Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 25
landsbyggðinni? Margir hagsmuna- aðilar vilja fá fólk til landsins utan há- annatíma og gagnrýna ríkjandi ferðamynstur. Að mínu mati er best að við ein- beitum okkur að því sem við kunnum vel. London er gríðarlega vinsæll áfangastaður. Klukkustund sunnar er Brighton, annað vinsælasta sjáv- arpláss landsins. Þangað kemur ekki nokkur maður í nóvember. Vetrarmarkaðurinn er fyrir styttri helgarferðir og sá sem yrði látinn gista í litlum bæ úti á landi yrði lík- lega ekki mjög hrifinn. Kannski skil- ur ferðaþjónustan á Íslandi vetrar- markaðinn ekki fyllilega. Við eigum í samkeppni við stórar borgir í Evr- ópu. Vinsælasta helgarferðin á breskum markaði að vetrarlagi er til Barcelóna, næst á eftir koma París, Amsterdam og Róm. Ef við missum sjónar á því og byrjum að einbeita okkur of mikið að öðrum áfangastöð- um innanlands erum við ekki að nýta meðbyrinn sem við höfum í augna- blikinu. Ég er ekki viss um að Íslend- ingar átti sig almennt á því að Reykjavík á í mestri samkeppni við Barcelóna í vetrarferðum. Hvað segir þú um þá endurteknu og að því er mörgum finnst verð- skulduðu gagnrýni að Flugleiðir noti kynlífsvísanir mikið í markaðssetn- ingu á Íslandi? Ég veit að þetta er umdeilt mál hér á landi. Auglýsingarnar sem um ræð- ir voru hluti af plakata-herferð fyrir breskan markað og sýndi ein þeirra ungt fólk með hvíta leðju á andlitinu í Bláa lóninu. Hugmyndin var sú að fá markhóp okkar í Bretlandi til þess að velta fyrir sér Íslandsferð. Sterkar ímyndir eru nauðsynlegar til þess að ná athygli fólks og við höfum lítið fé milli handanna til markaðssetningar. Auðvitað gæti ég látið hengja upp litlar myndir með yfirskriftinni: Vin- samlega komið til Íslands! hér og þar, en staðreyndin er sú að við eig- um í mikilli samkeppni við önnur lönd í Evrópu. Tíu milljónir manna ferðast með neðanjarðarlestakerfi Lundúna í hverri viku og ég hef um það bil 30 sekúndur til þess að ná athygli hvers farþega. Það hvarflar hins vegar ekki að okkur að vanvirða markaðinn eða lítilsvirða vöruna sem við erum að selja. Við höfum okkar lifibrauð af honum. Morgunblaðið greindi frá því um jólin að fjöldi erlendra ferðamanna hefði kvartað undan opnunartíma og þjónustu um síðustu áramót. Hvers vegna heldur þú að svo margir hafi verið óánægðir nú? Ég hef aldrei fengið jafnmargar kvartanir og viðbrögð vegna þessa á þeim tæplega tíu árum sem ég hef unnið við að selja Íslandsferðir og hef spurt sjálfan mig hvort við séum að taka skref afturábak. Ferðaþjónust- an á Íslandi þarf að gaumgæfa þetta. Hún hefur búið til markað fyrir frá- bæran áfangastað yfir áramót en gestirnir geta ekki fengið þjónustu. Mér skilst að fólk hafi ráfað um mið- borgina eins og kindur á villgötum. Þetta er auðvitað vandræðalegt. En reyndar var einungis um að ræða ferðamenn á eigin vegum. Ég get nefnt dæmi um breska konu sem keypti ferð til Íslands um síðustu áramót, leigði svítu á einu hótelanna í borginni og sótti nýársfagnað. Lík- lega hefur þessi ferð kostað hana hátt á þriðja hundruð þúsund króna, en hún átti í vandræðum með að fá eitthvað almennilegt að borða. Sú röksemd heyrðist meðal annars frá hótel- og veitingamönnum í kjölfar umfjöllunar að Íslendingar vildu ekki vinna á stórhátíðum. Ég er ekki viss um að þeir þurfi þess endilega og fæ ekki betur séð en að veitingasalir margra hótela hafi fjölda útlendinga í vinnu. Ég er viss um að margir þeirra vildu vinna á þessum árstíma. Skortur á lúxushótelum hefur ver- ið talið vandamál við sölu á Íslands- ferðum, til að mynda á bandarískum markaði. Hver er þín skoðun? Hótelaðstaða mun taka miklum stakkaskiptum á þessu ári. Þótt við seljum aðallega flugsæti viljum við auðvitað að viðskiptavinir okkar fái gistingu og fólk hefur þurft að banka upp á hjá breska sendiráðinu því ekk- ert hótel var laust á háannatíma. Nordica hótelið verður tvöfalt stærra en Hótel Esja var, 101 hotel er með 38 herbergi í hæsta gæðaflokki og síðan mun Icelandic Plaza hótel verða opnað bráðlega. Þetta er spennandi þróun. Vandamálið við hóteluppbyggingu í miðbænum er hins vegar að Laugavegurinn er að drabbast niður. Veggjakrot hefur líka aukist mikið og setur ljótan svip á Reykjavík. Ég hitti nýja borgar- stjórann á dögunum og sagði við hann að ég teldi forgangsverkefni að mála yfir veggjakrot í borginni. Veggjakrot er vissulega þekkt í stór- borgum, en Reykjavík er það lítil að krotið virðist út um alla borg, sem ekki er gott. Það verður að varðveita hreina ímynd borgarinnar. Er eitthvað sem stendur sölu á Ís- landsferðum frá Bretlandi fyrir þrif- um að þínu mati? Flestir eru sammála um að Bret- land sé stærsti og mikilvægasti markaðurinn fyrir íslenska ferða- þjónustu. Talið er að 43.000 Bretar heimsæki landið árlega og Bretar eru með langflestar gistinætur allra þjóða. Flugleiðir voru fulltrúar Ferða- málaráðs í Bretlandi út árið 2001 og síðan þá hefur skrifstofa Ferðamála- ráðs á Íslandi annast breska mark- aðinn. Ég geri mér hins vegar vonir um að skrifstofa frá Ferðamálaráði verði opnuð í Bretlandi eins fljótt og auðið er. Helsta hlutverk Ferðamálaráðs er að selja erlendum ferðamönnum hugmyndina um ferðalag til Íslands. Stjórnendur þess verða því að hafa betri skilning á því hvernig ferða- þjónusta gengur fyrir sig í öðrum löndum og hvernig markaðurinn er. Skrifstofa Ferðamálaráðs í New York hefur náð mjög langt. Á mark- aðssvæði skrifstofunnar eru 225 milljónir manna og hún þarf að synda á móti straumnum með mjög lítið fé milli handanna. Ferðamálaráð eru vissulega oft á kafi í skrifræði þar sem um opinberar stofnanir er að ræða, en hér á landi mætti samt sem áður bæta ýmislegt. Hefur stríðið í Írak haft áhrif á bókanir til Íslands? Við höfum ekki orðið vör við neinar breytingar eða afbókanir og staðan er mjög góð í augnablikinu hvað næstu mánuði og sumarið varðar. Þú ert fyrsti útlendingurinn sem Flugleiðir ráða sem svæðisstjóra í Bretlandi. Getur útlendingur selt Ís- landsferð með sama hætti og heima- maður? Ég gegni mikilvægu hlutverki hjá fyrirtækinu og er stoltur af því að hafa fengið þetta tækifæri. Ég tel það framsýni af hálfu fyrirtækisins að velja svæðisstjóra sem hefur reynslu og þekkingu á breskum markaði, þar sem hann er fæddur og uppalinn. En ég er ekki viss um að margir hafi búist við því að Flugleiðir myndu ráða Breta til þess að stýra þessu mikilvæga markaðssvæði. Þú spyrð hvort útlendingur geti selt Ísland. Ég veit meira um Ísland en sumir íslenskir kollegar mínir og mér finnst landið einn stórkostleg- asti staður í heimi. Hvernig hefur verkfræðimenntun hjálpað þér við sölu á Íslandsferðum? Satt að segja hefur markaðsfræðin alltaf átt huga minn. En maður nokk- ur sagði eitt sinn við mig að besti undirbúningur sem hægt væri að hugsa sér fyrir lífið væri nám í verk- fræði eða lögfræði, því hægt væri að heimfæra þær greinar upp á hvaða aðstæður sem er. Þegar upp er staðið veltur velgengnin líka á persónuleika manns. Ég hef alltaf verið fé- lagslyndur og tel að maður sé fæddur með þann hæfileika að geta staðið upp fyrir framan hóp af fólki og selt, hvort sem um er að ræða salernis- rúllur eða eitthvað annað. Maður þarf að vera skapandi og nýta öll tækifæri til þess að kynna landið, jafnvel matarboð, ef út í það er farið. Ég hef vissulega þurft að byggja upp sjálfstraust í gegnum tíðina og þyki oft taka djúpt í árinni. Ég læt allt flakka. Íslendingum finnst ég stund- um ganga of langt, jafnvel kjaftfor, en að mínu mati veitir ekkert af því að hrista upp í þeim öðru hverju. hke@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 25 islandssimi.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 2 06 14 03 /2 00 3 *Meðan birgðir endast. Startpakkinn - tölvuleikur fylgir! Verslun Íslandssíma í Kringlunni. Þú velur! Tölvuleikur að verðmæti 4.990 kr. fylgir með Startpakkanum.* 3.750 kr. á mánuði 256 Kb/s 512 Kb/s hraði og 100 MB til útlanda innifalið. Startpakkinn - allt sem til þarf Innifalið í ADSL II Startpakka er: USB mótald, stofngjald og smásía. Samtals að verðmæti 18.125 kr. Miðað er við 12 mánaða áskrift. Internetaðgangur er innifalinn í mánaðargjaldi. 0 kr. Hvergi lægra mánaðargjald! til 15. apríl Ekki bara fótbolti, líka a›la›andi nútímaborg me› úrvali verslana, gó›um veitingahúsum, kaffihúsum, krám og göngugötum. Hringfer› um borgina me› siglingu um síkin. Bítlasafni› í Liverpool og hin fagra borg Chester. Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting me› morgunver›i í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Úrval-Úts‡n 54.120 kr. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 og hjá umbo›smönnum um land allt. www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 04 97 03 /2 00 3 Sko›unarfer›ir: 43.120 kr. Sta›grei›sluver›: í tvíb‡li á Hótel Crown Plaza.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.