Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is RANNSÓKNANEFND flugslysa hefur tekið til rannsóknar flugslysið á Miðfjallsmúla á Hvalfjarð- arströnd á föstudagskvöld, þegar einshreyfils flug- vél af gerðinni Cessna 152 brotlenti með tveimur mönnum innanborðs. Mennirnir, flugkennari og nemi, komust lífs af og slösuðust ekki lífshættu- lega. Þeir liggja nú á skurðdeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss og er líðan þeirra eftir atvikum góð. Að sögn læknis sluppu þeir með ólíkindum vel frá slysinu. Fulltrúar RFN fóru strax á vettvang Fulltrúar RNF fóru á vettvang á miðnætti strax á föstudagskvöld og hófu vettvangsrannsókn og var búist við að flakið yrði fjarlægt í kjölfarið og komið fyrir í geymslu þar sem hægt er að rannsaka það nánar. Þorkell Ágústsson aðstoðarrannsókna- stjóri RNF gat ekki tjáð sig um vísbendingar um orsök slyssins í gær. Lögreglan í Borgarnesi annast jafnframt lög- reglurannsókn á slysinu. Við brotlendinguna kviknaði í flugvélinni og er hún mjög illa farin. Jón Valgarðsson bóndi á Eystra-Miðfelli kom fyrstur á vettvang og bjargaði mönnunum eftir að þeir höfðu hafst við hjá brenn- andi flakinu í allt að eina og hálfa klukkustund. Sagði hann óskiljanlegt hvernig mennirnir hefðu sloppið lifandi úr brotlendingunni miðað við ástand flaksins þegar hann kom á slysstaðinn. Rannsókn hafin á flugslysinu á Miðfjallsmúla NEMENDUR breskra grunnskóla fá Íslandsferð metna til prófs í landafræði eða jarðfræði og hafa hátt í 3.000 nemendur komið hingað með kennara sínum það sem af er þessu ári, segir Steph- en A. Brown, nýráðinn svæð- isstjóri Flugleiða í Bretlandi. Einstök jarðfræði Íslands er ástæðan og segir Stephen ferð- irnar skipulagðar í samvinnu við fyrirtæki sem sérhæfa sig í nem- endaferðum. „Þar með höfum við fengið aðgang að mjög stórum markaði sem við höfðum ekki áð- ur. Aukningin er mjög mikil það sem af er þessu ári,“ segir hann. Stríðið í Írak hefur ekki haft áhrif á bókanir Stephen segir stríðið í Írak ekki hafa haft áhrif á bókanir til Íslands í vor og sumar og að „staðan sé mjög góð í augnablik- inu“. Hann segir þrjú ný hótel í Reykjavík jafnframt spennandi þróun fyrir ferðaþjónustuna. „Vandamálið við hóteluppbygg- ingu í miðbænum er hins vegar að Laugavegurinn er að drabbast niður. Veggjakrot hefur líka auk- ist mikið og setur ljótan svip á Reykjavík, sem ekki er gott. Það verður að varðveita hreina ímynd borgarinnar,“ segir Stephen A. Brown. Fá Íslandsferð metna til prófs  Veitir ekki af/24 HILMIR Snær Guðnason leik- ur aðalhlutverkið í þýskri kvik- mynd sem tekin verður upp í vor. Hún heitir „Erbsen auf halb sechs“ sem þýðir Baunir klukkan hálfsex, og leikstýrir Lars Büchel myndinni. Hilmir Snær segist hafa verið beðinn um að koma í leikprufu þegar hann var að leika í ann- arri þýskri kvikmynd, Blue- print, á síðasta ári. Hann fór tvisvar út í prufur í vetur og fékk að lokum hlutverkið þótt ekki hafi það gengið alveg átakalaust. Segir Hilmir Snær að þegar hann hafi verið búinn að skjóta öðrum von- biðlum hlutverksins aftur fyrir sig hafi aðalfram- leiðandi myndarinnar viljað fá þýska stjörnu í þetta aðalhlutverk. En eftir að hún var prófuð hafi leikstjórinn fengið það í gegn að ráða Hilmi. Leikur aðalhlut- verkið í þýskri kvikmynd  Hilmir Snær/B12 Hilmir Snær ÞAÐ má varla á milli sjá hvort skemmti sér betur, Embla Eir Krist- insdóttir eða fjórfættur félagi hennar, Grettir, þegar skyndilega gerði snjódrífu af himnum ofan þar sem þau voru að leika sér saman á róló. Reyndar var seppi svo ákafur að hann einokaði rennibrautina um stund þannig að vinkona hans komst lítið sem ekkert að. Hann fékk hins vegar að lokum fyrir ferðina í orðsins fyllstu merkingu þegar hann steyptist á trýnið ofan í snjóinn með þeim afleiðingum að hann haltraði um í nokkurn tíma og þorði eftir það ekki fyrir sitt litla líf að fara fleiri salíbunur. Embla litla fékk því næg tækifæri til að spreyta sig í brautinni atarna með öllu betri árangri en Grettir vinur hennar. Morgunblaðið/RAX Félagar á fljúgandi ferð FORSVARSMENN breska sjóhersins lögðu til þegar fiskveiðilögsaga Íslands var færð út í 50 mílur árið 1972 að ráðist yrði til atlögu við íslensk varðskip og stefnt að sigri í eitt skipti fyrir öll. Töldu þeir ekki vænlegt að reyna af veikum mætti að verja togara til langframa. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur vekur athygli á því í grein í Morgunblaðinu í dag að Bretar hefðu verið miklu sterkari í þorskastríðunum en aldrei neytt aflsmun- arins af öllum kröftum. Hann hefur kynnt sér bresk skjöl sem nú hefur verið létt leynd af vegna annars þorskastríðsins, 1972–73. Þar kemur meðal annars fram að forsvarsmenn sjóhersins töldu að reynslan úr fyrsta þorskastríðinu sýndi að þær aðferðir sem þá var beitt við að verja togarana væru ekki vænlegar til ár- angurs. Þegar útfærslan í 50 mílur var í vændum lögðu þeir því til að í stað þess að reyna af veikum mætti að verja togarana til langframa skyldi stefnt að sigri í eitt skipti fyrir öll. Í greinargerð breska varnarmála- ráðuneytisins um slíka stefnu segir meðal annars að kæmi til þess að sjóhersins yrði þörf væri snörp leiftursókn þar sem hann hefði frumkvæðið talin betri en ómarkviss herskipavernd í hólfum sem gæti dregist mjög á langinn. Ríkisstjórnin myndi þá taka af skarið og lýsa afdráttarlaust yfir að Bret- ar myndu beita valdi til að mæta ólöglegum aðgerðum Íslendinga á úthafinu. Vænta mátti pólitískra vandræða innan Atlantshafsbandalagsins „Verði togarar okkar engu að síður teknir, myndi herskipafloti okkar…stefna að því að hernema eða gera óvirk eins mörg varðskip Landhelgisgæslu Íslands og kostur er,“ seg- ir meðal annars í greinargerðinni. Jafnframt er vakin athygli á að vænta mætti pólitískra vandræða, meðal annars innan Atlantshafs- bandalagins. „Annar kostur felst í því að taka með valdi íslenska togara eða koma í veg fyrir að íslensk varðskip geti látið úr höfn. „Sumir embættismenn sjávarútvegs- ráðuneytisins virtust einnig vera hrifnir af því að láta hart mæta hörðu en í utanríkis- ráðuneytinu sögðu embættismenn og lög- fræðilegir ráðunautar að hugleiðingar um sjóhernað á hendur Íslendingum væru með öllu tilgangslausar. Þessar umræður komu aftur upp þegar Ís- lendingar voru búnir að færa fiskveiðilögsög- una út. Forsvarsmenn flotans sögðu að þeir vildu hafa frumkvæði á miðunum, færi svo að herskip yrðu að sigla norður að Íslands- ströndum, með öðrum orðum að leggja til at- lögu við íslensk varðskip. Það var lán bæði Íslendinga og Breta að hinum harkalegu ráðum breska flotans var aldrei fylgt, segir Guðni meðal annars í grein sinni. Vildu ráðast til atlögu við íslensk varðskip  Þorskastríð/20–22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.