Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 33
Elsku Anna María.
Það er erfitt að finna
orð til að lýsa þeirri
sorg sem á sér hér
stað. En nú ert þú far-
in, elsku vina, til Jós-
eps bróður þíns. Við
sem erum hér eftir, skiljum ekki af
hverju foreldrar eru látnir jarða
tvö af börnunum sínum þremur.
Það er ekkert sem réttlætir það.
Þú varst svo ung, alltaf svo glað-
leg og kát og áttir lífið framundan
með honum Árna. Gekkst með lítið
líf og áttir yndislegan lítinn dreng
sem var sólargeislinn þinn. Hans
bíða erfiðir tímar. En við verðum
að hugga okkur við að hann á góða
að. Steindór pabba og Möggu, Árna
pabba, einstaklega góða ömmu og
afa sem hafa reynst honum svo vel.
Öll munum við gæta hans fyrir
þig, en enginn kemur í þinn stað.
Elsku Árni, Róbert minn, Inga
Lára, Óli og Kata. Ég votta ykkur
mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Gígja Rut Ívarsdóttir
og fjölskylda.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Ásgrímur frá Ásbrekku.)
Lífi okkar má líkja við klukku,
lífsklukku. Lífsklukka okkar byrjar
ANNA MARÍA
ÓLAFSDÓTTIR
✝ Anna MaríaÓlafsdóttir fædd-
ist á Akureyri hinn
17. febrúar 1977.
Hún lést á heimili
sínu hinn 30. mars
síðastliðinn og fór út-
för hennar fram frá
Glerárkirkju 7. apríl.
að slá um leið og við
lítum fyrst dagsins
ljós. Foreldrar okkar
óska þess að lífs-
klukka okkar nái að
slá traustum slögum,
laus við allt heimsins
böl, vel og lengi. Svo
lengi að gangverk
klukkunnar gefist ekki
upp fyrr en tími er til
kominn, vegna hárrar
elli, eða ljúka tilgangi
okkar hér í þessu lífi.
Ekki varð foreldrum
vinkonu okkar, Önnu
Maríu Ólafsdóttur, að
ósk sinni. Anna María lést skyndi-
lega í blóma lífsins, þegar lífið
brosti við henni.
Við kynntumst Önnu Maríu þeg-
ar leiðir okkar lágu saman í
Menntaskólanum á Akureyri.
Deildum við bekkjarsystkinin
mörgum gleðistundum með Önnu
Maríu. Það var ævinlega mikið fjör
í kringum hana. Hún var síhlæjandi
og brosandi og með einstaklega
smitandi hlátur sem kom okkur
stöðugt til að hlæja. Gætum við tal-
ið upp ótal dæmi þess hvernig hún
auðgaði líf okkar gleði, sem væri of
langt að telja upp hér. Til að
mynda keypti hún fyrsta bílinn
sinn í menntaskóla sem var aldeilis
ekki af lakara taginu. Fiat Uno,
KV-781, enginn smákaggi það og
margar skemmtilegar sögur eru til
um hana og bílinn hennar. Einnig
áttum við ótal gleðistundir saman
og standa þar upp úr frábærar
skálaferðir sem farnar voru á veg-
um skólans. Já, hún Anna var mik-
ill dugnaðarforkur. Sumarið fyrir
lokaárið okkar í Menntaskólanum á
Akureyri eignaðist Anna María sól-
argeislann sinn, Róbert Steindór.
Vorum við bekkjarfélagarnir afar
stolt af þessum nýja meðlimi AB-
fjölskyldunnar. Þrátt fyrir að vera
orðin móðir ungbarns var Anna
María staðráðin í að ljúka stúdents-
prófinu á sama tíma og við hin.
Með mikilli skipulagningu, já-
kvæðni og dyggri aðstoð fjölskyldu
sinnar hélt hún ótrauð áfram nám-
inu þá um haustið. Gerði vinkona
okkar sér lítið fyrir og hækkaði
einkunnir sínar á lokaárinu og lauk
stúdentsprófinu með glæsibrag.
Útskriftarkvöldið okkar, 17. júní
1997, kynntist Anna María unnusta
sínum, Árna Friðrikssyni. Kynnt-
ust þau á mjög skondinn hátt eins
og svo margt annað sem Önnu
Maríu varðar. Anna María ákvað
að skreppa afsíðis á klósettið. Leið
svo og beið og ekkert spurðist til
hennar. Vorum við vinirnir orðnir
nokkuð áhyggjufullir þegar Anna
María birtist skyndilega að nýju,
skælbrosandi, eins og ekkert hefði í
skorist. Það var ekki nema von að
hún væri skælbrosandi. Hún hafði
nýtt tímann vel og kynnst á þessari
löngu leið sinni á klósettið unnusta
sínum. Það bar sem sagt vel í veiði
fyrir vinkonu okkar þetta kvöld. Í
dag hugsum við bekkjarsystkin
hennar um þetta með bros á vör.
Byrjuðu þau fljótlega að búa saman
og gekk hann Róbert í föðurstað.
Þau fluttu suður þar sem Anna
nam í Kennaraháskólanum. Út-
skrifaðist hún þaðan vorið 2001.
Það haust fluttu þau til Englands,
Anna til að kenna enskum börnum
um íslenska menningu, líf og störf.
Fluttu þau aftur heim til Íslands í
sumar sem leið. Okkur fannst þú,
Anna, vera nýkomin heim, og við
söknum þín öll.
Elsku Anna María. Harpa þín
hefur leikið sitt síðasta lag. Þökk sé
þér fyrir allar skemmtilegu stund-
irnar sem við áttum saman. Hvíl þú
í friði, kæra vinkona.
Syni Önnu Maríu, unnusta, for-
eldrum og systur sendum við inni-
legar samúðarkveðjur. Megi Guð
styrkja þau í þessari miklu sorg.
Bekkjarfélagar úr 4. AB
1996–1997
Menntaskólanum á Akureyri.
Kæri Haukur. Það
voru þungbærar fréttir
sem ég fékk á mánu-
dagsmorguninn. Þó að
ég vissi vel að heilsa þín væri ekki góð
hélt ég að ég fengi að njóta vinskapar
þíns í nokkur ár enn. Ég var ósköp
grænn þegar ég byrjaði að vinna á
verkfræðideildinni 1985 og stuttu síð-
ar komst þú aftur til starfa eftir nokk-
urt hlé. Ég var svo lánsamur að vinna
mikið með þér og ég minnist þess
hversu fróður þú varst um alla þætti
verkefnanna, það skipti litlu máli
hvort það var á þínu sviði eða ein-
hverju öðru, flest gastu farið yfir og
fært til betri vegar, það var helst raf-
magnið sem þú áttir erfitt með. Mér
fannst þetta galdri líkast, en þú hafðir
svo gífurlega þekkingu og reynslu að
þetta virtist leika í höndunum á þér.
Fljótlega kynntist ég annarri hlið á
þér, en það var stangveiðiástríðan.
Margar ferðir fórum við í saman,
bæði í Sogið, Laxá í Leirársveit og
ekki síst í Þórisvatn, en þangað fórum
við árlegar ferðir. Það var jafnan mik-
ið tilhlökkunarefni þegar slíkar ferðir
stóðu fyrir dyrum, við ræddum jafnan
um heima og geima meðan á akstri
stóð og eins þegar beðið var eftir þeim
hreistraða. Mér er minnisstætt þegar
þú settir í stóra laxinn í Soginu, sem
náði þvert yfir stóra laxaháfinn minn,
þú skammaðir mig fyrir klaufaskap-
inn, en upp náðist hann að lokum og
HAUKUR
SÆVALDSSON
✝ Haukur Sæ-valdsson verk-
fræðingur fæddist í
Neskaupstað 24.
október 1930. Hann
lést á heimili sínu í
Núpalind 2 í Kópa-
vogi hinn 30. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 7.
apríl.
þá vorum við glaðir, 16
pund var hann. Og oft-
ast náðir þú að krækja
í lax í Laxá, þótt ég
færi jafnan fisklaus
heim. Hún átti betur
við þig en mig. Ekki
má gleyma draumun-
um um Andakílsána,
þeir voru stórir, þó
ekki rættust. Þú varst
góður mannþekkjari,
þekktir mig jafnvel
betur en ég sjálfur, ég
man þegar þú sagðir
mér að ég ætti aldrei
að byggja, ég hefði
gert skyssu þegar við keyptum húsið
okkar, sem þurfti svo mikla vinnu. Ég
sá síðar að þú hafðir haft rétt fyrir
þér. Ég vil þakka þér fyrir samfylgd-
ina þessi ár, ég lærði mikið af þér og
mat vinskap þinn mikils og mun
sakna þess að eiga ekki eftir að hitta
þig yfir tesopa í Núpalindinni. Ég og
Jana og Alexander Haukur biðjum
Guð að geyma þig, kæri vinur minn.
Þinn vinur
Erlingur.
Þegar ég byrjaði í 3. bekk Mennta-
skólans í Reykjavík haustið 1946 var
ég ásamt nokkrum félögum úr Ingi-
marsskólanum settur í bekk með ut-
anbæjarstrákum, sem enginn okkar
þekkti. Einn þeirra var Haukur Sæ-
valdsson nýkominn austan frá Norð-
firði en foreldrar hans og bræður
fluttu þá til Reykjavíkur. Haukur fór
strax að fylgja mínum vinahópi og
hefur okkar vinskapur haldist óslitið
síðan. Okkur strákunum var vel tekið
á ágætu heimili foreldra Hauks,
þeirra Friðrikku og Sævalds á Leifs-
götunni. Þar þágum við veitingar,
Sævaldur spilaði brids við okkur og
ræddi við okkur um málefni dagsins.
Gott þótti okkur líka þegar Sævaldur
lánaði Hauki jeppann því að þá flutum
við strákarnir með svo sem rúm
leyfði. Vinskapur okkar Hauks hélst í
þau nær sextíu ár sem síðan hafa liðið;
við vorum skólafélagar, vinnufélagar,
spilafélagar og veiðifélagar og alltaf
farið vel á með okkur. Nú síðustu ár
spiluðum við saman í Krumma-
klúbbnum og hjá félagsskap eldri
borgara, síðast spiluðum við saman
tveimur dögum áður en hann lést.
Haukur var bráðskemmtilegur og
hafði ákveðnar skoðanir á mönnum
og málefnum og hikaði hvergi við að
tala tæpitungulaust um hlutina. Síð-
ustu áratugi vorum við vinnufélagar
hjá verkfræðideild varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli, þar sem hann
annaðist gerð og eftirlit með verk-
samningum við verkfræðistofur. Þar
nýttust hæfileikar hans í mannlegum
samskiptum og fjölbreytt reynsla á
sviði verkfræði mjög vel. Haukur var
vandvirkur og laginn við að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri.
Hann hafði einstaka hæfileika við að
skilgreina verkefni og útbúa samn-
inga um hönnun verka þannig að ljóst
væri til hvers var ætlast og semja síð-
an um sanngjarna greiðslu, sem allir
gátu sætt sig við.
Þegar ég minnist vinskapar okkar
öll þessi ár man ég eingöngu ánægju-
legar stundir, það gera einnig fleiri af
okkur gömlu félögum og kveðjum við
hann með söknuði.
Ég og Elísabet kona mín vottum
fjölskyldu Hauks samúð.
Björn E. Pétursson.
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
Elskuleg eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÚN KARITAS GUÐJÓNSDÓTTIR,
Dofrabergi 11,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu að kveldi föstudagsins
4. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30.
Sæmundur Friðriksson,
Guðjón Sæmundsson, Erla Björk Stefánsdóttir,
Hanna Rósa Sæmundsdóttir, Jóhann Kristján Konráðsson,
Silja Dögg Sæmundsdóttir, Björn Einar Ólafsson
og barnabörn.
Frænka okkar,
GRÓA EGGERTSDÓTTIR,
Stigahlíð 26,
er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur.
Okkar ástkæra móðir og tengdamóðir,
ÞÓRA BÖÐVARSDÓTTIR,
Leifsgötu 6,
lést laugardaginn 5. apríl.
Böðvar Páll Ásgeirsson, Greta María Sigurðardóttir,
Jakobína Ásgeirsdóttir Adams, James W. Adams.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hreiðurborg,
síðast til heimilis í Háengi 9,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
laugardaginn 5. apríl.
Jarðsett verður frá Selfosskirkju laugardaginn
12. apríl og hefst athöfnin kl. 11.
Herdís K. Brynjólfsdóttir, Pétur Á. Hermannsson,
Arnar Brynjólfsson, Hildur Björnsdóttir,
Þorsteinn J. J. Brynjólfsson, Sigurlaug K. Unnsteinsdóttir,
Magga Sigurbjörg Brynjólfsdóttir, Gunnar Kr. Eiríksson,
Guðmundur Helgi Brynjólfsson,
Hulda Brynjólfsdóttir, Þórður Stefánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Sæbóli,
Aðalvík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði,
föstudaginn 4. apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sveinn Þráinn Jóhannesson, Edda M. Hjaltested,
Ingólfur Waage, Ingibjörg Finnbogadóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG HULD NIELSEN,
Hátúni 12,
Reykjavík,
lést á Landspítala Fossvogi sunnudaginn
6. apríl.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Alfreð Guðmundsson, Birgit Beining,
Guðrún B. Guðmundsdóttir, Ingvi Þór Ragnarsson,
Guðmundur Guðmundsson, Inga Lilja Lárusdóttir,
Guðmundur Bjarnason
og barnabörn.