Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 21
Sigrún Sveinbjörnsdóttir sálfræð- ingur flytur fyrirlesturinn; Samkyn- hneigð, sálfræði og samfélag: Um ungt fólk í háska á morgun, miðviku- daginn 9. apríl. Þar ræðir Sigrún um þekkta áhættu- og verndarþætti á við- kvæmu æviskeiði unglingsáranna og þá þögn og afskiptaleysi sem ríkir gagnvart sam- og tvíkynhneigðu ungu fólki með því að gengið er út frá gagnkynhneigð leynt og ljóst. Stuðningur við æskuna er sem rauður þráður í allri umræðu um uppeldismál, en nær þó ennþá að minnstu leyti til ungra homma og lesbía. Í fyrirlestrinum lýsir Sigrún ástandi mála eins og það kemur henni fyrir sjónir, rekur merki um framfarir síðustu áratuga og bendir á leiðir til útbóta. Sigrún Sveinbjörnsdóttir nam við Gautaborgarháskóla í Svíþjóð og lauk þaðan embættisprófi í sál- arfræði og síðar doktorsprófi í grein sinni frá La Trobe-háskóla í Mel- bourne í Ástralíu. Hún er nú lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn verður í Háskólanum á Akureyri, Þingvallastræti 23 stofu 14 og hefst hann kl. 17. Að honum loknum gefst áheyrendum kostur á að berafram fyrirspurnir og taka þátt í stuttum umræðum. Á MORGUN AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 21 SAMNINGUR um byggingu menningarhúss á Akureyri var undirritaður við uppfyllinguna við Torfunefsbryggju í gær, en það voru þeir Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sem undirrituðu samninginn. Kostnaður við húsið sem rísa mun á uppfyllingunni við Torfu- nefsbryggju mun nema 1,2 millj- örðum króna og greiðir ríkið 60% kostnaðar á móti 40% hlut Ak- ureyrarbæjar. Vonast eftir að ráðstefnu- hótel rísi á Akureyri Menntamálaráðherra sagði Ak- ureyri njóta sérstöðu vegna hins fjölbreytta menningarstarfs sem í bænum væri og kæmi sú sérstaða m.a. fram í samstarfi við ríkið sem styddi ötullega við menning- arstarf í bænum. Nefndi hann að lengi hefði kraftmikið atvinnu- leikhús verið starfandi í bænum, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefði vaxið og dafnað á liðnum árum og Listasafnið á Akureyri hefði markað sér sérstöðu. Í hinu væntanlega menningarhúsi er gert ráð fyrir að fram fari starf- semi bæði leikfélagsins og sinfón- íuhljómsveitarinnar, en Tómas Ingi nefndi að eins væri áformað að þar yrði atvinnustarfsemi sem tengdist ráðstefnuhaldi. Hann hefði horft til þess að rekstur hússins yrði sem auðveldastur og því væri upplagt að tengja menn- ingarstarfsemina við ráð- stefnuhald. Þá væntu menn þess einnig að í tengslum við menning- arhúsið risi ráðstefnuhótel á sömu lóð, en bæði húsin myndu hafa hag af slíku sambýli. „Menningarhúsið mun rísa hér á mest áberandi lóð bæjarins og mun setja mikinn svip á bæj- arfélagið í framtíðinni,“ sagði Tómas Ingi. Bæjarstjóri sagði að menning- arhúsið myndi skjóta styrkum stoðum undir annars öflugt og kraftmikið menningarlíf bæjarins og fagnaði hann því mjög þeim áfanga að skrifað væri undir samning um byggingu þess. Hann sagði að nú yrði skipuð sam- starfsnefnd ríkis og bæjar þar sem farið yrði yfir verkefnið og það skilgreint. Gerði Kristján Þór ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist eftir hálft annað árið eða um haustið 2004. Menningarsamningur endurnýjaður Við sama tækifæri var end- urnýjaður til eins árs samningur sem fyrir var um samstarf ríkis og bæjar um menningarmál. Á liðnu ári, 2002 námu greiðslu rík- isins vegna menningarmála á Ak- ureyri 64 milljónum króna. Þetta er í þriðja sinn sem samningur um framlög ríkisins til menning- armála sem tengjast Akureyr- arbæ er gerður. Stefnt er að því að nýr menningarsamningur með breyttum áherslum taki gildi árið 2004. Samningur undirritaður um menningarhús á Akureyri Húsið verður við Torfunef og kostar 1,2 milljarða Morgunblaðið/Kristján Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, skrifa undir samningana. Við hlið þeirra stendur Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður menningarmálanefndar. Anna Katrín Guðbrandsdóttir, nemandi í MA, söng sigurlag sitt í Söngvakeppni framhaldsskólanna, Vísur Vatnsenda-Rósu, eftir undir- skrift samninganna. FRAMKVÆMDARÁÐ hefur samþykkt fyrir sitt leyti, að ekki verði ráðist í byggingu nýrrar slökkvistöðvar sem hýsa mundi slökkvilið Akureyrar og flugvallarslökkviliðið á sama stað. Fram kemur í bókun ráðs- ins að um væri að ræða fjárfest- ingu fyrir a.m.k. 240 milljónir króna samkvæmt frumáætlun. Á móti yrði núverandi slökkvi- stöð seld og telur ráðið að áætl- að söluverð þeirrar eignar sé ofmetið í áætluninni. Ráðið telur því mikla óvissu um fjárhagslegan ávinning af tilkomu umræddrar nýbygg- ingar, þar sem núverandi hús- næði slökkviliðsins er vel stað- sett gagnvart þjónustu við íbúana. Auk þess er húsið í góðu ástandi og uppfyllir þær kröfur og þarfir sem gerðar eru fyrir starfsemina og því ekki verjandi að ráðast í nýbygg- ingu, að mati framkvæmda- ráðs. Ný slökkvi- stöð verður ekki byggð BIFREIÐASTÖÐ Oddeyrar, BSO, á 50 ára afmæli í dag, þriðjudaginn 8. apríl, og af því tilefni er gestum og gangandi boðið í afmæliskaffi í höf- uðstöðvum félagsins við Strandgötu á milli kl. 14 og 17. Einnig verður boðinn 50% afsláttur á leigubíla- akstri innanbæjar á afmælisdaginn. Alls eru 22 leigubílar hjá BSO og eru allir bílstjórarnir hluthafar í stöð- inni. Þeir reka einnig litla verslun við Strandgötu og bensínsölu í samstarfi við Olís. BSO 50 ára í dag NOKKUR ölvun var á Akureyri sl. föstudagskvöld og þurfti lögreglan að hafa afskipti af nokkrum sem misst höfðu stjórn á drykkju sinni. Alls voru átta kærðir fyrir ölvun á almanna- færi. Fjarlægja þurfti nokkra óláta- seggi af veitingahúsi í miðbænum og reyndist nauðsynlegt að vista einn í fangageymslu. Félagi hans kom svo skömmu síðar og taldi sig best kom- inn bak við lás og slá til öryggis og fékk hann góðfúslega gistingu líka. Rólegra var á laugardagskvöld, segir í dagbók lögreglunnar en höfð voru afskipti af nokkrum ungmenn- um þar sem þau reyktu hass í bifreið sinni og í framhaldi af því upplýstust nokkur innbrot sem framin hafa verið að undanförnu m.a. í Glerárskóla og Síðuskóla. Þá voru höfð afskipti af manni sem ógnaði fólki með hnífi í miðbænum og var hann handtekinn. Taldi sig best kominn bak við lás og slá UMFERÐIN á Akureyri gekk vel fyrir sig um helgina og ein- ungis tvö umferðaróhöpp skráð hjá lögreglunni. Þá voru fjórir kærðir fyrir of hraðan akstur og tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Á laugardag kom í ljós að ekið hefði verið utan í framenda tveggja bifreiða austan við Bíla- sölu Sigurðar Valdimarssonar en framendar bifreiðanna vís- uðu út á götuna. Sýnilegt var að bifreið sem ekið var suður göt- una hefði rekið hægra framhorn í bifreiðarnar. Af ummerkjum má ætla að tjónvaldur sé bifreið af gerðinni Volkswagen Polo ár- gerð 1995 til 2000 að líkindum blá að lit. Allar upplýsingar eru vel þegnar. Ekið á bíla á bílasölu www.solidea.com Stórsekkir Helstu gerðir á lager. Útvegum allar stærðir og gerðir. Tæknileg ráðgjöf. HELLAS ehf. Skútuvogur 10F, Reykjavík, símar 568 8988, 892 1570, fax 568 8986. e-mail hellas@simnet.is HELLAS Laugavegi 87 Sími 511 2004 www.dunogfidur.is fást í flestum apótekum t.d. í Lyfju, Lyf og heilsu, og í Iljaskinn Háaleitis- braut. Fyrir ferðalagið Gilofa 2000 Upplagðir fyrir flugið Fasteignir Akureyrarbæjar óska eftir kaupendum eða leigjendum að fasteigninni Þórsstíg 4, Akureyri. Eignin er til sölu eða leigu og hugsanlegt er að leigja eignina í nokkrum hlutum. Um er að ræða iðnaðar- og skrifstofuhús, talið vera 3.773 m², að hluta til nýbyggt iðnaðarhús og eldri hluti í góðu ásigkomulagi. Flatarmál lóðar er 7.341 m², möguleg lóðarstækkun 918,5 m². Þeir sem hafa áhuga á að leigja eignina, vinsamlegast sendið inn upplýsingar um fyrir hvaða starfsemi húsnæðið er ætlað, hug- myndir um leiguverð og annað sem viðkomandi telur máli skipta. Kauptilboðum og eða upplýsingum um áhugasama leigutaka, ber að skila eigi síðar en 16. apríl 2003, fyrir kl. 16:00 á skrifstofu Fasteigna Akureyrarbæjar. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fasteignir Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, sími 460 1000, 460 1128. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is ÞÓRSSTÍGUR 4, AKUREYRI sala eða leiga ÞRÍTUGUR maður hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 40 daga fangelsi, eins er honum gert að greiða sakarkostnað og málsvarnarlaun verjanda síns. Maðurinn var ákærður fyrir þjófnaðarbrot, með því að hafa hinn 4. febrúar síðastliðinn stolið plast- brúsa með bensíni, um 20 lítrum, úr bílskýli við heimahús og kvöldið eft- ir, 5. febrúar, stolið fjórum 11 kílóa gaskútum frá Olísportinu við Tryggvabraut. Þáttur manns sem með honum var var skilinn frá málinu. Maðurinn hefur sjö sinnum áður hlotið refsingar fyrir ítrekuð þjófn- aðarbrot, skjalafals, fjársvik, nytja- stuld og gripdeild sem og í eitt skipti fyrir umferðarlagabrot og eitt skipti fyrir brot gegn ávana- og fíkniefna- löggjöf. Litið var til þess að hann framdi brotin í félagi við annan mann, afraksturinn hafi ekki verið ýkja mikill, hann játaði brotin und- anbragðalaust og þá var og horft til sakarferils mannsins, en að þessu virtu þótti refsing hans hæfilega ákveðin 40 daga fangelsi sem ekki þótti fært að skilorðsbinda. Héraðsdómur Norðurlands eystra Dæmdur í fangelsi vegna þjófnaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.