Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 27
Auglýsendur! Sérstakt blað um miðborgina fylgir Morgunblaðinu laugardaginn 5. apríl. Pöntunarfrestur auglýsinga er til kl. 16 þriðjudaginn 1. apríl. Skilafrestur er til kl. 12 miðvikudaginn 2. apríl. Hafið samband við auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Blaðið á að endurspegla sérstöðu miðborgar Reykjavíkur og hið fjölskrúðuga mannlíf sem í henni er alla daga. Verslun - kaffihús - heilsurækt - veitingar - listmunir - þjónusta LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 27 Á EFNISSKRÁ tónleika Sinfóníu- hljómsveitar áhugamanna í Sel- tjarnarneskirkju í dag, sunnudag, kl. 17 verða eingöngu verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Tón- leikarnir hefjast á Divertimento fyrir strengi í D-dúr (K 136). Þá leikur Hjörleifur Valsson einleik í fiðlukonsert nr. 5 í A-dúr (K 219). Margrét Bóasdóttir syngur kons- ertaríuna „Ah, lo previdi“ (K 272) sem fjallar um raunir Andromedu, konungsdóttur frá Eþíópíu. Tón- leikunum lýkur með Sinfóníu- konsertante í Es-dúr (K297b). Þar eru einleikarar fjórir, ungt fólk á lokastigi tónlistarnáms: Matthías Nardeau óbóleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari, Ella Vala Ármannsdóttir hornleikari og Sigríður Kristjánsdóttir fagott- leikari. Stjórnandi á tónleikunum er Ingvar Jónasson. Morgunblaðið/Sverrir Ungir einleikarar á æfingu með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Mozart-tónleikar í Seltjarnarneskirkju Lúðrasveit æskunnar í Ráðhúsinu LÚÐRASVEIT æskunnar mun leika á tónleikum í Ráð- húsi Reykjavíkur í dag kl. 15. Í Lúðrasveit æskunnar er úrval nemenda úr skólalúðrasveitum landsins, sem lengst eru komn- ir í námi á hljóðfæri sín. Nú eru starfandi um 50 ung- menni á aldrinum 14–20 ára í lúðrasveitinni sem hefur leikið á öllum landsmótum SÍSL síð- an 1989. Styrkur til safna á Norð- urlöndum NORRÆNI menningarsjóðurinn ætlar að veita söfnum á Norður- löndum öflugan stuðning og auglýs- ir því eftir umsóknum um nýjan styrk að upphæð 3 milljónir danskra króna, eða sem nemur um 34 millj- ónum íslenskra króna. Fjármunun- um verður varið til samstarfsverk- efna safna sem vilja vekja athygli á Norðurlöndum og norrænu sam- starfi með því að halda viðamikla sýningu sem höfðar til breiðs hóps. Á hverju ári úthlutar sjóðurinn um 200 styrkjum og af þeim renna um 10–20 til norrænna sýninga. Styrkirnir eru að jafnaði á bilinu frá um hálfri milljón og upp í sex millj- ónir íslenskra króna. Þessi nýja styrktaráætlun, sem nefnist Sýning ársins á Norðurlöndum, felur í sér að veittur verður styrkur að upp- hæð 34 milljónir króna. Umsókn- arfrestur rennur út 1. september næstkomandi. Nánari upplýsingar eru á slóðinni nordiskkulturfond.- org. ZERO PLUS ww w. for va l.is Dagur – Hluta- bréf í sólarlaginu hefur að geyma skrif lista- og fræðimanna um Dag Sigurðarson og verk hans frá ýmsum sjón- arhonum. Rit- stjórar eru Geir Svansson og Hjálmar Sveinsson. Í bókinni er Dagur sýndur frá fjöl- mörgum hliðum, hann er skáldið og myndlistarmaðurinn en líka fyllibytta og pabbastrákur, þýðandi, spekingur, ástmaður og raunar margt fleira. Dagur Sigurðarson „kaus sér ungur það hlutskipti að vera áberandi og því fylgir nokkur ábyrgð svo notuð séu hans eigin orð“. Bókin er prýdd fjölda mynda. Hún er lokabindi trílógíu um listamenn sem til- heyra ákveðnum kima íslenskrar menningar. Hinar tvær eru Róska (Ragnhildur Óskarsdóttir, 1940–1996) og Megas (Magnús Þór Jónsson, f. 1945). Útgefandi er Mál og menning, í sam- vinnu við Reykjavíkurborg og Nýlista- safnið. Bókin er 214 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Harri hannaði bókina og braut um. Verð: 4.990 kr. Lífshlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.