Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ S TEPHEN A. Brown var ráðinn svæðis- stjóri Flugleiða fyrir Bretland og Írland undir lok síðasta árs. Stephen er verkfræð- ingur að mennt og al- inn upp í Yorkshire á Norður-Englandi. Hann tók við starfi sölu- og markaðs- stjóra Flugleiða í London fyrir þrem- ur árum, en hefur unnið hjá félaginu í tíu ár. Samstarfsmenn Stephens á skrifstofu Flugleiða í London eru rúmlega 20 og þrír starfsmenn eru staðsettir í Skotlandi. Hvernig vildi til að þú réðst þig til starfa hjá Flugleiðum í New York á sínum tíma? Ég starfaði sem verkfræðingur í New York, en mig hafði alltaf langað til þess að vinna hjá flugfélagi. For- eldrar mínir fóru með mig á Heath- row-flugvöll þegar ég var yngri, en þá var hægt að horfa á flugvélarnar koma og fara. Nokkru eftir útskrift úr háskóla fékk ég atvinnutilboð í New York, þar sem ég vann við hönn- un á lyftuumhverfi. Fyrirtækið sem ég vann hjá var lítið og gekk ekki vel og þar sem ég stóð á þrítugu ákvað ég einfaldlega að hætta. Ég leitaði fyrir mér hjá nokkrum flugfélögum um tíma, en dag nokkurn birtist auglýsing á stærð við frímerki í The New York Times þar sem flug- félag leitaði eftir starfsmanni. Ég vissi ekki fyrr en í viðtalinu sjálfu að um Flugleiðir væri að ræða. Ég var ráðinn sölufulltrúi og mér bara hent út í djúpu laugina án nokkurrar þjálf- unar. Skyndilega stóð ég á götum New York borgar með tösku fulla af bæklingum og gat varla sagt, hvað þá skrifað Reykjavík. Svæðið sem mér var ætlað var New York og Connecticut þar sem voru starfandi 4.500 ferðaskrifstofur. Ég valdi úr fyrirtæki og lagðist í ferðalög svo dögum skipti. Sums staðar var mér vísað á dyr. „Icelanda- ir“, „hvað er nú það? Ég hélt þú værir að selja loftkælingu.“ Þegar litið er tilbaka var þetta sjálfsagt besta þjálf- un sem ég gat fengið. Hefur Ísland breyst mikið frá því þú komst hingað fyrst fyrir tíu árum? Íslendingar hafa að mörgu leyti náð langt undanfarin ár. Að sumu leyti finnst fólki það fara aftur í tím- ann um ein 20 ár við það að koma hingað. Hér er margt frábrugðið. Blaðamaður nokkur lýsti Reykjavík eitt sinn sem gömlu sjávarplássi sem þyrfti að hressa upp á með málningu og pensli. Reykjavík er töfrandi á góðum sumardegi þegar allt er í blóma og líkist oft fallegu jólakorti yfir vetur- inn. Manni verður hreinlega starsýnt á norðurljósin. Ísland er dýrmætt í þeim skilningi að þið glímið ekki við vandamál sem orðið hafa til í mörgum vestrænum ríkjum og fara vaxandi. Umhverfið er tiltölulega hreint og samfélagið enn að mörgu leyti fremur meinlaust. Engum Lundúnabúa kæmi til að mynda til hugar að skilja barnið sitt eftir í vagni fyrir utan veitingastað í hádeginu. Ég man ekki eftir sam- bærilegum stöðum í okkar heims- hluta, hvað þetta varðar. Ísland er fjársjóður, sem neikvæðari hliðar vestræns samfélags hafa ekki náð að eyðileggja og ég vona að svo verði áfram. Hversu lengi verður Ísland í tísku, er hætta á að ferðamenn, til dæmis Bretar, fái bráðum leiða á okkur? Í Bretlandi búa 60 milljónir manna. Á Íslandi eru íbúar 280.000, sem er svipaður fjöldi og í Leicester. Að Grænlandi undanskildu er Ísland næststærsta eyland Evrópu á eftir Englandi, Skotlandi og Wales. Það tekur einungis þrjá tíma að fljúga frá London til Keflavíkur. Margir Bretar halda að það taki sex tíma og í Banda- ríkjunum halda menn að Ísland sé hinum megin á hnettinum. Frá mín- um bæjardyrum séð er ég með sextíu milljón viðskiptavini. Maður verður að líta á heildarmyndina. Hvers konar ferðamenn koma til Íslands frá Bretlandi? Annars vegar er um að ræða fólk sem kemur í stutta helgarferð, svo- kallað borgarfrí. Hins vegar er fólk sem kemur í ævintýraferð. Meðalald- ur breskra ferðamanna til Íslands hefur lækkað úr 50 ára og eldri í 45 ára og eldri, sem við erum öfundaðir af á hinum Norðurlöndunum. Ísland er það vinsæll áfangastaður. Hópur- inn 25–40 ára kemur í stuttar ferðir og 45 ára og eldri í lengri ferðirnar, að jafnaði. Þeir sem koma utan há- annatíma, frá nóvember til mars, eru 25–40 ára, barnlausir, með góðar tekjur og hafa ráð á nokkrum helg- arferðum á ári. Þeir sem koma að sumarlagi eru aðallega 45–50 ára og eldri, vel stæðir og í sumum tilvikum hættir að vinna. Í þeim hópi er líka fjölskyldufólk með þokkalegar tekjur sem kaupir flug og bíl fyrir sig og börnin, keyrir hringinn og gistir á hótelum víðs vegar um landið. Hvaða sóknarfæri sjáið þið? Við bindum miklar vonir við ráð- stefnu- og hvataferðir. Einnig hefur einstök jarðfræði Íslands laðað að sér grunnskólanemendur sem fá námsferðir hingað metnar til prófs. Við höfum skipulagt hópferðir nemenda og kennara til Íslands með skrifstofum sem sérhæfa sig í nem- endaferðum og höfum þar með feng- ið aðgang að mjög stórum markaði sem við höfðum ekki áður. Aukningin hefur orðið mikil og það sem af er þessu ári hafa hátt í 3.000 nemendur komið til Íslands í jarð- eða landafræðiferð. Er verð á mat og drykk hindrun í þínu starfi? Við reynum að minnast ekki á verðlagið, einkum og sér í lagi á áfengi. London er langt frá því að teljast ódýr borg og því kemur Reykjavík ekki svo illa út í saman- burði þar sem ekki þarf að skilja eftir þjórfé. Maturinn hérna er líka frá- bær hvað gæði hráefnisins varðar. Verð á áfengi er hins vegar stórt vandamál. Hingað kemur fjöldi fólks í hvataferðir og á ráðstefnur og fullrúar fyrirtækjanna sem hingað koma að kanna aðstæður fá hrein- lega aðsvif þegar barinn er gerður upp. Ég get nefnt dæmi um fyrirtæki sem hætti við 50 manna vinnuferð hingað því það taldi sig ekki hafa ráð á því að veita starfsfólki frítt áfengi. Þess í stað var fólkið sent til Dublin. Ef ferðaþjónusta á að þróast frekar hérlendis þarf að taka á þessum þátt- um. Munu virkjunaráform á hálendi Ís- lands koma til með að hafa áhrif á þínum markaði? Fæstir Breta vita af þeim að mínu mati. Ég vil ekki deila um umhverf- ismál en velti fyrir mér af hverju Ís- lendingar eigi að lifa fyrir utan fisk- veiðar. Ég tel ekki að breskir ferða- menn muni gera sér grillu út af þessu. Ísland er stórt land og býr yfir mikilli fegurð og þarna er um að ræða lítinn hluta landsins. Ísland hef- ur á sér mjög gott orð hvað umhverf- ismál varðar, þrátt fyrir að flestir ferðamenn keyri fram hjá álverinu í Straumsvík og sjái reykinn þaðan á leiðinni til Reykjavíkur, svo dæmi sé tekið. Vatnsaflsvirkjun er vissulega um- hverfisvæn. Á móti koma ráðagerðir um að sökkva miklu landsvæði undir gríðarlega stíflu, sem auðvitað hefur mikil umhverfisáhrif. Á þessu máli eru nokkrar hliðar, en hér er ekki verið að tala um óhreina frárennslis- skurði og olíuleka, sem eru vandamál í mörgum löndum. Ég get nefnt Kína sem dæmi en það er að verða einn vinsælasti áfangastaðurinn í Asíu. Kínverjar hafa stórbrotnar virkjunarfram- kvæmdir á prjónunum sem flestir vita af, en fólk vill samt sem áður ferðast til Kína. Ég hef komið til Kína og hef svo sannarlega séð virðingar- leysi heimamanna við náttúruna. Á Íslandi held ég að raddir umhverf- issinna séu það háar að jafnvægis verði gætt í framtíðinni. Hvaða áhrif mun starfsemi Ice- landExpress koma til með að hafa á þinn markað? Bretland er höfuðvígi lággjalda- flugfélaganna og að mínum dómi hafa þau stækkað ferðamarkaðinn. Með tilkomu lággjaldaflugfélaga get- ur manneskja í Liverpool sem aldrei hefur flogið á ævinni komist til Nice í Frakklandi fyrir 20 pund. Ferðir Go til Íslands stækkuðu markaðinn, öll- um til góða. IcelandExpress starfar á Íslandi og kemur heimamönnum því vel sem valkostur við ráðandi aðila. Það kemur síðan í ljós hvort mark- aðurinn frá Íslandi sé nógu stór fyrir tvö eða fleiri flugfélög. Ég get ekki dæmt um það en Flugleiðir munu halda sínu striki. Hvað með þróun ferðaþjónustu á Veitir ekki af að hrista upp í Íslendingum Morgunblaðið/Þorkell Stephen A. Brown, nýráðinn svæðisstjóri Flugleiða fyrir Bretland og Írland. Stephen A. Brown er fertug- ur Englendingur og tók fyr- ir skömmu við starfi svæð- isstjóra Flugleiða í Bretlandi. Helga Kristín Einarsdóttir ræddi við Stephen, sem segist selja stórkostlegasta land í heimi og kveðst jafnframt þykja nokkuð kjaftfor á Íslandi. Ég stóð á götum New York borgar með tösku fulla af bæklingum, en vissi varla hvernig átti að segja hvað þá staf- setja Reykjavík Fulltrúar fyrirtækja sem hingað koma að kanna aðstæður vegna hvataferða fá hreinlega aðsvif þeg- ar barinn er gerður upp Ég gæti auðvitað hengt upp litlar myndir hér og þar með yfirskriftinni: Vinsamlega komið til Íslands!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.