Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 29 TIL að komast að þeirri niðurstöðu, að Íslendingar hafi ekki fylgt farsælli stefnu í utanríkis- og öryggismálum, þurfa menn að vera andstæðingar sam- starfs okkar við vestræn lýðræðisríki. Á tímum kalda stríðsins voru þessir andstæðingar utanríkisstefnunnar jafn- an með það á vörunum, að við fylgdum ekki „sjálfstæðri utanríkisstefnu“, af því að við snerumst ekki gegn for- ystuþjóðunum í þessu samstarfi, Bandaríkjamönnum og Bretum. Nú er þessi söngur hafinn að nýju undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, talsmanns Samfylking- arinnar, sem studdi ekki málstað Vest- urlanda á tímum kalda stríðsins og barðist gegn varnarsamstarfinu við Bandaríkin sem herstöðvaandstæð- ingur. Í sjónvarpsviðtölum um helgina margítrekaði hún, að taka bæri upp „sjálfstæða utanríkisstefnu“ og sló á sömu strengi og skoðanabræður henn- ar í andstöðunni við Bandaríkjamenn og Breta á tímum kalda stríðsins. Ingibjörg Sólrún telur sig búa yfir meira siðferðisþreki en þeir, sem vilja losa írösku þjóðina undan oki Saddams Husseins. Hún komst þannig að orði á þingi Samfylkingarinnar síðastliðinn föstudag: „Af hverju eru íslensk stjórn- völd ekki nógu staðföst og viljug til að láta hin siðrænu gildi ráða, siðferð- iskennd íslensks almennings sem segir að vináttu megi ekki kaupa hvaða verði sem er.“ Hver segir Ingibjörgu Sólrúnu, að ís- lenskur almenningur líti á vináttu sem söluvöru? Á hvaða siðferðiskennd byggist sú skoðun, að vinátta gangi kaupum og sölu? Ef sá hugsunarháttur, að allt sé falt, nær til þeirra, sem fara með völd á Íslandi, hvar erum við þá al- mennt á vegi stödd? Ef þessi hugs- unarháttur á að ráða hvar Íslendingar skipa sér í sveit á alþjóðavettvangi, hættir staðfesta vissulega að skipta máli við mótun og framkvæmd utanrík- isstefnunnar. Staðfesta og siðferðiskennd Eftir Björn Bjarnason „Hver segir Ingi- björgu Sólrúnu, að íslenskur almenn- ingur líti á vináttu sem söluvöru?“ Höfundur skipar annað sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík norður. ER flokki sem tekur þrjár u-beygjur í skattamálum á einni viku treystandi fyrir stjórn efnahagsmála? Getur flokkur sem skiptir um grundvall- arafstöðu í svo viðamiklu máli á jafn- skömmum tíma farið á ábyrgan hátt með fjöregg þjóðarinnar og stöðugleik- ann sem skiptir okkur öll svo miklu máli? Vorfundur Samfylkingarinnar fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum um ný- liðna helgi. Dagana á undan hafði for- ystufólk Samfylkingarinnar gagnrýnt framkomnar skattatillögur stjórn- arflokkanna harðlega með þeim rökum að um innihaldslaus yfirboð væri að ræða um leið og talsmaðurinn kynnti hugmyndir sínar um nýtt fjölþrepa skattkerfi. Kom því heldur betur á óvart þegar fjölþrepaskattkerfið var horfið lönd og leið í svokallaðri stefnu- ræðu á fundinum, en þeim mun boðið betur í skattalækkunum, sem allt í einu voru orðinn raunhæfur kostur! Hvað um pólitísku bögglana? „Við munum ekki taka þátt í póli- tísku bögglauppboði fyrir þessar kosn- ingar,“ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, í við- tölum nýlega þegar við framsókn- armenn höfðum kynnt raunhæfar og varfærnar tillögur okkar í skatta- málum. Til þess vorum við fyrstir flokka; útfærslan var skýr, lækkun á tekjuskatti úr 38,55% í 35,2% og hækk- un á skattleysismörkum um sjö þúsund krónur, hækkun persónuafsláttar og barnabætur fyrir öll börn að sextán ára aldri upp á kr. 36.500 og tvöföld sú upphæð fyrir öll börn yngri en sjö ára, eða 73.000 – ótekjutengt. Hvernig myndi formaður Samfylk- ingarinnar skilgreina skattalækk- unartillögur flokksins nú? Myndu þær ekki flokkast undir „pólitískt böggla- uppboð“, að hans mati? Hvernig stend- ur á því að bæði talsmaður Samfylking- arinnar og formaður flokksins eru komnir á flótta undan eigin hug- myndum um fjölþrepatekjuskatt og gagnrýni á hugmyndir annarra flokka um lækkun tekjuskattsins? Viljum við eyðileggja staðgreiðslukerfið? Fjölþrepatekjuskattur myndi eyði- leggja staðgreiðslukerfi skatta og hafa í för með sér flókið fyrirkomulag eft- irágreiðslna. Slíkt skattkerfi gæti þar að auki tæpast haft annað í för með sér en það að skattleysismörk þyrftu að lækka eða að hátekjuskattur yrði stór- hækkaður, jafnvel upp fyrir 60% og jaðarskattar þar með upp fyrir 100%! Kjósendur eru upp til hópa greint fólk og skynsamt. Þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er; hafna hringlandahætti í jafnalvarlegum málum um ríkisfjár- málum þjóðarinnar og heimta skýr svör. Í því tilliti er hætt við að end- urnýtingarstefna Samfylkingarinnar fái rýra einkunn; leitað er í smiðju bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks um hugmyndir í skattamálum og hefði það nú einhvern tíma þótt tíð- indum sæta. En á morgun kemur nýr dagur og í kjölfarið eflaust nýjar áherslur Sam- fylkingarinnar í skattamálum. Eftir áralanga gagnrýni á barnakort okkar framsóknarmanna vill Samfylkingin nú taka upp ótekjutengdar barnabætur. Ekkert kemur lengur á óvart þegar sá flokkur er annars vegar, en í lífinu hef- ur jafnan reynst farsælla að sækja í frumútgáfur góðra verka og varast eft- irlíkingar. Það á við í stjórnmálum eins og öðru. Skattahringl Samfylkingar Eftir Björn Inga Hrafnsson „Fjölþrepatekjuskattur myndi eyðileggja stað- greiðslukerfi skatta og hafa í för með sér flókið fyrirkomu- lag eftirágreiðslna.“ Höfundur er skrifstofustjóri og skipar 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykja- vík suður. ÉG styð eindregið flutning ríkisstofn- ana út á landsbyggðina, enda starfa ég hjá Landmælingum Íslands og er búsett á Akranesi, einmitt þar sem ég helst vil búa. Flutningur ríkisstofnana eykur fjölbreyttni í atvinnulífi og gef- ur sérmenntuðu fólki tækifæri til að búa utan höfuðborgarsvæðisins. Tilfinningasemi og óöryggi Til að flytja gamalgrónar ríkisstofn- anir frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina þarf djörfung og hug- rekki. Umræðan um slíkan flutning hefur hins vegar einkennst af tilfinn- ingasemi og óöryggi, ef marka má ummæli formanns Sjálfstæðisflokks- ins á flokksþingi sjálfstæðismanna ný- lega, þar sem hann sagði að slíkur flutningur hefði ekki gengið vel. For- maðurinn tók meðal annars dæmi um flutning Landmælinga Íslands til Akraness og sagði hann ekki hafa gengið vel. Vel má vera að flutning- urinn sjálfur hafi fengið neikvæða umræðu og að standa hefði mátt bet- ur að undirbúningi hans. Staðreyndin er hins vegar sú, og það nefndi for- maðurinn ekki, að á Akranesi er nú blómleg starfsemi Landmælinga Ís- lands með 35 manna starfsliði og er stofnunin sterkari en nokkru sinni fyrr. Tilgangur með flutningi ríkisstofn- ana út á land er að efla byggð með því að skapa fjölbreytt atvinnulíf. Þetta hefur tekist fullkomlega á Akra- nesi, enda eru 25 af starfsmönnum stofnunarinnar búsettir þar, flestir þeirra háskólagengnir. Það verður því að teljast svartsýni og uppgjöf að halda að gamalgrónar ríkisstofnanir geti ekki flust á landsbyggðina með góðum árangri. Auðvitað er mikilvægt að meta flutning stofnananna hverju sinni og einnig hvort ekki megi sam- eina einhverjar stofnanir til að styrkja enn frekar þær sem nú eru á lands- byggðinni. Mikilvægast er þó að und- irbúningur sé góður, stuttur tími sé frá ákvörðun un flutning þar til hann á sér stað og að skýrir valkostir séu fyrir þá starfsmenn sem ekki vilja flytja með stofnuninni, til dæmis að þeim séu tryggð önnur störf. Ekki missa kjarkinn Stjórnvöld þurfa alls ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki starfsfólk til starfa í stofnunum úti á landi því að ungt fólk er sveigjanlegt og viljugt til að búa í minni sveitarfélögum fái það störf við hæfi. Íslenskir stjórn- málaleiðtogar mega ekki missa kjark- inn þó að auðvitað sé auðveldara að staðsetja nýja starfsemi ríkisins á landsbyggðinni, en það hefur því mið- ur ekki verið gert nema í örfáum til- fellum. Flutningur fleiri ríkisstofnana út á landsbyggðina mun ekki ein- göngu styrkja sveitarfélögin sem við þeim taka heldur einnig stofnanirnar sjálfar, það sanna dæmin. Öflugar ríkisstofnanir Eftir Eydísi Líndal Finnbogadóttur „Á Akranesi er nú blómleg starfsemi Landmælinga Ís- lands með 35 manna starfsliði og er stofnunin sterkari en nokkru sinni fyrr.“ Höfundur skipar 4. sæti á lista Framsókn- arflokksins í Norðvesturkjördæmi. yðingarvopn hans, leggja lið na viljugu sem ekki töldu engur eftir stríðinu sínu. Eng- hugur um að fylgispekt ís- órnarinnar við Bandaríkja- ta, „vinina“ í Nató, réð för. undum kjarks að styðja vini eiðara Morgunblaðsins sem ríkisstjórnina. Barnadauð- ma afsökun, reyndar ekki onar á sunnudaginn var. Í ks hafa íslenskir stjórn- rið brúður erlendra búktal- lviki er búktalarinn Tony þessi rök úr hatti sínum m áður á blaðamannafundi í m. Já, það er greinilega erfitt an málstað ef marka má herrarnir hörfa úr einu áróð- nað. En fólk er ekki svona ma. viðskiptabannið í Írak var ndurskoðun þess oft verið i Íslendinga. Tillaga Stein- ssonar og þriggja annarra m endurskoðun þess var bor- ingum, en mætti jafnan ðu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar. Á þeim tíma töl- uðu þeir ekki um hálfa milljón barna, þótt staðreyndir málsins væru öllum kunnar. Það var ekki fyrr en 2001 að þingsályktun- artillagan fór í gegn, en hefur raunar ekki verið fylgt eftir af ríkisstjórn Íslands. Það er fyrst á sunnudaginn að íslenskir ráða- menn fóru að hafa áhyggjur af afleiðingum viðskiptabannsins. Stuðningur verði dreginn til baka Ríkisstjórnin er í vondum málum. Hún tók einhliða ábyrgð á löglausri árás á Írak án stuðnings þings og þjóðar. Áróð- ursstaðan er vond. Konur og börn falla fyr- ir bandarískum og breskum byssukúlum. Það er ekki stórmannlegt að beita hung- urmorða börnum fyrir sinn pólitíska vagn. Íslenska ríkisstjórnin hefur valið sér það hlutskipti að vera viljugur þjónn herveld- isins í vestri, hún hefur lagt íslenska loft- helgi og land undir hernað gegn saklausum borgurum langt í suðri. Stríðið í Írak var frá upphafi brot á alþjóðalögum og brýnt að Ísland dragi stuðning sinn við það til baka. Því hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð skorað á ríkisstjórnina að hverfa nú þegar frá stuðningi sínum við stríðs- reksturinn áður en fleiri óbreyttir borg- arar láta lífið. Geri hún ekkert í þá veru er óhjákvæmilegt að líta svo á að hún sé – án samþykkis þings og þjóðar – að gangast í pólitíska og siðferðilega ábyrgð á stríðs- rekstrinum og afleiðingum hans. börnunum látið hefur éll ekki heldur fyr- kjastjórn Höfundur er líf fræðingur og skipar 2. sæti á U-lista í Reykjavík suður. ðhagslega hagkvæmt að fella dir úr kvóta. Sterklega kemur aka ufsann einnig úr kvóta en kutegund sem gýs upp hér og ð. Fiskifræðilega er því ekki að ufsinn sé kvótasettur. því aflétta kvóta á þessar fisk- nutvöföldun aftur ókst að kollvarpa línu- hér um árið aðallega vegna Oddur félagi minn og fleiri rir fyrirtækin á Vestfjörðum pottinum á sín eigin skip í afa þetta frjálst. tta óráð og var á móti þessari da hefur komið í ljós hvers- það var að taka vinnuna frá fólkinu í landi. T-listinn telur að taka eigi upp línutvöföldun að nýju en þó með breyttu sniði. Línutvöföldunin miðist að- eins við dagróðrabáta en ekki útileguskip. Aðeins megi fara eina legu á dag og tíma- bilið verði nóvember til og með febrúar. Ef svo fer að einstaka útgerðir reyni að mis- nota kerfið þá verði línulengd takmörkuð. Með þessu opnast miklar gáttir fyrir unga og efnilega menn sem vilja hasla sér völl í útgerð. Afli eykst til landvinnslunnar og fiskmarkaðir geta boðið upp á úrvals hrá- efni. T-listinn T-listinn er ábyrgt stjórnmálaafl sem vill vinna að jákvæðum breytingum. Með til- lögum okkar í sjávarútvegsmálum er verið að stíga jákvætt skref, opna fyrir nýliðun og auka framboð á fiski til landvinnslunnar sem eykur atvinnu í landi. Síðast en ekki síst viljum við ná meiri sátt um kvótann sem hefur að mörgu leyti reynst heppilegt stjórntæki sem þó er mjög auðvelt að mis- nota eins og dæmin sanna. T merkir trú á framtíðina og traust á fólki, T-listinn er jákvætt stjórnmálaafl. rútvegs- vætt auka lunnar Höfundur er alþingismaður og 1. maður á T-lista, framboði óháðra í Suðurkjördæmi. nni hendi, svo sem rekstur ging hjúkrunarheimila, ustu og heimahjúkrunar. verði leitað til að veita einum þjónustu við hæfi munir sjúklings og ríkisins á þann hátt að sjúklingur mustu og bestu þjónustuna þarf á henni að halda. arfélögin hafa hag af því að nga á ódýrari hátt en á verður nægjanlegt framboð þannig að biðlistum eftir ýmum verður útrýmt. Við ast svigrúm til þess að listum í öðrum sérgreinum. isflokkurinn telur að eng- inn eigi að bíða eftir nauðsynlegri heil- brigðisþjónustu og mun beita sér fyrir löggjöf sem tryggir rétt sjúklinga til þjónustu innan viðunandi tímamarka. Þetta skiptir meginmáli fyrir sjúklinga því löggjöfin mun tryggja að fjármunir fylgi verkum og þar með leiða til þess að biðlistar eftir þjónustu minnki eða hverfi. Við þetta minnkar miðstýring heilbrigðiskerfisins og kostir ein- staklingsframtaksins munu njóta sín öllum til heilla. Þarfir einstaklingsins í öndvegi Með ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins er ljóst að þarfir ein- staklingsins eru settar í öndvegi. Stefna Sjálfstæðisflokksins í heilbrigð- ismálum er skýr en til þess að hún hljóti brautargengi þarf efnahagslegan stöðugleika og aukið samstarf opin- berra aðila og einkaaðila um rekstur einstakra þátta í heilbrigðisþjónustu. rigðismálum n- u gs- Höfundur er lækningaforstjóri á FSA og er á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðaust- urkjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.