Morgunblaðið - 30.03.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Það hefur lengi verið vitað að Storkurinn kæmi með börnin, en að hann sjái um allt frá A til
Ö er eitthvað alveg nýtt í fræðunum.
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs
Slá tvær flugur
í einu höggi
Uppgræðslusamtök-in Gróður fyrirfólk í landnámi
Ingólfs héldu aðalfund
sinn nýverið og á fundinum
var Þórður H. Ólafsson
kjörinn formaður samtak-
anna. Í tilefni dagsins var
og opnuð ný vefsíða,
www.gff.is. Þórður svaraði
nokkrum spurningum sem
Morgunblaðið lagði fyrir
hann í vikunni.
– Segðu okkur fyrst að-
eins frá stofnun og tilurð
þessa félagsskapar.
„Samtökin voru stofnuð
8. apríl 1997 og verða því
sex ára innan skamms. Þau
hafa að markmiði að græða
upp örfoka land hér á suð-
vesturhorninu, en við kjós-
um að nota hið forna heiti,
Landnám Ingólfs, yfir landshlut-
ann. Stofnendum þótti sem land-
námið hefði orðið útundan í upp-
græðslustarfi fram að því. Svæðið
er einungis 3% af yfirborði Íslands
en þar búa hartnær 70% lands-
manna. Það er skilningur okkar,
og það endurspeglast í nafni sam-
takanna, að gróðursæld og gott
mannlíf eigi vel saman. Því til
staðfestingar bendum við á Heið-
mörkina þar sem áður voru meira
og minna hrjóstrugir melar en er
nú útivistarparadís fyrir þúsundir
höfuðborgarbúa, vegna framsýni
uppgræðslufólks um miðja síðustu
öld.“
– Hver eru helstu markmið og
áherslur þessara samtaka?
„Eins og segir í lögum samtak-
anna þá er „markmiðið að stöðva
gróður- og jarðvegseyðingu í
Landnámi Ingólfs og styrkja vist-
kerfi svæðisins með því að auka og
bæta þar gróður. Samtökin vinna
þannig að endurheimt glataðra
landgæða…“ Til að ná þessum
markmiðum leggjum við áherslu á
að nýta til áburðar ýmis lífræn úr-
gangsefni sem falla til í landnám-
inu. Sem dæmi má taka að rösk-
lega 30 þúsund tonn af hrossataði
falla til í hesthúsum, efnismagn
sem við teljum sjálfsagt að nota á
kerfisbundinn hátt við upp-
græðslu.“
– Hverju hefur félagið áorkað?
„Ein og sér áorka samtökin
ekki miklu en þar sem samstarf
tekst við sveitarfélög, fyrirtæki og
stofnanir má sjá mikinn árangur.
Má nefna samstarfsverkefni með
Mosfellsbæ og Landsvirkjun um
uppgræðslu í Ullarnesbrekkum
árið 1997, þar náðist árangur sem
leynist engum sem þar fer um og
man ástand landsins þarna áður
en ráðist var í aðgerðir. Síðustu ár
hefur verið unnið að uppgræðslu í
skíðabrekkum á Hengilssvæðinu í
samvinnu við Reykjavíkurborg,
véltækri uppgræðslu við rætur
Vífilfells í samstarfi við bæjaryf-
irvöld í Kópavogi og Seltjarnar-
nesi og á Kleifarvatnssvæðinu í
samstarfi við m.a. Hafnarfjarð-
arbæ.
Þá má nefna uppgræðslu í
Leiru í námunda við
golfvöll Suðurnesja-
manna þar sem unnið
hefur verið með Gerða-
hreppi. GFF virkar að-
allega sem hvati, máls-
hefjandi og í mörgum
tilfellum skipuleggj-
andi að samstarfsverkefnum um
uppgræðslu og undir þeim for-
merkjum hefur talsverðu verið
áorkað víða um Landnám Ingólfs.
Ekki síst hygg ég að þrautseigja
ýmissa talsmanna GFF hafi á
þessum sex árum opnað augu
margra aðila t.d. hjá sveitarfélög-
unum um ávinning þess að vinna
að uppgræðslu með þessum
hætti.“
– Hver eru nánustu framtíðar-
plön, næstu verkefni?
„Við hyggjumst halda áfram að
sníða og sauma saman áhugaverð
samstarfsverkefni þar sem meg-
inviðfangsefni samtakanna, upp-
græðslan, er í brennidepli. Við
höfum verið að kynna nýja áherslu
í vetur sem við köllum LAND-
NÁM sem er ýmis samstarfsverk-
efni við skólastofnanir þar sem
uppgræðslan er samþættuð námi
og nemendur fá samhliða þjálfun
við að afla og vinna með upplýs-
ingar úr ríki náttúrunnar. Þá höf-
um við lagt sveitarfélögunum lið
við að koma á betra skipulagi við
nýtingu á hrossataði til upp-
græðslu og gerum okkur vonir um
að þar sé hægt að gera enn betur
til hagsbóta fyrir alla aðila og þá
ekki síst hestamenn.“
– Nýtur málstaður samtakanna
vaxandi fylgis?
„Ég hygg það og að menn séu
að átta sig á að nálgun GFF slái
a.m.k. tvær flugur í einu höggi.
Áburðarefnin sem við viljum
koma höndum yfir eru uppspretta
óþrifa og mengunar ef þeim er
ekki komið fyrir með þessum
hætti. Þannig er starf okkar bók-
staflegt „grasrótarstarf“ í um-
hverfismálum sem við okkar í mill-
um köllum „sjálfbæra þróun í
verki“.
– Þínar áherslur sem formaður?
„M.a. að ná enn betra samstarfi
við sveitarfélögin í Landnámi Ing-
ólfs en ég tel að aukið samstarf
geti orðið málstað okkar heilla-
drjúgt en einnig liggja þar ónýtt
tækifæri fyrir sveitarfélögin.“
– Hverjir eru í þess-
um samtökum og hverj-
ir vinna verkin?
„Samtökin eru aðal-
lega byggð á einstak-
lingsaðild og störfin eru
unnin af ýmsum aðil-
um, verktökum, skóla-
fólki, nemendum vinnuskóla og
sjálfboðaliðum. Á síðasta ári feng-
um við t.d. hóp bandarískra ung-
menna, frá samtökum sem nefna
sig World Horizons í störf til okk-
ar. Það var afar skemmtileg nýj-
ung í starfi samtakanna og flest
bendir til að það verði fastur liður
framvegis.“
Þórður H. Ólafsson.
Þórður H. Ólafsson er fæddur
í Reykjavík 1948 og er efna-
tæknifræðingur frá Oslo Tekn-
iske Högskole. Hefur starfað hjá
Landsvirkjun, við laxeldi, og hjá
Framkvæmdasjóði Íslands. Hef-
ur verið skrifstofustjóri hjá um-
hverfisráðuneytinu síðan 1992.
Þórður á tvær dætur, Ingibjörgu
fædda 1972 og Ragnhildi fædda
1979.
…að rösklega
30 þúsund
tonn af
hrossataði
falla til