Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN
32 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ
N
okkrum sinnum hef
ég gert hryðju-
verkamenn í mál-
fari og morðingja
orða að umtals-
efni, því satt að segja finnst mér
oft með ólíkindum, hvað menn
láta út úr sér í ræðu og riti – og
tel ég mig þó vera frjálslyndan
íhaldsmann, hvað málfar snertir.
Hryðjuverkamennirnir eru
enn að og má til dæmis títt sjá til
þeirra í mörgum auglýsingapóst-
inum, sem borinn er í hús af hinu
eða þessu tilefninu. Hefur Vík-
verji kunningi minn verið iðinn
við kolann að taka þessi mál fyrir
í pistli sínum. En sem betur fer
eru mörg dæmi hins að menn
umgangist móðurmálið af virð-
ingu og smekkvísi. Þau ylja bæði
mér og Víkverja um hjartaræt-
urnar.
Eitt af þeim dæmum, sem ég
hef áður gert
að umtals-
efni og fer
enn í mínar
frjálslyndu
taugar, er
hernaðurinn
á hendur orðinu útdráttur. Ég
lærði það hjá ekki ómerkari ís-
lenzkumönnum en Hlöðve Sig-
urðssyni, Flosa Sigurbjörnssyni
og Haraldi Matthíassyni, að út-
dráttur merki það að draga/taka
eitthvað út úr einhverju; ein-
hvern kafla út úr þessu Viðhorfi
til dæmis, ágrip eða yfirlit. Þann-
ig setti Árni Böðvarsson orðið
líka í Íslenzka orðabók 1963. En
ástæða þess, að ég brást þessu
orði til varnar, var að menn voru
að ganga af því dauðu með því að
nota orðið úrdrátt í þess stað.
Það orð merkir hins vegar í mín-
um huga að draga úr einhverju,
gera minna úr einhverju, sem
varla er ætlun þeirra sem tala
um úrdrátt úr einhverju máli
sínu til stuðnings. Aðra merk-
ingu orðsins var heldur ekki að
hafa í orðabókinni 1963.
En svo var hver orrusta háð að
til stríðsins tók. Í annarri útgáfu
orðabókarinnar, aukinni og
bættri, sem kom út 1988 var út-
dráttur gefinn sem önnur merk-
ing orðsins úrdráttar. Nú eru
orðabækur síður en svo heilagar
kýr, en þær fylgja þróun málsins
og eru börn síns tíma.
Ég sé í hendi minni að stríðið
er tapað; úrdráttur er orðinn út-
dráttur. En ég mun ekki beygja
knén. Ég mun halda úrdrætti og
útdrætti vendilega aðskildum og
ekki hvika frá þeim frekar en
zunni. Hvað sem Íslenzkri orða-
bók líður!
En ég er ástríðufullur orða-
bókarlesandi og nú er nýja orða-
bókin komin á náttborðið hjá
mér. Þar sem fyrst dugði ein bók
upp á 850 blaðsíður og síðan
1.260 blaðsíður eru komin tvö
bindi, sem telja rétt tæpar 1.880
blaðsíður saman.
Þessi nýja orðabók sýnist mér
í fljótu bragði vel úr garði gjörð.
Og hún er barn síns tíma hvað
orðfærið snertir; frjálslynd og
íhaldssöm í senn!
Ég ætla ekki hér og nú að fara
nánar út í þá sálma, en nefni þó
eitt atriði, sem olli mér ósköpum.
Sem skýring á orðinu nauðgun
er sagt, að hún sé samfarir við
konu gegn vilja hennar; nauðga
konu. Og ekki orð um það meir.
Meðan ég finn ekki fleiri dæmi
um svona hugsunarvömm, er
þetta einsdæmi og slys í mínum
huga. Eins og James Bond sagði;
einu sinni er einsdæmi, tvisvar
er tilviljun, en í þriðja skipti ertu
að fást við óvininn.
Leiðir mínar og séra Sigurðar
Ægissonar í Siglufirði lágu sam-
an á dögunum. Reyndar var Sig-
urður til skamms tíma kollega
minn á Morgunblaðinu. En Sigl-
firðingar báru gæfu til þess að
kveðja hann heim. Séra Sigurður
er drengur góður, listamaður til
munns og handa; skáldmæltur og
drátthagur. Mér fannst fara vel á
honum í kirkju bernsku minnar,
undir altaristöflu Gunnlaugs
Blöndal, þar sem frelsarinn still-
ir vatn og vind.
Í samtali okkar Sigurðar kom
m.a. fram, að við erum báðir
mjög óánægðir með orðið graf-
skrift, sem títt er notað um
skrána, sem fólk lætur gjöra til
jarðarfara.
Ég hef heyrt notuð orðin erfi-
ljóð, sálmaskrá og grafskrift, en
af þeim finnst mér aðeins sálma-
skrá ganga í þessu tilviki. Erfi-
ljóð er ljóð sem ort er til minn-
ingar um einhvern; eftirmæli í
bundnu máli og grafskrift er
grafletur; áletrun á legstein. Og
er svo enn í Íslenzkri orðabók!
Séra Sigurður velti hins vegar
upp orðinu útfararskrá, sem tæki
af öll tvímæli um það, hvers kon-
ar skrá er þarna á ferðinni. Ég
kem þessu hér með á framfæri.
Annan Morgunblaðsmann
langar mig að nefna til þessa Við-
horfs. Það er reyndar ritstjóri
blaðsins til margra ára og
meistari minn til blaðs og ljóðs,
Matthías Johannessen. Auðvitað
á ég að nefna Matthías í hópi ís-
lenzkukennara minna, síðast en
ekki sízt, því móðurmálið leikur
honum á tungu og var stór þáttur
í hans blaðamennskukennslu.
Hann skrifaði á dögunum Bréf til
blaðsins um Rétt tungunnar.
Kveikjan að bréfi Matthíasar
var grein í DV: Enskan flæðir yf-
ir íslenzk fyrirtæki. Í bréfinu
rifjar Matthías m.a. upp heim-
sókn sína í Menntaskólann við
Hamrahlíð, þar sem kynni hans
af hópi ungra nemenda sögðu
honum, að undirstaða móður-
málsins væri réttleg fundin, og
stæltu hann í trúnni á það, „að
við getum glímt við þennan út-
lendan þrýsting, þessa ensku
áskorun, eins og okkur sæmir“.
Í DV var líka litið til Danmerk-
ur og sagt, aðdanska málnefndin
óttist að enskan sé að taka við af
dönskunni. „Og kallar hún þó
ekki allt ömmu sína eins og
slangið veður uppi þar á bæ,“
sagði Matthías.
Því danskir eiga sér engan
Hamrahlíðarhóp og eru nú að
vakna upp við vondan draum.
Þeir hafa vanrækt undirstöðuna
og danskan á í vök að verjast. En
núvilja menn hver um annan
þveran snúa vörn í sókn. Móð-
urmálið er að komast á umræðu-
dagskrána. Til marks um það er
m.a., að
Radíkali vinstri flokkurinn
hefur markað sérstaka stefnu
um móðurmálið, þar sem kjarn-
inn er að styrkja danska tungu,
en ekki stýra henni.
Við stöndum betur að vígi en
Danir. En allur er varinn góður.
Við þurfum á öllum okkar
Hamrahlíðarhópum að halda.
Allt eykst
orð af orði
Hér er fjallað um málfar og morðingja
orða, en líka vikið að bjartari hliðum,
vangaveltum og Hamrahlíðarhópum.
VIÐHORF
Eftir Freystein
Jóhannsson
freysteinn@mbl.is
Á LAUGARDAGINN birtist í
Morgunblaðinu grein eftir Ásdísi
Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í
Garðabæ, undir yfirskriftinni „Jafn-
rétti í þágu fjöldans.“ Þar gerði bæj-
arstjórinn lítið úr árangri borgaryf-
irvalda Reykjavíkur í jafnréttis-
málum og sagði stjórn borgarinnar
einkennast af áralöngum biðlistum
eftir leikskólaplássum og ýmiss konar
annarri þjónustu. Á hinn bóginn hélt
Ásdís Halla því fram að Sjálfstæðis-
flokkurinn væri merkisberi jafnrétt-
isbaráttu á Íslandi og nefndi þar fæð-
ingarorlof feðra máli sínu til
stuðnings.
Síst skal ég gera lítið úr mikilvægi
þess að feður hafi tækifæri til að njóta
samvista við börn sín á fyrsta ævi-
skeiði þeirra, enda held ég að um það
sé þverpólitísk samstaða. Hins vegar
eru fullyrðingar bæjarstjórans um
stjórn borgarinnar vægast sagt und-
arlegar og hljóta að vera byggðar á
vanþekkingu. Ég held að fáum bland-
ist hugur um þann mikla árangur sem
Reykjavíkurborg hefur náð í jafnrétt-
ismálum á undanförnum áratug. Vil
ég í því sambandi vísa í ágætan leið-
ara Morgunblaðsins 1. febrúar sl.
Eins og fram kom í nýlegri grein for-
vera míns í starfi, Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur, hefur Reykjavíkur-
borg m.a. tekist að jafna hlut
kynjanna í æðstu stjórnunarstöðum
og er nú svo komið að konur eru með-
al æðstu embættismanna á öllum
sviðum borgarrekstursins. Þá hefur
launamunur karla og kvenna sem
starfa hjá borginni minnkað umtals-
vert, úr 14% 1996 í 7% 2002 og er
núna langt undir landsmeðaltali.
Þessi árangur er engin tilviljun, held-
ur hefur hann náðst með markvissri
stefnumótun og aðgerðum borgaryf-
irvalda, mikilli vinnu og eftirfylgni.
Staðreyndin er sú að í tíð Reykjavík-
urlistans hafa jafnréttissjónarmið
gegnt lykilhlutverki í öllu starfi og
rekstri borgarinnar. Það skilar ár-
angri. Þá er ótalin sú gríðarlega upp-
bygging og þjónustuaukning leik-
skóla og grunnskóla sem átt hefur sér
stað á undanförnum árum og skiptir
auðvitað sköpum fyrir velferð fjöl-
skyldnanna í borginni. Þar hefur
Reykjavíkurlistinn lyft grettistaki.
Heilsdagspláss á leikskólum hafa þre-
faldast síðan 1994, dvalarstundum
fjölgað um tæp 70%, og um hundrað
nýjar leikskóladeildir bæst við á leik-
skólum borgarinnar. Á þessu ári mun
öllum börnum tveggja ára og eldri
standa til boða pláss í leikskóla og
stefnt er að því að fyrir lok kjörtíma-
bilsins muni öll börn átján mánaða
eiga aðgang að leikskóla. Tíu milljörð-
um króna hefur verið varið í upp-
byggingu grunnskólanna, skólinn ein-
setinn, kennurum fjölgað, og kjör
þeirra bætt. Svona mætti lengi telja.
Það er annars óljóst í hvað bæjar-
stjórinn er að vísa þegar hún talar um
„ýmsa aðra þjónustu“. Ekkert sveit-
arfélag á landinu veitir íbúum sínum
eins mikla og fjölbreytta þjónustu og
Reykjavíkurborg. Félagsþjónustan í
Reykjavík hefur á mörgum sviðum
verið öðrum sveitarfélögum fyrir-
mynd, og árlega kaupir borgin um
hundrað félagslegar íbúðir til að
mæta þeirri miklu þörf sem skapast
hefur fyrir leiguhúsnæði á viðráðan-
legu verði eftir að breytingar voru
gerðar á félagslega eignakerfinu og
kaupleigukerfinu árið 1999. Í þeim
efnum stendur borgin sig t.d. mun
betur en Garðabær, en eins og fram
kom í nýlegri skýrslu Jóns Rúnars
Sveinssonar um húsnæðismál í
Reykjavík er fjöldi félagslegra íbúða
hlutfallslega langminnstur í Garðabæ
og á Seltjarnarnesi.
Ég geri mér grein fyrir því að þing-
kosningar eru á næsta leiti og að í að-
draganda þeirra er Sjálfstæðisflokkn-
um mikið í mun að gera lítið úr
árangri forvera míns í embætti borg-
arstjóra. Mér finnst hins vegar
skeytasendingar bæjarstjóra í öðru
sveitarfélagi eins og þær sem birtust í
Morgunblaðinu síðastliðinn laugar-
dag óviðeigandi.
Jafnrétti í verki
Eftir Þórólf
Árnason
„Í tíð
Reykjavík-
urlistans
hafa jafn-
réttissjón-
armið gegnt lykilhlut-
verki í öllu starfi og
rekstri borgarinnar.“
Höfundur er borgarstjóri.
„BÆR í blóma.“ Þau orð virðast
eiga við, því að hvarvetna blasa við
framkvæmdir í Garðabæ. Ný svæði
eru stöðugt skipulögð. Leikskólar og
aðrar menntastofnanir þurfa auðvit-
að að fylgja í vaxandi byggð og um
leið þarf að huga að byggingu
íþróttamannvirkja.
Í samanburði við uppbyggingu
íþróttamannvirkja í Kópavogi, Mos-
fellsbæ og Hafnarfirði hallar mjög á
Garðabæ. Stjarnan ber mjög skarð-
an hlut frá borði varðandi þá tíma til
æfinga sem íþróttafélög hennar fá til
afnota. Við foreldrar sem fylgjum
börnum okkar í keppni sjáum hvern-
ig þau dragast aftur úr jafnöldrum
sínum.
Sundlaugin okkar er notaleg og
mikið sótt og þjónusta starfsmanna
hússins frábær, en það sorglega er að
börnin okkar vilja ekki í hana. Þau
sækja annað, þar sem rennibrautir
og önnur leiktæki eru. Fimleika-
deildin býr við afar slæmar aðstæð-
ur. Ég hef bent á að upplagt væri að
fimleikarnir fengju „græna salinn“ til
afnota fullbúinn nútíma tækjum og
aðbúnaði. Aðstæður annarra íþrótta-
greina eru einnig mjög takmarkaðar.
Þetta eru staðreyndir um þær að-
stæður, sem íþróttafólk okkar verður
að búa við í Garðabæ. Við missum
vegna þess marga af okkar bestu
leikmönnum til annarra liða. For-
eldrar una þessu eðlilega illa og þar
við bætist að æfingagjöld eru hér
meðal þeirra hæstu á landinu öllu.
Heildarsýn er nauðsynleg
Byggð fór að vaxa í Garðabæ um
1960. Þáverandi sveitarstjóri, Ólafur
G. Einarsson, hafði ásamt öðrum
ráðamönnum forystu um nýskipan
byggðar með því að ljúka frágangi
gatna og lagna, byggingu skóla og
annarra mannvirkja í almenna þágu.
Þessi stefna hefur í heild ríkt síðan,
en það sorglega er að skipulag
íþróttamála hefur orðið útundan.
Allt skipulag og áætlun um gerð
íþróttamannvirkja er í molum og
flest það, sem gert hefur verið, fram-
kvæmt í tímahraki eða úr öllu sam-
bandi við heildarsýn. Í þessu sam-
bandi má nefna að viðbygging
Flataskóla er látin ná inn á malar-
völlinn, sem einn er nothæfur til æf-
inga allt árið. Menn hófu leit að stað
fyrir gervigrasvöll. Þeir komu hon-
um fyrir sunnan Flataskóla og vest-
an Stekkjarflatar. Nú er hafin bygg-
ing áhorfendastúku við knatt-
spyrnuvöllinn. Það er vel, en farsælla
hefði verið, að reisa hana sem þátt í
heildarskipulagi svæðisins. Þetta
kalla skipulagsfræðingar búta-
saumsskipulag. Það er auðvitað sjálf-
sagt, að skipulag og faglega gerð
áætlun ráði framkvæmdum. Hvar-
vetna bæði innanlands og utan er nú í
sívaxandi mæli lögð áhersla á að
skólar, íþróttahús og vellir þjóni sem
best þörf fólks í hverjum byggðar-
kjarna, en um leið verði til sú mið-
stöð, sem efli kynni og samstarf fólks
á ýmsum aldri, ekki síst barna og for-
eldra.
Verkefni þetta er því tvíþætt. Við
hvern skóla þarf að sjá fyrir hæfilegu
leikfimishúsi, sundlaug til kennslu og
útisvæðum til leikja og íþrótta. Þess-
ar aðstæður geta og dugað fólki til al-
mennrar líkamsræktar. Að sjálf-
sögðu styð ég af alhug alla viðleitni
bæjaryfirvalda til þess að koma
ákveðið til móts við þessa þörf skól-
anna og almennings. Miðstöð félags-
og íþróttalífs er samt nauðsyn.
Við vorum mörg, sem fögnuðum
þeirri ákvörðun bæjarstjórnar að
veita fé til að reisa íþróttahús. Ákveð-
ið var að ætla því stað í Hofstaða-
mýri. Í fyrstu virtist sú staðsetning
góð, en svo er þó ekki að mínu áliti.
Það er ár síðan ég hóf að ræða við
ráðamenn um hversu mikilvægt er að
byggja upp íþróttamiðstöðina í Ás-
garði. Flestir sjá hversu mikil óþæg-
indi hljótast af byggingu nánast
samskonar íþróttaaðstöðu í Mýrinni.
Foreldrar þurfa að fá tækifæri til að
fylgjast með börnum sínum við æf-
ingar eða keppni eða taka þátt í
íþróttum sjálfir á sama tíma. For-
eldrar ættu líka að eiga þess kost að
setjast niður og njóta veitinga í
huggulegum veitingasal og eiga
kynnisstund við aðra aðstandendur.
Einnig má benda á að þegar stór mót
eru haldin á vegum Stjörnunnar er
það sjálfgefið að best fer á því að það
fari fram allt á sama stað.
Ráðamönnum hefur verið bent á
a.m.k. tvær útfærslur á stækkun
íþróttamiðstöðvarinnar í Ásgarði.
Önnur tillagan er eftir ágætan
Garðbæing. Í tillögunni er sýnt fram
á, að hægt er á mjög smekklegan
hátt að tengja saman stúku fyrir
knattspyrnuvöllinn, nýtt íþróttahús
með tveimur keppnisvöllum, alrými
með félagsaðstöðu og veitingasölu,
sundlaugagarði fyrir börn og bættri
sólbaðsaðstöðu og síðast en ekki síst
tengingu við félagsheimili Stjörn-
unnar. Með því að gera „græna sal-
inn“ að fimleikahúsi fengjum við tvo
æfingasali í núverandi keppnishúsi
auk tveggja sala í nýju húsi.
Stjörnunnar sómi
Oft er vanmetið það mikla sjálf-
boðastarf, sem Stjörnufélagar og þá
ekki síst foreldrar leggja fram. Það
eru því eðlilega foreldrar, sem knýja
á um bætta aðstöðu og skynsamlega
uppbyggingu á þessu sviði.
Stjarnan er jafnan krafin um þess-
ar úrbætur eða félaginu kennt um
það sem miður fer. Slíkt er mjög
ósanngjarnt. Hlutverk bæjarfélags-
ins er að búa íbúum sínum sem besta
aðstöðu til íþrótta- og félagslífs.
Á aðalfundi Stjörnunnar hinn 27.
feb. sl. var samþykkt að unnið yrði
markvisst að uppbyggingu íþrótta-
miðstöðvarinnar í Ásgarði. Ég veit
og að þessi afstaða á sér fylgi meðal
margra. Hönnun slíkrar miðstöðvar
yrði bæjaryfirvöldum stórkostlegt
tækifæri til að koma Garðabæ í
fremstu röð um glæsileg mannvirki
þar sem bæjarbúar gætu notið
heilsuræktar og ánægjulegrar sam-
veru. Sú framkvæmd verður til
heilla. Hún er hafin yfir öll pólitísk
viðhorf eða persónulegan metnað.
Hún yrði sómi bæjar í blóma.
Bær í blóma – eða hvað?
Eftir Eyjólf
Bragason
„Samþykkt
var að vinna
að mark-
vissri upp-
byggingu
íþróttamiðstöðvarinnar
í Ásgarði.“
Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.