Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 47 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 893 8638 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 567 9110 www.utfararstofan.is Smáfuglarnir safnast saman í trjánum fyrir utan eldhúsgluggann. Syngja sönginn sinn, kalla á ömmu og biðja um hádegisverðinn. Þeir vita ekki að hún amma mín er dáin. Að það er komið að kveðjustund. Það er með miklu þakklæti en jafn- framt djúpum söknuði sem ég skrifa þessar línur. Ég var svo lánsöm að um leið og hún var yndisleg amma var hún góð og traust vinkona. Við vorum afar nánar og þekktumst vel, enda ekki svo ólíkar eins og hún sagði svo oft sjálf: „Það er seigla í okkur, nafna mín!“ Þrátt fyrir 60 ára ald- ursmun brölluðum við ýmislegt sam- an og áttum margar góðar og skemmtilegar stundir. Í henni sann- aðist hvað aldur er í raun og veru af- stæður. Við höfðum gaman að sömu bókunum, fórum oft í leikhús, lista- söfn, út að borða á Holtið og á kaffi- hús. Stundum tókum við myndbönd. Hún fylgdist vel með öllu sem var að gerast hjá mér og spurði iðulega hvað væri að frétta af fjölmörgum vinum mínum sem hún þekkti alla með nafni. Ég held að það sé engu logið þegar ég segi að hún amma mín hafi verið einstök kona. Það er með ólíkindum hvað henni tókst að töfra fram í eldhúsinu. Í hverju hádegi og kaffi, í marga ára- tugi, smurði hún brauð eins og út- lærð smurbrauðsdama og allur mat- ur sem hún gerði var girnilegur. Jafnvel þegar hún útbjó eitthvað úr afgöngum! Hún nýtti allt, hvort sem um var að ræða mat eða annað. Rakti upp gamlar peysur og gerði barna- teppi eða ullarsokka. Ég á peysur, töskur og fleira eftir hana sem ég hefði eins getað valið mér sjálf út í búð, svo flott er þetta allt. Amma sagði stundum að ef hún hefði verið ung í dag hefði hún viljað læra text- ílhönnun. Þar hefði hún án efa átt fullt erindi því hún var í raun og veru listamaður. Hannyrðir hennar eru dreifðar um allan heim, hún hafði yndi af því að gefa og það voru marg- ir sem nutu góðs af gjafmildinni. Amma mín hugsaði mikið um þá sem minna mega sín og mér er ofarlega í huga stór poki fullur af ullarsokkum og vettlingum sem hún prjónaði í fyrra og gaf til Jakútíu í Síberíu vegna þess að þar er svo kalt. Amma átti fjöldann allan af bókum og las mikið. Ég man varla eftir henni öðruvísi en með bók við höndina. Hún var mikil áhugamanneskja um ís- lenska tungu og var mikið í mun að allir töluðu rétt. Hún var einstaklega ljóðelsk líka og átti mjög auðvelt með að yrkja góðar vísur. Þegar ég var yngri sátum við oft við eldhúsborðið og bjuggum til myndagátur eða kváðumst á. Hún var nú alltaf betri í því en ég! Síðustu tvö árin hef ég búið í kjall- aranum hjá þeim Bjössa og fyrir það er ég þakklát. Sambúðin gekk vel og aldrei urðu árekstrar þrátt fyrir að við hefðum báðar verið lítið fyrir að láta segja okkur hvað við ættum að gera! Amma skildi nú ekki alltaf þetta „útstáelsi“ á mér en var ekkert að skipta sér mikið að því. Kallaði mig bara næturdrottninguna! Við áttum saman ómetanlegar stundir sem gleymast aldrei. Áður en hún fór á sjúkrahúsið náðum við að tala mikið saman um lífið og tilveruna. Hún sagði mér meðal annars að ég ætti alltaf að fylgja hjartanu og gera það sem mig langaði að gera, ekki láta aðra segja mér fyrir verkum. Og að jákvæðni og góðar hugsanir skili manni langt. Ég ætla að reyna að lifa eftir þessu eftir fremsta megni. Amma var einstaklega jákvæð, bjart- ELÍN ÞORBJARNAR- DÓTTIR ✝ Elín Þorbjarnar-dóttir fæddist í Núpakoti undir Eyjafjöllum 16. nóv- ember 1917. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 28. mars. sýn og þakklát fram á síðustu mínútu og ég veit að hún var sátt. Hún vildi bara að við værum ánægð með lífið og myndum ekki syrgja hana mikið. Það er hægara sagt en gert og það er víst að margir munu sakna hennar. Hún var svo vinsæl. Enda gaf hún hverjum og einum svo mikið af sér og hafði lag á því að láta öllum líða eins og þeir væru sérstakir. En lífið heldur áfram, vorið er að koma og garðurinn fer að blómstra. Við reynum að halda hon- um við eins og hún hefði gert og við reynum að malla eitthvað ofan í fuglana næst þegar frystir. Nú hefur þú fengið hvíld, amma mín, og ert laus við veikindin. Ég verð ævinlega þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðasta spölinn og séð friðinn og kyrrðina sem ríkti þeg- ar þú kvaddir. Ég vil nota tækifærið og þakka sérstaklega tannlæknunum hennar ömmu, þeim Peter Holbrook og Guðjóni Kristleifssyni, fyrir að hafa verið einstaklega góðir og tryggir við hana í gegnum árin. Þá þakka ég einnig öllum þeim læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hana á Landspítalanum í Fossvogi. Takk fyrir allt, amma mín, og hvíl í friði. Þín Elín. Elín móðursystir okkar var okkur systrum ákaflega kær. Það var alla tíð gott að koma til Ellu frænku, því hún reyndist okkur ávallt einstaklega vel og bar hag okkar systra fyrir brjósti, hvatti okkur og studdi á alla lund eins og við værum hennar eigin dætur. Við vorum ekki háar í loftinu þegar við fórum með Sólvallastrætó til Ellu á Skarphéðinsgötuna. Mikill sam- gangur var alla tíð á milli fjölskyldn- anna, m.a. vegna þess að Þorbjörn afi og Bína amma bjuggu á heimili okk- ar. Einnig hefur ætíð verið náinn vin- skapur milli þeirra systra, mömmu og Ellu, nær dagleg samskipti og oft gott fyrir móður okkar að hafa stóru systur í nágrenninu. Þriðja systirin, Ásta, giftist ung til Bretlands og héldu þær systur alltaf góðu sam- bandi, m.a. heimsótti hún Ástu árlega fram undir það síðasta. Elín var fædd og uppalin í Núpa- koti undir Eyjafjöllum. Hún var ung stúlka þegar afi og amma ákváðu að bregða búi og flytja til borgarinnar. Á kreppuárunum í Reykjavík var ekki aðra vinnu að fá fyrir ungar stúlkur en að gerast vinnukonur. Ella réð sig í vist hjá mektarfjölskyldu. Hún sagði okkur, að þegar hún var komin með fölsku tennur frúarinnar í hendurnar og átti að bursta þær hafi henni verið nóg boðið, þetta ætlaði hún ekki að leggja fyrir sig. Til að hafa möguleika á betri vinnu ákvað hún að mennta sig. Hún fór því í Samvinnuskólann og útskrifaðist þaðan. Á stríðsárunum réð hún sig til Landssíma Íslands og vann þar lengst af. Ella giftist Friðriki Jónssyni og eignuðust þau tvö börn, Björn og Helgu. Árið 1969 lést Friðrik langt um aldur fram og voru þá börnin þeirra enn á unglingsaldri. Þá sannaðist vel viljastyrkur, dugnaður og sjálfstæði Ellu. Hún hélt sínu striki eins og ávallt, hélt vel utan um fjölskylduna og kom báðum börnum sínum til mennta þrátt fyrir knappan fjárhag. Ella sinnti sínum nánustu alla tíð vel og var líka mörgum sem minna máttu sín stoð og stytta. Bæði menn og mál- leysingjar nutu góðs af umhyggju- semi hennar. Ella var sterkur persónuleiki og ein af fáum manneskjum sem við höf- um kynnst sem lifa ávallt í fullkomnu samræmi við lífsviðhorf sín. Hún lifði lífinu lifandi og hafði áhuga á mörgum ólíkum málefnum, svo sem íslensku máli, bókmenntum, leikhúsi, pólitík, matargerð, náttúru- vernd, garðrækt og hannyrðum. Ella frænka hafði sannarlega brennandi áhuga á íslenskri tungu og talaði gott íslenskt mál. Það er því skemmtileg tilviljun að dagur ís- lenskrar tungu, 16. nóvember, skuli vera fæðingardagur hennar. Hún var alla tíð mikill bókaormur, hafði ein- stakt yndi af ljóðum og kunni ógrynni af þeim ásamt kynstrum af gömlum íslenskum gátum og orðaleikjum sem við fengum ríkulega að njóta í fjöl- skylduboðum. Einnig átti hún sjálf gott með að yrkja. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hafði gaman af að ræða pólitík og hafði sterkar skoðanir á ýmsum þjóðfélagsmálum. Henni fannst forréttindi að fá að verða gömul og hafa það svona gott, eins og hún sagði og hversu heppin hún væri að hafa Björn son sinn sér við hlið, eins góður og hann ætíð var henni. „Allt verður nýtnum að nokkru“ saumaði hún út í myndir sem hún gaf okkur systrum. Þetta eru orð sem eiga vel við um frænku okkar. Engri manneskju höfum við kynnst sem gekk jafn vel um mat og fatnað og hún gerði. Ekkert fór til spillis. Hún var ótrúlega hugmyndarík bæði hvað varðaði matargerð, þar sem hollust- an var í fyrirrúmi, og að endurnýta gömul föt. Þannig fengu gömlu flík- urnar nýtt hlutverk í ýmsu s.s. púð- um, svuntum, dúkkum, böngsum og viskustykkjum. Hún hefði orðið góð- ur hönnuður hefði hún lagt það fyrir sig. Ella frænka var okkur systrum góð fyrirmynd, af henni lærðum við margt sem hefur gagnast okkur í líf- inu. Eitt af því er að kunna að meta góðar bækur og það var gaman að ræða um bækur og leikverk við hana. „Við verðum að hugsa vel um heils- una,“ sagði hún gjarnan og hún stundaði sína morgunleikfimi eftir útvarpinu alla tíð og fór í sínar dag- legu gönguferðir. Kæra frænka, nú er komið að leið- arlokum. Við erum vissar um að þú ert hvíldinni fegin, því að síðustu mánuðirnir voru þér erfiðir, en þú barðist eins og hetja, lést aldrei bil- bug á þér finna. Við munum sakna þín, slíkt ankeri sem þú varst í lífi okkar. Við viljum að lokum þakka þér samfylgdina, umhyggjuna fyrir okk- ur og fjölskyldum okkar og allt það sem þú hefur fyrir okkur gert frá því við fyrst munum eftir okkur. Megi góður Guð vera með börnum þínum, tengdasyni, barnabörnum, systrum og öðrum ástvinum. Blessuð sé minning þín. Ásta Bára, Þórhildur og Kristín Jónsdætur. Um þig stafaði ýmsa vega eitthvað gjafamilt. Því mun afar þungum trega þér til grafar fylgt. (Jakob Thor.) Við kveðjum í dag yndislega vin- konu okkar Elínu Þorbjarnardóttur. Þótt aldursmunurinn hafi verið mik- ill, þá urðu á milli okkar tengsl þar sem aldur skipti ekki máli. Við kynnt- umst Elínu ekki að ráði, fyrr en eftir andlát móður okkar. Þær höfðu unnið saman og alltaf haldið nánum tengslum sín á milli. Elín opnaði heimili sitt fyrir okkur systkinunum og þar nutum við fá- dæma gestrisni hennar. Hún tók aldrei annað í mál en maður þægi kaffisopa og eitthvað með því. Það voru notalegar stundir sem maður átti með henni Elínu. Samræðurnar snerust um allt milli himins og jarð- ar, enda var Elín víðlesin og með yf- irgripsmikla þekkingu að því er virt- ist á öllu sem máli skiptir. Oftar en ekki barst talið að fjölskyldu hennar, börnum og barnabörnum, sem henni þótti ofurvænt um og fylltu hana stolti. Við þökkum Elínu samfylgdina. Hún gaf okkur af sjálfri sér, brunni visku sinnar og góðmennsku. Betri gjöf er vart hægt að hugsa sér. Hún snart streng í hjörtum okkar og minning hennar mun verma okkur um ókomin ár. Anna Margrét, Örn Þór og Hafþór. Elsku Henný, nokk- ur kveðjuorð til þín, en svo ótímabær. Ég hafði svo vonað að ég hitti þig hressa og káta í sumar, en enginn ræður sínum næturstað. Ég trúi því, Henný mín, HENNÝ DRÖFN ÓLAFSDÓTTIR ✝ Henný DröfnÓlafsdóttir fædd- ist í Vestmannaeyj- um 9. okt. 1948. Hún lést á heimili sínu mánudaginn 17. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landa- kirkju 22. mars. að nú hafir þú fengið þinn sálarfrið og ég bið Guð að geyma þig. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Pétur minn, tengda- mamma, börnin og fjöl- skyldur, innilegar sam- úðarkveðjur, Guð gefi ykkur styrk. Margrét Eyjólfsdóttir. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför, ÞORSTEINS DAVÍÐSSONAR, Faxaskjóli 16, Björg Þorsteinsdóttir, Davíð Þorsteinsson, Halldóra Þorsteinsdóttir, Guðmundur E. Sigvaldason, barnabörn og barnabarnabörn. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.