Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 28
BÆKUR Skáldsaga Eftir Braga Ólafsson. Bjartur 2003, 144 bls. VIÐ HINIR EINKENNISKLÆDDU Hið mótandi minni BRAGI Ólafsson hefur fyrir löngu skapað sér þann orðstír hér á landi, að full ástæða er til að bíða bóka hans með eftirvæntingu. Nýtt verk Braga í hinni nýju svörtu línu Bjarts er því mjög áhugavert inn- legg í vorbókaflóði því sem forlagið stendur nú fyrir. Bókin, sem ber titilinn Við hinir einkennisklæddu, er fremur laus- beisluð í uppbyggingu og um leið fljótandi. Efniviður hennar, þ.e.a.s. minnið og afstæði þess, markar henni óræðan farveg og minnir hún hvað það varðar á ýmsar frægar skáldsögur seinni tíma þar sem minnið sem slíkt gegnir mikilvægu hlutverki, svo sem The Book of Laughter and Forgetting, eftir Mil- an Kundera og Beloved, eftir Toni Morrison. Í þeim verkum, rétt eins og í þessu nýja verki Braga, má segja að það sé minnið í sínum margvíslegu myndum, frekar en hefðbundin framvinda atburða- rásar, sem er það hreyfiafl sem knýr frásögnina áfram þó hvert um sig taki verkin ólíka stefnu að öðru leyti. Áhugi á minninu og minningum hefur verið mikill á síðustu árum og í póstmódernískri orðræðu bók- menntaheimsins hefur t.d. mikið verið fjallað um afstæði raunveru- leikans og hlutverk minnisins sem mótandi þáttar í endursköpun hvers samtíma á fortíðinni. Gildir þá einu hvort um er að ræða skáldskap- artexta eða texta af öðrum toga, enda eru skilgreiningar á mærum ólíkra bókmenntategunda og texta á undanhaldi í heimi þar sem skörun og uppbrot hefur verið eitt helsta tímans tákn. Það kemur því ekkert á óvart að þetta nýja verk Braga skuli á bókarkápu vera skilgreint sem „skýrslur“ um „skáldskapar- fræði höfundar og veruleikaskynj- un“ eða „ póetískt testamenti“ fremur en skáldverk, en um leið má velta því fyrir sér hvort slíkar skil- greiningar séu nauðsynlegar þar sem skáldsagnagerð samtímans er í eðli sínu svo víðfeðm að hún getur spannað nánast hvað sem er – jað- Fríða Björk Ingvarsdóttir arinn er löngu orðinn hluti af meginstraumn- um og allar bækur fela í sér „skáldskaparfræði höfundar“. Það sama má segja um þau ein- kunnarorð sem svörtu línunni hafa verið valin á bókarkápu þar sem hún er sögð vera „hald- reipi í samtímanum“, setja „strik í reikning- inn“, og vera „martröð bókavarðarins“ – allt hljómar þetta í raun eins og helst til kunn- ugleg skilgreining á því sem efst hefur verið á baugi í bókmenntaumræðu síðustu tuttugu ára. En burt séð frá því hvort það þjónar tilgangi að njörva bókmennt- ir niður í skilgreiningar eða ramma, er þessi rannsókn Braga á eðli og afstæði minnisins ákaflega forvitni- leg. Mislangir kaflar, einskonar prósaljóð sem túlka má sem mynd- hverfingar fyrir bókina í heild svo sem Emaleringin, og allt upp í hefð- bundnari smásögur á borð við Bensínstöðina í Mosfellsbæ og Spegil tjarnarinnar, ljá frásögninni brotakenndan blæ sem er í fullu samræmi við eðli þeirra minning- arbrota sem lesandinn er leiddur í gegnum. Tíminn er togaður og teygður um leið og tekist er á við ævagamlar spurningar um tilvist einstaklingsins; spurningar á borð við þá hvort reynsla sé minna raun- veruleg – og um leið meiri skáld- skapur – ef maður er einn um að upplifa hana (Hlaupandi Indverji), eða hvort það þjóni tilgangi að tjá sig (eða jafnvel lifa) þar sem sann- leikurinn og kjarni lífsins er svo knappur að allt annað virðist hjóm eitt (Gröfin). Braga tekst einstaklega vel að fanga slíkar hugmyndir, ekki síst í myndmáli tengdu tíma og hvikulu minninu. Hann lætur ólík tímasvið skarast, svo sem í fyrstu sögunni (Námsefnið) þar sem sögumaður gengur á vit minninga tengdum unglingsárum sínum og flakkar á milli ólíkra tímasviða vegna þess að upplifun og minningum þeirra sem á vegi hans verða ber ekki saman. Myndmál tengt speglun þjónar áþekkum tilgangi í bókinni sem heild. Sögumaður virðir fyrir sér frægt málverk Jans van Eycks frá 1434 og rýnir í spegil í miðju málverksins án þess að koma auga á sjálfan sig, þrátt fyrir að vera „viðstaddur“ sem áhorfandi á sama máta og málarinn van Eyck segist vera í árit- un fyrir ofan spegil Arnolfinihjónanna. Sú „speglun“ kallast á við aðra speglun á sjálfi tuttugustu og fyrstu aldar mannsins/lesand- ans, sem glatar dauð- anum við dauðann og veit þrátt fyr- ir að vera hálfviti að „spegilmynd hans er líka hálfviti“ (bls. 118). Höfundi er ekki umhugað um að rekja línulega frásögn, reynir frem- ur að afhjúpa ólíka fleti þess hugs- anaferlis sem á sér stað í huga sögumannsins (sem einnig er höf- undur) er hann rifjar upp ákveðin atvik og setur þau í merkingarbært listrænt samhengi fyrir tilstilli frá- sagnarinnar. Þó minnið sé efniviður verksins miðlar frásögnin sem heild því ekki einungis þeim áhrifum af- stæðis og hverfulleika sem óhjá- kvæmilega fylgja minningunum, heldur einnig tilfinningu fyrir þeirri skapandi glímu sem sögumaðurinn stendur í við mótun skáldskaparins og veruleikans. Sú uppbygging er mjög markviss og stuðlar að sam- sömun lesandans við sögumanninn, eins og sést best í lok bókarinnar er sögumaðurinn ávarpar lesandann og veltir fyrir sér ýmsum mögu- leikum varðandi framvindu verks- ins; „(Ég þykist vita að einhverjir hugsi sem svo: það verður aldrei neitt úr þessu, þrátt fyrir að hann hringi í smið. Þetta er svona týpískt bókmenntalegt aðgerðaleysi; í lok frásagnarinnar mun ekkert hafa gerst, […])“ (bls. 128–9). Sá einfaldleiki sem við fyrstu sýn virðist einkenna þessa nýju bók Braga, er í því raun einungis yf- irborð margræðrar myndar af til- vist mannsins, er dýpkar mjög eftir því sem betur er rýnt í hana. Í sög- unni Hvernig maður hegðar sér meðal innfæddra, afhjúpar höfund- ur grunntón verksins, þann þátt mannlegs eðlis er byggist á því að samlagast umhverfi sínu, með því að fara í viðeigandi „einkennisbún- ing“ – og um leið tilhneigingu okkar allra til að nota yfirborðið til þess að leyna því sem undir býr. Með sínu „bókmenntalega aðgerðarleysi“ þar sem ekkert „gerist“ tekst Braga að læða að lesandanum óend- anlegum möguleikum hvers einasta augnabliks og um leið öllum þeim sögum sem í því eru fólgnar. Bragi Ólafsson LISTIR 28 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ 2ja tíma flug, fjölmargar krár, írska tónlistin og ótrúlegt úrval verslana gera fer› til Dublin a› ómótstæ›ilegum kosti. Skemmtilegar sko›unarfer›ir í bo›i. Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Úrval-Úts‡n í tvíb‡li á Hótel Burlington. 52.120 kr. 45.120 kr. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 04 96 03 /2 00 3 Sta›grei›sluver›: Aðalfundur Hampiðjunnar hf. Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 11. ápríl 2003 og hefst kl. 16:00. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um heimild félagsins til að kaupa eigin hluti samkvæmt 55.gr.hlutafélagalaga. 3. Önnur mál sem löglega eru upp borin. Tillögur frá hluthöfum sem bera á fram á aðalfundi skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, hluthöfum til sýnis, sjö dögum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð verða að gera það skriflega. Stjórn Hampiðjunnar hf. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stafrænar fjaðrir er myndasaga eft- ir Bjarna Hinriks- son. Í bókinni leit- ast hann við að svara brennandi spurningum nú- tímamannsins. Bókin sam- anstendur af nokkrum stuttum myndasögum og tveimur myndaröðum. Helstu persón- urnar eru misheppnaðir rithöfundar sem fljúga um á vængjum andagift- arinnar og lenda í ævintýrum. Þeir eru ekkert síður þolendur en gerendur og þurfa að glíma við sköpunina sjálfa, bækurnar sínar og yfirleitt allt sem til- verunni dettur í hug að senda gegn þeim. Bjarni lærði myndasögugerð í Frakklandi á árunum 1985–89. Áður hafa birst sögur eftir hann í mynda- sögublaðinu Gisp!, ýmsum dag- blöðum, tímaritum og safnbókum. Útgefandi er útgáfufélagi GISP! Bókin er 48 bls., prentuð í Svans- prenti. Myndasaga ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.