Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Kynning á sumarlitunum
Árbæjarapótek þriðjudag 8. apríl
Laugarnesapótek miðvikudag 9. apríl
Hringbrautarapótek fimmtudag 10. apríl
Grafarvogsapótek föstudaginn 11. apríl
Ólafsfjarðarapótek miðvikudag 9. apríl
Siglufjarðarapótek fimmtudag 10. apríl
Dalvíkurapótek föstudaginn 11. apríl
www.gosh.dk www.plusapotek.is
Ilmefnalausar og ofnæmisprófaðar — og verðið það gerist ekki betra....
Kynning í Plúsapótekum
SLÁTRUN á 1.300 lömbum hófst hjá Sláturfélagi Suð-
urlands, SS, á Selfossi í gær og lýkur væntanlega í dag.
Að sögn Hermanns Árnasonar stöðvarstjóra er um ár-
lega slátrun að ræða á „páskalömbum“ sem fara ein-
göngu á markað í Danmörku. Er þetta svipað magn og í
fyrra en mikil spurn er eftir lambakjöti yfir páskahátíð-
ina.
Þegar mest lét, árið 2001, var 1.800 lömbum slátrað
fyrir þennan markað en væru fleiri lömb til staðar um
þessar mundir væru þau leidd til slátrunar til að sinna
eftirspurninni í Danmörku. Hermann segir lömbin koma
af flestum þeim svæðum sem SS skiptir við eða alveg
vestur í Dali og austur eftir Suðurlandi. Einkum er um
að ræða smálömb frá sl. hausti sem ákveðið var að láta
stækka meira en nokkrir bændur hafa einnig sett á ein-
göngu vegna þessarar páskaslátrunar. Að lokinni slátrun
í dag hefst pakkning á kjötinu til útflutnings, bæði í heila
skrokka, hryggi og læri, allt í lofttæmdum umbúðum.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Hermann Árnason, stöðvarstjóri SS á Selfossi, skoðar lömb sem slátrað var í gær fyrir páskahátíðina hjá Dönum.
„Páskalömbum“ slátrað fyrir Dani
UNGU íslensku tón-
skáldi, Daníel
Bjarnasyni, hefur
verið boðið að taka
þátt í alþjóðlegu
Takefu-tónlistarhá-
tíðinni sem fram fer í
Japan í júní næst-
komandi. Hann mun
dveljast þar í rúma
viku og vinna að tón-
smíðum ásamt fimm
öðrum tónskáldum
undir stjórn tón-
skáldanna Toshio
Hosokawa frá Japan
og Salvatore Sciarr-
ino frá Ítalíu.
„Þetta er hátíð sem er haldin
árlega í borginni Takefu, sem er
nálægt Osaka í Japan. Þangað
koma hljóðfæraleikarar og tón-
skáld, innlendir sem alþjóðlegir.
Fyrir tilstilli japanska tónskálds-
ins Toshio Hosokawa hefur ung-
um tónskáldum verið boðið að
taka þátt í hátíðinni síðustu þrjú
árin og fá verk sín flutt, auk þess
að sækja tíma og fyrirlestra hjá
þeim kennurum sem taka þátt í
henni,“ segir Daníel í samtali við
Morgunblaðið.
Nýtt verk fyrir fiðlu og hörpu
sem Daníel er með í vinnslu um
þessar mundir verður frumflutt á
hátíðinni og munu tveir mikils-
metnir japanskir hljóðfæraleik-
arar frumflytja verkið, hörpuleik-
arinn Naoko Yoshino og
fiðluleikarinn Asako
Urushihara. „Ég fékk
nokkra valmöguleika
varðandi hljóð-
færaval og valdi
hörpu og fiðlu. Ég
hafði aldrei skrifað
fyrir hörpu áður og
fannst það spennandi
viðfangsefni. Ég er
einmitt með annað
verk fyrir hörpu í
smíðum, svo það
kemur sér ágætlega
að hafa kynnst hljóð-
færinu enn betur.
Mér skilst að þessir
hljóðfæraleikarar séu
mjög færir og komi fram sem
einleikarar víða um heim, og það
er gaman að geta skrifað næstum
því hvað sem er og vitað að það
verði vel flutt.“
Verkið er í fjórum köflum og
er byggt á fjórum japönskum
hækum eftir Yosa Buson, sem
komu út í þýðingu Óskars Árna
Óskarssonar fyrir nokkrum ár-
um. Daníel segir þó ekkert sung-
ið eða talað í verkinu, heldur sé
fremur um eins konar tónaljóð að
ræða, þar sem dregnar eru upp
myndir í tónum af þessum hæk-
um. „Þetta eru fjórar árstíðir
sem hækurnar fjalla um, þannig
að hver kafli er tileinkaður
ákveðinni árstíð,“ segir hann.
Japönsku áhrifin eru greinileg,
en eru einhver íslensk áhrif í
verkinu? „Ja, bara þau óhjá-
kvæmilegu, að ég er Íslending-
ur,“ svarar Daníel að síðustu.
Sex ungum tónskáldum hvaðan-
æva að úr heiminum er boðið til
þátttöku í Takefu-tónlistarhátíð-
inni og er farið eftir meðmælum
kennara og tónskálda víðs vegar
um heim. Meðmælendur Daníels
voru stjórnendur Royaumont-
listastofnunarinnar í París þar
sem hann dvaldist síðastliðið
haust.
Íslenskt tónskáld semur verk fyrir
þekkta japanska hljóðfæraleikara
Byggt á hækum
um árstíðirnar
Daníel Bjarnason
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
samþykkti í gær að veita kjúklinga-
búinu Móum hf. heimild til að leita
nauðasamninga. Fyrirtækið býðst
til að greiða skuldurum 30% að
þeim skuldum sem heyra undir
nauðasamning. Kröfuhafar sem eru
handhafar 43% af samningskröfum
samþykktu að mæla með frumvarpi
að nauðasamningum. Kristinn Gylfi
Jónsson, stjórnarformaður Móa,
segir þessa niðurstöðu endurspegla
trú kröfuhafa á þeirri fjárhagslegu
endurskipulagningu fyrirtækisins
sem unnið hefur verið að á síðustu
mánuðum.
Móar hafa átt í fjárhagserfiðleik-
um vegna erfiðrar stöðu á kjöt-
markaði og mikilla fjárfestinga.
Fyrirtækið fékk greiðslustöðvun í
desember sem renna átti út í dag.
Fram kemur í úrskurði héraðs-
dóms að skuldir sem falla undir
ákvæði nauðasamninga nemi sam-
tals 637 milljónum króna. Kristinn
Gylfi segir frumvarp til nauðasamn-
inga kveði á um að Móar greiði 30%
skulda, en það þýðir að fyrirtækið
býðst til að greiða 191 milljón
króna.
Um 200 skuldarar eiga samnings-
kröfur á Móa og hafa 58 þeirra
mælt með því að fyrirtækinu verði
heimilað að leita eftir nauðasamn-
ingum, en þeir eru handhafar 43%
samningskrafna.
Kristinn Gylfi segir að fyrir liggi
loforð um að leggja 250 milljónir í
nýtt hlutafé ef samningar um
nauðasamninga verði samþykktir
og samningar náist um veðskuldir.
Hann segir að boðað verði til fundar
þar sem frumvarp að nauðasamn-
ingum verði lagt fyrir kröfuhafa.
Hann segist bjartsýnn á að frum-
varpið verði samþykkt, en 70%
kröfuhafa verða að styðja frum-
varpið til að það teljist samþykkt.
„Unnið hefur verið að málinu við
erfiðar aðstæður með að það mark-
miði að forða fyrirtækinu frá gjald-
þroti. Þessi niðurstaða sýnir að Mó-
ar eru ekki á leið í gjaldþrot,“ segir
Kristinn Gylfi.
Að sögn Sigmundar Hannesson-
ar, hrl. og lögmanns Móa, gæti
fundurinn orðið öðru hvorum megin
við mánaðamótin maí, júní.
Skuldir um
1.441 milljón
Í úrskurði um greiðslustöðvun
Móa, sem felldur var í desember sl.,
kom fram að Móar skulduðu 1.442
milljónir en bókfærðar eignir námu
1.090 milljónum. Í úrskurði héraðs-
dóms frá því í gær kemur fram að
verðmæti bókfærðra eigna sé 838
milljónir, en skuldir nemi 836 millj-
ónum. Sigmundur Hannesson segir
þennan mismun skýrast af því að í
úrskurðinum í gær séu kröfurnar
tilteknar að mestu án veðskulda,
þ.e. krafna sem séu tryggðar með
veðum og standi klárlega fyrir utan
samninginn. Réttara sé hins vegar
að vísa í skuldir frá í desember þeg-
ar rætt sé um heildarskuldir. Hann
segir rétt verðmæti eigna í kringum
einn milljarð króna þegar búið sé að
uppfæra þær.
Móum veitt heimild til að leita nauðasamninga
Bjóðast til að greiða
191 milljón af skuldum
Í MYNDATEXTA með teikn-
ingu Sigmunds í Morgun-
blaðinu í gær voru óviðeigandi
og tilefnislaus ummæli um Þór-
arin V. Þórarinsson, sem Morg-
unblaðið biðst afsökunar á.
Afsökunar-
beiðni
MIKILVÆGT er að allir Íslendingar
leggist á eitt við að skapa börnum
betra umhverfi. Þetta kom fram hjá
Vilborgu Ingólfsdóttur, yfirhjúkrun-
arfræðingi hjá Landlæknisembætt-
inu, í erindi sem hún flutti á Grand-
hóteli um áherslur Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunarinnar varðandi heil-
brigt umhverfi barna í gær.
Alþjóðaheilbrigðisdagurinn var
haldinn undir kjörorðinu Heilbrigt
umhverfi – heilbrigð börn. 192 ríki
eiga aðild að Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni og í tilefni dagsins beindi
stofnunin þeim tilmælum til aðildar-
ríkjanna að þau skoðuðu sitt nánasta
umhverfi og þá þætti sem hefði áhrif á
heilsufar barna.
Vilborg segir að slys á börnum sé
sameiginlegt vandamál um allan
heim, en í því sambandi bendir hún á
að á árunum 1991 til 1995 hafi 65 börn
á aldrinum eins árs til 14 ára dáið á Ís-
landi af völdum slysa. Á sama tímabili
hafi árlega um 11.000 börn komið á
slysadeild Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss vegna slysa. „Við þurfum
að taka okkur verulega á á þessu
sviði,“ segir hún.
Að sögn Vilborgar horfir fólk mikið
til þess hvað vinnudagur barna og for-
eldra er orðinn langur og hvað börn
hreyfi sig lítið. Íslendingar vilji búa
vel að öllum börnum, ekki síst vegna
þess að hvert barn skipti máli, en víða
séu brotalamir og það sé allra að taka
á því. Einna mikilvægast sé að styðja
foreldra betur í uppeldishlutverkinu,
meðal annars með fræðslu. Árið 2001
hafi rúmlega 4.000 tilkynningar borist
til barnaverndarnefnda og ástæða
hafi þótt til að skoða flestar þeirra
nánar. Álagið sé greinilega mikið og
svo virðist sem foreldrar ráði ekki
alltaf við uppeldishlutverkið.
65 börn létust í slysum
á fimm ára tímabili