Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 42
FRÉTTIR
42 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
VESTURGATA 2 - EINSTÖK FASTEIGN
OG REKSTUR KAFFI REYKJAVÍKUR
1.315 fm einstök eign og veitingastaður á besta stað í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er kjallari, tvær
hæðir og ris, er í góðu ásigkomulagi og hefur fengið gott viðhald. Staðsetning hússins er mjög
góð og liggur vel bæði fyrir gangandi og bílaumferð. Í húsinu er rekinn landsþekktur veitinga-
staður, KAFFI REYKJAVÍK, sem fylgir í kaupunum. Veitingarekstur er í kjallara, á allri fyrstu hæð
og hluta annarrar hæðar. Einnig er á 2. hæð og í risi gott skrifstofuhúsnæði sem auðvelt er að
nýta sér með aðkomu í gegnum stigahús sem snýr að Tryggvagötu. Fjöldi bílastæða. Möguleiki
á byggingarrétti á lóð Tryggvagötumegin. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Miðborgar. 3437
nánu samstarfi við Svein Runólfs-
son sem jafnan hefði verið Poka-
sjóði innan handar varðandi ráð-
gjöf, skipulagningu og framkvæmd
verkefna sem ráðist hefði verið í og
verk hans einkennst af þekkingu,
áhuga og gífurlegu kappi.
Umhverfisverðlaunin eru nú
veitt í sjöunda sinn en athygli vekur
að aldrei hafa þau áður verið veitt
einstaklingi. Í ávarpi sínu sagði Siv
Friðleifsdóttir að Sveinn hefði helg-
að ævistarf sitt því að koma um-
hverfismálum í gott horf og væri
uppgræðsla landsins eitt aðalverk-
efnið í þeim málaflokki.
Landgræðslu-
stjóri heiðraður
Hellu. Morgunblaðið.
Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs
Umhverfisverðlaun
Ungmennafélags Ís-
lands og Pokasjóðs
voru veitt á fimmtu-
dag í Gunnarsholti á
Rangárvöllum. Siv
Friðleifsdóttir um-
hverfisráðherra af-
hjúpaði og afhenti
Sveini Runólfssyni
landgræðslustjóra úti-
listaverk eftir Odd
Hermannsson lands-
lagsarkitekt.
Ungmennafélag Ís-
lands og Pokasjóður
hafa átt gott samstarf
undanfarin ár að verk-
efnum sem varða um-
hverfismál. Í ung-
mennafélagshreyf-
ingunni er m.a. unnið
að því að styrkja sam-
búð landsmanna við
landið, bæta umgengni
og efla skilning á
starfsemi lífríkisins.
Pokasjóður úthlutar styrkjum til
verkefna sem heyra undir umhverf-
ismál, menningarmál, íþróttir o.fl.
Tekjur hefur sjóðurinn af sölu
plastburðarpoka í á annað hundrað
verslunum víða um land.
Í máli Björns Jóhannssonar,
framkvæmdastjóra sjóðsins, kom
fram að úthlutað hefði verið úr
sjóðnum samtals 200 milljónum frá
stofnun hans árið 1995 til verkefna
á sviði umhverfismála. Stærstu
verkefnin sem unnið hefði verið að
á vegum sjóðsins væri uppgræðsla
á Hólasandi og undir Hafnarfjalli.
Sagði Björn það hafa verið gert í
Við afhjúpun umhverfislistaverksins í Gunnars-
holti. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og
eiginkona hans Oddný Sæmundsdóttir, Sif Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra, Björn Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Pokasjóðs, og Björn
Jónsson, formaður stjórnar UMFÍ.
Morgunblaðið/Anna Ólafsdóttir
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122