Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 13 Íslandssími hf. Tilkynning um útgáfu skráningarlýsingar Íslandssími hf., kt. 600898-2059, Síðumúla 28, 108 Reykjavík, vefsíða www.islandssimi.is, sími 595 5000, bréfsími 570 6001. Landsbanki Íslands hf., kt. 540291-2259, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Félagið birtir nú skráningarlýsingu vegna hækkunar á hlutafé um 2.055.408.294 krónur að nafnverði. Eftir hækkunina er skráð hlutafé félagsins 3.081.493.942 krónur að nafnverði og er allt hlutafé félagsins skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. Ástæður hlutafjárhækkana félagsins voru eftirtaldar: ·Samruni Íslandssíma hf. við Halló! Frjáls fjarskipti ehf. ·Kaup Íslandssíma hf. á öllu hlutafé Tals hf. ·Til greiðslu á skuldbindingum vegna útgefinna kaupréttar - samninga starfsmanna og stjórnarmanna Íslandssíma hf. Hlutafjárhækkunin fór fram í eftirtöldum áföngum. Þann 30. desember 2002 skráði Kauphöll Íslands hf. hlutafjárhækkun félagsins að nafnverði 2.035.408.294 krónur og þann 21. janúar 2003 skráði Kauphöll Íslands hlutafjárhækkun félagsins að nafnverði 20.000.000 krónur. Skráningarlýsingu og önnur, gögn sem vitnað er í, er hægt að nálgast hjá Íslandssíma hf., Síðumúla 28, 108 Reykjavík, vefsíða www.islandssimi.is, og hjá umsjónaraðila skráningarinnar, Landsbanka Íslands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík, vefsíða www.landsbanki.is. Útgefandi Umsjón með gerð skráningarlýsingar Hlutafjárhækkanir og nafnverð hlutafjár Skráning Upplýsingar og gögn ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I SS 2 07 83 04 / 20 03 „Miklu varðar að fjármunir hans nýt- ist vel. Þótt takmarkað ráð hafi gefist til þess að kanna árangur þeirra verka, sem sjóðurinn hefur komið að, er ljóst að um hann munar,“ segir í skýrslunni. Tekjur 263,8 milljónir króna Á árinu 2002 voru tekjur Fram- leiðnisjóðs landbúnaðarins alls 236,8 milljónir króna. Þar af nam framlag ríkis samkvæmt fjárlögum 165 millj- ónum og sérstakt framlag ríkissjóðs vegna loðdýraræktar 29,8 milljónum. Fjármunatekjur námu 16,9 mkr. Tekjur Framleiðnisjóðs af kjarnfóð- urtollum námu 42,0 milljónum króna. Framlög úr Framleiðnisjóði og Á MEÐAL helstu viðfangsefna sem Framleiðnisjóður landbúnaðarins veitti stuðning á árinu 2002 var sam- fjármögnun rannsókna með Tækni- sjóði, en hlutverk Framleiðnisjóðs er að veita styrki og lán til framleiðni- aukningar og hagræðingar í land- búnaði og atvinnurekstrar á bújörð- um. „Landbúnaðartengdum um sóknum til Tæknisjóðs virðist hafa fækkað. Er það áhyggjuefni því með samstarfi sjóðanna tveggja hefur landbúnaðurinn aðgang að verð- mætu rannsóknafé,“ segir í árs- skýrslu sjóðsins. Í skýrslunni segir einnig að Fram- leiðnisjóður gegni ábyrgðarmiklu hlutverki innan landbúnaðarins. samningsbundnar greiðslur, þ.m.t. framlag ríkisins vegna loðdýrarækt- ar, námu 255,0 milljónum. Á árinu 2002 nam rekstrarkostn- aður Framleiðnisjóðs alls 17,6 millj- ónum króna samanborið við 15,7 milljónir árið 2001. Sjóðurinn er gerður upp með 19,2 milljóna króna halla. Framleiðnisjóði bárust 239 form- leg erindi á árinu 2002. Af þeim hlutu 175 erindi afgreiðslu með fyrirheiti um fjárstuðning en 52 var synjað. Langflest verkefni eru styrkt þannig að krafizt er verulegs mótframlags umsækjenda, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða opin- bera aðila. Framleiðnisjóður landbúnaðarins gerður upp með halla Áhyggjuefni að umsóknum til Tæknisjóðs virðist hafa fækkað FÉLÖG í eigu CVC á Íslandi ehf., dótturfélags Columbia Ventures Corporation, hafa keypt sæstreng milli Norður-Ameríku og Evrópu. Strengurinn, sem fyrirtækið kallar Hibernia Atlantic, er 12.200 kíló- metra langur. CVC á Íslandi á sem kunnugt er 40% eignarhlut í Íslands- síma. Þá er Columbia Ventures Cor- poration einnig móðurfélag Norður- áls, sem rekur álver á Grundartanga í Hvalfirði. Endastöðvar sæstrengsins eru nærri Halifax í Nova Scotia, Boston í Bandaríkjunum, Dublin á Írlandi og Liverpool á Englandi. Nýjustu tækni var beitt við smíði hans, en mögulegt er að flytja alls 160 gígabita gagna á sekúndu, hvora leið. Það samsvarar flutningi á 2,5 milljónum símtala, auk 13.000 hágæða kvikmynda, á hverj- um tíma. Hægt er að stilla kerfið þannig að flutningsgetan verði 1,9 terabitar á sekúndu, eða tíföld á við það sem hún er núna. Kenneth Peterson, forstjóri Col- umbia Ventures, segir að mikil ánægja ríki innan fyrirtækisins með kaupin á sæstrengnum. „Þetta er undravert kerfi og býður óviðjafnan- lega þjónustu. Við eigum kerfið allt og hlökkum til að keppa á mjög hörð- um samkeppnismarkaði. Rekstrar- kostnaður okkar er mjög lágur, en um leið bjóðum við hágæðaþjónustu,“ segir hann. Peterson segir að í byrj- un muni fyrirtækið leggja áherslu á að bjóða upp á gagnaflutninga fyrir írsk fyrirtæki á töluvert lægra verði en þeim bjóðist nú á markaðnum. Höfuðstöðvar Hibernia Atlantic eru í Dublin. Patrick Coughlan, sem áður var hjá fyrirtækinu sem félagið keypti sæstrenginn af, 360networks, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri. Hibernia Atlantic er nú eina fyrirtækið sem býður upp á beina ljósleiðaratengingu milli Írlands og Norður-Ameríku. Með í kaupunum fylgdi einnig ljós- leiðarakerfi 360networks í Banda- ríkjunum og Kanada, sem hægt er að nota til að tengja þarlenda viðskipta- vini við ljósleiðarann. CVC kaupir „undravert kerfi“ JARÐBORANIR hf. gerðu nýlega verksamning um rannsóknarbor- anir á Azoreyjum að fjárhæð um 150 milljónir króna. Fyrirtækið og breska dótturfélagið Iceland Drilling (UK) Ltd. hafa í 12 ár unnið að borframkvæmdum á þessum slóðum og eru rekstr- artekjur á Azoreyjum á tímabilinu orðnar um 1,2 milljarðar króna. Fimm alþjóðleg fyrirtæki buðu í verkið sem að sögn forstjóra Jarðborana hf., Bent S. Einars- sonar, tengist áformum um að nýta jarðhita á eyjunum til raf- orkuframleiðslu. Verkið var boðið út á Evrópska efnahagssvæðinu en verkkaupinn, Geo Terceira, er í eigu rafveitna Azoreyja og ann- ast dreifingu og sölu raforku á eyjunum. Stefnt er að byggingu 12 megavatta raforkuvers á eyj- unum á næstu árum. Azoreyjar tilheyra Portúgal og íbúafjöldi er svipaður og á Ís- landi. Eyjaklasinn liggur á Mið-Atlantshafshryggnum eins og Ísland. Flatarmál eyjanna er ein- ungis rúmir 2.000 ferkílómetrar. Jarðboranir hf. ráðast í verk- efnið á Azoreyjum um mitt þetta ár og áætla að ljúka því snemma á árinu 2004. Við verkefnið munu að jafnaði starfa 10–15 manns, ís- lenskir verkefnisstjórnendur og heimamenn. „Við erum orðnir mjög hag- vanir þarna á Azoreyjum. Við höf- um bæði unnið við vatnsboranir og einnig starfað við háhitafram- kvæmdir.“ Boranir á háhitasvæðum eru mun flóknari en vatnsboranir. Holur sem eru boraðar á háhita- svæðum geta verið allt að 2.000 metra djúpar, að sögn Bents. Íslendingar eru í fremstu röð á alþjóðlegan mælikvarða á sviði borana á háhitasvæðum. Á undan- förnum árum hafa Jarðboranir hf. unnið að þróun nýrrar tækni, svo- kallaðri stefnuborun, í samvinnu við alþjóðlega tækni- og þjónustu- fyrirtækið Baker Hughes. Stefnuborunartæknin felst í því að boruð er ein hola niður í jörð- ina og síðan 4–5 holur í ákveðna stefnu út frá þeirri holu. Á þenn- an hátt þarf ekki að brjóta eins mikið land undir borholur og ver- ið hefur og unnt er að ná meiri orku út úr hverri holu. „Stefnuborun opnar margar nýjar leiðir í orkunýtingu og veit- ir aðgang að auðlindum sem ann- ars hafa verið óaðgengilegar. Þessi tækni hefur jafnframt í för með sér veigamiklar framfarir á sviði umhverfisverndar þar sem hún takmarkar rask á yfirborði. Það er sannfæring mín að stefnu- borun verði beitt í vaxandi mæli hér á landi á næstu árum,“ segir Bent. Borað í Ungverjalandi Jarðboranir hf. hyggjast fjár- festa á næstunni í nýjum bor sem verður sá stærsti og öflugasti sem félagið býr yfir. Fjárfestingin nemur um 500 milljónum króna. „Með tilkomu nýja borsins eykst afkastagetan mikið og vonandi verða til sóknarfæri erlendis,“ segir Bent. Starfsemi Jarðborana hefur tekið miklum breytingum á síð- ustu árum í samræmi við nýja framtíðarsýn félagsins. Auk þess að starfa á Azoreyjum hefur und- irbúningur að stofnun borfyrir- tækis í Ungverjalandi staðið yfir undanfarin misseri. „Við höfum verið að skoða markaðsstöðu víða í Austur- Evrópu og skilgreint starfsemi okkar með megináherslu á verk- efni tengd jarðhita. Það er mikið af þekktum jarðhitasvæðum í Ungverjalandi og ljóst að þar eru sóknarfæri til að markaðssetja þekkingu jarðborana á lághita- svæðum.“ Bent segir að viðræður við þarlendan samstarfsaðila séu á lokastigi og innan skamms muni ráðast hvenær af stofnun fyrir- tækis í Ungverjalandi verði. Hann segist gera ráð fyrir að samn- ingum ljúki á næstu mánuðum. Jarðboranir hf. var skráð á markað árið 1993. Áætlað mark- aðsvirði félagsins eru tæpir 2 milljarðar króna og hagnaður fé- lagsins á síðasta ári nam um 136 milljónum króna. Gengi bréfa fé- lagsins í Kauphöll Íslands var 7,40 krónur á hlut í gær. Jarðboranir gera 150 milljóna króna samning Borstæði Jarðborana hf. á Azoreyjum. Borinn Jötunn er notaður til að bora eftir heitu vatni. Nýi borinn sem Jarðboranir hafa fest kaup á fyrir 500 milljónir króna er enn stærri en Jötunn. Kaupa nýjan bor og hyggjast stofna borfyrirtæki í Ungverjalandi HELGIN fór í fundahöld hjá banka- ráðsmönnum Búnaðarbankans og Kaupþings banka en þeir hafa verið á stöðugum fundum að undanförnu vegna hugsanlegrar sameiningar bankanna tveggja. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings banka hf., nokkra fundi hafa verið haldna um síðustu helgi. Hann sagði viðræður ganga vel en of snemmt væri að segja nokkuð um innihald viðræðn- anna. Sameining BÍ og Kaupþings Funduðu um helgina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.