Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 25 EINKAVEGIR Þrastar Helgason- ar er þriðja bókin í Svörtu línu bóka- forlagsins Bjarts og kallast á við þá fyrstu, Sjónhverfingar Hermanns Stefánssonar. Báðar bækurnar má fella undir skilgreininguna „menning- arfræði“ og í þeim báðum er rýnt í veruleika og sýndarveruleika eins og hann birtist okkur t.a.m. í fjölmiðlum, bókmenntum, auglýsingum og um- hverfinu. Báðar bækurnar eru greina- söfn og í hvorum tveggju slær saman hinu almenna og hinu einkalega (eða persónulega) og stíll höfunda vegur salt á milli fræðistíls og skemmtistíls. Og útkoman er vel lukkuð hjá þeim Þresti og Hermanni báðum, að lesa bækur þeirra er ánægjuleg reynsla. Titill bókarinnar, Einkavegir, gefur strax til kynna að hér sé á ferðinni mjög persónulegt verk og fyrsta setn- ingin gæti sem best verið upphafið að sjálfsævisögu: „Þegar ég var lítill sat ég löngum stundum við herbergis- gluggann og fylgdist með fólki ganga hjá.“ Fljótlega kemur þó í ljós að þrátt fyrir þessa byrjun villir titillinn nokk- uð á sér heimildir, enda virðist sá sem skrifaður er fyrir þessum orðum (ég þori ekki að nota orðið „höfundur“ af ástæðum sem öllum sem lesa bókina til enda verða ljósar) leggja sinn eigin skilning í þau. Einkavegir skiptist í sjö hluta en aftan við þá er að finna at- hyglisverða „atriðaorðaskrá“. Þar má lesa að í orðinu „Einkavegir“ felist eft- irfarandi merking: „Að búa sig til, að koma sinni eigin reglu á hlutina, hvað sem líður ríkjandi hugsunarhætti; einkavegir liggja aldrei inn í miðj- una.“ Aftar á atriðaorðaskránni er orðið „Skáldskapur“ útskýrt sem „Einkavegir“ og orðið „Blaða- mennska“ fær þessa skilgreiningu: „Telur sig lýsa veruleika en ætti að telja sér trú um að hún væri bók- menntir og skáldskapur og verða þannig meðvituð fölsun á veru- leikanum.“ Af þessu (og fleiri skemmtilegum orðaskilgreiningum á listanum) má ráða að í skrifum sínum er Þröstur öðrum þræði að skapa sjálfan sig, koma reiðu á hugsanir sín- ar og þeim (a.m.k. öðrum þræði) í form skáldskapar. Hinir sjö hlutar bókarinnar hafa fyrirsagnirnar Innsprenging, Vega- kerfið, Ófrumleikinn, Endurtekning- ar, Blekkingar, Lostinn og Líkið. Í fyrsta hluta er gerð grein fyrir kenn- ingum kanadíska bókmennta- og fjöl- miðlafræðingsins Marshall McLuhan um samþjöppun heimsins á tímum rafrænnar miðl- unartækni (sem hann kallaði „inn- sprenginu“) sem hann taldi hafa þau áhrif að heim- urinn allur væri orðinn að einu litlu þorpi þar sem „[a]llir eru nú flæktir hverjir í aðra, líkamlega og andlega. Kenningar þessar ku McLuhan hafa sett fram fyrir tíma einkatölvunnar, Netsins, tölvupósts- ins og gemsa og Þröstur hrífst af því hversu kenningar hans fara nálægt „því að lýsa veruleikanum eins og hann er nú um stundir […]“ og gerir þær að inngangi að greinasafninu sem hann segir að fjalli um „ástandið sem McLuhan kennir við innsprenginguna og margir hafa kallað póstmódern- isma“. Í Vegakerfinu er að finna fjóra pistla sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einn eða annan hátt um götur Reykjavíkur – og lífið (enda er lífið vegakerfi samkvæmt atriðaorða- skránni). Þessir pistlar falla vel að bókartitilinum því í þeim lýsir Þröstur sínum eigin leiðum um götur Reykja- víkur. Pistlarnir fjórir eru hins vegar innbyrðis ólíkir, og lýsa allt frá neyð- arlegri persónulegri reynslu ung- lingsáranna til fáránleika reykvíska gatnakerfisins. Í næstu tveimur köfl- um Ófrumleikinn og Endurtekningar er að finna stutta pistla sem minna um margt á smápistla Barthes um tákn- fræði menningarinnar. Hér er fjallað um heila Einsteins, röðun í bókahillur í frönskum bókabúðum, spurninguna um frumleika og eftirlíkingu í listum, galdur endurtekningarinnar, form- úlur ævintýra og kvikmynda, fólk á al- þjóðlegum flugvelli og matarinnkaup. Í þessum pistlum nær Þröstur vel að koma kjarna máls síns á framfæri á hnitmiðaðan og oft kómískan hátt. Í fimmta hluta, Blekkingar, fjallar Þröstur í þremur greinum um skuggahliðar neyslusamfélagsins. Það gerir hann af athyglisverðu hlut- leysi (a.m.k. á yfirborðinu) en grein- arnar eru allar vekjandi, hver á sinn hátt. Í sjötta hluta, Lostinn, eru fjórar frásagnir sem líklega mega kallast þær „persónulegustu í bókinni. Hér lýsir Þröstur af þónokkrum húmor því þegar hann heyrir mann fróa sér í sturtu, sér annan „flassa daglega af svölum sínum“, þegar hann fer á léttbláa hommamynd í bíó og þegar hann leitar á vit vændiskvenna. Síð- astnefndu frásögnina mætti allt eins kalla stutta smásögu með óvæntum endi – og ekki er annað hægt en velt- ast um að hlátri undir þeim lestri. Í síðasta hlutanum, Líkið, eru þrír stuttir pistlar sem fjalla hver á sinn hátt um endalok veruleikans eða yf- irtöku sýndarveruleikans. Hér er fjallað um mátt raunsæisins, óáreið- anleika bandarískra sjónvarpsstöðva og glápið – sem er „veruháttur nú- tímamannsins“ samkvæmt atriða- orðaskrá. Títtnefnda atriðaorðaskrá má í raun telja með öðrum greinum Einka- vega. Og ef út í það er farið þá er skrá- in sú „grein“ bókarinnar sem hvað gleggst dregur fram þann veruleika- skilning (eða verulíkisskilning) sem höfundur aðhyllist. Og þá á ég við þann höfund sem vísað er til undir lok bókarinnar sem er í raun „hálfgerð stofnun, manngerð bygging, texta- safn sem endalaust má vitna í og er ávallt aðalpersónan sjálfur, ásýndin á bak við óteljandi orð – en aldrei sú sama“. Þótt Þröstur geri hérna menn- inguna sjálfa að höfundi texta sinna á hann engu að síður skilið hrós fyrir það hvernig hann veiðir þá úr texta- flóðinu og matreiðir fyrir lesendur. Hér að ofan sagði ég að það væri ánægjuleg reynsla að lesa menning- arfræði þeirra Þrastar Helgasonar og Hermanns Stefánssonar og þau orð stend ég við. Engu að síður ætla ég að benda á einn löst á fræðum þeirra beggja; þrátt fyrir að þau sé bæði haldin „Evukomplex“ (sbr. Atriða- orðaskrána: „Að hafa orðið til úr ein- hverjum öðrum, en ekki sjálfum sér […] flækjan sem hrjáir bókmenntirn- ar eftir skrifin, eins og Barthes kallaði nýju, snilligáfulausu bókmenntirnar sem spretta af öðrum textum og menningarlegu minni en ekki flugháu ímyndunarafli höfundarins […])“ þá eru þau býsna kvenmannslaus. Póst- módernísk fræði, táknfræði, menn- ingarfræði – eða hvaða skilgreiningar sem menn kjósa nú að nota – eru úandi og grúandi af textum kvenkyns fræðimanna (það eru ekki bara Barth- es og Baudrillard, heldur líka Butler og Bordo) en einhvern veginn ná þeir (eða öllu heldur þær) illa til strákanna. Það er ekki ætlun mín, með þessari athugasemd, að gera þá kröfu að karl- arnir lesi konurnar (þeir ráða sjálfir hvað þeir lesa) en hins vegar vil ég með henni benda Bjartsmönnum á að leita til kvenkynsfræðimanna til að fá sjónarhorn kvenna með í Svörtu lín- una. Gaman væri að fá að lesa menn- ingarrýni Úlfhildar Dagsdóttur, Dag- nýjar Kristjánsdóttur, Sigríðar Þorgeirsdóttur eða Þorgerðar Þor- valdsdóttur – svo fáeinar séu nefndar. Um sköpun veruleikans BÆKUR Greinasafn Þröstur Helgason, Bjartur 2003, 144 bls. EINKAVEGIR Soffía Auður Birgisdóttir Þröstur Helgason ELFA Rún Kristinsdóttir, fiðlu- leikari og nemandi í tónlistardeild Listaháskóla Íslands, heldur út- skriftartónleika í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. Elfa innritaðist á diplómabraut tónlistardeildar Listaháskólans haustið 2001, en það er námsleið fyrir unga og sér- staklega hæfileikaríka nemendur, sem komnir eru á háskólastig í sínu tónlistarnámi, en hafa ekki lokið menntaskóla. Elfa Rún hefur verið nemandi Guðnýjar Guð- mundsdóttur og Auðar Hafsteins- dóttur. Svo skemmtilega vill til að með henni á tónleikunum leikur pabbi hennar, Kristinn Örn Krist- insson píanóleikari. „Ég ætla að spila Sónötu í E-dúr nr. 3 eftir Bach, – með sembal, Sónötu nr. 3 eftir Ÿsa, Stef og tilbrigði eftir Messiaen, Fiðlusónötu nr. 3 eftir Brahms og svo Rondo Capriccioso eftir Camille Saint-Saëns,“ segir Elfa Rún um efnisskrána. Fyrir skömmu lauk hún fyrri hluta lokaprófsins þegar hún lék með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hvern- ig var það í samanburði við svona einleikstónleika? „Hitt var eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður, – og ég var svo- lítið stressuð fyrir fyrstu æfing- una, – maður vissi ekkert hvernig þetta yrði. Það gekk þó allt vel. En undirbúningurinn fyrir þessa tónleika hefur gengið vel, – þetta er eitthvað sem ég hef oft gert áður, þótt ég hafi kannski ekki spilað heila svona tónleika.“ Það er stutt og laggott nei, svarið við spurningunni um það hvort það sé stressandi að hafa pabba sinn við píanóið. „Ég er vön því að spila með pabba og þetta gengur vel hjá okkur.“ Elfa Rún er aðeins 18 ára, en stefnir ótrauð áfram og hyggur á framhaldsnám í Evrópu næsta vetur. „Evrópa heillar mig, – bæði til að læra og líka að búa þar. Ég er að sækja um á nokkrum stöð- um, Berlín, Hamborg og víðar, og það á eftir að koma í ljós hvert ég fer.“ Elfa Rún lét sig ekki vanta á tónleika fiðlusnillingsins Joshua Bell með Sinfóníuhljómsveitinni um daginn. „Það er nú ekki hægt að láta sig vanta á svoleiðis tón- leika – það var æðislega gaman. Ég fer líka til Prag í vor, og þá verður hann einmitt með tónleika þar, þannig að ég heyri í honum aftur.“ Á tónleikunum leikur Elfa Rún á úrvalsfiðlu kennara síns Guð- nýjar Guðmundsdóttur. Evrópa heillar mig Morgunblaðið/RAX Elfa Rún Kristinsdóttir heldur fiðlutónleika í Salnum í kvöld. Þjóðarbókhlaða kl. 13.30 Guðrún Vera Hjartardóttir opnar sýningu í sýningaröðinni Fellingar. Þetta er ellefta sýningin í röðinni. Að þessu sinni er sýning á ljósmyndaröð sem tekin var yfir mánaðartímabil og höfundur kallar Tilraun. Guðrún Vera stundaði listnám við skúlptúrdeildina í Myndlista- og handíðaskólanum og einnig við Fjöl- tæknideild AKI-Akademie voor beeldend kunst, Enschede í Hollandi á árunum 1987–94. Sýningin er í anddyri Þjóð- arbókhlöðunnar og á skrifstofu Kvennasögusafns Íslands á fjórðu hæð og stendur til 14. maí. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is FJÓRÐU og síðustu tónleikarnir í hádegistónleikaröð Íslensku óper- unnar á vormisseri verða í dag kl. 12.15. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Antipasti“. Flytjendur eru þau Sess- elja Kristjánsdóttir mezzósópran, Jó- hann Friðgeir Valdimarsson tenór og Clive Pollard píanóleikari. Á efnis- skránni eru ítölsk ljóð og antikaríur. Jóhann Friðgeir hleypur í skarðið fyrir félaga sinn, Davíð Ólafsson bassa, sem átti að syngja á tónleik- unum en varð frá að hverfa vegna hálsbólgu. Hádegistónleikarnir standa í um 40 mínútur. Aðgangseyrir er 1.000 krón- ur. Ítölsk tónlist í hádeginu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.