóra-
Ármóti.
Margar gerðir eru til af mjólkur-
próteinum og eiginleikar þeirra eru
mjög misjafnir. Hér verða aðeins
tekin til umfjöllunar tvö þeirra pró-
teina sem Bragi Líndal og sam-
starfsmenn fjölluðu um, en þau eru
betakasein og kappakasein.
Betakasein er til í tveimur gerð-
um í íslenskum kúm, A1 og A2. Far-
aldsfræðilegar rannsóknir og rann-
sóknir á músum hafa gefið til kynna
að betakasein A1 tengist nýgengi á
sykursýki af gerð I sem kemur fyrir
hjá börnum. Þessi varasama gerð,
A1, er með lága tíðni í íslenskri
mjólk eða 0,32, en hlutlausa gerðin,
A2, ríflega tvöfalt algengari með
tíðnina 0,68.
Á Íslandi er mjólkurneysla mun
meiri en í nágrannalöndunum en
sykursýki barna mun sjaldgæfari.
Þetta gæti skýrst af því að hlutlausa
betakaseinið, A2, er meira en tvöfalt
algengara á Íslandi, eins og að ofan
segir, og sykursýkisáhættan sem
því nemur minni. Hjá nágrönnum
okkar er jafnmikið af báðum gerð-
unum af betakaseini, þeirri vara-
sömu og þeirri hlutlausu, og syk-
ursýki sem því nemur algengari, þó
að mjólkurneyslan sé minni þar.
Kappakasein er aðallega til í
tveimur gerðum, A- og B-gerð. B-
gerðin bætir nýtinguna á ostefni við
ostagerð. Kappakasein B er algeng-
ara í íslenskum kúm en í erlendum
samanburðarkúm, með háa tíðni,
0,76. Tíðnin á B-gerðinni er mjög
lág í norska kyninu NRF og í
finnsku Ayrshire-kúnum eða 0,09 og
0,08 og lág í Holstein Friesean-kúm,
0,25.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að
það fæst allt að 8% meira af osti úr
mjólkinni þegar hún er með hag-
kvæma kappakaseinið, B-gerðina.
Ávinningurinn fer eftir gerð ost-
anna. Íslenska kýrin virðist geta
haft áberandi yfirburði á þessu
sviði.
Hér eru dregin fram tvö mikilvæg
jákvæð atriði um íslensku mjólkina.
Annars vegar er sterk ábending um
hollustu hennar varðandi vörn gegn
sykursýki. Hins vegar eru sterkar
líkur á verulega aukinni hagkvæmni
í nýtingu hennar við ostagerð.
Íslenska kýrin er að mörgu öðru
leyti frábrugðin kúakynjum ná-
granna okkar. Hún er létt á sér og
fer vel með land, mjólkar vel miðað
við stærð og flæðmjólkar við fyllstu
natni. Margir kostir hennar myndu
tapast við innflutning og fátt myndi
vega það tap upp. (Því miður tafðist
lokafrágangur á grein þessari vegna
búferlaflutnings höfundar).
Kýr og handbolti
Eftir Stefán
Aðalsteinsson
„Íslenska
kýrin er að
mörgu öðru
leyti
frábrugðin
kúakynjum nágranna
okkar.“
Höfundur er doktor í búvísindum og
fyrrverandi framkvæmdastjóri nor-
ræns genabanka fyrir búfé.
FURUBYGGÐ 11 - Mosfellsbæ
Glæsilegt 169 fm parhús með bílskúr á
sérlega fallegum stað. Glæsilegt eldhús og
stór borðstofa/sólstofa, 2 stór svefnh.,
baðherb. með sturtu og kari og falleg stofa
með arni, Timburverönd og fallegur suð-
urgarður við óbyggt svæði með litlum læk.
Verð kr. 20,8 m - Áhv. 6,7 m.
Húsið er til sýnis í dag á milli kl. 13-15.
Uppl. gefa Árni og Eydís
í símum 586 8342 og 898 4657.
Árni Valdimarsson
lögg. fast.sali.
Valdimar Óli
sími 822 6439
Fasteignasalan Bakki, s. 533 4004, Skeifunni 4, Reykjavík
s. 482 4000, Sigtúnum 2, Selfossi
FRÁBÆR KAUP - OPIÐ HÚS
Skeiðarvogur 115 – 163,6 fm raðhús
Námsandinn svífur yfir Vogun-
um og sumir segja að það verki
örvandi að búa í nálægð við
menntastofnanir. Hér er komin
geggjuð villa með sólríkri lóð.
Falleg og gróin lóð móti suðri,
tvennar suðursvalir. Samliggj-
andi stofur með útgangi á sval-
ir í suður og þaðan á lóð í suður. Eldhús með fallegri innréttingu.
Úr holi er glæsilegur tréstigi stigi á efri hæð. Parketlagður stiga-
pallur. Útgangur úr hjónaherbergi á suðursvalir. Verð 17,9 millj.
Sjón er sögu ríkari. Valdimar, sölumaður Bakka, býður ykkur
velkomin í dag frá kl. 13.00-15.00.
Bergstaðastræti 32B – 136,6 fm einbýlishús
á besta stað í Þingholtunum.
Mikið og vel að verki staðið við
endurnýjun á þessu virðulega
húsi. Tvær hæðir auk rislofts
(ekki skráð hjá FMR). Falleg
vesturverönd. Þrjú svefnher-
bergi og þrjár stofur. Gólfefni
náttúrusteinn, furugólfborð og
teppi. Baðherbergi m. fallegum mosaiklögðum innréttingum, stóru
mosaiklögðu hornbaðkari með sturtuaðstöðu. Hiti er í gólfum að
stærstum hluta á neðri hæð hússins. Rafmagnslagnir og tafla eru
nýleg. Vatns- og frárennslislagnir eru nýjar. Gler er nýtt. Húsið er
nýklætt að utan með bárujárni og gler er nýtt. Möguleiki er á að
útbúa tvær íbúðir í húsinu. Verð 19,0 millj.
Sjón er sögu ríkari. Valdimar, sölumaður Bakka, býður ykkur
velkomin í dag frá kl. 15.30-17.30.
OPIÐ mánud.-fimmtud. frá kl. 9-18,
föstud. frá kl. 9-16.
Sími 588 9490
Þingás 7 - Reykjavík
Í dag frá kl. 14.00 til 17.00 er
opið hús í Þingás 7, Reykjavík.
Um er að ræða 150 fm einbýlis-
hús og sérstæðan 31 fm bílskúr
með sjálfvirkum hurðaropnara.
Parket og flísar á gólfum. Nýleg
og falleg eldhúsinnrétting, góður
borðkrókur. 4 svefnherbergi, sjónvarpsherbergi og góð stofa með útgengi
á stóra verönd og góðan garð er snýr á móti sólu. Hiti í gangstétt og bíla-
stæði. Verð 19,9 m. Áhv. 2,6 m. Veðdeild.
Marteinn og Kristín taka vel á móti gestum.
Lautarsmári 6 - Kópavogi
Í dag frá kl. 13.00 til 15.00 er
opið hús í Lautarsmára 6,
Kópavogi.
Um er að ræða 93 fm glæsilega
íbúð á þriðju hæð ásamt 24 fm
bílskúr. Allar innréttingar eru
glæsilegar og gólfefni eru parket
og flísar. Stofa snýr í suður með
góðum svölum. Þvottahús í íbúð.
Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 15,9 m. Áhv. 4,6 m. húsbréf.
Sölumenn Lyngvík fasteignasölu verða á staðnum.
OPIÐ HÚS - OPIÐ HÚS
Félag Fasteignasala- Sími 588 9490
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Kirkjubraut 10,
Valhúsahæð, Seltjarnarnesi
Vorum að fá í sölu þetta glæsilega
136 fm parhús á einni hæð á besta
stað á Nesinu. Húsið er með inn-
byggðum bílskúr, 33 fm, með
geymslulofti yfir. Skipting hússins
er þannig, að komið er inn í for-
stofu, þar innaf er gott þvottahús. Hurð úr forstofu inn í gott hol og þaðan
í rúmgóða og bjarta stofu og er gengið þaðan út á hellulagða verönd og
sérgarð með skjólgirðingu. Eldhúsið er rúmgott með borðaðstöðu. Eitt
rúmgott barnaherbergi og gott hjónaherbergi með skápum. Þar við
hliðina er rúmgott baðherbergi með sturtu, baðkari og innréttingu. Allar
innréttingar mjög vandaðar úr ljósum við. Gólfefni eru ljóst parket á flest-
um gólfum, flísar á baði, þvottahúsi og forstofu. Mjög gott skápapláss er í
húsinu. Mjög rúm og góð aðkoma er að húsinu og góð bílastæði. Garður-
inn er fallegur og hiti í stéttum fyrir framan húsið ásamt útiljósum. Áhv. ca
6,0 millj. húsbréf. Sjón sögur ríkari. Steingrímur tekur á móti þér og þínum
í dag milli kl. 14.00 og 16.00.
Opið hús í dag, sunnudag,
frá kl. 14-16 á eftirtöldum stöðum
Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali
Ertu að leita
að einbýlishúsi?
Hjá Kjöreign ehf. eru á skrá fjöldi einbýlishúsa af
ýmsum stærðum og gerðum. Sum bjóða upp á tvær
aðskildar íbúðir. Góðar staðsetningar víðsvegar á
Reykjavíkursvæðinu, s.s. á Seltjarnarnesi, í Gerð-
unum, Smáíbúðahverfi, Breiðholti, Árbæ og víðar.
TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA FRÁ 1976
Upplýsingar veitir
Dan V.S Wiium, hdl. og lögg. fasteignasali
og eigandi Kjöreignar, í síma 896 4013.
Opið hús í dag – Sóltún 30
Vantar allar gerðir eigna á skrá
sími
530 6500
Finnbogi Hilmarsson
löggiltur fasteignasali
Opið mán.- fös. frá kl. 9-17
Mjög falleg og vel skipulögð ca 110 fm endaíbúð á 5. hæð í góðu nýlegu lyftuhúsi. 4 rúm-
góð herbergi og björt stofa með suðursvölum. Sérinngangur af svalagangi. Fallegt útsýni.
Góð staðsetning. Mjög góð fjölskylduíbúð. Opið hús í dag frá kl. 14-17. Lára og Ólafur
taka vel á móti fólki. Verð 15,5 millj.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík