Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.03.2003, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 30. MARS 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Euro Trans og Selfoss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Gemini kemur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist á morgun kl. 14. Verslunarferð í Hagkaup miðvikudag- inn 2. apríl, farið frá Aflagranda og Granda- vegi kl. 10. Kaffiveit- ingar í boði Hagkaupa, skráning í Aflagranda, sími 562 2571. Opið hús verður fimmtudag- inn 3. apríl, félagsvist kl. 20, veitingar, húsið opnað kl. 19.30. Allir velkomnir. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Púttkennsla í íþrótta- húsinu á sunnudögum kl. 11. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Skemmti- kvöld í umsjá Lions- félagsins Eikar verður á Garðaholti fimmtu- daginn 3. apríl kl. 20. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Skrifstofa félagsins er í Faxafeni 12, sími 588 2111. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Bilj- ardstofan opin alla virka daga frá kl. 13.30–16. Skráning í biljardklúbbinn í Hraunseli, sími 555 0142. Félag aldraðra í Mos- fellsbæ og nágrenni minnir á gönguna frá Hlégarði kl. 11. Komið verður til baka eftir um klukkustund- argöngu. Allir vel- komnir, jafnt ungir sem aldnir. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans, veitingar í Kaffi Bergi. Allar upp- lýsingar um starfsem- ina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Fimmtudag 3. apríl kl. 10.30 verður helgi- stund í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálm- arssonar dóm- kirkjuprests, kór Fé- lagsstarfs aldraðra syngur við undirleik Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Fimmtu- daginn 3. apríl verður föstuguðsþjónusta í Laugarneskirkju kl. 14. Prestar séra Bjarni Karlsson sókn- arprestur og séra Miyako Þórðarson prestur heyrnarlausra. Kórfélagar úr kór Laugarneskirkju, stjórnandi og organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjónustan er á vegum ellimálaráðs Reykjavíkurprófasts- dæma og Laugarnes- kirkju. Kaffiveitingar í boði Laugarnessóknar. Farið frá Vesturgötu kl.13.30, skráning í síma 562 7077. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Þriðjudag- inn 1. apríl kl. 14 kem- ur skólakór Hvassaleitisskóla og syngur fyrir gesti, stjórnandi er Kolbrún Ásgrímsdóttir. Að tón- leikunum loknum verð- ur kynning á örygg- istækjum í heimahúsum á vegum Securitas, allir vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, mánudagskvöldið 31. mars kl. 20. Leifur Sigurðsson kristniboði sér um fundarefnið. Allir karlmenn vel- komnir. Kvenfélag Garða- bæjar heldur fé- lagsfund þriðjudaginn 1. apríl í Garðaholti og hefst fundurinn kl. 20.30. Fjáröfl- unarnefnd verður á staðnum. Minningarkort Landssamtökin Þroskahjálp. Minning- arsjóður Jóhanns Guð- mundssonar læknis. Tekið á móti minning- argjöfum í síma 588 9390. Minningarsjóður krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minningargjöfum á skrifst. hjúkrunarfor- stjóra í síma 560 1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dag- vinnutíma er tekið á móti minningargjöfum á deild 11-E í síma 560 1225. Minningarkort Minn- ingarsjóðs hjónanna Sigríðar Jakobsdóttur og Jóns Jónssonar á Giljum í Mýrdal við Byggðasafnið í Skóg- um fást á eftirtöldum stöðum: Í Byggðasafn- inu hjá Þórði Tóm- assyni, s. 487 8842, í Mýrdal hjá Eyþóri Ólafssyni, Skeiðflöt, s. 487 1299, í Reykjavík hjá Frímerkjahúsinu, Laufásvegi 2, s. 551 1814, og hjá Jóni Aðalsteini Jónssyni, Geitastekk 9, s. 557 4977. Í dag er sunnudagur 30. mars, 89. dagur ársins 2003. Miðfasta. Orð dagsins: Því að ég er hjá yður í andanum, þótt ég sé líkamlega fjarlægur, og ég horfi með fögn- uði á góða skipan hjá yður og festu yðar í trúnni á Krist. (Kól. 2, 5.) Það kæmi kirkjugest-um líklega ekki á óvart ef einhver prest- urinn eyddi nokkrum orðum í að tala neikvætt um veraldlegan auð í prédikun dagsins. Fyrri ræður þjóna þjóðkirkj- unnar sanna það. Ragnar Halldórsson veltir þessu fyrir sér í Morg- unblaðinu á miðvikudag- inn og segir suma kirkj- unnar menn ala á sektarkennd og öfund í málflutningi sínum.     Hann segir neikvættviðhorf til peninga sýna hvað íslenskt þjóð- félag er ennþá fast í óupplýstri fornaldarsér- visku og heimóttarskap. Þetta birtist skýrt hjá fylgjendum mótmæl- endakirkjunnar á meðan gyðingar, búddistar og kaþólskir séu ekki haldn- ir þessum fordómum.     Sem verkfæri getapeningar verið afar jákvætt hreyfiafl fyrir einstaklinga og þjóðfé- lagið allt,“ segir Ragnar. „Peningar eru í raun stórmerkilegt fyrirbæri og fullkomlega ónauð- synlegt að fordæma þá sem slíka. Því þurfa Ís- lendingar að losa sig við þetta neikvæða viðhorf til peninga og fara held- ur að átta sig betur á já- kvæðum möguleikum þeirra.“     Hann segir öfundinaskemmandi tilfinn- ingu. „Þeir sem þjást af henni ættu að skoða sjálfa sig vel og reyna að losa sig við hana með öll- um ráðum. Nær væri að beina athyglinni að þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu og reyna að koma þeim til hjálpar með einhverju móti.“ Og Ragnar segir að þar geti auðmenn haft sitt að segja.     Einn auðmaður geturlátið jafnmargt gott af sér leiða og annar get- ur spillst af auðnum. Biblían kennir að góð- verk skuli helst fremja með leynd. Svo aðeins Guð sé til vitnis. Að slík góðverk séu innstæða á himnum. En þau góð- verk sem gerð eru fyrir allra augum til að sýnast í augum meðborgaranna eru ekki talin með á þeim reikningi. Enginn getur vitað með vissu í hve miklum mæli auð- ugir Íslendingar nýta auð sinn til velgjörð- armála. Auður eins manns segir því ekkert um manngildi hans né kærleiksgjörðir. For- dómar gagnvart auð- mönnum eru því jafn- slæmir og aðrir fordómar.“     Vandi okkar er ekkihve margir auðmenn kjósa að dvelja hér og stunda viðskipti sín að mati Ragnars heldur miklu frekar hitt að ör- eigum fjölgar. Fjölgun milljónamæringa er hins vegar gleðiefni og ætti kannski frekar erindi í prédikun dagsins. STAKSTEINAR Peningar eru hreyfiafl Víkverji skrifar... UNDANFARNA daga hefur mik-ið verið rætt um hvað fiskneysla þjóðarinnar hafi dregist saman. Fisksalar kvarta undan því að fólk kaupi sér frekar hamborgara og franskar til ætis en almennilegan fisk og má heyra á orðanna hljóðan að þar finnist þeim heldur halla und- an fæti hjá fiskþjóðinni miklu. Víkverja grunar reyndar að ástæðu þessa samdráttar í fisk- neyslu megi rekja til þess að í dag hlýtur fiskur, og þá ekki síst ýsan, að flokkast undir lúxusfæði miðað við það verð sem þarf að greiða fyrir hann. Staðreyndin er nefnilega sú að það er miklu ódýrara að kaupa ham- borgara úti í búð – enda hægt að fá fjóra slíka fyrir undir 500 krónur á velflestum stöðum en ýsan losaði síðast þegar Víkverji vissi um 1.000 krónurnar kílóið. Á sama hátt hafa kjúklingar og svínakjöt hríðlækkað í verði. Það er því ekki óeðlilegt að slíkur matur sé ríkari þáttur á borð- um landsmanna en áður. Svona var þetta reyndar ekki þeg- ar Víkverji var lítill. Þá var ýsa með því ódýrasta sem hægt var að fá í matinn enda var soðin ýsa og kart- öflur gjarnan þrisvar í viku á boð- stólum á æskuheimili Víkverja. Kjúklingur var sunnudagsmatur og svínakótilettur þóttu svo flottar að þær voru aðeins hafðar á jólunum. x x x Víkverji hefði í þá daga miklu frek-ar viljað hafa hlutina eins og þeir eru nú enda var hann mikill mat- gikkur og þótti t.a.m. soðin ýsa eitt það mesta ómeti sem á borð fyrir hann var borið. Ekki bætti úr skák, að það næstversta í fæðuhringnum, var að mati Víkverja soðnar kart- öflur en eins og kunnugt er stóðu þær í þá daga gjarnan fyrir helmingi hverrar máltíðar hvert einasta kvöld vikunnar. Það þarf því víst ekki að tíunda nánar að matmálstímar al- mennt voru engar sælustundir í lífi Víkverja. Víkverji er enn þann dag í dag lít- ið gefinn fyrir kartöflur og soðna ýsu getur hann alls ekki borðað. Hins vegar hefur hann uppgötvað að fisk- ur er til margra annarra hluta nýti- legur en að sjóða eða steikja og þannig er hægt að galdra fram hinar kræsilegustu máltíðir þar sem uppi- staðan er fiskur – þ.e. þegar buddan leyfir. Sjálfur hefur Víkverji gert til- raunir með alls kyns fiskirétti – oft með furðulega góðum árangri. Ein er þó sú leyniuppskrift sem aldrei klikkar. Það er að taka fram vel útlítandi eldfast mót, fara með það í einhverja þeirra nýstárlegu fiskbúða, sem hafa sprottið upp að undanförnu og láta fylla það af ein- hverjum framandi fiskréttinum. Þegar heim er komið er ekkert eftir annað en að skella mótinu í ofninn. Víkverji hefur m.a.s. leikið það að bjóða gestum í mat í slíkan rétt og satt best að segja hefur honum sjaldan verið hrósað eins mikið fyrir matseldina og í það skiptið! Morgunblaðið/Árni Sæberg Framandi fiskréttir eru betri en ofsoðin ýsa! FYRIR skömmu pantaði ég bækur hjá breska Net- bókafyrirtækinu www.amazon.co.uk. Það væri ekki í frásögur fær- andi nema fyrir ótrúlega hraða afgreiðslu. Þannig pantaði ég bók á fimmtu- dagskvöldi og gerði ráð fyrir að hún kæmi að viku liðinni. Ég varð því nokkuð undrandi þegar fulltrúi Ís- landspósts mætti síðdegis á mánudag og afhenti bók- ina. Svipað gerðist svo í síðustu viku en þá pantaði ég bók á mánudagskvöldi. Sú barst mér síðdegis á fimmtudegi. Þetta kalla ég frábæra þjónustu. Viðskiptavinur í Reykjavík. Peningamenn og aldraðir AGATHA vill koma þeim skilaboðum til peninga- manna landsins hvort þeir geti ekki fjárfest og byggt dvalarheimili úti á landi þar sem svoleiðis heimili vantar, eins og til dæmis á Akranesi. Segir hún að á Akranesi sé fullt af fólki á biðlista eins og alls staðar annars staðar á landinu. RÚV í gegnum gervihnött? FYRIR löngu heyrði ég talað um að nú gætu Ís- lendingar búsettir í Skand- inavíu séð RÚV í gegnum gervihnött. Það eina sem maður nær er einhver auglýsingarás fyrir Ruú/Ísland. Vonandi er einhver sem getur svarað og sagt mér, hvenær breyting verður þar á. Hvenær get ég horft á fréttir, Kastljós og ára- mótaskaupið „í beinni“ í gegnum gervihnött? Ég veit ekki betur en að þetta hafi löngu átt að vera kom- ið á? Að minnsta kosti get- ur maður séð ríkissjónvarp hinna Norðurlandanna heima á klakanum. T. Thor Traustason, Kaupmannahöfn. Göng til Eyja UNDANFARIÐ hefur verið fjallað í fjölmiðlum um lausn á samgöngum milli Vestmannaeyja og lands en stundum er ófært, bæði í lofti og á sjó. Mín tillaga til að að leysa samgöngumálin er að grafa jarðgöng milli Vest- mannaeyja og Bakkafjöru, en það er stysta leiðin á milli lands og Eyja. Þá gæti almenningur skotist á milli á stuttum tíma eins og á milli Reykjavíkur og Akraness. Hafliði Helgason. Gott rakkrem MIG langar að hæla rak- kreminu („After Shave“) frá Karin Herzog. Ég hef átt við húðvandamál að etja í andliti vegna mikilla lyfja sem ég hef tekið und- anfarin ár en eftir að ég fór að nota þetta krem er húð- in allt önnur og betri. Ég get hiklaust mælt með þessu fyrir alla karlmenn á öllum aldri bæði eftir rakstur og annað. Grétar Vilmundarson. Fyrirspurn til Tals ÉG er með símann minn hjá Tali og fékk sendan reikning frá þeim, eins og gengur. En þegar ég ætl- aði að borga reikninginn þá var mér sagt í bankanum að hann væri ekki kominn inn í kerfið. Fór í tvo banka og sömu svörin voru á báð- um stöðum. Þegar ég hringdi í Tal var mér einn- ig sagt að þetta væri ekki komið inn í kerfið. Því er verið að senda út reikninga sem ekki eru komnir inn í kerfið? Símnotandi. Dýrahald Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR, hvítur með bláum yrjum, týndist frá Suðurhólum sl. fimmtu- dag. Hann gegnir nafninu Malla og er mjög gæfur. Þeir sem vita um ferðir hans hafi samband í síma 557 7826 eða 659 3626. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Frábært hjá amazon.co.uk Morgunblaðið/Brynjar Gauti Loksins snjór til að búa til snjókarl!! Krakkarnir í Selásskóla voru mjög ánægð með að geta loksins leikið sér úti í snjónum. LÁRÉTT 1 reiði, 4 húsa, 7 kjánar, 8 fim, 9 ófætt folald, 11 nema, 13 tölustafur, 14 þræta, 15 karlfugls, 17 eyja, 20 þjóta, 22 smábýl- ið, 23 megnum, 24 eld- stæði, 25 hægt. LÓÐRÉTT 1 eitthvað smávegis, 2 reiðar, 3 tyrfið mál, 4 leikföng, 5 svífur, 6 hryggð, 10 ærið, 12 mjaka til, 13 efstu mörk, 15 bolloka, 16 skjálfi, 18 skrifað, 19 næðið, 20 píp- an, 21 sníkjudýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 letingjar, 8 fúgan, 9 innbú, 10 als, 11 asann, 13 afrek, 15 blaðs, 18 aldan, 21 tað, 22 ómaga, 23 lalla, 24 bandormur. Lóðrétt: 2 ergja, 3 innan, 4 geisa, 5 annar, 6 efla, 7 túlk, 12 nið, 14 fel, 15 bjóð, 16 afana, 17 stand, 18 aðlar, 19 duldu, 20 nóar. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.