Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. NÚ um stundir þykir fínt að hafa eftir þá fullyrðingu sumra menn- ingarvita, að ljóðið sé dautt; ef ekki steindautt. En mér virðist, sem einn af helstu gerendum ljóðsins í dag, að hér sé um misskilning að ræða. Allavega er ég ekki stein- dauður ennþá, og ljóðin mín ekki heldur. Það er kominn tími til að snúa vörn í sókn, og skilgreina að hvaða leyti ljóðið lifir enn; en ekki bara að hvaða leyti það hefur dáið. Hugsa má sér að til séu þrenns konar megintegundir af ljóðum: Það eru þess konar ljóð sem nem- endur á skyldunámsstigi læra að gera sér í hugarlund; í tilraunum sínum til að skilja blæbrigði móð- urmálsins. Í þessu hlutverki er ljóðið sígrænt. Í öðru lagi eru það ljóðaleikir fullorðinna, sem ganga undir ýms- um nöfnum svosem tækifæriskveð- skapur, söngtextar, hagyrðingar, skúffuskáldskapur, leirburður o.fl. Þessi grein hefur skroppið mjög saman á umliðinni öld, en er þó enn algeng. Í þriðja lagi er það ljóðið í hinum æðra skilningi; ljóðið sem á með samþjöppun sinni og dýpt, að vera best til þess fallið að sýna fram á listrænt frjómagn þjóðtungunnar; nokkurs konar orðagaldur sem á að árétta stöðu þjóðtungunnar sem í senn lýðræðislegustu, kynngi- mögnuðustu og persónulegustu þjóðarafurðina. Í þessum þriðja skilningi hefur stöðu ljóðsins hrakað nokkuð á um- liðinni öld; en þó kannski ekki svo mikið. T.d. sýnist mér að jafnan hafi verið hægt að greina svosem tug lifandi góðskálda á hverjum tíma, og annan tug sem skortir fjölbreytni og dýpt til að teljast í fremstu röð; en eru þó gjarnan því auðmeltari. Deilt er um hvort staða þessara hágæðaskálda hafi í raun minnkað á Íslandi á liðinni öld, eða hvort það hafi bara verið hluti af sjálfstæðisáróðri rímþjóðarinnar að setja þau svo mjög á stall. Líklegt er að ljóð séu í raun sjaldnast mik- ið lesin. Það leiðir af eðli ljóðsins sem samþjappaðs boðskapar. Það nægir að lesa fáein ljóð eftir hvern höfund með löngu millibili, til að ná kjarnanum af því sem hann hefur fram að færa. Líkja má ljóðaflór- unni við hlaðborð, þar sem sum eru líkari káli en önnur líkari kalkúna- kjöti. Hvort tveggja er gott að fyr- irfinna í bland í dagblöðum, tíma- ritum og bókum, en ef menn hungrar, þá sækja þeir þó oftar í kjötið. Þannig vita áhugasamir gjarnan hver bitastæðustu skáldin eru á hverjum tíma; þótt gæðin skipti þá ekki alltaf jafn miklu máli. Það sem helst vakir fyrir fólki er það lýsir efasemdum um stöðu ljóðsins í nútímanum, er staða þess andspænis skáldsögunni. Enda er skáldsagan meiri markaðsvara; á markaðstímum. Það er hægt að selja fólki þykkar innbundnar skáldsögur, en ljóðin fá menn ókeypis úr menningardálkum dag- blaða. Það er fýsilegt að þýða skáldsög- ur og kynna þannig landið í útlönd- um, en ljóðin eru illþýðanleg og í öllu falli seig undir tönn. Því eru þau einkum til innanlandsbrúks. En vei þeirri þjóð sem getur ekki einnig boðið svöngum ferða- manni upp á kjöt en ekki bara rjómatertu skáldsögunnar; ef eftir er leitað. Því halda flestar vestræn- ar þjóðir utanum tilvist ljóðskálda sinna; líkt og um gullforðabúr sé að ræða; til að baktryggja rétt sinn til að teljast sjálfstæð þjóð. Þetta endurspeglast í tilvist lár- viðarskáldanna í Bretlandi og í Bandaríkjunum, en einnig í því að við hæfi þykir að Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs minni einnig á tilvist ljóðskáldanna öðru hverju. Og það sama á við um Íslensku bókmenntaverðlaunin. Ljóðið er nú ekki dauðara en þetta! TRYGGVI V. LÍNDAL. Um „dauða“ ljóðsins Frá Tryggva V. Líndal BUSH lýsti því yfir nýlega að meg- intilgangur krossferðarinnar í Írak væri að losa Íraka undan óstjórn og jafnframt að taka þjóðarauðinn, olíu- na, úr höndum fámennrar klíku og af- henda hann réttum eigendum, íröksku þjóðinni. Þegar ég heyrði þetta kom mér í hug hvort ekki væri upplagt fyrir íslenzku þjóðina að senda Bush bænarskrá og biðja hann liðsinnis. Hann hlýtur að hafa nokkra hrausta dáta aflögu til að losa Ísland við þá fámennu klíku stráka og land- hlaupara, sem hafa sölsað undir sig þjóðarauðinn, fiskinn í sjónum. Bush skuldar Íslandi stóran greiða fyrir uppáskriftina á stríðsvíxilinn í Prag hérna um daginn og myndi ef- laust vera fús til að gera þetta. Þetta myndi líka vera í samræmi við þá stefnu hans að frelsa heiminn frá öllu illu og færa honum auðveldan sigur til að stæra sig af. GEIR MAGNÚSSON, fyrrum fisksali í Harrisburg. Bush bjargi Íslandi Frá Geir Magnússyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.