Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ KA-MENN leika við lið frá Bosníu- Herzegóvínu í fyrstu umferð Int- ertoto-keppninnar í knattspyrnu í sumar. Leikið er tvær síðustu helg- arnar í júní og sigurliðið í þessari viðureign spilar tvær fyrstu helg- arnar í júlí við lið frá Belgíu eða Andorra. Ekki liggur ljóst fyrir fyrr en eft- ir nokkrar vikur hvaða lið um er að ræða. Miðað við stöðu mála í Bosníu er líklegast að það verði ann- aðhvort Sarajevo eða Siroki, sem nú eru í 3. og 4. sæti 1. deildar, talsvert á eftir tveimur efstu liðunum, Zelj- eznicar og Leotar, og nokkuð á und- an næstu liðum. Skagamenn mættu einmitt Zeljeznicar síðasta sumar í forkeppni meistaradeildarinnar og töpuðu 3:0 ytra og 1:0 á Akranesi. Bæði Sarajevo og Siroki komust í 2. umferð UEFA-bikarsins í fyrra. Sarajevo sló út Sigma frá Tékklandi eftir vítaspyrnukeppni í síðari leik og Siroki vann tvo sigra, 3:0 og 2:1, á Senec, 2. deildar liði frá Slóvakíu. Í 2. umferð voru bæði slegin út, Sarajevo af Besiktas frá Tyrklandi (2:2, 0:5) og Siroki af Sparta frá Tékklandi (0:1, 0:3). KA tekur í fyrsta skipti þátt í þessari keppni og í annað sinn í Evrópukeppni frá upphafi. Fyrra skiptið var árið 1990 en þá lék fé- lagið í Evrópukeppni meistaraliða. KA-menn unnu þá búlgörsku meist- arana CSKA, 1:0, á Akureyri en töp- uðu, 3:0, í Sofia. KA-menn fara til Bosníu-Herzegóvínu EF farið væri eftir úrslitum í viðureignum liðanna í 1. deild- inni í vetur yrðu það Haukar, FH, ÍR og KA sem kæmust í undanúrslitin á Íslandsmóti karla í handknattleik.  Haukar unnu báða leikina gegn Fram á sannfærandi hátt, 32:26, í Safamýrinni í nóvember og 34:26 á Ásvöllum í mars.  FH og Valur gerðu jafn- tefli, 24:24, í Kaplakrika í nóv- ember en FH vann seinni leik- inn á Hlíðarenda, 26:23, í mars.  ÍR vann Þór, 33:29, í Breið- holtinu í október en Þór vann seinni leikinn á Akureyri, 24:21, í febrúar.  KA vann HK, 32:28, í Digranesi í október og aftur, 26:25, á Akureyri í febrúar. Haukar, FH, ÍR og KA höfðu betur mjög skemmtilegt að horfa á leiki hjá þessum liðum. Liðin hafa verið mjög öflug á sínum heimavöllum og það kannski gefur manni tilefni til að ætla það að KA-menn hafi betur í þessum slag. KA nýtur heimavallarins ef til oddaleiksins kemur sem ég tel nokk- uð víst að verði. Ungu strákarnir hjá KA hafa leyst verkefni sín af mikilli aðdáun og það sem mér hefur fundist til mikillar fyrirmyndar hjá KA- mönnum í vetur er þessi mikla bar- átta og vilji sem fleytt hefur liðinu mjög langt. Mér fannst botninn detta nokkuð úr leik HK-liðsins eftir að það varð bikarmeistari en nú er aftur komið mjög áhugavert verkefni fyrir leikmenn liðsins. Árni Stefánsson Morgunblaðið fékk Guðmund tilað spá í spilin fyrir baráttuna sem fram undan er en mikil spenna er ríkjandi á meðal handboltaáhuga- manna nú þegar slagurinn er að hefj- ast fyrir alvöru. Það er reiknað með fjörugum rimmum og verður barist á fjórum vígstöðum í kvöld – að Ásvöllum í Hafnarfirði, að Hlíðarenda og í Austurbergi í Reykjavík og í KA-húsinu á Akur- eyri. KA – HK 2:1 „Þarna mætast tvö baráttuglöð- ustu lið deildarinnar og yfirleitt er kemur örugglega til með að kveikja í sínum mönnum og honum mun ekki leiðast að mæta sínum gömlu læri- sveinum. Það er óhætt að segja að þarna mætist stálin stinn og í æsi- spennandi baráttu hallast ég að því að Íslandsmeistarar KA hafi vinning- inn og sigri, 2:1.“ Gangi þessi spá Guðmundar eftir mætast Haukar og KA í undanúrslit- unum annars vegar og hins vegar Valur og ÍR. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19.15 og á fimmtudaginn eig- ast liðin við öðru sinni á sama tíma. Þurfi að grípa til oddaleikja í 8 liða úrslitunum fara þeir fram á sunnu- dag. Haukar – Fram 2:0 „Ég sé fyrir að róður Framaranna geti reynst ansi þungur. Haukar hafa verið að sækja mjög í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á tímabilið og eru eiginlega illviðráðanlegir fyrir hvaða lið sem er um þessar mundir. Fram- arar hafa þó sýnt mjög góða leiki inn á milli og skemmst er að minnast stórsigurs þeirra á Val þar sem bæði sóknar- og varnarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Ef Framarar ætla að komast í þá aðstöðu að ná fram odda- leik þá þurfa þeir að ná algjörum toppleik til að leggja Haukana að velli. Haukarnir eru með betur mannað lið en Fram og hvert sem lit- ið er eru Haukarnir með góða menn í öllum stöðum. Ég vil hins vegar ekki afskrifa Framararana en mín spá segir að Haukar hafi þetta, 2:0.“ Valur – FH 2:1 „Það er gríðarlega erfitt að spá fyrir um þessa viðureign. Þó svo að Valsmenn hafi misst af deildarmeist- aratitlinum á síðustu metrunum þá skyldi enginn afskrifa þá. Auðvitað setti strik í reikninginn fyrir Vals- menn að missa Bjarka Sigurðsson en ég held að þeir nái að leysa það vandamál í úrslitakeppninni. FH-lið- ið hefur tekið gríðarlegum framför- Morgunblaðið/Golli Einar Friðrik Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, í leik gegn Þór Akureyri, þar sem Aigars Lazdins og Bergþór Mortens standa í vörninni og gera eflaust einnig í kvöld þegar liðin mætast í Austurbergi. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknatt- leik spáir í spilin í átta liða úrslitunum í handknattleik karla Heimavöllurinn vegur þungt GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, segir mjög erfitt að spá fyrir um viðureignirnar í 8 liða úrslit- unum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefjast í kvöld en hann hall- ast þó að því að heimavöllurinn ráði úrslitunum þegar upp verður staðið. KA-menn eiga titil að verja en norðanmenn hrósuðu sigri í fyrra eftir spennandi úrslitaeinvígi við Val þar sem úrslitin réðust í hreinum úrslitaleik í Valsheimilinu. Eftir Guðmund Hilmarsson  BARRY Ferguson, fyrirliði Rangers og einn lykilmanna skoska landsliðsins, hefur verið útnefndur leikmaður ársins í Skotlandi. Það voru leikmenn skosku úrvalsdeild- arinnar sem stóðu að valinu og kom það ekki á óvart að Ferguson skyldi hljóta útnefninguna enda hefur hann leikið sérlega vel með Rang- ers og skoska landsliðinu í vetur.  EVERTON hefur slegið af fyrir- hugaða æfinga- og keppnisferð til Kína í næsta mánuði. Ástæðan er lungnabólgufaraldurinn sem geisað hefur á þessu svæði og hefur dregið fjölda fólks til dauða.  HARRY Kewell, ástralski miðju- maðurinn í liði Leeds United, er nú orðaður við Manchester United og herma heimildir að Alex Ferguson, stjóri United, sé tilbúinn að punga út 6 milljónum punda til að fá Kew- ell í sínar raðir. Kewell á eitt ár eft- ir af samningi sínum við Leeds.  FORSVARSMENN Leeds neita þeim fréttum að þeir hafi samþykkt tilboð United í Kewell og segja Ástralann ekki fylgja fordæmi Rio Ferdinands og ganga í raðir Man- chester United.  CHELSEA og Bayern München er sögð vera komin í kapphlaup um að krækja í hollenska framherjann Roy Makaay sem leikur með Deportivo La Coruna á Spáni. Vit- að er að njósnarar frá Chelsea hafa fylgst með Makaay, sem hefur sett 20 mörk í vetur á Spáni.  MARK Crossley, markvörður hjá Stoke, sem er í láni frá Middles- brough, verður hjá Stoke út keppn- istímabilið. Crossley hefur leikið fimm leiki með Stoke á leiktíðinni og hefur aðeins einu sinni þurft að hirða knöttinn úr neti sínu. Fjórum af þessum fimm leikjum hefur lykt- að með markalausu jafntefli.  ADE Akinbiyi, framherjinn sem Stoke er með í láni frá Crystal Pal- ace meiddist í fyrsta leik sínum með Stoke á laugardaginn og svo getur farið að hann geti ekki leikið meira á tímabilinu. Akinbiyi tognaði illa og fór út af eftir klukkutíma leik.  RAY Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, hyggst hvíla nokkra af lykilmönnum sínum í leiknum á móti Crystal Palace í ensku 1. deildinni í kvöld. Lewington vill hafa sína menn ferska fyrir sunnu- daginn en þá mætir Watford liði Southampton í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar.  HEIÐAR Helguson, sem misst hefur af síðustu leikjum Watford vegna meiðsla, lætur væntanlega á það reyna í kvöld hvort hann sé tilbúinn í slaginn fyrir næstu helgi en Lewington hefur í hyggju að láta Heiðar leika einhvern hluta af leiknum gegn Palace. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.