Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUGARÐAR Reykjavík- urprófastsdæma eru í nokkurri óvissu um svæði undir framtíðar- kirkjugarð eftir að Reykjavíkurborg lýsti því yfir að til stæði að veita þremur fyrirtækjum, BYKO, Rúm- fatalagernum og Mötu, vilyrði fyrir 10 hektara lóð í Úlfarsárdal, rétt neðan Vesturlandsvegar þar sem til stóð að kirkjugarður ætti að vera. Fyrirtækin hyggjast reisa 40–50 þúsund fermetra stórvöruverslunar- miðstöð í svokölluðum Stekkja- brekkum. „Það var búið að fá vilyrði fyrir þessu landi undir kirkjugarð,“ sagði Sigurjón Jónasson, rekstrarstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma. „Við vorum kallaðir á fund til skrafs og ráðagerða, hvort við mynd- um vilja láta svæðið eftir með góðu. Þá átti að setja okkur ofan við Vest- urlandsveginn, upp að Úlfarsfelli. Sú lóð liggur heim að og inn í Skógrækt Mosfellsbæjar. Mér skilst að það land sé alls ekki falt frá hendi Mos- fellsbæjar. Þetta er því í mikilli óvissu,“ sagði Sigurjón. Búið að þrengja að Gufuneskirkjugarði Hann sagði málið hafa verið á um- ræðustigi að undanförnu. „Ég held að þetta sé komið okkur úr hendi. Þegar ég sat á fundi hjá borgarverk- fræðingi þá var búið að merkja á táknrænan hátt verslunarkjarna í þessum Stekkjabrekkum sem um talar, sem liggja að Úlfarsánni.“ Þrengt hefur verið að svæði Gufu- neskirkjugarðs en hann átti upphaf- lega að vera í kringum 90 hektarar, en er í dag 30 hektarar vegna auk- innar byggðar. „Það land var látið af hendi með því að við fengjum úthlut- að land í svokölluðum Stekkjabrekk- um. Nú er verið að taka af okkur Stekkjabrekkurnar gegn því að við fáum land upp undir Úlfarsfellinu sem liggur hátt og er alls ekki hent- ugt.“ Sigurjón sagði að á fundi um málið hafi verið ákveðið að leita nýs lands sem hann kvaðst þó ekki geta farið nánar út í. „Ég veit ekki hvað um okkur verður í þessu tilliti,“ sagði Sigurjón. Stefán Ómar Jónsson, bæjarritari í Mosfellsbæ, sagði að erindi hafi borist frá borgarstjóra um flutning kirkjugarðs og að bæjarstjórinn, Ragnheiður Ríkarðsdóttir, hafi verið með málið í skoðun en hún væri nú stödd erlendis. „Afstaða Mosfells- bæjar liggur ekki fyrir við þessu bréfi borgarstjóra en gerir það vænt- anlega fljótlega,“ sagði Stefán Ómar. Áform um byggingu verslunarmiðstöðvar við Vesturlandsveg Svæði undir framtíð- arkirkjugarð í óvissu Úlfarsfell NÝ samhæfingarstöð almannavarna og sam- eiginleg stjórnstöð leitar og björgunar verður tekin í notkun innan fárra vikna en þeir aðilar sem standa að henni skrifuðu undir samstarfs- samning í gær. Við sama tækifæri gaf dóms- málaráðherra út nýja reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björg- unarsveita. Í nýju reglugerðinni er fjallað um hlutverk, skipulag og stjórnun lögreglu og björg- unarsveita vegna leitar og björgunar á landi en auk þess er að finna í reglugerðinni ákvæði um gerð viðbragðsáætlana, samhæfða þjálfun og fleira. Í ávarpi Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra í gær kom fram að reglugerðin og opnun samhæfingarstöðvarinnar eru ein- ungis tvö skref af mörgum sem stigin hafa ver- ið í átt að því að auka þjónustu við landsmenn á sviði björgunar og öryggismála. Nefndi hún þar til sameiningu björgunarsveita landsins fyrir nokkrum árum undir hatti Slysavarna- félagsins Landsbjargar og breytingar á lögum um almannavarnir sem tóku gildi síðastliðinn föstudag. Fela þær í sér að verkefni yfirstjórn- ar Almannavarna ríkisins voru flutt til emb- ættis ríkislögreglustjóra. Sama dag var nýtt almannavarnaráð skipað og mun það vera rík- isstjórninni til ráðgjafar um almannavarnir. Loks tóku ný lög um björgunarsveitir og björgunarsveitarmenn einnig gildi sl. föstu- dag. „Markmið okkar á sviði björgunar og ör- yggismála er skýrt,“ sagði Sólveig, „við viljum efla og treysta öryggi landsmanna allra og öll þau skref sem ég hef lýst eru stigin með það markmið að leiðarljósi.“ Tækjabúnaður efldur Við undirritunina í gær var húsnæði stjórn- stöðvarinnar og samhæfingarstöðvarinnar kynnt en það er í nýrri byggingu við eldra hús- næði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skóg- arhlíð. Hin síðarnefnda mun taka við af sam- hæfingarstöð almannavarna sem er til húsa í lögreglustöðinni við Hverfisgötu og er gert ráð fyrir því að hún verði virkjuð þegar al- mannavarnaástand skapast. Þá verður stjórn- stöðin virkjuð við stærri leitar- og björgunar- aðgerðir. Í nýju byggingunni er að auki fjarskipta- miðstöð lögreglunnar, Neyðarlínan, Landhelg- isgæslan, Flugmálastjórn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vaktstöð siglinga og er þannig stefnt að því að þessir aðilar hafi í framtíðinni milliliðalaus samskipti sín á milli. Fengu gestir við undirritunina í gær að kynna sér hin nýju húsakynni Fjarskipta- miðstöðvarinnar og Neyðarlínunnar við þetta tækifæri. Kom fram í máli Sólveigar að flutn- ingur þeirra á stað sem er sérhannaður fyrir starfsemina hafi verið kærkominn og var tæki- færið einnig notað til að efla tækjabúnað á báðum stöðum. Eru þessar stjórnstöðvar í nánum tengslum við stjórnstöð leitar og björg- unar. Samhæfingarstöð almannavarna og sameiginleg stjórnstöð leitar og björgunar tekin í notkun á næstunni Markmiðið að efla og treysta öryggi landsmanna Í Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar eru aðgerðir nánast allra lögregluembætta á suðvesturhorni landsins samhæfðar og er vonast til að í framtíðinni muni þessi sameining ná yfir landið allt. Morgunblaðið/Golli Hér má sjá f.v. Jón Gunnarsson, formann Landsbjargar, Björn Friðfinnsson ráðuneytisstjóra, Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra og Harald Johannessen ríkislögreglustjóra. Á milli Sólveigar og Haraldar situr Jón Birgir Jónsson, nýskipaður formaður almannavarnaráðs. Hlíðar NAUÐSYNLEGT verður að reisa a.m.k. 200 íbúðir á Seltjarnaresi á næstu árum eigi Seltirningum ekki að fækka. Rannsóknir í lýðfræði Sel- tjarnarnesbæjar og nýsamþykkt svæðisskipulag gefa vísbendingar um þetta en endurskoðun aðalskipu- lags Seltjarnarness stendur nú fyrir dyrum. Samningur um endurskoðun skipulagsins var undirritaður á dög- unum en bæjaryfirvöld hafa fengið ráðgjafarfyrirtækið Alta til liðs við sig við verkið. Alta sá m.a. um skipu- lagningu íbúaþings sem haldið var í bæjarfélaginu í nóvember síðastliðn- um undir yfirskriftinni „Nesið í nýju ljósi“. Kemur fram í fréttatilkynn- ingu frá bænum að íbúaþingið verði lagt til grundvallar vinnunni fram- undan. Samhliða aðalskipulaginu verður unnið svokallað umhverfismat fyrir skipulagsáætlanir enda gera ný skipulagslög ráð fyrir að slíkt sé gert. Þá verða einnig unnin fyrstu drög að aðgerðaáætlun fyrir aðalskipulagið. Áformað er að vinnunni ljúki vorið 2004 og hefur skipulags- og mann- virkjanefnd bæjarins lagt til við bæj- arstjórn að nýtt aðalskipulag gildi fyrir tímabilið 2004–2024. Hægt verður að fylgjast með skipulags- vinnunni á heimasíðu bæjarins, www.seltjarnarnes.is og koma þar at- hugasemdum á framfæri. Undirritun samningsins fór fram í gamla Mýrarhúsaskóla á dögunum. F.v. Hlín Sverrisdóttir skipulagsfræðingur, Halldóra Hreggviðsdóttir, fram- kvæmdastjóri Alta, Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri og Inga Her- steinsdóttir, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarness. Aðalskipulag í endurskoðun Seltjarnarnes ÞAÐ hljóp heldur betur á snærið hjá samtökunum Ein- stökum börnum og Regnbogabörnum á dögunum þegar 12 ára nemendur í Ártúnsskóla stóðu fyrir árlegu menningarkvöldi sínu en allur ágóði af kvöldinu rann til þessara félaga. Fékk hvort félag um sig 42 þúsund krónur í sinn hlut sem eflaust hefur komið í góðar þarf- ir. Að þessu sinni var kvöldið helgað verkum Jónasar Árnasonar, rithöfundar og fv. alþingismanns. Sýndu nemendur kafla úr leikritum skáldsins auk þess sem samdir voru og sýndir stuttir leikþættir eftir smásögum þess. Þá sungu nemendur og léku ljóð og texta Jónasar þar sem lög Jóns Múla, bróður hans, komu margoft við sögu en dagskráin var um tveggja klukkustunda löng. Alls eru 37 nemendur í 12 ára bekkjum Ártúnsskóla og lét enginn sitt eftir liggja til að kvöldið mætti heppn- ast sem best. Meðal annars stóðu þeir í ströngu við bakstur og annan undirbúning dagana fyrir kvöldið en bakkelsið var síðan selt í kaffihléi til styrktar samtak- anna tveggja eins og áður segir. Bakað til styrktar börnum Árbær Fröken Reykjavík var í „ótrúlega rauðum skóm“ eins og hennar er von og vísa og ekki var kjóllinn síðri. VEIÐI hófst í Vífilsstaðavatni á ný í síðustu viku og hafa veiðimenn tekið ágætlega við sér. Ekki fer þó sögum af aflatölum enn sem komið er. Eins og Morgunblaðið greindi ný- verið frá var veiði bönnuð í vatninu eftir áramót og fram til 1. apríl. Ástæðan var sú að ekki var ljóst hvernig veiðileyfasölu skyldi háttað eftir að umsjón veiðileyfa komst í um- sjón Garðabæjar. Nú hefur verið ákveðið að sala veiðileyfa fari fram í Golfskála Golf- klúbbs Kópavogs og Garðabæjar og sem fyrr segir var opnað á ný fyrir veiði í vatninu hinn 1. apríl síðastlið- inn. Samkvæmt upplýsingum frá Garðabæ kostar dagurinn 1.000 krón- ur en leyfi fyrir sumartímabilið sem er frá 1. apríl til 15. september kostar 10.000 krónur. Börn að 18 ára aldri borga 200 krónur fyrir daginn en elli og örorkulífeyrisþegar í Garðabæ geta veitt í vatninu endurgjaldslaust. Veiði hafin í Vífilsstaðavatni Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.