Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Í KASTLJÓSI sl. sunnudag réttlætti for- sætisráðherra afstöðu íslensku ríkisstjórn- arinnar í Íraksmálinu og sagðist halda að menn vildu losna við ódáminn Saddam Hussein af valdastóli; mann sem hefði skapað þjóð sinni hræðileg örlög og væri valdur að dauða 500 þúsund barna á 10 ár- um! Engin leið var að skilja þetta öðru vísi en svo að þar væri komin skýringin á stuðningi ríkisstjórnarinnar við blóði drifna herferð ríkisstjórna Bandaríkjanna og Breta á hendur Írak. Við þessa röksemdafærslu forsætisráð- herra er margt að athuga. Sú hálfa milljón barna sem látið hefur lífið í Írak und- anfarin 12 ár féll ekki fyrir harðstjórn á heimavelli heldur fyrir því harðræði sem Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar hafa beitt almenning í Írak með við- skiptabanni sem haldið hefur verið til streitu af fullkominni óbilgirni. Það er við- skiptabannið sem hefur komið í veg fyrir að börn í Írak fái lyf og matvæli og dán- arorsök þeirra er hungur, vannæring og sjúkdómar sem koma hefði mátt í veg fyrir. Að kröfu Bandaríkjastjórnar var við- skiptabannið hert að loknu Persaflóastríð- inu 1991. Fljótlega fóru hjálparstofnanir og mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna að vara við skelfilegum afleiðingum þess: hungri og barnadauða. Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin, WHO, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hvöttu til að- gerða og ýmsar ríkisstjórnir sem höfðu stutt viðskiptabannið fóru að hvetja til þess að slakað yrði á banninu eða því aflétt. Það var þó ekki fyrr en 1996 að þessi ríkasta þjóð veraldar samþykkti að Sameinuðu þjóðirnar mættu hafa milligöngu um utan- ríkisviðskipti fyrir Írak og áætluninni „mat fyrir olíu“ var hrundið í framkvæmd. Nauðþurftir skyldu tryggðar og barna- dauðinn stöðvaður. En því miður. Banda- ríkjastjórn setti svo hörð skilyrði fyrir framkvæmd áætlunarinnar að hún reynd- ist óframkvæmanleg með öllu. Fyrsti fram- kvæmdastjóri hennar, Denis Halliday, sagði af sér þess vegna árið 1998 og lýsti hann því yfir að viðskiptabannið „jafngilti þjóðarmorði“. Eftirmaður hans, Hans von Sponeck, sagði af sér árið 2000 af sömu ástæðu. En nú, þegar barist er á götum írakskra borga og konur og börn liggja í blóði sínu, hvetur Bandaríkjastjórn til þess að áætluninni matur fyrir olíu verði hrund- ið aftur í framkvæmd! Og íslenski forsætis- ráðherrann segir að skipta verði um stjórn- arherrann í Írak með vopnavaldi vegna þess að hann svelti börnin í landinu í hel! Yfirlýst markmið íslensku ríkisstjórn- arinnar með þátttöku í árásarstríðinu gegn Írak var að afvopna Saddam Hússein og uppræta gerey bandalagi hinn fært að bíða le um blandast h lensku ríkisstj stjórn og Bret „Það krefst stu sína“ sagði í le varði íslensku inn er síðari tím Davíðs Oddsso málefnum Írak málamenn ver ara. Í þessu til Blair sem dró þremur dögum Bandaríkjunum að verja vonda hvernig stríðsh ursvíginu í ann fljótt að gleym Frá því að v sett á hefur en rædd á alþingi gríms J. Sigfú þingmanna um in upp á sex þi harðri andstöð Núna man Davíð eftir b „Sú hálfa milljón barna sem l lífið í Írak undanfarin 12 ár fé fyrir harðstjórn á heimavelli h ir því harðræði sem Bandarík og bandamenn hafa beitt.“ Eftir Álfheiði Ingadóttur VIÐ verðum að breyta fiskveiðistjórn- unarkerfinu, annars fer illa. Einokun fárra útgerðarmanna yfir auðlindum lands- manna er engu betri en yfirráð kommisar- anna í Brussel. T-listinn, framboð óháðra í Suður- kjördæmi, boðar jákvæða byltingu í fisk- veiðistjórnun. Nýtum jákvæða þætti kvóta- kerfisins en stoppum gleypuganginn sem einkennir stórfyrirtækin. Opnum kerfið og hleypum ungum mönnum að. Samþjöppun stöðvuð nú þegar Stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Brim hf., hefur leitast eftir því að hámarks kvótaeign þeirra megi hækka úr 12% af aflaheimildum við Íslandsstrendur í 20%. Á nokkrum dögum yfirtók Brim hf. þrjú stór- fyrirtæki, HB á Akranesi, Skagstrending á Skagaströnd og ÚA á Akureyri. Þegar stærsta fyrirtæki landsmanna biður um meira er ekki langt í að þeir verði bæn- heyrðir. Af hálfu Sjálfstæðisflokksins sagði formaður sjávarútvegsnefndar orðrétt í fréttum RÚV 21. jan. sl. um beiðni Brims hf. „ … ef það er efnahagsleg nauðsyn að breyta þá munu menn teygja sig til þess að breyta …“ T-listinn segir hingað og ekki lengra. Stöðva ber frekari samþjöppun aflaheimilda nú þegar. Það er enginn vandi að reikna út efnahagslega nauðsyn en þú setur ekki sameign þjóðarinnar í hendur örfárra einstaklinga. Aukategundir utan kvóta Sjávarútvegsráðherra ákvað einhliða fyrir tveim árum að setja keilu, löngu og skötusel í kvóta. Engin vísindaleg rök lágu á bak við þessa ákvörðun ráðherrans held- ur virtist frekar um að ræða þjónkun við einstaka stórútgerðarmenn. Staðreyndin er sú að þessar tegundir koma sem meðafli alveg óháð kvótanum og í stað þess að þessi meðafli komi í land er honum hent í sjóinn. Það er því þjó þessar tegund til greina að ta ufsinn er flökk hvar við landið nauðsynlegt a T-listinn vill þ tegundir. Lín Illu heilli tó tvöfölduninni þess að Einar töldu betra fyr að skipta línup stað þess að h Ég taldi þet breytingu, end lags vitleysa þ Við verðum að breyta „Með tillögum okkar í sjáva málum er verið að stíga jákv skref, opna fyrir nýliðun og a framboð á fiski til landvinnsl sem eykur atvinnu í landi.“ Eftir Kristján Pálsson EFTIR velheppnaðan landsfund Sjálf- stæðisflokksins er rétt að staldra við og skoða áherslur Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðismálum. Fernt ber þar hæst í mínum huga. Jafnrétti og valfrelsi Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að allir landsmenn búi við jafnrétti og valfrelsi og njóti fullkomnustu heil- brigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita og að ríkisvaldið skuli tryggja öllum landsmönnum þennan rétt og bera ábyrgð á fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar. Til þess að fjár- magn hins opinbera nýtist sem best og að sjúklingar fái sem besta þjónustu þarf að auka samstarf opinberra aðila og einkaaðila um rekstur einstakra þátta í heilbrigðisþjónustu. Hér skiptir mestu máli sú áhersla sem lögð er á fjölbreytt rekstrarform í öllu þáttum þjónustunar, þó sérstaklega í heilsu- gæslunni. Hraða þarf kostnaðargreiningu á þjónustu heilbrigðiskerfisins en það er forsenda þess að hægt verði að hverfa frá föstum fjárlögum til fjár- mögnunar þar sem greitt er fyrir unnin verk. Við þetta munu skapast eðlileg rekstrarskilyrði í heilbrigð- isþjónustunni og hagræðing, bætt og aukin þjónusta mun fylgja í kjölfarið þar sem nú er kominn hvati til þess að veita þjónustu gegn greiðslu frá hinu opinbera. Einnig skapar þetta aukinn grundvöll til þess að semja við einkaaðila, félagssamtök og líkn- arfélög um að taka að sér rekstur ein- stakra þátta þjónustunar. Miklu máli skiptir að öldrunarþjón- usta sé á ein og uppbygg heimaþjónu Allra leiða v hverjum og og að hagsm fari saman á fái hagkvæm þegar hann Þegar sveit vista sjúklin sjúkrahúsi v á þjónustu þ hjúkrunarrý þetta skapa vinna á biðl Sjálfstæð Skýrar áherslur í heilbr Eftir Þorvald Ingvarsson „Stefnan er breytt fjármögn un heilbrigðisþjónustunnar, byggð á kostnaðargreiningu sem setur þarfir einstakling ins í öndvegi.“ MIKILVÆG VERKEFNI FRAM UNDAN Nýs Alþingis og nýrrar ríkis-stjórnar í kjölfar þingkosn-inganna hinn 10. maí nk. bíða mikilvæg verkefni. Á vettvangi innanlandsmála ber þar hæst að stýra efnahagsmálum þjóðarinnar á tímum mikillar uppbyggingar á þann veg, að efnahagslífið fari ekki úr böndum vegna ofþenslu. Fram undan eru svo miklar stór- framkvæmdir á mörgum sviðum að þess munu fá, ef nokkur dæmi í lýð- veldissögunni. Bygging Kára- hnjúkavirkjunar og álvers á Reyð- arfirði. Framkvæmdir við Norðlingaölduveitu og stækkun ál- versins á Grundartanga. Jarðganga- gerð á Austurlandi og Norðurlandi auk fjölmargra annarra verkefna, svo sem víðtækra byggingafram- kvæmda á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar. Ef vel tekst til er verið að leggja grundvöll að nýju blómaskeið á Íslandi. En það er líka hægt að halda þannig á málum, að þessar miklu framkvæmdir verði til þess að við missum stjórn á upp- byggingunni og efnahagsmálin fari úr böndum. Á sviði utanríkismála bíða okkar líka mikil verkefni. Miklar breyting- ar eru að verða í alþjóðlegum sam- skiptum. Sambandið á milli Banda- ríkjanna og Evrópu er erfiðara og flóknara en áður. Við getum staðið frammi fyrir nýjum viðhorfum í ör- yggismálum okkar sjálfra. Þetta verða meginverkefni nýs Alþingis og nýrrar ríkisstjórnar auk fjölmargra annarra mikilvægra við- fangsefna, sem Alþingi verður að takast á við. Þjóðfélagið er að breyt- ast. Viðskipta- og athafnalíf lands- manna hefur tekið miklum breyt- ingum. Milljarðaumsvif eru orðin daglegt brauð og spurningar hafa vaknað um, hvort setja þurfi við- skiptalífinu stífari starfsramma og efla verulega þær eftirlitsstofnanir, sem settar hafa verið á fót til þess að tryggja að farið sé að settum reglum. Stöðugar skoðanakannanir sýna miklar sveiflur í skoðunum almenn- ings á því, hverjum sé bezt treyst- andi til þess að fylgja þessum mik- ilvægu verkefnum eftir næstu árin. Kannski má segja að þær sviptingar séu til marks um að þjóðin sé að hugsa og sé ekki enn búin að gera það mál upp við sig. Þegar sömu flokkar hafa lengi átt aðild að ríkisstjórn koma þau sjón- armið gjarnan upp að tími sé kom- inn til breytinga. Slík sjónarmið eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sér í lýðræðisþjóðfélagi. Í þingkosningunum sumarið 1971 hafði Viðreisnarstjórn Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks setið sam- tals í þrjú kjörtímabil. Stjórnar- flokkarnir tveir misstu meiri- hlutann í kosningunum þá um sumarið að sumu leyti vegna eigin mistaka en vafalaust að öðru leyti vegna þess, að fólki hafi þótt kom- inn tími til að breyta til. Við lok Við- reisnartímabilsins það sumar var komið á jafnvægi á ný í íslenzkum þjóðarbúskap eftir eina dýpstu kreppu 20. aldarinnar á árunum 1967–1969 og verðbólgan var í lág- marki. Þáverandi stjórnarandstöðuflokk- ar mynduðu nýja ríkisstjórn, þ.e. Framsóknarflokkur, Alþýðubanda- lag og Samtök frjálslyndra og vinstrimanna. Í kjölfarið fylgdi tímabil slíkrar óðaverðbólgu, að Ís- lendingar höfðu hvorki fyrr né síðar kynnzt öðru eins og það tók 20 ár að ná tökum á henni á ný. Það væri ósanngjarnt að segja að ríkisstjórn þessara þriggja flokka hafi átt alla sök á því. Á tímabili hennar skall á fyrri olíukreppan af tveimur á einum áratug, þegar olían hækkaði gífurlega í verði. En við- brögð ríkisstjórnar Ólafs Jóhannes- sonar við olíuhækkunum einkennd- ust af mistökum og máttleysi frammi fyrir aðsteðjandi vanda. Jafnframt hleypti sú ríkisstjórn ör- yggismálum þjóðarinnar í uppnám og mikil óvissa skapaðist í stjórn- málum landsins. Grundvöllur að því að ná tökum á óðaverðbólgunni, sem hófst í stjórnartíð umræddra þriggja flokka, var lagður í kjara- samningunum 20 árum seinna eða snemma árs 1990, sem þrír einstak- lingar áttu mestan heiður að, þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Ás- mundur Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson. Í kjölfar þeirra kjarasamninga kynntust Íslendingar í fyrsta sinn í áratugi þjóðfélagi stöðugleika í efnahagsmálum, þar sem verðbólga var í lágmarki, bæði einstaklingar og fyrirtæki gátu gert áætlanir til langs tíma og kjarabætur meiri en í manna minnum. Þessi umskipti voru mikið fagnaðarefni fyrir þjóð, sem hafði kynnzt því, að verðtryggðar skuldbindingar landsmanna höfðu hækkað um jafnvel 80% á einu ári. Meðal þess, sem þjóðin þarf að hugsa um næstu vikur er hvaða stjórnmálaflokkum og stjórnmála- mönnum hún treystir bezt til þess að tryggja að þetta jafnvægi og þessi stöðugleiki haldist og að ekki fari í kjölfar þessara kosninga eins og gerðist eftir kosningarnar 1971, að óðaverðbólga taki völdin í efna- hagsmálum og upplausn verði í utanríkismálum og alþjóðlegum samskiptum. Spurningar af þessu tagi gerir hver og einn kjósandi upp við sig en niðurstaðan úr svörum kjósendanna allra mun augljóslega ráða miklu um það, hvernig okkur farnast næstu árin. Stundum er því haldið fram, að það skipti litlu máli hvaða flokkar eigi aðild að ríkisstjórn eða hvaða einstaklingar sitji í ríkisstjórn. Reynsla okkar Íslendinga á 20. öld- inni er til marks um að slíkar stað- hæfingar eru rangar. Það skiptir þvert á móti miklu máli, hverjir sitja á Alþingi og hverjir veljast til setu í ríkisstjórn. Þess vegna er ábyrgð hvers ein- asta kjósanda mjög mikil og þessa ákvörðun taka engir aðrir en þeir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.