Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 11
STRÍÐ Í ÍRAK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 11 ÞÓTT ágreiningur hafi verið um margt í aðdraganda stríðsins í Írak er óumdeilt að stjórnarfarið í landinu er byggt á ógn og fullkomnu skeyt- ingarleysi gagnvart mannréttindum. Allt frá því að Saddam Hussein komst til valda í Írak 1979 hefur hann haldið landinu í greipum ótta og skelfingar. Aðferðir hans til að halda völdum í landinu hafa verið skrásettar í gegn- um tíðina, þótt löngum hafi gengið illa að vekja athygli á því sem fram fór í landinu. Upp á síðkastið hefur hins vegar mikið verið gert til að vekja athygli á mannréttindabrotum í landinu. Eitt dæmið um það er skýrsla, sem breska utanríkisráðu- neytið sendi frá sér í nóvember á liðnu ári og byggir á eigin heimildum auk gagna frá samtökum á borð við Amnesty International og Human Rights Watch og viðtölum við vitni. Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, sagði þegar skýrslan var birt að þar væri að finna öflug mann- réttindarök, sem bættust við alþjóð- legar öryggisröksemdir fyrir því að afvopna ætti Saddam Hussein. Upplýsingar notaðar í áróðursskyni Birting skýrslunnar vakti athygli og var gagnrýnd. Manntéttindasam- tökin Amnesty International vændu Straw um að nýta sér stöðu mann- réttinda í Írak með kaldrifjuðum og úthugsuðum hætti til að færa rök að því að Bandaríkjamenn og Bretar færu með ófriði á hendur Írökum. „Við skulum ekki gleyma því að þessar sömu ríkisstjórnir beindu blinda auganu að skýrslum Amnesty International um víðtæk mannrétt- indabrot í Írak fyrir Persaflóastríð- ið,“ var haft eftir Irene Khan, fram- kvæmdastjóra samtakanna, þegar skýrslan birtist. Á kynningarfundi fyrir skýrslu breska utanríkisráðuneytisins kom dr. Hussain al-Shahristani, fyrrver- andi yfirmaður kjarnorkustofnunar Íraks, og lýsti því hvernig hann var fangelsaður og pyntaður í Írak. Dr. Hussain tókst að flýja frá Írak árið 1991. Þá hafði hann verið í fangelsi í 12 ár, þar af 11 í einangrun, fyrir að neita að eiga þátt í því að taka þátt í kjarnorkuáætlun íraka eftir 1979 þegar ákveðið var að beina henni í þann farveg að þróa kjarnorkuvopn. Hann talaði einnig um að stjórnvöld á Bretlandi og í Bandaríkjunum hefðu ekki haft miklar áhyggjur af mannréttindamálum í Írak, en bætti við: „Hins vegar er betra seint en aldrei.“ Í umræddri skýrslu er því lýst hvernig íbúar Íraks hafa búið í stöð- ugum ótta við að vera dregnir út sem óvinir stjórnarinnar. Fólk er hvatt til þess að greina frá athöfnum fjöl- skyldu og nágranna. Öryggissveitir geta látið til skarar skríða hvenær sem er. Fólk er handtekið af geð- þótta og morð eru daglegt brauð. Síðan um mitt ár 2000 hefur refs- ingin fyrir að breiða út róg eða tala illa um forsetann eða fjölskyldu hans verið að skera tunguna úr þeim, sem slíkt gerir. Hafa myndir af slíkum refsingum verið sýndar í íraska sjón- varpinu öðrum til varnaðar. Á milli þrjár og fjórar milljónir Íraka hafa samkvæmt skýrslunni flúið land fremur en að búa við stjórn Sadd- ams, en það samsvarar um 15% íbúa landsins. Sérstaklega er tekið til þess að mannréttindabrot í Írak eru ekki vegna framgöngu ákafra ein- staklinga heldur hluti af markvissri stefnu stjórnarinnar. Kerfisbundnar pyntingar Pyntingar hafa verið stundaðar kerfisbundið í Írak. Í skýrslu Amn- esty International frá ágúst 2001 segir að pólitískir fangar séu pynt- aðir kerfisbundið og umfang pynt- inga og miskunnarlausar aðferðir beri því vitni að beiting þeirra hafi verið samþykkt í æðstu valdastöð- um. Aðferðirnar eru margar. Þess eru dæmi að augu hafi verið potuð úr mönnum. Í einu tilfelli var kaup- sýslumaður úr röðum Kúrda hand- tekinn í Bagdad og tekinn af lífi. Þegar fjölskyldan sótti líkið höfðu augun verið stungin úr því og pappír troðið í tómar augntóftirnar. Borað hefur verið í gegnum hendur póli- tískra fanga með rafmagnsbor, fórn- arlömb eru hengd upp í loft, raflost eru veitt, meðal annars á kynfæri, eyru, tungu og fingur, og einnig hafa fórnarlömb pyntingameistaranna orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. David Scheffer, stjórnarerindreki Bandaríkjastjórnar í stríðsglæpa- málum, hefur greint frá því að mynd- ir sýni að Írakar hafi notað sýruböð þegar þeir réðust inn í Kúveit. Fórn- arlömbin hafi verið hengd upp á höndunum og hægt og sígandi lækk- uð niður í sýruna. Aðstæður í íröskum fangelsum eru ómannúðlegar og niðurlægjandi, segir í skrýslunni. Þar segir Ra’id Qadir Agha, félagi í Föðurlandssam- bandi Kúrdistan, sem var átta ár í fangelsi, frá dvölinni: „Við höfðum aðeins einn og hálfan brauðhleif á dag og hálft glas af súpu, sem reynd- ar var ekki súpa heldur heitt vatn. Á kvöldin var okkur gefin sósa úr stilk- um rótarávaxta. A fimmtudögum fengum við mat, sem átti að endast fram á laugardag. Á kvöldin voru dyrnar opnaðar, en tilgangurinn var ekki að hleypa okkur út heldur telja fangana og sjá hverjir voru látnir og hverjir lífs. Það þarf ekki að taka fram að hárskurður eða rakstur kom ekki til greina og sulturinn var ein- staklega ómannúðlegt fyrirbæri. Þetta ástand gat varað svo dögum, mánuðum og árum skipti. Margir fanganna sultu í hel. Því í upphafi léttist maður og varð mjór og hor- aður. Þessu ástandi fylgdi mikil þjáning. Síðan byrjaði hárið að detta af. Húðin varð fyrir áhrifum með sama hætti. Sjón og heyrn fóru að daprast.“ Ra’id Qadir Agha lýsir einnig af- tökum án dóms og laga í fangelsinu: „Daginn eftir að skotið var á Uday (son Saddams) voru rúmlega átta þúsund fangar í dauðaklefanum. Hægt var að fylgjast með úr her- bergjunum, sem vísuðu að einangr- unardeildinni. Svo vildi til að fang- arnir í þessum tveimur herbergjum drógu strik á vegginn fyrir hvert lík, sem var fjarlægt þessa nótt. Rúm- lega tvö þúsund manns voru tekin af lífi þá um nóttina. Þeir höfðu komið með fallöxi, sem hjó höfuðið af 24 föngum á mínútu.“ Illa farið með konur Konur hafa sætt grimmilegum of- sóknum í Írak. Í hernum eru þess dæmi að menn hafi sérstaklega það hlutverk „að brjóta gegn heiðri kvenna“ – þeir eru nauðgarar að at- vinnu. Mannréttindasamtök fregna reglulega af konum, sem hafa orðið fyrir sálrænu áfalli eftir að hafa verið nauðgað í fangelsi. Nauðgun kvenna, sem eru í haldi vegna pólitískra skoðana, eru hluti af stefnu stjórn- arinnar. Árið 1990 voru sett lög, sem leyfa karlkyns ættingjum að myrða konur í nafni æru sinnar án þess að þeim verði refsað fyrir. Samkvæmt Amnesty Internation- al voru tugir kvenna, sem sakaðar höfðu verið um að stunda vændi, hálshöggnir í október árið 2000 ásamt körlum, sem gefið var að sök að vera melludólgar. Aftökurnar voru framkvæmdar án dóms og laga með sverðum fyrir utan heimili fórn- arlambanna. Talið er að einhver fórnarlambanna hafi ekki verið við- riðin vændi heldur tekin af lífi af pólitískum ástæðum, að því er kem- ur fram í skýrslu breska utanríkis- ráðuneytisins. Ofsóknir Saddams á hendur Kúrd- um hafa verið kallaðar þjóðarmorð. Talið er að á árunum 1987 og 1988 hafi hundrað þúsund Kúrdar verið drepnir eða horfið. Í herferðinni á hendur Kúrdum var notað eiturgas og samkvæmt tölum frá Human Rights Watch létust allt að 5.000 óbreyttir borgarar lífið í einni árás á bæinn Halabja og 10.000 særðust. Talið er að síðan 1991 hafi 94.000 ein- staklingar verið flæmdir af heimilum sínum. Jarðir í eigu Kúrda hafa að því sagt er verið gerðar upptækar og fengnar í hendur íröskum aröbum. Kúrdum hefur verið meinað að kaupa eignir og þeir, sem eiga eignir og vilja selja þær, verða að finna ar- abískan kaupanda. Stjórnarfar óttans hefur í tæpan aldarfjórðung sett mark sitt á Írak og það verður seint afmáð. Stjórnar- far óttans Reuters Mynd af Saddam Hussein, forseta Íraks, liggur sundurskotin á jörðinni í bænum Qrahanjir í norðurhluta Íraks. Saddam Hussein hefur stjórnað harðri hendi frá því að hann komst til valda 1979. Aðferðirnar eru margvíslegar, en pyntingar og aftökur án dóms og laga hafa verið dag- legt brauð í valdatíð einræðisherrans. MARGIR undrast að Bretar og Bandaríkjamenn skuli ekki hafa lagt meiri áherslu á það fram að þessu að skrúfa fyrir útsendingar íraska rík- issjónvarpsins. Minnast menn að eitt af því fyrsta sem gert var í Persa- flóastríðinu 1991 var að varpa sprengjum á útvarpssendinn í Bagd- ad til að Saddam Hussein, forseti Íraks, gæti ekki miðlað áróðri sínum. Árás var að vísu gerð á höfuðstöðvar sjónvarpsins í fyrradag, þegar stríð- ið í Írak hafði staðið í næstum viku, og lágu útsendingar niðri í um 45 mínútur. Segir á fréttasíðu BBC að þær hafi síðan verið stopular. Mannréttindasamtök hafa for- dæmt árásirnar á höfuðstöðvar íraska sjónvarpsins í fyrradag, þ.á m. Alþjóðasamtök blaðamanna (IFJ) en þau segja engar vísbend- ingar um að híbýli stöðvarinnar séu notuð í hernaðarskyni – en einungis við slíkar aðstæður væri árásin rétt- lætanleg miðað við alþjóðalög. Fréttaskýrendur eru þó sammála um að í áróðursstríðinu skipti miklu fyrir Saddam og stjórn hans að geta komið fram í sjónvarpi – og að sama skapi brýnt fyrir bandamenn að tak- marka tækifæri Saddams til að stappa stálinu í stuðningsmenn sína. Áróðursvél Saddams Bandaríkjamenn og Bretar hafa sagt að hernaðurinn gegn Írak gangi vel. Margir Írakanna, sem banda- menn segjast heyja þetta stríð fyrir, trúa þeim hins vegar ekki, að því er segir í fréttaskýringu Institute for War and Peace Reporting (www.iwpr.net). Skýringin er m.a. sú að Saddam hefur tvívegis sjálfur flutt sjónvarpsávörp og ýmsir ráð- herrar í ríkisstjórn hans hafa lagt mikið upp úr því að halda frétta- mannafundi, sem sjónvarpað er beint frá í Írak. Markmiðið er að sanna fyrir landsmönnum að stjórn- in sé enn við völd og að framrás óvinaherjanna gangi illa; þeir séu fastir í kviksyndi, svo notað sé orða- lag íraskra ráðamanna. „Íraska sjónvarpið er áróðursvél,“ segir Salah Shaikhly, fyrrverandi seðlabankastjóri í Írak, en hann sinnir nú fjölmiðlatengslum fyrir ein af samtökum íraskra útlaga, INA. „Með því að leyfa því að halda áfram útsendingum er ekki beinlínis verið að stuðla að auknu hugrekki þeirra sem hugsanlega væru reiðubúnir til að ráðast til atlögu gegn Saddam. Ef ég væri stuðningsmaður stjórnar- innar og sæi þessa menn [í sjónvarp- inu] á lífi og við bestu heilsu þá myndi ég halda áfram að styðja stjórnina. Ef ég væri andstæðingur stjórnarinnar myndi ég halda að mér höndum því að að æðstu ráðamenn eru bersýnilega enn í fullu fjöri.“ Fréttaskýrandi New York Times, Michael R. Gordon, kemst að svip- aðri niðurstöðu. Hann segir að margir Írakar líti svo á að sú stað- reynd að bandamenn haldi að sér höndum hvað varðar árásir á ríkis- sjónvarpið hljóti að vera til marks um þrautseigju Saddams; en þetta grafi undan fullyrðingum þess efnis að Saddam-stjórnin riði til falls. Ávallt sé gert mikið úr velgengni Íraka í stríðinu, sem efli baráttuhug- inn. Sem dæmi um þetta séu fréttir af því að hópur bænda hafi skotið niður Apache-herþyrlu Bandaríkja- manna sl. sunnudag. Hið sanna sé að Íraksher hafi skotið þyrluna niður en hin útgáfan falli betur að þeirri ímynd að íraskur almenningur berj- ist hetjulegri baráttu gegn óvininum. Segir Gordon að ráðamenn í Bandaríkjunum virðist hafa talið að ríkisstjórn Saddams væri svo veik að hún myndi falla á fáum dögum. Því væri betra að láta sjónvarpssendana eiga sig, enda myndu bandamenn þurfa að nota þá í kjölfar stríðsins til að koma á reglu í landinu. Sjónvarpið mikilvægt Saddam í áróðursstríði Reuters Blaðamenn í Bagdad fylgjast með sjónvarpsávarpi Saddams hinn 24. mars sl. Undrast að íraska sjónvarpið fái að senda út
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.