Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FLESTIR gera sér grein fyrir þeim mikla hjúkrunarvanda sem við eig- um við að etja, sérstaklega á höfuð- borgarsvæðinu, en til allrar ham- ingju eru uppi áform og áætlanir um betri tíð. Það var ánægjulegt að sjá hvernig nefnd á vegum heilbrigðisráðuneyt- isins beitti sér í vetur til að minna á þau mikilvægu störf sem unnin eru á hjúkrunarheimilum landsins og í umönnun aldraðra. En þar sem sjaldan er rætt um starfsfólk í öldr- unarþjónustu langar mig aðeins til að minnast á tvo hópa starfsmanna sem meðal annarra vinna afar þýð- ingarmikil störf í þágu aldraðra. Alltof sjaldan er rætt og ritað um mikilvægar stéttir og starfsmenn sem eiga að þjóna elsta og oft veik- asta fólki landsins. Þeir sem eiga að annast veika aldraða þurfa að vera vel í stakk búnir til að sinna þeim þjóðfélagsþegnum sem hafa lagt sig fram um áraraðir og lagt hornsteina að nútímaþjóðfélagi. Aldraðir eiga skilið að við leggjum okkur öll fram um að veita þeim þá aðhlynningu sem þeir þurfa og til allrar hamingju hefur yfirleitt valist gott fólk til þess- ara starfa. Undirstaða starfsfólks á dvalar- og hjúkrunarheimilum eru sjúkraliðar og almennt starfsfólk sem taka að sér þessi störf sem ekki eru alltaf jafn vel metin og sjaldan gefinn nógu mikill gaumur. Það er erfitt að sinna sjúku fólki og oft enn erfiðara að sinna veiku, öldruðu fólki. Sumir eru þjáðir og þjakaðir af verkjum og andlegri van- líðan, sumir virðast þvermóðskufull- ar nöldurskjóður sem sjá aldrei bjartan dag þó að flestir séu vel við- ræðuhæfir og gefi alltaf eitthvað af sér, miðli af reynslu sinni og þekk- ingu. Það er ekki fyrir hvern sem er að umgangast fólk með erfiða sjúk- dóma til líkama og sálar. Það þarf trausta og þolinmóða starfsmenn, skilningsríka með gott hjartalag og umfram allt starfsfólk sem sér frem- ur björtu hliðar lífsins en það sem einblínir á dökku hliðarnar. Slík umönnunarstörf eru krefjandi, lýj- andi og erfið, en veita líka sýn inn í heim þeirra sem oft líða og þjást og gefa starfsfólki veganesti sem er mikils virði á lífsleiðinni. Starfsfólk af þessu tagi sem legg- ur sig fram um að öðlast meiri þekk- ingu og reynslu til að geta unnið störf sín betur en áður á skilið mikið þakklæti og virðingu fyrir frábær störf sín og laun í takt við ábyrgðina. Við höldum áfram að byggja hjúkrunarheimili. Það er þörf á þeim. En engin hjúkrunarheimili verða rekin í þessu landi ef ekki fæst hæft og gott starfsfólk sem ber virð- ingu fyrir sjálfu sér og öðrum. Umönnunarstarf og þjónusta við aldraða bæði í heimahúsum og á hjúkrunarheimilum er eitt þýðingar- mesta starf sem unnið er í þágu aldr- aðra og skipta þau þó öll miklu máli. ÞÓRIR S. GUÐBERGSSON, Látraströnd 7. Starfsmenn í öldrunar- þjónustu sem mega ekki gleymast Frá Þóri S. Guðbergssyni: STJÓRNMÁLAMENN lofa nú sem fyrr hver um annan þveran skatta- lækkunum á hinn almenna laun- þega, nái þeir til þess umboði í komandi kosningum. Sjálfstæðismenn gera út á að við ofangreind, þ.e. stærsti hluti laun- þega, séum svo fáfróð að við skilj- um ekki hvernig skattamál hafa þróast á undanförnum árum. For- sætisráðherra segir að um skatta- lækkanir hafi verið að ræða síðustu ár, en skoðum nú raundæmi þeirra lækkana. Þar hefur hinn almenni launþegi verið algerlega sniðgeng- inn. Það eru stórfyrirtæki og fjár- magnseigendur sem notið hafa skattalækkana. Tekjuskattur þeirra hefur lækkað niður í um 18% úr um 30%, eða um tæplega helming. Einnig lækkaði eignar- og fjármagnsskattur þeirra. Frá árinu 1995 hefur hins vegar skattbyrði launafólks og lífeyris- þega þyngst allverulega, eða frá því að tenging persónuafsláttar og vísi- tölu var afnumin. Framreiknað frá þeim tíma ætti persónuafsláttur einstaklinga nú að nema um 40 þús. kr. í stað 26 þús. eins og er og skattleysismörk að vera um 90 þús. í stað 70 þús. eins og nú er raunin. Það erum við al- mennt launafólk sem höfum með aukinni skattbyrði staðið undir skattalækkunum stórfyrirtækja og fjármagnseigenda. Er eitthvert réttlæti í því að við „litlu þúfurnar“ þurfum að velta svo þungu fargi? Fyrir utan allt þetta hafa svo t.d. barnabæturnar verið svo skertar með tekjutengingu að aðeins örfáir njóta þeirra að fullu. Þar krækir skatturinn enn í milljarðasparnað sem bitnar á barnafólki. Eignarskatturinn er enn eitt dæmið þar sem engin samræming er hvað varðar hækkanir á mati fasteigna á landsvísu og þess verð- gildis sem einstaklingur eða hjón mega eiga umfram skuldir í sinni fasteign. Þar tekur skatturinn sitt löngu áður en fólk hefur eignast eðlilegt hlutfall í fasteign sinni mið- að við verðgildi eignarinnar samkv. mati. Nú skulum við launþegar sitja fast við okkar kröfur um úrbætur í málefnum hins almenna launþega, þ.e. leiðréttingu á okkar hag til jöfnunar, ekki seinna en strax. ELÍN BIRNA ÁRNADÓTTIR, Vesturholti 6, Hafnarfirði. Gellur hæst í tómri tunnu Frá Elínu Birnu Árnadóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.