Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 23 Sími 860 1180 Móðuhreinsun glerja •16 ára reynsla í móðuhreinsun glerja. •Móðuhreinsun glers er einungis 7-10% af heildarkostnaði nýs glers. •Notum aðferð sem er viðurkennd af Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Hringdu, við komum á staðinn og metum verkið þér að kostnaðarlausu. gæðum,“ segir Birgir og sýnir stolt- ur uppspretturnar sem fyrirtækið notar og veitir vatni frá þeim að nýju eldisstöðinni í landi Teyginga- lækjar. Allt vatn til stöðvarinnar er sjálfrennandi og því ekki þörf á neinni orku til að knýja dælur. Öllu er haganlega fyrir komið við eld- isstöðina. Þar eru þegar komin í notkun nokkur eldisker og önnur bíða þess að verða tekin í notkun. Fyrirtækið er einnig með eldis- stöð við Nýjabæ, skammt vestan Klausturs, en sú stöð gaf af sér 25 tonn á síðastliðnu ári og miðað við áform fyrirtækisins ætti 120–150 tonna framleiðsla að vera orðin að veruleika eftir þrjú til fjögur ár. Það er ákveðni og sannfæring í rödd Birgis þegar hann segir frá áformum fyrirtækisins. „Við leggj- um áherslu á gæði framleiðslunnar, hægan vöxt bleikjunnar, þéttleika og passlega feitan fisk. Þetta verður allt að vera í góðu jafnvægi.“ „ÞAÐ er að koma vor í þetta hjá okkur,“ segir Birgir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Glæðis hf. á Kirkju- bæjarklaustri, sem framleiðir og selur hina þekktu Klausturbleikju. „Við erum að slátra 200–300 kílóum á viku og síðan fer það upp í 500– 700 kíló á sumrin en þá er eft- irspurnin meiri,“ segir Birgir en segja má að fyrirtækið reki minnstu fiskvinnslu á landinu, í viðbyggingu gamla gistihússins á Klaustri. Nú fara um 30 tonn af bleikju á markað á ári frá fyrirtækinu en stefnan er sett á 150 tonn með framtíðarupp- byggingu. Hluti af framleiðslu fyrirtækisins fer á markað vikulega hjá versl- unum og veitingastöðum í Þýska- landi. Innanlands fer Klaustur- bleikjan á markað í fersk- fiskborðum Nóatúnsverslananna, fiskbúðum, á hótel og veitingastaði. „Við stefnum að því að senda mun meira af reyktri bleikju á Þýska- landsmarkaðinn. Það sem er mest spennandi við þetta er vinnsludæm- ið. Við höfum verið í samvinnu við Þjóðverjana sem vilja hafa minna salt í reykta fiskinum og við erum að nálgast þá með þetta. Stefnan er að sjálfsögðu að koma upp stærri vinnslu hérna á Klaustri og þá um leið fleiri störfum. Með 150 tonna framleiðslu erum við komnir með alvöru vinnslustöð hérna,“ segir Birgir. Leggjum áherslu á gæðin Bleikjueldið á Klaustri hófst með tilraun nokkurra manna sem gaf strax góða raun og hefur vaxið enda vel haldið utan um verkefnið af alúð og vandvirkni sem einkennir störf Skaftfellinga. „Við erum með ein- stakar aðstæður hér fyrir þetta eldi, gott vatn sem alltaf er eins að Glæðir ehf. á Klaustri með stórhuga áform í bleikjueldi Stefnan sett á 120–150 tonna framleiðslu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Birgir Þórisson, framkvæmdastjóri Glæðis ehf. á Kirkjubæjarklaustri, við eina vatnslindina sem er grundvöllur bleikjueldis fyrirtækisins. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Hörður Daði Björgvinsson og Magnea G. Þórarinsdóttir gera að nýslátraðri bleikju. Selfoss FYRIR skömmu var aðalfundur hjá björgunarsveitinni Sæ- björgu. Á fundinum var Birgir Tryggvason kosinn formaður, Arnar Laxdal Jóhannsson vara- formaður, Emanúel Ragnarsson gjaldkeri, Katrín Ríkarðsdóttir ritari, og meðstjórnendur voru kosnir Harpa Finnsdóttir, Elm- ar Lárusson og Arnþór Magn- ússon. Kosið var líka um full- trúa í svæðisstjórn og hlaut það Magnús Emanúelsson og vara- maður hans er Emanúel Ragn- arsson. Á fundinum var farið yfir árs- reikninga fyrir árið 2002 og fjáröflunarleiðir voru ræddar. Ræddar voru líka ýmsar tillögur sem fundarmenn komu með. Einnig er fyrirhugað að fjölga félögum sveitarinnar og byggja upp unglingastarf innan félags- ins. Nýlega festi björgunarsveitin kaup á Zodiak-slöngubát með kerru, að upphæð 3 milljónir króna, og fékk um einnar millj- ónar króna styrk frá útgerðar- mönnum í Snæfellsbæ til kaup- anna. Nú þegar hefur slöngu- báturinn sannað gildi sitt, en hann var notaður við björgun er Röstin SH sökk út af Svörtu- loftum fyrir skömmu og mann- björg varð. Báturinn var not- aður til að ferja skipbrotsmenn til hafnar. Er mikið samstarf á milli björgunnarsveitanna á Hellis- sandi og Ólafsvík og eru sveit- irnar með sameiginlegan út- kallslista og sameiginlegar æf- ingar. Nýr björgunar- bátur Sæbjargar Ólafsvík Morgunblaðið/Alfons Finnsson Nýskipuð stjórn björgunarsveitarinnar Sæbjargar í Ólafsvík. Nýskip- aður formaður, Birgir Tryggvason, er í miðju í fremri röð. ÞEIR voru ófáir „gangsterarnir og glæsipíurnar“ sem komu fram á sviði í sal Borgarhólsskóla á dögunum. Þar sýndi 7. bekkur skólans söngleikinn Bugsy Malone og voru sýningar alls sex talsins fyrir fullu húsi enda mikill áhugi meðal bæjarbúa að sjá krakk- ana fara á kostum í þessari sýningu. Eins og kunnugt er fjallar söng- leikurinn um stríð milli tveggja maf- íuhópa og á hann að gerast á tímum bannáranna í Ameríku. Leikur krakkanna er með miklum ágætum og leikstjórinn, María Sigurðardótt- ir, greinilega unnið frábært starf á þeim stutta tíma sem hún hafði til verksins. María kom gagngert norður til að setja þessa sýningu á svið og naut að- stoðar Hólmfríðar Benediktsdóttur sem sá um söngæfingarnar. Hólm- fríður sá einnig um tónlistarstjórn í sýningunni ásamt Guðna Bragasyni. Allir nemendur 7. bekkjar taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt ásamt kennurum auk þess sem for- eldrar tóku miknn þátt í undirbún- ingsvinnu, svo sem málun leikmynd- ar og búningavinnu. Ekki er langt síðan 10. bekkur skólans flutti valda kafla úr Gaura- gangi Ólafs Hauks Símonarsonar í leikstjórn Sigurðar Illugasonar við góða aðsókn og undirtektir. Gaman er að sjá þann leiklistaráhuga sem er í Borgarhólsskóla og miðað við þann efnivið sem kom fram í þessum sýn- ingum 7. og 10. bekkjar þarf Leik- félag Húsavíkur ekki að kvíða fram- tíðinni hvað leikara varðar. Bugsy Malone í Borgar- hólsskóla Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ólafía Helga Jónasdóttir (til vinstri) leikur Tallulha og Alma Svanhild Ró- bertsdóttir leikur Blousey Brown í söngleiknum Bugsy Malone. Húsavík FYRIR skömmu kom til hafnar á Tálknafirði nýr bátur í eigu Sveinunga ehf., sem er fyrirtæki í eigu Hrólfs Björns- sonar. Báturinn er rúmlega 7 tonna plastbátur frá Trefj- um í Hafnarfirði og er af gerðinni Cleopatra 31 L, með 450 ha. Caterpillar vél. Hrólfur hyggst gera bátinn út á línu og ráðgerir að leggja fyrir steinbít til þess að byrja með. Bát- urinn heitir Sigurvon, en nafnið fékk Hrólfur hjá föður sín- um, sem átti bát með þessu nafni í áratugi. Magnús Guð- finnsson mun verða Hrólfi til aðstoðar við veiðarnar. Nýr bátur á Tálknafjörð Tálknafjörður Morgunblaðið/Finnur ÞESSIR ungu, vösku glímumenn héldu merki mývetnskrar glímu hátt á loft þeg- ar þeir kepptu á grunnskólamóti og Íslandsmóti ung- linga sem haldið var nýlega á Reyð- arfirði. Afraksturinn var 6 sigrar og 3 bik- arar. Á myndinni eru þeir taldir frá vinstri. Þór Kárason, 14 ára, frá Garði, Pétur Þórir Gunn- arsson, 15 ára, frá Baldursheimi, Bjarni Þór Gunnarsson, 11 ára, frá Baldursheimi og Júlíus Björnsson, 16 ára, frá Skútustöðum. Þjálfari þeirra er Eyþór Pétursson, bóndi í Baldursheimi og fyrrum glímu- kóngur Íslands. Æfingar stunda þeir utan skólatíma. Vonandi halda þeir áfram að rækta með sér glímu- kunnáttu eins og margir frændur þeirra hafa áður gert. Æskilegt væri að glímukennsla væri tekin inn í námskrá grunn- skóla og einnig Íþróttakenn- araskóla Íslands. Aðeins þannig er viðlit að halda merki þjóðaríþrótt- arinnar hátt á loft svo sem rétt er og skylt. Mývetnskir glímumenn Mývatnssveit Morgunblaðið/BFH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.