Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 45
SIGURPÁLL Árni Aðalsteinsson verður að óbreyttu
áfram þjálfari 1. deildar liðs Þórs í handknattleik.
Undir hans stjórn hefur Akureyrarliðið komist í úr-
slitakeppni deildarinnar tvö ár í röð og fest sig í sessi í
hópi betri liðanna.
Sigurpáll Árni sagði við Morgunblaðið í gær að mik-
ill hugur væri í Þórsurum fyrir næsta tímabil um að
sækja enn frekar fram. „Það er stór og öflugur hópur
manna tilbúinn til starfa í kringum liðið og við höfum
hug á að styrkja okkur með því að ná í tvo til þrjá leik-
menn.“
Hann sagðist ekki reikna með því að lið KA og Þórs
yrðu sameinuð fyrir næsta tímabil. „Þessi umræða er
alltaf í gangi en fyrst ekkert er farið að gerast í því
núna á ég ekki von á því. Slíku sameiningarferli yrði
að vera lokið um þetta leyti árs til að hægt væri að
undirbúa sameinað lið á eðlilegan hátt,“ sagði Sigur-
páll Árni Aðalsteinsson þjálfari handknattleiksliðs
Þórs.
Sigurpáll áfram
með Þórsara
RÓBERT Sighvatsson, landsliðsmaður í handknattleik,
meiddist illa á ökkla í leik Wetzlar og Essen á sunnudag-
inn og var fluttur á sjúkrahús. Róbert sneri sig illa á
ökklanum eftir um tíu mínútna leik og var borinn af
leikvelli. Óttast var í fyrstu að Róbert hefði ökklabrotn-
að og slitið liðbönd en í samtali við Morgunblaðið í gær
sagði Róbert að þetta hefði farið betur en á horfðist.
„Ég fór í myndatöku í dag (í gær) og þar kom í ljós að
ég var bæði óbrotinn og ekki voru merki um neitt slit.
Ökklinn er hins vegar mjög bólginn og það hefur safn-
ast mikið blóð í honum,“ sagði Róbert við Morgunblaðið.
Róbert sagðist vera í þrýstiumbúðum og þyrfti að
hvíla fótinn í vikutíma en hann útilokaði ekki að geta
spilað næsta leik Wetzlar sem er á móti Eisenach eftir
tíu daga.
Mikið álag var á leikmönnum Wetzlar um helgina. Á
föstudaginn mætti Wetzlar Gummersbach og tapaði
með eins marks mun og á sunnudaginn beið liðið lægri
hlut fyrir Essen.
Róbert meiddist
illa á ökkla
Róbert Sighvatsson
um undir stjórn Þorbergs og er
kannski að koma upp á hárréttum
tíma. Það er komið miklu meira
skipulag í leik liðsins og sjálfstraust
leikmanna hefur stóraukist. Ein-
hvern veginn held ég þó að heima-
völlurinn komi til með að ráða úrslit-
unum og ég tippa á að Valsmenn hafi
betur, 2:1. Það kæmi mér samt ekk-
ert á óvart þótt úrslitin yrðu á hinn
veginn.“
ÍR – Þór 2:1
„Ég er næstum því öruggur að
þetta einvígi fer í oddaleik og ég spái
ÍR-ingum sigri, 2:1. ÍR-liðið hefur
spilað góðan handbolta lengst af í
vetur og ég sá það standa vel uppi í
hárinu á Haukunum. Ef ÍR-ingar ná
fram sínum leik þá eru þeir mjög erf-
iðir mótherjar fyrir hvaða lið sem er.
Það er auðvitað gleðiefni fyrir ÍR að
Einar Hólmgeirsson er kominn í
gang á nýjan leik og kemst í betra
form með hverjum leik en að sama
skapi er skarð fyrir skildi hjá þeim að
Hreiðar markvörður getur ekki leikið
meira með þeim. Þórsarar hafa kom-
ið skemmtilega á óvart í vetur og þeir
hafa að mínu mati gert góða hluti.
Þeir hafa spilað tiltölulega jafnt í vet-
ur og það hefur verið ótrúleg seigla í
þeirra liði. ÍR-ingar njóta heimavall-
arins og ég held að það vegi þungt á
metunum þegar upp verður staðið.“
Morgunblaðið/Sverrir
Aron Kristjánsson, leikmaður Hauka, sækir að marki Fram í deildarleik í vetur. Björgvin Björg-
vinsson og Hjálmar Vilhjálmsson eru til varnar. Framarar sækja Hauka heim á Ásvelli í kvöld.
ÁRNI Stefánsson verður
áfram þjálfari bikarmeistara
HK í handknattleik. Hann tók
við liðinu seint á síðasta vetri
og á þessu tímabili hefur
Kópavogsfélagið náð sínum
besta árangri frá upphafi und-
ir hans stjórn. Það hafnaði í 5.
sæti 1. deildar og varð bikar-
meistari, og mætir KA á úti-
velli í fyrsta leik í átta liða úr-
slitum Íslandsmótsins í kvöld.
„Þetta hefur gengið vel og
við stefnum ótrauðir að því að
byggja áfram ofan á það sem
við höfum gert í vetur,“ sagði
Árni við Morgunblaðið í gær.
Árni áfram
með HK
ÞAÐ var stutt gaman í 8 liða
úrslitunum sl. keppnistímabil,
þar sem liðin fjögur sem kom-
ust í undanúrslit þurftu aðeins
tvo leiki til þess. Valur lagði
þá Þór Ak. að velli, Aftureld-
ing skellti ÍR, Haukar fögnuðu
sigri í Hafnarfjarðarorustu –
lögðu FH-inga og KA-menn
fögnuðu sigri á Gróttu/KR.
KA lagði síðan Hauka í und-
anúrslitum, 2:0. Valsmenn
unnu Aftureldingu, 2:0. KA
varð Íslandsmeistari með sigri
á Val, 3:2.
Síðast var
stutt gaman
ARNAR Geirsson skoraði 3 mörk
fyrir Gelnhausen þegar liðið gerði
jafntefli, 28:28, við Friesenheim í
suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í
handknattleik í fyrradag. Halldór
Jóhann Sigfússon skoraði 1 mark úr
vítakasti fyrir Friesenheim sem er í
þriðja sæti, níu stigum á eftir topp-
liðunum Kronau/Östringen og Düss-
eldorf en Gelnhausen er í 9. sæti.
VIKTOR Bjarki Arnarsson, leik-
maður með 21-árs landsliðinu, þótti
með bestu mönnum vallarins þegar
lið hans, TOP Oss, vann Maastricht á
útivelli, 1:0, í hollensku 1. deildinni í
knattspyrnu um helgina. Jóhannes
Harðarson fór af velli á 67. mín. þeg-
ar lið hans, Veendam, vann Venlo á
útivelli í sömu deild, 1:0.
ERLA Hendriksdóttir skoraði
mark FV Köbenhavn sem tapaði fyr-
ir OB, 2;1, í dönsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á sunnudaginn. FV
Köbenhavn er í fimmta sæti deild-
arinnar með 19 stig en Bröndby er á
toppnum með 36 stig.
ÞÝSKI landsliðsmaðurinn í hand-
knattleik, Pascal Hens, sem leikur
með Einari Erni Jónssyni hjá
Wallau-Massenheim meiddist illa á
olnboga í leik Massenheim á móti
Minden um helgina. Hens, sem er 22
ára gamall og er orðinn einn af lyk-
ilmönnum þýska landsliðsins, þarf að
gangast undir aðgerð í vikunni og er
reiknað með að hann verði frá í fjóra
mánuði.
WALLAU-Massenheim mun sárt
sakna Hens um næstu helgi en þá
verður leikið til úrslita í þýsku bik-
arkeppninni. Fjögur lið eru eftir í
keppninni og fara úrslitin fram í
Hamborg. Wallau-Massenheim
mætir Essen og Flensburg leikur við
Göppingen. Sigurliðin mætast í úr-
slitaleik.
ÞÝSKA handknattleiksliðið Eis-
enach verður vart með á næstu leik-
tíð og alls óvíst hvort því tekst að
ljúka keppni á þessu keppnistímabili.
Í gær tilkynntu forráðamenn þess að
ekki hefði tekist að öngla saman
þeim 25 millj. króna sem vantar upp
á að endar nái saman. Leikmenn og
þjálfari hafa ekki fengið laun í fjóra
mánuði og óvíst hvort þau verði ein-
hverntíman greidd. Félagið hefur
heimild út þennan mánuð til að
greiða úr flækjunni, takist það ekki
verður árangur þess á núverandi
leiktíð strikaður út og það sent niður
í neðstu deild á næstu leiktíð.
FLEMMING Oliver Jensen, þjálf-
ara danska handknattleiksliðsins
Ajax/Farum, sem Elvar Guðmunds-
son markvörður leikur með, var fyr-
irvaralaust sagt upp störfum um
helgina eftir að upp komst að hann
var að reyna að fá leikmenn liðsins til
að fylgja sér til liðsins Midtsjælland
á næstu leiktíð.
FÓLK
Haukar
Robertas Pauzuolis meiddist á
ökkla á æfingu fyrir helgi og hefur
ekkert æft. Verður þó líklega leikfær
í kvöld.
Þórir Ólafsson er að komast í
gang eftir að hafa slitið krossband í
ágúst og verður væntanlega með.
Fram
Héðinn Gilsson og Valdimar
Þórsson hafa verið í meðferð vegna
meiðsla í öxl og baki en aðrir eru al-
heilir.
Valur
Bjarki Sigurðsson sleit kross-
band fyrir nokkru og lék ekkert með
Val í síðustu umferðum deildakeppn-
innar. Hann spilar því ekkert með fé-
lögum sínum í úrslitakeppninni. Að
öðru leyti eiga Valsmenn að geta
teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld.
KA
Báðir rétthentu hornamennirnir,
Baldvin Þorsteinsson og Árni Björn
Þórarinsson, eru tæpir vegna
meiðsla. Einkum Baldvin sem togn-
aði í nára í síðustu viku.
ÍR
Hreiðar Guðmundsson mark-
vörður er úr leik með slitið kross-
band.
Einar Friðrik Hólmgeirsson er að
komast í gang á ný eftir meiðsli fyrir
áramót og sama er að segja um
Brynjar Steinarsson.
FH
Engin meiðsli hrjá Hafnfirð-
ingana sem eru með allan sinn hóp
nema Svavar Vignisson sem hand-
arbrotnaði í vetur.
Þór
Goran Gusic, Geir Aðalsteinsson,
Arnar Gunnarsson og Hörður Flóki
Ólafsson glíma við smávægileg
meiðsli en verða allir með.
HK
Bikarmeistararnir úr Kópavogi
eru með alla sína menn heila og til-
búna í slaginn.
Þannig er ástandið