Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 10
STRÍÐ Í ÍRAK „Mér þætti gaman að vita hvaða afsökun Bush hefur til að fresta „Vegvísinum“ í sjöunda sinn“ SAEB EREKAT, AÐALSAMNINGAMAÐUR PALESTÍNUMANNA 10 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ HANS Blix, hinn sænski yfirmaður vopnaeftirlitsliðs Sameinuðu þjóð- anna, mun láta af störfum í lok júní, skömmu eftir 75 ára afmælisdag- inn. Bandarísk- um ráðamönnum eru starfslok hans fagnaðar- efni, enda saka þeir hann um að hafa spillt fyrir viðleitni þeirra til að fá alþjóða- samfélagið til að styðja stefnu þeirra varðandi afvopnun Íraka. Bandarískir stjórnarerindrekar sögðu, að brottför Blix úr embætti muni auðvelda Bandaríkjastjórn að fá til liðs við sig nokkra af sérfróð- ustu mönnum heimsins um þau skaðræðisvopn sem grunur leikur á að sé enn að finna í Írak. Yfirmenn í Bandaríkjaher, sem munu hafa umsjón með afvopnun Íraka að stríði loknu, hafa leitað til að minnsta kosti þriggja manna í liði Blix – tveggja sérfræðinga í sýklavopnum og eins sem er sér- fróður um eldflaugaáætlun Íraka. Þetta er túlkað sem viðurkenning af hálfu Bandaríkjamanna á sér- þekkingu og hæfni vopnaeftirlits- mannanna. En öðru máli gegnir um yfirmann þeirra. „Við teljum hann ekki hafa verið sanngjarnan í skýrslum sínum, ekki gagnvart okkur né hvað varðar samvinnu Íraka,“ hefur AP eftir háttsettum fulltrúa Bandaríkja- stjórnar. Blix, sem tók við sem yfirmaður vopnaeftirlitsnefndar SÞ árið 1999, tjáði sjónvarpsfréttamiðluninni APTN að hann hefði fram til loka janúar haft á tilfinningunni að frið- samleg lausn á afvopnun Íraka væri möguleg. Eftir það hafi Bandaríkjastjórn misst þolinmæð- ina og ákveðið að ekkert annað en hernaðaríhlutun dygði til. Blix segir í viðtali við brezka blaðið Guardian að hann teldi að það hefði gilt einu hvað hann hefði sagt í skýrslum sínum til örygg- isráðsins eftir þetta – Bandaríkja- stjórn hefði verið staðráðin í að beita hervaldi til að tryggja að Saddam Hussein réði ekki yfir ger- eyðingarvopnum. Ráðamenn í Washington hefðu viljað fá „óyggj- andi tryggingar fyrir því að Írakar réðu ekki yfir neinum gereyðing- arvonum“. „Ég gat hins vegar ekki gefið neinar tryggingar fyrir því að vopnaeftirlitið skilaði áþreifan- legum árangri, jafnvel þótt við hefðum fengið nokkra mánuði í við- bót,“ sagði Blix. Í viðtali við AP- fréttastofuna segir hann hins vegar að nokkrir mánuðir til viðbótar gætu hafa gert gæfumuninn. Blix boðar starfslok Gagnrýndur af Bandaríkjamönnum Hans Blix HERLIÐ Bandaríkjamanna hefur hert árásir á varnarsveitir Íraka við Bagdad og í fyrsta sinn beitt þar Apache-árásarþyrlum. Bandamenn urðu hins vegar fyrir miklu áróðurs- legu áfalli í fyrrakvöld þegar sprengja eða flugskeyti lenti á mark- aði í Bagdad og varð að minnsta kosti 58 manns að bana. Ekki er þó ljóst hvaðan sprengjan kom. Hörðustu árásirnar voru á stöðvar Íraka við hina heilögu borg shíta, Karbala, sem er um 80 km fyrir sunnan Bagdad. Sagt er, að Medina- herdeildin, úrvalssveit íraska Lýð- veldisvarðarins, sé þar til varnar og er henni ætlað að tefja sókn banda- manna úr vestri í átt til Bagdad. Sóknin gegn Karbala er vandasöm að því leyti, að bandamenn reyna umfram allt að valda ekki tjóni á moskum og öðrum helgum stöðum shíta í borginni en það gæti orðið til þess, að þeir snerust gegn banda- mannahernum og hygðu síður á upp- reisn gegn Saddam Hussein Íraks- forseta og yfirráðum súnníta í landinu. Enn geisa harðir bardagar um borgina Nasiriya í suðurhluta lands- ins og einnig um Basra en þar er sagt, að Írakar hafi skotið á fólk, sem flýði borgina. Beina bandamenn ekki síst spjótum sínum að byggingum Baath-flokksins, stjórnarflokks Saddams, í borginni enda eru þær táknrænar fyrir völd hans þar. Írakar skutu í gær eldflaug á Kúv- eitborg og hittu í fyrsta sinn sjálfa borgina. Lenti hún á stærstu versl- unarmiðstöð borgarinnar og olli miklu tjóni. Aðeins einn maður særð- ist lítillega. Kúveisk yfirvöld sögðu að líklega hefði verið notuð kínversk flaug, „Seersucker“, sem Írakar hafa endurbætt og kalla „Faw“. Fljúga þær í aðeins 20–25 metra hæð yfir jörðu og því erfitt að verjast þeim. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á föstu- dag, að vopnum og öðrum herbúnaði væri smyglað frá Sýrlandi inn í Írak og varaði hann sýrlensk yfirvöld við afleiðingum þess. Sýrlandsstjórn vís- aði þessu á bug. Þetta væri tilraun Bandaríkjastjórnar til að draga at- hygli frá því, að hermenn banda- manna hefðu ekki síður ráðist á óbreytta borgara en hermenn í Írak. Stjórn Írans neitar einnig fullyrð- ingum Rumsfelds um, að hundruð út- lægra shíta og andstæðinga Íraks- stjórnar hafi farið inn í Írak frá Íran. Íraskir hermenn hörfuðu í gær frá víglínu við bæinn Qush Tapa í Norð- ur-Írak í átt til olíuborgarinnar Kirk- uk. Ætla þeir augljóslega að heyja úrslitaorrustuna í borginni sjálfri. Herða árásir á varn- ir Íraka við Karbala Reuters Kúrdískir sjálfboðaliðar halda að víglínunni við bæinn Chamchamal í Norður-Írak á föstudag, en bardagar héldu áfram þar og við Kirkuk í gær. Suðvestur-Írak. AFP. LIÐSMENN vopnaeftirlitssveitar Sameinuðu þjóðanna, sem voru að störfum í Írak í þrjá og hálfan mánuð unz gripið var til hernaðaríhlutunar, hafa fram til þessa ekkert mátt tala við blaðamenn. Frá því sveitin hrað- aði sér út úr Írak fyrir hálfum mánuði hefur hún aðsetur á hóteli í Larnaka á Kýpur. Og þar hafa liðsmenn hennar í fyrsta sinn tjáð sig um sína sýn á at- burðarásina, sem leiddi til stríðs. Í grein í nýjasta hefti þýzka viku- ritsins Die Zeit er það meðal annars haft eftir vopnaeftirlitsmönnum, að stefna Gerhards Schröders Þýzka- landskanzlara í Íraksdeilunni hefði verið „brjálæðisleg“. Blaðamennirnir sem skrifa grein- ina áttu viðræður við eftirlitsmenn á hótelinu í Larnaka, með því skilyrði að nöfn þeirra kæmu ekki fram, enda skýrt kveðið á um það í starfslýsingu þeirra skv. umboði frá öryggisráðinu að ekki sé ætlazt til þess að þeir veiti fjölmiðlum viðtöl. Spurningunni um það hvort þeir teldu að gerlegt hefði verið að komast hjá hernaðaríhlutun svara sumir vopnaeftirlitsmannanna játandi. Að þeirra mati liggur meginsökin á því að það hefði ekki reynzt unnt hjá Frökkum, Þjóðverjum og Rússum – misráðin „friðarstefna“ þeirra hefði dregið máttinn úr þrýstingnum sem stjórn Saddams Husseins Íraksfor- seta sætti til að hlíta skilyrðum Sam- einuðu þjóðanna um afvopnun. Þvert nei Schröders – og Jacques Chiracs Frakklandsforseta – við því að möguleikanum á beitingu hervalds væri haldið opnum með trúverðugum hætti sögðu vopnaeftirlitsmennirnir hafa haft mjög neikvæðar afleiðingar á starf þeirra. „Saddam Hussein fylgdist náið með öllu sem gerðist í öryggisráði SÞ. Um leið og sprungur komu í samstöð- una þar dró úr samstarfsvilja Írak- anna,“ hefur Die Zeit eftir einum eft- irlitsmannanna. Aðeins þegar þrýst- ingurinn jókst með hernaðarupp- byggingu Bandaríkjamanna og Breta við Persaflóa, urðu stjórnvöld í Bagd- ad samvinnuþýðari. Dró friðarstefna úr friðarlíkum? „Við vorum háðir því að hafa hinn hernaðarlega þrýsting að baki okk- ur,“ segir annar vopnaeftirlitsmaður. Eftirlitsliðið hefði upplifað hinn diplómatíska skollaleik þannig, að í hvert sinn sem borin var fram krafa um að málið yrði leyst með friðsam- legum hætti, dró að þeirra mati úr þrýstingnum á Íraksstjórn að sýna raunverulegan samstarfsvilja og þar með jafnframt úr líkunum á friðsam- legri lausn, þ.e. að markmiðin um af- vopnun Íraka næðu fram að ganga án hernaðaríhlutunar. Aðspurðir hvort starf vopnaeftir- litssveitarinnar í Írak hefði frá upp- hafi verið dæmt til að mistakast svara eftirlitsmennirnir þó neitandi; að þeirra mati hefði einhuga öryggisráð SÞ hugsanlega getað þvingað fram friðsamlega afvopnun Íraka. Einn eftirlitsmannanna bætir hins vegar þessari athugasemd við: „Hvernig er bezt að meðhöndla krabbameinsæxli – með snöggri skurðaðgerð eða langri lyfjameðferð, sem óvíst er hvaða árangri skilar?“ Kenna „friðar- stefnu“ um hvernig fór Vopnaeftirlitsmenn SÞ tjá sig um atburðarásina í Íraksdeilunni HAFT var eftir ísraelskum embætt- ismanni í gær, að Vegvísirinn svo- kallaði, áætlun um frið í Miðaustur- löndum, sem George W. Bush Bandaríkjaforseti segist ætla að birta bráðlega, yrði ekkert birtur fyrr en að loknu Íraksstríði. Bush sagði í fyrradag á fundi með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, að hann myndi brátt birta áætlunina um frið í Miðausturlönd- um. Þar er gert ráð fyrir sjálfstæðu ríki Palestínumanna árið 2005. Gagnrýnendur Bush saka hann um að vilja lítið á sig leggja til að koma á friði. Saeb Erekat, aðalsamninga- maður Palestínumanna, sagði í gær, að nóg væri komið af loforðum og minnti á, að birtingu Vegvísisins hefði verið frestað sex sinnum. „Mér þætti gaman að vita hvaða afsökun hann hefur til að fresta henni í sjöunda sinn,“ sagði Erekat. Ísraelar er ævareiðir þeim um- mælum Jack Straw, utanríkisráð- herra Bretlands, að Vesturlönd hafi gerst sek um hræsni með því að ætl- ast til, að Írakar færu eftir álykt- unum Sameinuðu þjóðanna en láta sem ekkert væri þótt Ísraelar hefðu aldrei gert það. Var sendiherra Bretlands í Ísrael kallaður á fund í ísraelska utanríkisráðuneytinu þar sem ummælum Straws var mótmælt og þau kölluð „einstaklega ógeð- felld“. Yfirlýsingar Bush um áætlun um frið í Miðausturlöndum Verður bið á vegvísi? Gazaborg. AFP. #  $  %   $&'' ( ! % "!" ) "       * + ,#-.+ ,#/ 01+/,#*, - 2/ 3  , +,$ * , %45 3) ) 6 + % , # / ,  /7!"     89   # : : -!  7    !!" ! # #$ $ ; #  ,<7=> ! && (' =7 ' '  ? ; ;  @; ' ;    %   $ ; $ A - &!7      B; $7= ""  %! -C , -  :     $&''AA ! @ & ! A* "  & D7@      " : -C7 * " 7B  ; & !  ; E 9! 7) #=* "A :B !!  ; & ! &E &E ;   % "!" * "  " ' !& %?;  && ; ' " !  ; !   B %?;  &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.