Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. JÓHANNES Pálmason, stjórnarformaður Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma, segir ekki víst að tillögur sem lagðar hafa verið fram um breytingar á staðsetningu framtíðar- kirkjugarðs Reykvíkinga henti þörfum kirkju- garðsins. Nýlega tilkynnti Reykjavíkurborg að til stæði að veita þremur fyrirtækjum vil- yrði fyrir 10 hektara lóð í Úlfarsárdal, rétt neðan Vesturlandsvegar þar sem til stóð að kirkjugarður ætti að vera. Í staðinn hefur borgin stungið upp á að færa kirkjugarðana upp fyrir Vesturlandsveg í hlíðar Úlfarsfells. „Svæðið við Úlfarsfell er 17 hektarar en vegna legu landsins nýtast ekki nema 12–14 hektarar sem grafarsvæði,“ sagði Jóhannes. Á fundi sem borgin hélt nýlega voru kynnt- ar hugmyndir um stækkun hugsanlegs kirkju- garðs í hlíðum Úlfarsfells til vesturs í átt að leirtjörninni sem þar er. Jóhannes sagði erfitt að ræða um svæði sem ekki væri búið að teikna upp ásamt því að skógrækt Mosfells- bæjar nýti svæðið til skógræktar. Þarf að hugsa í áratugum Jóhannes sagði að gríðarleg uppfylling þyrfti að fara fram á báðum þessum svæðum svo að hægt verði að nýta þau sem kirkju- garða. Jóhannes sagði jafnframt að nauðsyn- legt væri að líta til framtíðar þegar kirkju- garðar eru skipulagðir. Með tilliti til þessa garðs er verið að líta til áranna 2025–2030 þar sem mörg ár tekur að gera jarðveginn tilbúinn undir grafarsvæði. „Menn voru fyrir 15–20 ár- um að ákveða land í Stekkjabrekkum og þá hefði engum dottið í hug að búið væri að byggja í kringum Korpúlfsstaði. Land undir kirkjugarð er ekkert sem hægt er að grípa til á morgun, það verður að hugsa í áratugum, ekki árum.“ Hann sagði einnig að líkbrennsla auk- ist stöðugt á landinu og alls væri óvíst hvernig staðan yrði í þeim málum í framtíðinni. Óvissa um staðsetn- ingu nýs kirkjugarðs  Svæði undir/20 NEMENDUR, kennarar og annað starfsfólk Menntaskólans að Laugarvatni atti kappi í óhefðbundnum íþróttagreinum við Laug- arvatn í gær. Að sögn Páls M. Skúlasonar að- stoðarskólameistara fóru leikar þannig að jafnt var með liðum þegar keppt hafði verið í öllum greinum. Í knattspyrnuleiknum var úr- skurðað jafnt með liðum „vegna frábærrar frammistöðu kennara gegn ofurefli nem- sögn aðstoðarskólameistara ætluðu nem- endur upphaflega að hella innihaldinu í Tjörnina í Reykjavík en ætla nú að láta Stef- áni Jóni eftir hvað gert verður við vatnið og „gufuna“. Á myndinni sést hvar lið kennara undirbýr aukaspyrnu á hættulegum stað. Hundurinn fylgist með af áhuga enda tók hann fullan þátt í leiknum. enda“, eins og aðstoðarskólameistari komst að orði. Á laugardag fagnar skólinn 50 ára afmæli og verða ýmsir viðburðir á dagskrá út vik- una. Á föstudag ætla 4. bekkingar m.a. að hjóla til Reykjavíkur og safna í leiðinni áheit- um. Meðferðis hafa þeir vatn úr Vígðulaug og gufu úr hvernum sem þeir munu færa Stefáni Jóni Hafstein borgarfulltrúa síðdegis. Að Hitað upp fyrir afmælishátíð Morgunblaðið/RAX Kennarar og nemendur skildu jafnir eftir fjörugan leik GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segist vera þeirrar skoðunar að núverandi skattkerfi hafi mikla yfirburði yfir fjölþrepaskattkerfi. Þetta sé m.a. að hans mati staðfest í nýútkominni skýrslu nefndar sem fjallaði um kosti og galla fjölþrepaskattkerfa. Skýrslan er afrakstur af starfi nefndar sem fjár- málaráðherra skipaði haustið 2001, að ósk ASÍ, til að kanna kosti og galla þess að taka upp fjölþrepa- skatt hjá einstaklingum og jafnframt var nefndinni falið að fjalla um hvort setja beri svonefnda viðmið- unarneyslustaðla fyrir Ísland. Skattfrelsismörk eru óvíða hærri en hér á landi Geir segist telja að skýrslan upplýsi mjög vel að það hafi ekki verið nein tilviljun að ákveðið var með lögum árið 1987 að hverfa frá fjölþrepaskattkerfi. „Mín skoðun er sú að það væri mikil afturför að fara aftur inn í svona kerfi,“ segir Geir. Hann telur ókostina við fjölþrepaskattkerfi vega miklu þyngra en kostina. „Helstu gallarnir við fjölþrepaskatt eru mikil eftirágreiðsla skatta, sem kæmi sér m.a. sér- staklega illa fyrir fólk sem er með sveiflukenndar tekjur eða vinnur á fleiri en einum vinnustað,“ segir hann. Geir bendir einnig á að margvíslegar athyglis- verðar upplýsingar um skatta komi í skýrslunni. Hún staðfesti m.a. að skattfrelsismörkin séu óvíða hærri en hér á landi. Nefndin, sem skipuð var fulltrúum fjármálaráðu- neytis, ASÍ og Þjóðhagsstofnunar, tekur ekki af- stöðu til þess hvort sé heppilegra núgildandi tekju- skattskerfi eða nýtt fjölþrepakerfi en fjallað er í ítarlegu máli um kosti og ókosti þessara kerfa. Helstu gallar fjölþrepaskatts eru að mati nefnd- arinnar flóknari skattframkvæmd, að erfiðara yrði að eiga við sveiflukenndar tekjur, t.d. hjá sjómönn- um, meiri breytingar yrðu í eftiráuppgjöri skatta og skatteftirlit yrði einnig erfiðara. Kostirnir við fjöl- þrepaskatt eru hins vegar taldir þeir að hann gæfi færi á ódýrari útfærslu til tekjujöfnunar en núgild- andi kerfi, auðveldi breytingar á jaðaráhrifum og gæfi möguleika á að draga úr tekjutengingu bóta og færa þá tekjujöfnun inn í skattkerfið. Skattlagning á tekjur undir meðaltali OECD Í skýrslunni er gerður samanburður á skattkerf- um milli landa og kemur þar m.a. fram að skatt- lagning á tekjur einstaklinga hér á landi er undir meðaltali OECD-ríkjanna. „Það má annars vegar rekja til mun hærri skattleysismarka hér á landi en í flestum öðrum OECD-ríkjum. Eins stafar það af því að launafólk greiðir ekki tryggingargjald hér á landi líkt og víðast hvar annars staðar,“ segir í skýrslunni. Fjármálaráðherra um nýja úttekt á tekjuskattskerfum Staðfestir galla fjölþrepaskatts  Gefur færi/12 „ÉG hef aldrei séð eins mikið af rjúpu í einni fjallaferð,“ segir Pétur Blöndal Gíslason, ferðaþjónustubóndi í Hvammsvík í Kjósar- sýslu, en hann var í árlegri hálendisferð á dögunum. Pétur Blöndal Gíslason fór meðal annars um Sprengisand og Kjöl og segir að rjúpa hafi verið alls staðar á leiðinni. „Miðað við hvað við sáum lítið af henni á rjúpnavertíð- inni voru þetta gleðileg tíðindi,“ segir hann. Ferðaþjónustubóndinn segist fara í jeppa- ferð um hálendið á hverjum vetri og oft hafi hann séð rjúpu inni á hálendinu en aldrei í eins miklu magni og nú. Hugsanlega hafi veðrið haft þessi áhrif. „Það er lítill snjór á hálendinu, en ég held að rjúpan hafi haldið þar til í allan vetur og ekki komið niður á hinar hefðbundnu veiði- slóðir enda var veður á rjúpnavertíðinni með eindæmum slæmt fyrir veiðimennina,“ sagði Pétur. Mikið um rjúpu á hálendinu Morgunblaðið/Sverrir LÖGREGLUMENN höfðu farið með vasaljós um úfið hraunið við Vallarhverfi í Hafn- arfirði, leitarhundur fenginn til aðstoðar og björgunarsveitar- menn voru komnir á staðinn til að leita að týndum sex ára gömlum dreng í gærkvöldi. „Þetta leit illa út,“ sagði varð- stjóri lögreglunnar í Hafnar- firði í samtali við Morgunblað- ið. Tilkynning barst lögreglu klukkan 21.50 um að drengur- inn væri týndur, hann væri skó- laus og aðeins klæddur í buxur og stuttermabol. Vallarhverfi er í byggingu og stendur þar að auki við úfið hraun. Hætturnar eru því margar fyrir ung börn og í ljósi aðstæðna var fljótlega ákveðið að kalla björgunar- sveitir af höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum til leitar. Klukkan 23.21 kom loks til- kynning um að drengurinn væri fundinn. Að sögn lögreglu hafði hann skriðið út í horn undir tvíbreiðu rúmi, raðað ýmsu dóti í kringum sig og steinsofnað. Og þar fannst hann. Lá týnd- ur undir rúmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.