Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs hópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Að lokinni bænastund gefst þátttakend- um kostur á léttum hádegisverði. Sam- vera foreldra ungra barna er kl. 14 í neðri safnaðarsalnum. Tólf spora fundur kl. 19 og opinn bænafundur á sama tíma fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Bústaðakirkja. TTT-æskulýðsstarf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, altaris- ganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður að samverustund lokinni. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Passíusálmalestur kl. 12.15. Eldriborg- arastarf kl. 13. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Háteigskirkja, eldri borgarar. Á morgun er stutt messa, fyrirbænastund, kl. 11. Súpa og brauð kl. 12. Brids kl. 13. Langholtskirkja. Kl. 12.10 lestur Pass- íusálma og bænagjörð í Guðbrandsstofu í anddyri Langholtskirkju. Allir velkomn- ir. Laugarneskirkja. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Að þessu sinni talar Freddie Filmor frá BNA og segir okkur frá hugsjónum sínum og boðunarstarfi. Gengið inn um dyr á austurgafli kirkjunnar. Öllum opið og gaman að taka þátt. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng við undirleik Gunnars Gunnarsson. Í kvöld flytur Freddie Filmor guðs orð og bæn. Fyrirbænastund kl. 21.30 í umsjá Margrétar Scheving sálgæsluþjóns og hennar samstarfsfólks. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn – kór eldri borg- ara kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Back- man. Allir velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Seltjarnarneskirkja. Friðarstund kl. 12– 12.30. Hljóð bænastund. Árbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safn- aðarheimilinu kl. 10–12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. Kl. 16.15–17.15. STN-starf fyrir 7–9 ára börn. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldraðra. Óvissuferð kl. 11. KFUM&K í Digranes- kirkju fyrir 10–12 ára krakka kl. 17– 18.15. Fræðslusalur opinn fyrir leiki kl. 16.30. Unglingakór Digraneskirkju kl. 17–19. Alfa hátíð kl. 19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is) Fella- og Hólakirkja. Mömmu/foreldra- morgunn kl. 10–12 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdóttur djákna fyrir aðstandend- ur barna undir grunnskólaaldri, mömmur, pabba, afar og ömmur, öll vel- komin með eða án barna. Kaffi, djús, spjall og notalegheit í góðu umhverfi kirkjunnar. Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í Rimaskóla kl. 20–22, fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju, kl. 20–22, fyrir ung- linga í 9. og 10. bekk. Á leiðinni heim. Þekktir leikarar og skáld lesa Pass- íusálmana kl. 18.15–18.30. Hjallakirkja. Prédikunarklúbbur presta kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Kóræfing kl. 19.45. Biblíuleshópur kl. 20. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag kl. 10–12 í safnaðarheimilinu Borgum. Lindakirkja í Kópavogi. Mömmumorg- unn kl. 10 í safnaðarheimili Lindarsókn- ar, Uppsölum 3. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Bibl- íulestur kl. 19.30. Æskulýðsfundur fyrir 13 ára unglinga (fermingarbörn) kl. 20. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 13–16 á vegum kirkjunnar. Spilað og spjallað. Helgistund kl. 16. Fjölbreytt æskulýðsstarf fyrir 9–12 ára stúlkur í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli kl. 17.30– 18.30 í umsjón KFUK. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn frá kl. 17–18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 7–9 ára börn kl. 16.30–18. Æskulýðs- starf 8. og 9. bekkur kl. 20–22. Lágafellskirkja, barnastarf. Kirkjukrakk- ar í Lágafellsskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 15 kirkjuprakkarar 6–8 ára í kirkjunni. Leikjadagur. Sr. Þorvaldur og leiðtog- arnir. Kl. 18 fermingaræfingar fyrir þá sem fermast 12. apríl kl. 11. Foreldrar mæti með. Kl. 18.45 fermingaræfingar fyrir þá sem fermast 13. apríl kl. 11. Foreldrar mæti með. Kl. 19.30 ferming- aræfingar fyrir þá sem fermast 13. apríl kl. 14. Foreldrar mæti með. Keflavíkurkirkja. Úr heimi bænarinnar eftir Ole Hallesby kl. 20–22. Umsjón með bænahópnum hafa Laufey Gísla- dóttir og Sigfús Baldvin Ingvason. Einn- ig verður komið saman í heimahúsum. Heitt verður á könnunni. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgnar alla þriðjudaga kl. 10–12. Hveragerðiskirkja. Kl. 10 foreldramorg- unn. Heitt á könnunni og spjall með heimavinnandi foreldrum. Borgarneskirkja. Helgistund í kirkjunni kl. 18.30– 19. Þorlákskirkja. Fermingarfræðsla í dag kl. 13.40. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Kefas. Bænastund kl. 20.30. Allir vel- komnir. KFUK, Holtavegi 28. Ferill í myndlist Þorgerðar Sigurðardóttur myndlistar- konu: Gerð helgimynda. Konur eru hvattar til að fjölmenna. Akureyrarkirkja. Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfræðsla kl. 15.30. Hópur 3 (8. C Brekkuskóla og 8. E Lundarskóla). Glerárkirkja. Kyrrðar- og tilbeiðslustund í kirkjunni kl. 18.10. Safnaðarstarf unni lýkur með „Pálínuboði“ þar sem fjölskyldurnar leggja eitt- hvað matarkyns á eitt risastórt hlaðborð. Kirkjan sér fyrir kaffi og djús fyrir alla. Vegna skipulags þurfa for- eldrar að skrá börn sín á nám- skeiðið og hringja í Grafarvogs- kirkju á tímabilinu frá kl. 9-12 dagana 8., og 9. apríl nk. í síma 587 9070. Starfsfólk Grafarvogskirkju. Á leiðinni heim ÞEIR sem lesa Passíusálma í Grafarvogskirkju í þessari viku eru: Í dag, þriðjudag, les Gunnar Eyjólfsson; miðvikudag les Krist- ín Marja Baldursdóttir; fimmtu- dag les Þór Tulinius og á föstu- dag les Arnar Jónsson. Stórsamkoma í Austurbæ Í KVÖLD, þriðjudag, kl. 20:00 GRAFARVOGSKIRKJA býður öll- um börnum í 1. bekk grunnskól- anna í Grafarvogi að taka þátt í kristilegu leikjanámskeiði í kyrruviku, 14., 15. og 16. apríl. nk., þeim að kostnaðarlausu. Umrætt námskeið ber yf- irskriftina: „Kátir krakkar í kyrruviku“ eða KKK. Á fyrsta degi fá öll börnin sér- merkta boli. Námskeiðið er frá kl. 13-16 í Grafarvogskirkju um- rædda þrjá daga. Leiðbeinendur verða sunnudagaskólakennarar, prestar og íþróttakennari ásamt aðstoðarfólki. Í upphafi hvers dags er fána- hylling, þá verður sameiginleg stund. Eftir hana er skipt í hópa. Annar hópurinn er í kirkjunni í verkefnavinnu, föndri og ýmsu öðru, m.a. að teikna og mála myndir. Hinn hópurinn er úti í íþróttum og leikjum með íþrótta- kennara og aðstoðarmönnum hans. Þá kemur nestistími. Að honum loknum fer hópurinn sem var inni út með íþróttakenn- aranum og hópurinn sem var úti fyrr um morguninn fer inn í föndur og fræðslu. Að þessu loknu lýkur deginum með sam- eiginlegri stund í kirkjunni. Miðvikudaginn 16. apríl kl. 19– 20 verður uppskeruhátíð „Kátra krakka í kyrruviku“. Þá getur öll fjölskyldan komið með barninu í Grafarvogskirkju. Myndir og ann- að sem börnin gerðu verða til sýnis. Stutt helgistund, þar sem börnin syngja söngvana sem þau lærðu á námskeiðinu. Afhending þátttökuviðurkenninga. Samver- verður stórsamkoma á vegum KFUM og KFUK í Austubæ (áður Austurbæjarbíó). Þeir sem fram koma verða Gospelkór Reykjavík- ur og góðir gestir frá Þýskalandi, dr. Roland Werner, Gottfried Müller og Lunatic Art dansflokk- urinn sem notar listdans til að tjá boðskap kristinnar trúar. Roland Werner er einn af fremstu leiðtogum í kristilegu ungmennastarfi í Þýskalandi. Hann er skemmtilegur prédikari og notar nýjustu aðferðir til að miðla hinum kristna boðskap. Þess vegna hefur hann með sér ungmennaprédikarann Gottfried Müller sem hefur getið sér gott orð í Þýskalandi sem góður ræðu- maður og dansflokkinn Lunatic Art og hefur fengið góða dóma fyrir listsköpun sína. Tónlist- arfólk úr KFUM og KFUK mun sjá um tónlistina og leiða almenn- an söng. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Morgunblaðið/Jim Smart Grafarvogskirkja Kátir krakkar í Grafarvogs- kirkju Andrés tengdafaðir minn lést að kvöldi 15. mars á vistheimilinu Grund, en þar hafði hann verið til heimilis í rúma fjóra mánuði og notið þar góðrar þjónustu og umönn- unar. Andrés var Mýramaður, alinn upp við landbúnað þar sem hver og einn hafði verk að vinna og öll verk átti að vinna samvisksamlega og af trúnaði. Snemma fór Andrés að heiman til að vinna fyrir sér, 16 ára fór hann á ver- tíð í Sandgeði. Á mótorbátum og tog- urum frá Hafnarfirði var Andrés í 12 ár. Sagði hann mér að það hefði verið erfiður tími. Á þessum árum voru menn nánast þrælar, mannréttindi oft fótum troðin og félagsleg réttindi lítil. Andrés var valinn af félögum sínum til trúnaðarmannsstarfa snemma á starfsævinni. Það má segja að Andrés hafi verið félagsleg- ur trúnaðarmaður alla sína starfs- ævi. Í trúnaðarráði Dagsbrúnar var Andrés í 30 ár, eftir að hann kom í land og fór að vinna í Mjólkursam- sölunni en þar fannst honum gott að vinna. Trúnaðarmannsstarfið hjá ANDRÉS GUÐBRANDSSON ✝ Andrés Guð-brandsson fædd- ist á Hrafnkelsstöð- um á Mýrum 19. desember 1916. Hann lést 15. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Laugarneskirkju 27. mars. Samsölunni átti vel við hann. Andrés var góður samningamaður, rétt- sýnn og sú verkalýðs- hugsjón sem einkenndi öll hans störf í þágu verkamanna gerði hann farsælan í störf- um sínum, virtur af fé- lögum sínum og á með- al stjórnenda Samsöl- unnar. Árið 1951 kvæntist Andrés Ingibjörgu Sig- urþórsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur, Sigrúnu, sem flutti fjögurra ára ásamt foreldrum sínum í nýbyggt hús á Rauðalæk 18 í Reykjavík. Þar var félagshyggjan að störfum því tvær systur Andrésar, Lóa og Sigga, ásamt sínum mönnum, Þórði og Snorra, byggðu húsið í félagi við Andrés. Ég kem fyrst inn á Rauðalæk 1974 og kynnist þessum fjölskyldum sem bjuggu í húsinu. Það var einkenn- andi hversu mikil hlýja og góðvild ríkti milli þeirra. Andrés fylgdi okkur Sigrúnu og hélt heimili með okkur eftir að hann missti konu sína 1975 eftir erfið veik- indi hennar. Hann tók þátt í uppeldi barna- barna sinna og eru það góðar minn- ingar sem þau varðveita um afa sinn sem var alltaf til staðar heima og gaf góð ráð og talaði við þau um lífið og tilveruna. Vilberg Sigurjónsson. MINNINGARGREINUM þarf að fylgja formáli með upp- lýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi að- eins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinun- um sjálfum. Formáli minningar- greina KIRKJUSTARF Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, ÖNNU SOFFÍU JÓHANNSDÓTTUR, Hringbraut 86, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við Karlakór Keflavík- ur, Kvennaklúbbi KKK, saumaklúbbnum, ferðafélögum og Sjúkrahúsi Keflavíkur. Konráð Fjeldsted, Agnes Hólmfríður Konráðsdóttir, Gunnar Hans Konráðsson, Sigríður Pálsdóttir, Jóhann Kristján Konráðsson, Hanna Rósa Sæmundsdóttir, Friðrik Þór Konráðsson, Kolbrún Svala Júlíusdóttir, Sigfríður Pálína Konráðsdóttir og barnabörn. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Kærar þakkir til allra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför SIGURÐAR JÓNSSONAR, Ystafelli, Þingeyjarsýslu. Kolbrún Bjarnadóttir og fjölskylda. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÍÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR, Álfholti 56b, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Ottó H. Karlsson, Klara Jóhanna Ottósdóttir, Ólafur Þór Ottósson, Helga Björg Sigurðardóttir, Aðalheiður Björk Ottósdóttir, Ása Hrund Ottósdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.