Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM-
AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111.
Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug-
lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100
kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Hanseduo og Helga-
fell koma í dag. Eld-
borg fer í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Richmond Park og
Karacharovo komu í
gær, Viking kemur í
dag. Gradsky fór í
gær.
Fréttir
Mæðrastyrksnefnd
Kópavogs, Hamra-
borg 20a. Fataút-
hlutun þriðjudaga kl.
17–18.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, leirlist og
jóga, kl. 10 og kl. 11
enska, kl. 11 dans, kl.
13 vinnustofa og
postulínsmálun, kl. 14
söngstund.
Árskógar 4. Kl. 9–12
opin handavinnustofa,
kl. 9–12.30 bókband
og öskjugerð, kl. 9.30
dans, kl. 10.30 leik-
fimi, kl. 13–16.30 opn-
ar handavinnu- og
smíðastofur.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
9–9.45 leikfimi, kl. 9–
16 handavinna, kl. 9–
12 tréskurður, kl. 10–
11.30 sund, kl. 13–16
leirlist, kl. 14–15 dans.
Félagsstarfið, Dal-
braut 18–20. Kl. 10
samverustund, kl. 14
félagsvist.
Félagsstarfið Dal-
braut 27. Kl. 8–16 op-
in handavinnustofan,
kl. 9–16 vefnaður, kl.
10–13 opin verslunin,
kl. 13.30 myndband.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Kl. 9–16.30
opin vinnustofa, tré-
skurður, kl. 10–11
leikfimi, kl. 12.40
verslunarferð í Bónus,
kl. 13.15–13.45 bóka-
bíllinn.
Korpúlfar, Graf-
arvogi, samtök eldri
borgara. Vatnsleikfimi
er í Grafarvogslaug á
þriðjudögum kl. 9.45.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 11 leikfimi,
kl. 13 föndur og
handavinna.
Félagi eldri borgara í
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Skák kl. 13,
alkort spilað kl. 13.30.
Miðvikud: Göngu-
Hrólfar ganga frá
Glæsibæ kl. 10.
Söngvaka kl. 20.45.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 10 ganga,
kl. 13–16 opin handa-
vinnustofan, kl. 19
gömlu dansarnir, kl.
17 línudans. Kl. 13
handverksmarkaður,
kl. 14 grænmetis- og
ávaxtadagur.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraun-
seli, Flatahrauni 3.
Brids 13, saumur og
pútt kl. 13.30.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 9-16.30
vinnustofur opnar,
m.a. glerskurður, kl.
13 boccia.
Gjábakki, Fannborg
8. Kl. 9.05 og kl. 9.50
leikfimi, kl. 9.30 silki-
málun, handa-
vinnustofan opin, kl.
14 boccia og ganga.
Hraunbær 105. Kl. 9
posutlínsmálun og
glerskurður,kl. 10
boccia, kl. 11 leikfimi,
kl. 12.15 versl-
unarferð, kl. 13 mynd-
list.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9 boccia, kl. 13 handa-
vinna, kl. 13.30 helgi-
stund, kl. 14.30
spænska.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa
og tréskurður, kl. 10–
11 boccia. Messa verð-
ur miðvikudaginn 9.
apríl. kl. 9.30 prestur
sr. Kristín Pálsdóttir.
Vesturgata 7. Kl.
9.15–16 bútasaumur
og postulínsmálun. kl.
9.15–15.30 handa-
vinna, kl. 10.15–11.45
enska.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður og morg-
unstund, kl. 10 leik-
fimi, kl. 13 handmennt
og postulínsmálning,
kl. 13–14 félags-
ráðgjafi, kl. 14 fé-
lagsvist.
Bridsdeild FEBK,
Gjábakka. Brids í
kvöld kl. 19.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa saln-
um kl. 11.
ÍAK, Íþróttafélag
aldraðra í Kópavogi.
Leikfimi kl. 11.15 í
Digraneskirkju.
Félag ábyrgra feðra.
Fundur í Shell-húsinu,
Skerjafirði, á mið-
vikudögum kl. 20.
Fagfélag félagsliða,
fimmtud. 10. apríl
verður boðað til stofn-
fundar í fundarsal
SFR, Grettisgötu 89,
kl. 20. Nemendur á fé-
lagsliðabraut eru
hvattir til að mæta.
Sinawik í Reykjavík.
Fundur í kvöld í
Sunnusal Hótel Sögu
kl. 20.
Sjálfsbjörg, félags-
heimilið Hátúni 12. kl.
20 opið hús, UNO.
Þjóðdansafélag
Reykjavíkur. Síðasta
opna húsið í vetur er í
kvöld kl. 20.30 í húsi
félagsins að Álfabakka
14a. Gömludansarnir,
allir velkomnir.
Í dag er þriðjudagur 8. apríl, 98.
dagur ársins 2003. Orð dagsins:
Ég er ljós í heiminn komið,
svo að enginn, sem á mig trúir,
sé áfram í myrkri.
(Jóh. 12, 46.)
Helga Árnadóttir ritarpistil um jafnréttis-
mál á nýjan vef Heimdall-
ar á slóðinni frelsi.is. Hún
segir að margt hafi áunn-
ist á síðustu árum.
„Sífellt heyrast raddir,
sem kalla eftir auknum
aðgerðum ríkisvaldsins á
einu sviði eða öðru, og
eru jafnréttismál engin
undantekning þar á. Þó
deila megi um hversu
mikil afskipti ríkisins eigi
að vera af þessum mála-
flokki er engu að síður
ástæða til að vekja at-
hygli á þeim veigamiklu
málum, sem núverandi
ríkisstjórn hefur leitt í
gegn til að jafna stöðu
kynjanna.
Fyrst skal nefna að umáramótin var stigið
lokaskrefið við að jafna
rétt mæðra og feðra til
fæðingarorlofs þannig að
karlar hafa nú sama rétt
til fæðingarorlofs og kon-
ur. Fæðingarorlofslögin
leiða m.a. til þess að at-
vinnurekendur geta ekki
litið á karlmenn sem
öruggari starfskraft en
konur og eru því til þess
fallin að draga úr kyn-
bundnum launamun og
jafna rétt kynjanna.
Rúmlega 85 prósentfeðra reynast taka
sér fæðingarorlof og má
því segja að árangurinn
af löggjöfinni sé einhver
sá áþreifanlegasti, sem
náðst hefur í baráttunni
fyrir jafnrétti kynjanna,
hér á landi.
Í annan stað hafa jafn-réttislögin verið endur-
skoðuð og í þriðja lagi
hafa nefndir á vegum rík-
isins unnið að því að jafna
hlut kynjanna. Má þeirra
á meðal nefna nefnd um
aukinn hlut kvenna í
stjórnmálum, nefnd um
jafnrétti kynjanna við op-
inbera stefnumótun og
sérstakt átak á vegum
fjármálaráðuneytisins til
að tryggja aukið jafnrétti
í starfsmannahaldi rík-
isins. Fleira má nefna, en
allt stefnir það að sama
marki; að tryggja jöfn
tækifæri karla og kvenna.
Ríkisvaldið er hvorkiupphaf né endir að
árangri í jafnréttis-
málum, en aðgerðir nú-
verandi ríkisstjórnar á
sviði jafnréttismála hafa
bæði verið víðtækar og
áhrifamiklar. Ríkinu ber
að tryggja jafnrétti
kynjanna gagnvart lögum
og jafnrétti á eigin vinnu-
stöðum. Að því hefur nú-
verandi ríkisstjórn unnið
ötullega,“ segir Helga að
lokum.
Ástæða er til að takaundir orð Helgu.
Hvort sem menn eru sam-
mála því að aðgerðir rík-
isvaldsins stuðli að auknu
jafnrétti kynjanna eða
ekki, verða þeir að við-
urkenna að núverandi
ríkisstjórn hefur ekki lát-
ið sitt eftir liggja í þess-
um málaflokki, þótt sjálf-
sagt megi alltaf gera
betur.
STAKSTEINAR
Hefur ríkisstjórnin
verið aðgerðalaus í
jafnréttismálum?
Víkverji skrifar...
FJÖLMIÐLAR um allan heimhafa fjallað um lítið annað und-
anfarna daga en stríðið í Írak. Dag-
blöð og tímarit hafa lagt mikið pláss
undir fréttir af átökunum og sjón-
varpsstöðvar hafa sent látlausar
fréttir af nýjustu vendingum í stríð-
inu. Þær stöðvar sem sérhæfa sig í
fréttum, s.s. BBC, Sky News, CNN
og Al Jazeera, hafa sagt frá fáu
öðru en átökunum í Írak. Dag eftir
dag, klukkutíma eftir klukkutíma,
má heyra fréttamenn lýsa því sem
hefur verið að gerast. Mörg hundr-
uð fréttamenn hafa dvalist með
bandarískum og breskum her-
sveitum og segja fréttir af því sem
þar gerist.
Þrátt fyrir það ótrúlega magn
upplýsinga sem streymir stanslaust
í gegnum fjölmiðlana hefur oft verið
ótrúlega lítið á þessum fréttum að
græða. Fyrstu sólarhringana sem
átökin stóðu var Víkverji sem límd-
ur við skjáinn. Hann sat við sjón-
varpið langt fram á nótt og skipti
reglulega á milli stöðva til að missa
nú helst ekki af neinu.
Þegar líða tók á vikuna dró hins
vegar úr sjónvarpsglápinu enda
skilaði það litlu. Það var engin leið
að meta það sem var að gerast í
Írak út frá þeim upplýsingum sem
þar voru í boði. Beinar útsendingar
frá „upplýsingafundum“ Íraka,
Bandaríkjamanna og Breta og tal-
andi hausar sem reyndu að leggja
mat á stöðuna en voru fyrst og
fremst að endurtaka sömu hlutina
aftur og aftur.
Líklega munum við ekki fá skýra
mynd af því sem gerðist í Írak fyrr
en mörgum vikum og jafnvel mán-
uðum eftir að stríðinu lýkur þegar
leyndinni hefur verið lyft af mörgu
því sem þar fór fram og ekki er
hægt að segja frá á meðan hern-
aðaraðgerðir eru enn í gangi. Þrátt
fyrir að fréttamenn séu með her-
mönnunum geta þeir ekki greint frá
neinu sem gerir óvininum kleift að
komast að því hvar þeir eru eða
hver áform þeirra eru. Það gerir í
raun að verkum að ekki er hægt að
segja neinar marktækar fréttir af
því sem er að gerast. Líklega hefur
fréttaflutningur af stríði aldrei ver-
ið víðtækari en í þessu. Þrátt fyrir
það vitum við jafnlítið og áður um
hvað raunverulega gerist.
x x x
ÞAÐ sem helst hefur vakið furðuVíkverja er framganga upplýs-
ingaráðherra Íraks. Það er sama
hversu miklum áföllum íraski her-
inn verður fyrir, ávallt túlkar hann
þau sem stórsigra. Hámarki náði
farsinn snemma á mánudags-
morgun er hann ruddist að blaða-
mönnum við upplýsingaráðuneytið
og lýsti því yfir að Írakar hefðu
hrakið Bandaríkjamenn úr borg-
inni. Á hinum helmingi skjásins
mátti hins vegar í beinni útsendingu
sjá bandaríska hermenn í miðborg
Bagdad, m.a. við forsetahöllina. Áð-
ur fyrr var hægt að senda frá sér
rangar upplýsingar og komast upp
með það þar sem fáir vissu hver
raunveruleikinn var. Þegar stríð er
í beinni útsendingu allan sólar-
hringinn verður hins vegar erfiðara
að vera með slíkan blekkingarleik.
Reuters
ÞEGAR gin- og klaufaveik-
in herjaði í Bretlandi voru
sóttvarnir viðhafðar til að
dýrin hér á landi fengju
ekki þessa veiki. Vonandi
er ekki minna við haft nú
þegar þessi banvæna
lungnapest er á vissum
stöðum í heiminum og von-
andi er fylgst rækilega með
því, því það er áreiðanlega
tímaspursmál hvenær
bóluefni verður sett á
markaðinn.
Það eru mjög góðar upp-
lýsingar að hópferðir til
Kína hafi verið blásnar af.
En er það rétt að einn aðili
hafi auglýst að hann muni
ekki hætta við fyrirhugaða
ferð á þetta svæði?
Vesturbæingur.
WHO
Á SÍÐUSTU vikum hefur
brotist út skæð inflúensa í
SA-Asíu, sem skiljanlega
hefur verið mikið til um-
fjöllunar í fjölmiðlum.
Einkum hafa sjónir þeirra
beinst að Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnuninni, sem á
ensku kallast World Health
Organization, skammstaf-
að WHO.
En þá bregður svo við að
íslenskir fjölmiðlungar og
jafnvel sæmilega menntað-
ir viðmælendur þeirra fara
að „húa“ hver um annan
þveran, (t.d. fréttamaður
RÚV og viðmælandi hans
læknir á Landspítalanum),
og halda sjálfsagt að fram-
burður skammstöfunarinn-
ar eigi eitthvað skylt við
framburð persónufornafns-
ins „who“ í enskri tungu.
En svo er alls ekki: Í
fréttum enskumælandi
fjölmiðla er alltaf vísað,
annaðhvort í fullt nafn
stofnunarinnar eða það
skammstafað fullum fetum,
samkvæmt þeirra reglum
þ.e. nokkurn veginn
„dobbljú-eich-ó“, eins og
allir geta gengið úr skugga
um í beinum útsendingum
þeirra þessa dagana.
Manni finnst skjóta dá-
lítið skökku við að gagn-
menntaðir fréttamenn, eins
og t.d. Elín Hirst, skuli
húa, þótt maður kippi sér
síður upp við að gagnfræð-
ingar í fréttamannastétt
húi sem mest þeir mega.
Björn Jónsson,
kt. 221149-2469.
Sammála hundavini
ÉG er alveg sammála
hundavini sem skrifaði í
Velvakanda 5. apríl síðast-
liðinn að það eigi að láta
gjald á kattaeigendur og
skylda þá til að skrá,
merkja og ormahreinsa
dýrin sín. Þá myndu
kannski færri taka sér kött
í hálfkæringi sem endar
svo lífið uppi á Kattholti af
því að eigendurnir nenna
ekki að hugsa um hann.
Það er ekkert minni ábyrgð
að vera með kött heldur en
að vera með hund og ég
vildi að fleiri hugsuðu að-
eins áður en þeir taka sér
sætan kettling sem vex svo
úr grasi og er sparkað út af
heimilinu.
Kattavinur.
Frábær þjónusta
MIG langar að þakka
starfsmönnum smurstöðv-
ar ESSO við Geirsgötu fyr-
ir alveg frábæra þjónustu.
Þjónustulundin og öll fram-
koma starfsmanna stöðvar-
innar er fyrirtækinu til
mikils sóma.
Ánægður
Mözdu-eigandi.
Gamlar barnabækur
ÉG er að leita að gömlum
barnabókum. Er einhver
sem á bækurnar um Mola
flugustrák, Siggu og skess-
una, bækurnar Litla nornin
Nanna, Prinsessan sem átti
365 kjóla eða aðrar bækur
úr þessum flokki? Einnig
vantar mig bókina Gunna
og dularfulla húsið.
Ég er líka að leita að
bókum eftir Margit Sand-
emo úr bókaflokkunum Ís-
fólkið, Ríki ljóssins og
Galdrameistarinn. Ef ein-
hver á þessar bækur og er
tilbúinn til þess að að út-
vega mér þær þá vinsam-
legast hafið samband í síma
821 8746.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Fyrirspurn
Morgunblaðið/Golli
LÁRÉTT
1 veirusjúkdómur, 8
skaprauna, 9 hnugginn,
10 tölustafur, 11 und-
irstöðu, 13 dreg í efa, 15
kuldastraum, 18 kjaft-
æði, 21 greinir, 22 sjald-
gæf, 23 votur, 24 ein-
feldni.
LÓÐRÉTT
2 tappa, 3 þreytuna, 4
fuglar, 5 þvottaefnið, 6
kvið, 7 þvermóðska, 12
pinni, 14 viðvarandi, 15
fjötur, 16 skeldýr, 17 dá-
in, 18 neftóbak, 19 áreita,
20 ögn.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 fúlga, 4 renta, 7 ofboð, 8 seður, 9 alt, 11 keim,
13 firð, 14 askur, 15 flas, 17 Ísak, 20 enn, 22 koddi, 23
eimur, 24 renna, 25 arann.
Lóðrétt: 1 frosk, 2 lubbi, 3 auða, 4 rist, 5 niðji, 6 afræð,
10 lúkan, 12 mas, 13 frí, 15 fákur, 16 aldin, 18 semja, 19
kýrin, 20 eira, 21 nema.
Krossgáta 6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16