Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ É g lá í tjaldi mínu undir stjörnubjörtum himni í 3.900 metra hæð í hlíðum Kilim- anjaro og reyndi að sofna. Enn ein svefn- laus nótt var í nánd. Fyrr um daginn lauk ég þriðju dag- leiðinni á fjallið og var nú kominn í næstefstu búðir í hinum óviðjafn- anlega Baranco-dal. Héðan grillti í tifandi borgarljósin niðri í Moshi og agnarsmáir ljóspunktarnir vöktu næstum með manni heimþrá, þótt aðdráttarafl þeirra mætti sín lítils gagnvart fegurð Baranco-dalsins. Hann var girtur bröttum fjalls- hlíðum og hamraveggjum með ljós- bláu ísstáli sem stirndi á í tungls- ljósinu. Efst trónaði svo fjallstindurinn í nærri 6 þúsund metra hæð. Fram að þessu hafði gangan verið fremur létt, en ég vissi að það færi að breytast. Við urðum að fara okk- ur hægt til að forðast fjallaveiki, sem leggst á mann ef líkaminn fær ónógan tíma til að aðlagast súrefn- issnauðu fjallaloftinu. Virði fjall- göngumenn ekki þessa reglu hefnist þeim grimmilega fyrir eins og við félagarnir urðum vitni að síðar. Með mér voru þeir Róbert Marshall, Sig- urður G. Guðjónsson, Sverrir Þór Karlsson og Teitur Þorkelsson. Og í Baranco-dalnum lá ég nú andvaka í næturkulinu í hlýjum dúnsvefnpokanum og hugsaði um næstu dagleið. Við áttum fyrir höndum að klífa svokallaðan Bar- anco-vegg, bratt klettabelti sem gleymist seint þeim veslings manni sem átti eftir að fótbrotna þar að- eins tveimur dögum síðar. Hann var fluttur með sjúkraþyrlu alla leið til Naíróbí og er einn margra sem hafa slasast á þessum stað. Frá tjaldbúð- unum sáum við hvar leiðin hlykkj- aðist upp í gegnum klettana og ég leiddi hugann að því hvort einhver okkar myndi kasta upp á leiðinni. Þessi áfangi er nefnilega kallaður „Morgunverðarleiðin“ því stundum kastar fólk upp nýsnæddum morg- unmatnum ef það ofreynir sig við klettabröltið. Við vorum á Mac- hame-leiðinni á Kilimanjaro, sem er í erfiðari kantinum og því ekki sú fjölfarnasta. Mest er um fólk á auð- veldustu leiðinni, svonefndri Mar- angu-leið. Þar þurfa þó þrír af hverjum tíu að sætta sig við að kom- ast ekki á tindinn og það varð nið- urstaðan hjá fimm manna hópi sem við hittum síðar niðri í Moshi. Þetta var fólk um þrítugt, þrír menn og tvær konur. Þau sátu þögul við borð sitt á gistiheimilinu og spiluðu á spil klukkustundum saman, niðurlút eft- ir ósigurinn. Óttinn við fjallaveikina hafði reyndar nagað mig frá fyrsta degi og ég hafði það hugfast sem Helgi Benediktsson, margreyndur fjallamaður, sagði mér fyrir brott- för. „Það er tvennt sem kemur þér á tindinn: að fara nógu hægt og drekka mikið vatn,“ sagði hann. Þess vegna gekk ég ávallt á lús- hraða og drakk fjóra lítra af vatni daglega. Hætta er á lungnabjúg ef menn drekka of lítið og það getur degið mann til dauða. Ég var ekki kominn alla leið hingað til Tansaníu til að deyja úr andstyggilegum lungnabjúg. Bröltið upp Baranco-vegginn reyndist hins vegar auðveldara en ég hélt og ég skammaðist mín fyrir áhyggjurnar kvöldið áður. Samt kostaði það talsvert puð að ljúka dagleiðinni og komast í fjórðu búðir í 4.600 metra hæð. Eftir níu tíma þramm var ég feginn að geta loks hlammað mér niður og tekið inn verkjatöflur við höfuðverknum sem ágerðist með degi hverjum. Við gát- um lagt okkur í fjóra tíma áður en við færum á fætur um miðnættið til að hefja lokaáhlaupið á tindinn. Lík- lega var Sigurður sá eini okkar sem fékk fullan svefn á þessum fáu klukkustundum. Svefn var mér víðs- fjarri eins og vanalega. Ég lá í tjald- inu og starði út í myrkrið. Velti mér á vinstri hliðina, síðan á þá hægri og loks á bakið. Annað veifið fálmaði ég eftir vatnsflösku milli þess sem ég leit á úrið. Loks rann stundin upp og ég spratt á fætur. Ég tróð mér út úr tjaldinu, ráfaði út í myrkrið til að míga og stóð fíflalega með bununa í allar áttir í stinningskalda. Engin hreyfing var sjáanleg í hinum tjöld- unum. Um síðir birtust strákarnir og við tókum að bryðja kexkökur bleyttar upp úr tei. Höfuðverkurinn var orðinn svæsinn og kallaði á fleiri verkjatöflur. Á ýmsu hafði gengið í tjöldunum. Sverrir mátti þakka fyrir að skórnir hans höfðu ekki fyllst af ælu þegar Róbert varð skyndilega veikur og þusti með ofboði út í tjaldopið til að losa sig við óhroðann. Í myrkrinu miðaði hann óviljandi ofan í skóna en til allrar hamingju kom ekkert upp úr honum. Förum mjög hægt, skilið? Það leið að brottfararstund og tindurinn beið 1.300 metrum ofan við okkur. „Við göngum í klukku- stund í senn og hvílum okkur síðan,“ sagði Robinsson Massawa leið- sögumaður. „Við förum mjög hægt yfir, skilið?“ Robinsson var þrítugur Tansaníubúi og þrautreyndur fjall- göngumaður. Okkur líkaði strax vel við þennan glaðlynda náunga sem vildi allt fyrir okkur gera. Árum saman var hann óbreyttur burð- armaður á Kilimanjaro en var nú orðinn aðalleiðsögumaður með tvo aðstoðarmenn og tíu burðarmenn. Vinnan er annars erfið hjá burð- armönnunum. Þeir mega byrja 18 ára og fá léttar byrðar í fyrstu, en síðar eru sett á þá allt að 25 kg hlöss. Þeir þurfa að bera tjöld, mat, eldunartæki og sitthvað fleira. Lé- legur fatnaður þeirra stingur í aug- un en aðra eins hörku og dugnað hef ég sjaldan séð. Drjúgan hluta byrð- anna bera þeir á höfðinu og hafa þjálfað upp hálsvöðva á við naut. Þeir eru léttir í lund og segja jambo (góðan daginn) á báða bóga við vest- rænu göngumennina. Svo eru þeir roknir af stað á óskiljanlegum hraða og halda stundum á útvarpstæki í lausu hendinni en halda við hlassið á höfði sér með hinni. Í desember 2002 fórust þrír burðarmenn á einni dagleiðinni vegna úrhellisrigningar. Það eina sem þá vantaði var regn- fatnaður sem hefði bjargað þeim frá dauða úr kulda og vosbúð. Fljótlega eftir að við hófum næt- urgönguna upp frá tjaldbúðunum tók ég mig út úr hópnum og fór á það hægasta fet sem mér var unnt. Ég hleypti fjölda fólks framhjá mér, harðákveðinn í að elta engan nema sjálfan mig. Eftir fjögurra tíma göngu upp skriðurnar, áleiðis að næsta áfanga, Stella Point í 5.700 metra hæð, var enn almyrkt. Þetta var orðið hið argasta puð og alltaf tóku nýjar brekkur við. Mig langaði allt í einu til að leggja mig smástund og sofna. Höfuðljósið mitt var fyrir löngu runnið út á rafhlöðunum og eina haldreipið var Ngowi aðstoð- arleiðsögumaður. Hann var með gamla handlugt og lýsti okkur báð- um fram í birtingu. Loks kom sólin upp og mér sýndist ég sjá Stella Point einhvers staðar ofan við mig. En það var þá vitleysa. Ngowi sagði að enn væri heillangt eftir. Í fyrsta skipti í allri ferðinni lá mér við upp- gjöf. Syfjan var að drepa mig og rykugar og brattar skriðurnar höfðu reynst æði drjúgar. Og enn var langt í þennan bannsetta Stella Point. Ég skipti yfir í enn hægari göngutakt og seiglaðist áfram. Af og til sneri ég mér við til að horfa út yfir sléttuna og reyndi að njóta út- sýnisins. Loks féll Stella Point að fótum okkar og mig sundlaði af til- hugsuninni um hæðina sem við vor- um komnir í. Fjallaveikin var reyndar víðsfjarri, að undanskildum höfuðverknum og syfjunni. Við vor- um staddir á gígbarmi þessa út- brunna eldfjalls og Ngowi benti út eftir löngum hrygg þar sem ég sá litla maura bera ógreinilega við himin. Þetta voru þá göngumenn úr öðrum leiðöngrum að fagna á tind- inum lengst í burtu. Það var orðið albjart en frostið var um 15 stig og dálítið hvasst. Ég minntist orða vinnufélaga míns hálfum mánuði fyrr. „Það verður þér til ævarandi háðungar ef þú kemst ekki á tind- inn,“ hrópaði hann. Ég tæmdi það litla sem eftir var ófrosið í vatns- Uppgangan krafðist mikilla tilþrifa. Daginn eftir að myndin var tekin fótbrotnaði klifrari á þessum stað. Sigur viljans í 15 stiga frosti og næðingi á hæsta tindi Afríku. Fjallið er vinalegt á fyrstu dagleiðinni. Ljósmynd/Robinsson Fjallið enn ósigrað í bakgrunni. Frá vinstri: Sverrir Þór, Örlygur, Róbert, Sigurður og Teitur. Dagar hinna hægu skrefa Hæsta fjall Afríku, Kilim- anjaro, rís í 5.892 metra hæð í Tansaníu. Þrátt fyrir höfuðverk í þunnu lofti og margra daga svefnleysi var það fyrirhafnarinnar virði að ganga á fjallið, skrifar Örlygur Steinn Sigurjónsson blaðamaður um nýlega ferð sína á fjallið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.