Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15.
Sýnd 6. Sýnd kl. 10.
Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en
nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd.
Jackie han og en ilson eru ttir aftur ferskari en
nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennu ynd.
Sýnd kl. 8.
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
SV. MBL
HK DV
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Eingöngu í LÚXUSSAL kl. 5.30 og 10.30. B.i.12
Radíó X
6 ÓSKARSVERÐLAUNM.A. BESTA MYNDIN
Sýnd 5.30, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12.
Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir
aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í
geggjaðri grínspennumynd.
Sýnd í LÚXUSSAL kl. 8
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.20. B.i. 16.
SÁ afkastamikli og sveigjanlegi
Kínamaður, Jackie Chan, virðist
búinn að uppgötva pottþétta upp-
skrift að velgengni sinna gaman-
sömu slagsmálamynda. Kallar til
liðs við sig vel smurða vélbyssu-
kjafta á borð við Chris Tucker
(Rush Hour myndirnar) eða Owen
Wilson (Shanghai Noon). Litarhátt-
urinn skiptir því ekki máli. Þeir sjá
um talandann á meðan Chan bæði
semur og ber þungann af ótrúleg-
um, átakaatriðum þar sem hraði,
fimi og hugmyndaflug fléttast sam-
an af slíkri kúnst að augað fylgir
tæpast eftir. Adrian Biddle fangar
andrúm gömlu Lundúna með hjálp
vandaðra leiksviða og tökustaða í
Prag og fleiri gömlum Evrópuborg-
um. Tónlist Randys Edelman er
fjölskrúðug og sækir stuðning í
gullaldarpopp breskra.
Shanghai Riddararnir hefst þar
sem Shanghai Noon sleppir. Chon
Wang/John Wayne (Chan), er fóg-
eti í Villta vestrinu er hann fær
harmafregn frá Kína. Faðir hans,
sem er innsiglisvörður keisarans að
langfeðgatali, hefur
verið myrtur og inn-
siglinu rænt. Lin
(Fann Wong), systir
Chons eltir morð-
ingjana sem halda
með valdatáknið til
Englands. Chon sér
ekkert ráð vænna en
koma til móts við þá í
Lundúnum. Með við-
komu í New York,
þar sem hann tekur
með sér vin sinn Roy
O’Bannon (Wilson), í
ferðina yfir hafið.
Félagarnir koma
galvaskir til höfuð-
borgar Viktoríu
(Gemma Jones), þar
sem þeir njóta lið-
sinnis Arthurs Conan
Doyle, seinheppins
lögreglustjóra sem
gengur með rithöf-
und í magnaum, og
Charlies litla Chaplin
(Aron Johnson),
óprúttins götu-
stráks. Eftir margvísleg ævintýri
hafa þeir upp á Lin, láta glæpalýð
borgarinnar finna fyrir sér, jafnvel
Kobba kviðristi (Oliver Cotton),
sem fær óvænt bað í Tempsá.
Hringurinn þrengist um innsiglis-
þjófana sem fá makleg málagjöld
og framtíð keisarans í Kína er borg-
ið.
Lífleg en langdregin á köflum og
einkum fyrir eiðsvarna aðdáendur
karatekempunnar Chans. Hann
lætur ekki deigan síga heldur berst
linnulaust á hæl og hnakka frá upp-
hafi til enda. Kryddar atriðin með
gamansömum uppátækjum, einsog
honum er einum lagið. Wilson lokar
hins vegar ekki munninum og
skapa félagarnir bærilegt tvíeyki
sem við eigum örugglega eftir að
sjá oftar á tjaldinu. Getum er að því
leitt að félagarnir stingi næst upp
kollinum í Hollywood, þar sem þeir
hafa frétt af miklum uppgangi nýrr-
ar afþreyingar, kvikmyndanna. Það
skyldi þó aldrei vera?
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Laugarásbíó
Leikstjóri: David Dobkin. Handrit: Alfred
Gough and Miles Millar. Kvikmyndatöku-
stjóri: Adrian Biddle. Tónlist: Randy
Edelman. Aðalleikendur: Jackie Chan
(Chon Wang), Owen Wilson (Roy O’Bann-
on), Aaron Johnson (Charlie), Thomas
Fisher (Artie Doyle), Aidan Gillen (Rath-
bone), Fann Wong (Chon Lin), Donnie
Yen (Wu Chan) and Oliver Cotton (Jack
the Ripper). 110 mín. Touchstone Pict-
ures. Bandaríkin 2003.
SHANGHAI-RIDDARARNIR (Shanghai
Knights) Chan og Chaplin
Sæbjörn Valdimarsson
Riddarar á röngunni.
SJÓNVARPSSTÖÐIN MTV stendur
fyrir samkeppni þar sem launin eru
helgarferð til Íslands. Keppnin er
fyrir Norðurlandabúa og er hægt að
taka þátt í henni á vef stöðvarinnar.
Vinningshafarnir verða fjórir frá
jafnmörgum löndum, Danmörku,
Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, og
mega þeir taka 14 bestu vini sína í
ferðina. Alls eru því 60 manns á leið
til landsins föstudaginn 25. apríl
vegna þessa.
Ferðinni er lýst sem ógleym-
anlegri ævintýra- og skemmtiferð
en tekið er fram að ekki sé borgað
fyrir drykki og verslunarferðir.
Gestirnir heppnu fá að baða sig í
Bláa lóninu, skoða Gullfoss og Geysi,
fara í jeppaferð, skoða næturlífið og
gista á fyrsta flokks hótelum, allt í
boði MTV, Sony og Flugleiða.
Íslandsferð að launum í samkeppni MTV
60 manns á leiðinni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Gestirnir í samkeppni MTV heimsækja að sjálfsögðu Bláa lónið.
ÞAÐ eru allir gagnkynhneigðir
þangað til annað kemur í ljós,“ segir
eitt ungmennanna í hópi viðmælenda
Hrein og bein, fyrstu íslensku heim-
ildamyndarinnar um lesbíur og
homma. Einfaldur sannleikur í aug-
um flestra, en ekki allra. Hvort sem
mönnum líkar betur eða verr, er
hluti samfélagsins samkynhneigður
og þarf fljótlega eftir að honum vex
þroski að fást við þann raunveruleika
að vera öðruvísi en „normið“. Berj-
ast við fordóma og andúð allt í kring-
um sig. Þesir einstaklingar verða að
ganga í gegnum ómanneskjulega
lífsreynslu, að „koma út úr skápn-
um“, sem felst m.a. í því að segja um-
hverfinu frá högum sínum. Fyrst og
fremst fjölskyldunni, sem er þrautin
þyngri. Engu líkara en viðkomandi
sé að játa á sig hroðalegan glæp sem
jaðrar við manndráp – þó hann sé að
fást við grundvallarsannleika lífs
síns. Hafi ekkert til sakar unnið.
Sem betur fer er heimurinn að
verða bærilegri hommum og lesbíum
og skilningur að aukast á málefnum
þeirra frá degi til dags, ekki síst fyrir
tilstilli ýmislegrar opnunar sam-
félags þeirra, líkt og mynda á borð
við Hrein og bein. Þau Hrafnhildur
og Þorvaldur hafa fengið til liðs við
sig hátt í tug einkar frambærilegra
einstaklinga af báðum kynjum sem
lýsa í fullri hreinskilni þrautagöng-
unni frá því þau uppgötva samkyn-
hneigðina uns þau eru orðin jafn
frjálsar manneskjur og samfélagið
býður. Það er gagnlegt og sammann-
legt að fá innsýn í þeirra heim.
Hvernig hommar og lesbíur upplifa
vansæld höfnunarinnar, erfiðleika
umbrotatímanna og hina samkyn-
hneigðu reynslu og líf sem tekur við.
Sættast við sjálf sig og ná sáttum við
umhverfið.
Hrein og bein er nákvæmlega það
sem titillinn hljóðar upp á. Tilgerð-
arlaus, vönduð og athyglisverð mynd
sem segir sína sögu vafningalaust án
þess að fegra eða sverta umfjöllunar-
efnið. Bæði fyndin og á alvarlegum
nótum. Verður fyrir vikið trúverðug
og á köflum átakanleg þegar áhorf-
andinn skynjar kvölina og einangr-
unina sem umlykur samkynhneigða
uns þeir verða að sýna ótvíræðan
hetjuskap að opna skáphurðina og
skella henni síðan í lás að baki sér.
Fyrir vikið fyllir Hrein og bein það
tómarúm sem ríkt hefur hvað snertir
framboð á skynsamlegu og hrein-
skilnu efni til uppfræðslu um málefni
samkynhneigðra. Hvort sem er fyrir
skóla eða almenning. Hún er sam-
kynhneigðum til sóma, líkt og höf-
undunum, Þorvaldi Kristinssyni og
Hrafnhildi Gunnarsdóttur, kvik-
myndagerðarkonunni á bak við
gæðamyndirnar Corpus Camera og
Hver hengir upp þvottinn, o.fl.
Skáphurðin
aftur skellur
Heimir Ásþór Heimisson er einn af viðmælendunum í íslensku heimildar-
myndinni Hrein og bein.
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Heimildarmynd eftir Hrafnhildi Gunn-
arsdóttur og Þorvald Kristinsson. Kvik-
myndataka og klipping: Hrafnhildur
Gunnarsdóttir. U.þ.b. 60 mín. Krumma
kvikmyndir í samvinnu við Samtökin ́78.
Meðal styrktaraðila kvikmyndarinnar eru
Velferðarsjóður barna á Íslandi, Fræðslu-
ráð Reykjavíkur og Jafnréttisnefnd
Reykjavíkur. Ísland 2003.
Hrein og bein Sæbjörn Valdimarsson