Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Í ÞESSU þensluástandi sem núna ríkir þá tel ég það vera mikil mistök hjá ríkisstjórninni að lækka skatta yf- ir línuna, líka til þeirra sem höfðu enga þörf fyrir slíkt og notuðu þetta sem kaupmáttarauka til þess að eyða í innfluttan lúxus.“ Össur Skarphéðinsson tjáir sig um tekjuskattslækkanir ríkisstjórnarinn- ar á Stöð 2, 11. apríl 1999. „Sjálfstæðisflokkurinn sendir kerf- isbundið út þá þjóðsögu að Davíð Oddsson hafi lækkað tekjuskatta. Það er rangt.“ Össur Skarphéðinsson í Frétta- blaðinu 24. marz 2003. Þessi tvenn ummæli segja í raun allt sem segja þarf um málatilbúnað Samfylkingarinnar í skattamálum um þessar mundir. Í annarri setningunni er því haldið fram að ríkisstjórnin hafi lækkað skatta; í hinni að hún hafi hækkað þá. Þær skattalækkanir sem Össur gagnrýndi harðlega árið 1999, segir hann nú að hafi alls ekki verið skattalækkanir heldur jafnvel skatta- hækkanir. Er það furða þótt einn ágætur samfylkingarmaður og fyrr- verandi aðstoðarmaður Össurar í um- hverfisráðuneytinu, hafi eitt sinn lýst Össuri þannig að hann væri „mesti vindhani íslenskra stjórnmála. Frá stofnun Samfylkingarinnar hefur stefna hennar í skattamálum verið skýr. Samfylkingin vill hækka skatta og er á móti lækkun þeirra. Þar sem Samfylkingin hefur ráðið hefur þessari stefnu verið framfylgt af fyllstu einlægni. Reykjavík er skýrt dæmi um þetta en þar hefur útsvar verið hækkað verulega á undanförn- um árum og nýir skattar, t.d. hol- ræsaskatturinn, lagðir á undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þrátt fyrir kosningaloforð hennar um að R-listinn myndi ekki hækka skatta. Samfylking er á móti skattalækkunum Að sama skapi hafa þingmenn Samfylkingar barist af hörku gegn skattalækkunum ríkisstjórnarinnar og talið þær glapræði. Hafa þeir klif- að á því að skattalækkanir hafi slæm áhrif á hagkerfið og almenningur hafi ekkert með þær auknu ráðstöfunar- tekjur að gera, sem skattalækkanir skila. Þá hafa þeir komið með ýmsar hugmyndir um skattahækkanir, fyrir síðustu Alþingiskosningar lögðu þeir t.d. til að skattar á bensín yrðu hækk- aðir. Stefna Samfylkingarinnar er því skýr; þingmenn hennar og borgar- fulltrúar hafa sýnt það í orði og verki að þeir vilja frekar hafa skattprósent- ur hærri en lægri og gildir þá einu hvort rætt er um tekjuskatta, eign- arskatta, útsvar, fjármagnstekjuskatt eða bensíngjöld. Nú, kortéri fyrir kosningar, vilja Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Össur Skarphéðinsson hvorki kannast við fyrri orð né gjörðir og reyna að telja kjósendum trú um að Samfylkingin muni lækka skatta, komist hún til valda. Slíkt hljómar hjákátlega og er auðvelt að sjá í gegn- um slíkan málatilbúnað. Skýr stefna Samfylkingar – Skattar skulu hækka Eftir Kjartan Magnússon „Samfylk- ingin hefur sýnt það í orði og verki að hún vill frekar hafa skattpró- sentur hærri en lægri.“ Höfundur er borgarfulltrúi. Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 258,3 fm glæsilegt verslunarhúsnæði á besta stað í Skeifunni. Húsnæðið er staðsett við eina fjölförnustu götu Reykjavíkur. Góð lofthæð er í húsnæðinu og gluggar á þrjá vegu. Góð aðkoma, bæði úr hverfinu og frá Suðurlandsbraut. Verð 41,0 millj. 3930 Suðurlandsbraut Verslunar- og þjónustuhúsnæði S.O.S. Vantar strax ákveðnar eignir fyrir ákveðna kaupendur Einbýlishús eða rað-/parhús á einni hæð með innbyggðum tvöföldum bílskúr fyrir tvo trausta kaupendur sem geta eftir at- vikum boðið langan afhendingartíma. Staðsetning nokkuð opin. Leitað er frekar að nýlegum eða jafnvel nýjum húsum (þó ekki skilyrði) t.d. í Grafarvogi, Kópavogi, Garðabæ, Árbæ, Breiðholti, Seltjarnarnesi og víðar. Hafið samband strax við Ingólf Gissur- arson, fasteignasala á Valhöll, gsm 896 5222. 3ja eða 4ra herbergja íbúð með útsýni í lyftuhúsi í Smára-, Linda- eða Salahverfi í Kópav. fyrir eldri virðuleg hjón sem eru að minnka við sig. Hringið í Ingólf á Valhöll, gsm 896 5222. Einbýlishús á Seltjarnarnesi með 4-5 svefnherbergjum fyrir harðákveðinn kaupanda. Hafið samband við Bárð Tryggvason, sölustjóra, gsm 896 5222 Sími 588 4477 Síðumúla 27 Traust, örugg og fagleg þjónusta. Örugg umsýsla með fjármuni. Í starfsliði Valhallar eru 4 löggildir fasteignasalar, viðskiptafræðingur og lögg. endurskoðandi. Yfir 60 ára samanlögð starfsreynsla fimm sölumanna á Valhöll. Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Vel staðsett þriggja herbergja íbúð, um 72 fm, í lítið niðurgröfn- um kjallara. Sérinngangur og góð- ur garður. Íbúðin er vel skipulögð og rúmgóð. Góð áhvílandi lán. Laus fljótlega. Verð kr. 10,4 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 - SKIPASUND 85 GSM 896 8232 HULDUBORGIR 1 (3. hæð t. v.) - GRAFARVOGI Gunnar tekur á móti ykkur og sýnir sérlega glæsilega 104 fm íbúð á 3. hæð. Glæsileg flísalögn og mjög vandaðar innréttingar. Frábært útsýni og stutt í alla þjónustu. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.