Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 26
LISTIR 26 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ MATTHÍAS Viðar Sæmundsson dósent vinnur um þessar mundir að ritun ævi- sögu Héðins Valdi- marssonar. Héðinn, sem var fæddur árið 1892 og lést árið 1948, var sonur hjónanna Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og Valdimars Ásmunds- sonar. Hann var þekktur stjórn- málamaður í Reykja- vík og sat á þingi fyr- ir Alþýðuflokkinn um árabil á fyrri hluta síðustu aldar, en var jafnframt formaður verkalýðs- félagsins Dagsbrúnar um langt skeið og forstjóri Olíuverslunar Ís- lands. Ráðgert er að ævisaga Héð- ins komi út hjá JPV-útgáfu í haust. Var mörgum ráðgáta Að sögn Matthíasar Viðars átti Héðinn Valdimarsson mikinn þátt í þróun íslenskra stjórnmála og gætir áhrifa hans enn á ýmsum sviðum. „Héðinn var einn litríkasti og áhrifamesti stjórnmálamaður tuttugustu aldarinnar. Líf hans var mörgum ráðgáta – hvernig einn maður gat í senn verið harð- ur verkalýðsforingi, sósíalisti og einn helsti auðmaður landsins. Einhver sagði við mig að Thors- arar hafi verið hálfgerðir smá- kaupmenn miðað við Héðin, sem var umboðsmaður alþjóðlegs auð- hrings hér á landi. Hvað sem því líður, þá bjuggu hjá honum and- stæður, sem spegla 20. öldina að mínum dómi. Það verður engum einföldum mælistikum eða hug- tökum komið yfir Héðin Valdi- marsson,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Ævisögunni verður að líkindum skipt í tvo hluta og vinnur Matthías Viðar nú að fyrri hlut- anum, sem fjallar um árin 1892– 1918 í lífi Héðins, uppvöxt og nám bæði í Reykjavík og Kaupmanna- höfn. „Foreldrar Héðins koma mikið við sögu, en þáttur móður hans, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, í íslenskri kvenréttindasögu er flestum kunnur. Valdimar Ás- mundsson, faðir hans, var 19. ald- ar maður, fríþenkjari en hikaði frammi fyrir nýjum öflum, um- kringdur af litríkum einstakling- um sem margir biðu ósigra af sjálfs sín völdum. Mín aðferð við bókina er að flétta saman sögum gömlu kynslóðarinnar við sögu Héðins, enda var Ísland 20. ald- arinnar til í reynsluheimi þessara manna og þá í horfátækt, vaðandi skít, banvænum drykkjuskap og ofbelti gagnvart konum og börn- um – ekki huggulegum heimi alda- mótakvæða, eins og þeir segja.“ Matthías Viðar hefur um árabil fengist við rannsóknir á menning- arsögu þess tíma er ævisaga Héð- ins spannar og segir hann að vinna sín við bókina sé eðlilegt framhald af þeim. „Þetta er í senn mjög dramatísk persónusaga, og menningarsaga,“ segir hann. Bréf úr fórum fólksins Efnisgrunnur ævisögunnar er unninn úr frumheimildum sem lít- ið hefur verið sinnt til þessa, að sögn Matthíasar Viðars: Gögnum bæjarfógeta, lögregluskýrslum, bréfum til fátækrastjórnar og skattayfirvalda og óbirtum bréf- um einstaklinga, einkum Héðins sjálfs, foreldra hans og Laufeyjar systur hans. „Það má kannski orða það þannig að þetta sé fjölþráða saga þar sem sögum margra ein- staklinga er fléttað saman við ævi Héðins, sem vex um miðja bók inn í sjónarmiðju. Þar er jafnframt dregin upp mynd af jafnöldrum hans sem takast á í stjórnmálum í seinna bindinu. Fyrra bindið er eins og tafl þar sem leikendum er raðað upp til átaka, ef svo má segja.“ Auglýst var eftir heimildum fyr- ir vinnslu bókarinnar í Morgun- blaðinu í gær, bréfum úr fórum Héðins og fjölskyldu hans, auk ljósmynda, og segir Matthías Við- ar að strax hafi borist viðbrögð við auglýsingunni. „Það er mjög gaman að fá slíkar heimildir frá fólki, þar sem margar eyður eru í söfnunum sem eru til staðar. Við vitum af miklum heimildum úti í samfélaginu og það bætist stöðugt við þær sem ég hef til umráða, þannig að ég er mjög bjartsýnn,“ segir hann að síðustu. Vinnur að ritun ævisögu Héðins Valdimarssonar Einn litríkasti stjórnmála- maður síðustu aldar Matthías Viðar Sæmundsson Héðinn Valdimarsson ÞJÓÐSAGAN um hana Búkollu er alþekkt og hefur haldið vinsæld- um sínum um aldir. Flestir Íslend- ingar kannast við söguna enda greipist hún í barnsminnið við end- urtekna hlustun. Búkolla er goð- sagnakennd persóna, hin alvitra, allsmegnuga kýr, sem fólk treystir á jafnt sér til lífsviðurværis og ráð- gjafar ef mikið liggur við. Það er allt annað en auðvelt að taka þennan efnivið og gera úr honum leiksýningu sem hæfir börnum. Frásögnin fylgir strákn- um sem er stanslaust á ferðalagi og dokar hvergi við, aðrir er koma við söguna eru frekar táknrænar en eiginlegar persónur og takmarkað hægt að prjóna utan um meitluð tilsvör sem hrjóta af vörum þeirra. Greinilegt er að sýningin er hugsuð út frá myndrænum frekar en leikrænum forsendum. Sviðs- myndin er firnafalleg og líkneski þau er gerð hafa verið af kúnni, ló- unni og skessunni tilkomumikil. Hinn sjónræni þáttur sýningarinn- ar verður líka eftirminnilegasti hluti hennar enda ná þar saman vandað handverk, beislað ímyndun- arafl og þroskað litaskyn. Til að hin meitlaða og forneskju- lega frásögn upphaflegu þjóðsög- unnar njóti sín sem best er sýning- unni skipt í tvo vel afmarkaða þætti. Annars vegar er létt umfjöll- un um heimilislíf á afdalabæ, hvarf Búkollu og upphaf leitarinnar þar sem ýmsar furðupersónur úr fánu landsins gantast við strákinn. Hins vegar er skipt um stíl eftir hlé og þjóðsagan tekur við með öllum sín- um þunga stíganda uns kemur að leiðarlokum. Ýmislegt er vel gert í fyrri hlut- anum, t.d. sniðuglega gerðar brúð- ur, undirfurðulegar persónur og smellinn texti. Annað reynist létt- vægara, m.a. lög, textar og flutn- ingur þeirra. Það skorti líka hreyf- ingu og snerpu í samtöl stráksins við lóu og orm.Seinni hlutinn er mun áhrifameiri og skemmtilegast að sjá hvernig hin ýmsu vandamál í sambandi við sviðsetningu farartál- manna eru leyst. Hildigunnur Þrá- insdóttir var skörugleg húsfreyja, fyndin lóa og ógurleg skessa og Ív- ar Örn Björnsson fjörugur og skondinn strákur. Það er þakkar- vert að leikhúsfólk skuli leita í þjóðsagnaarf okkar að efnivið og færa hann í myndrænan búning. Þessi litríka sýning mun án efa skjóta upp kollinum í huga ungra áhorfenda þegar þau hlýða næst á þessa sígildu frásögn. Taktu hár úr hala mínum … LEIKLIST Hálfur hrekkur í dós í samvinnu við Leikfélag Akureyrar Höfundur leikgerðar og leikstjóri: Hildi- gunnur Þráinsdóttir. Leikmynd og gervi: Þórarinn Blöndal. Hugmyndasmiður: Jón- as Viðar Sveinsson. Búningar: Kristín Sigvaldadóttir og Þórarinn Blöndal. Lýs- ing: Ingvar Björnsson. Tónlist: Skúli Gautason. Hljóðmynd: Gunnar Sig- urbjörnsson. Leikarar: Hildigunnur Þrá- insdóttir og Ívar Örn Björnsson. Rödd af segulbandi: Saga Jónsdóttir. Brúðu- stjórnendur: Hildigunnur Þráinsdóttir, Jónas Viðar Sveinsson og Þórarinn Blön- dal. Sunnudagur 6. apríl. BÚKOLLA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ívar Örn Björnsson í hlutverki stráksins ræðir hér við lóu nokkra. Sveinn Haraldsson SÖNGSVEITIN Fíharmónía var upphaflega stofnuð til að flytja stór verk með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, sem þá var rekin af Rík- isútvarpinu og var Róbert A. Ott- ósson stjórnandi. Undir hans stjórn voru mestu kórverk sögunnar flutt, til að nefna dæmi, níunda sinfónína eftir Beethoven, Carmina Burana eftir Orff, þýsk sálumessa eftir Brahms. Nokkuð minnkaði umfang kórstarfsins er slitið var samstarfi kórsins við sinfóníuhljómsveitina. Undir stjórn Bernharðs Wikinson- ar hefur vegur söngsveitarinnar vaxið og má segja, að með upp- færslu Messísar eftir Händel, sl. sunnudag, í Langholtskirkju, hafi kórinn náð sömu stöðu og þegar vegur hans var mestur. Kórþætt- irnir allir voru mjög vel mótaðir, sérstaklega er varðar hraðaval, vandasamt „melisma“, eins t.d. í kórunum, For unto us a child is born, His yoke is easy, Let us break their bonds asunder og All we like sheep have gone astray, og einnig ber að geta um örugga út- færslu á snjöllum radd-skörunum, sem alls staðar er finna í rithætti Händels, eins t.d. í Alla breve fúgunni og náði þeim hátíðleika og tign, sem blómstr- aði hinu fræga Halle- lúja, stóru Alla breve fúgunni og tveimur síðustu kórunum og þá sérstaklega í Amen þættinum, sem var glæsilega sunginn. Einsöngvararnir ungu áttu stórar stundir og vakti góður söngur þeirra verðuga athygli, þónokkuð gætti þreytu undir það síðasta. Tenorinn Eyj- ólfur Eyjólfsson opnaði söngþátt verksins með tónlesinu fræga Com- fort ye, á einstaklega fagran máta og síðan söng hann aríuna Ev’ry valley, svo að ljóst er að þarna fer einstaklega efnilegur tenorsöngv- ari. Eftir mikið en stutt melisma tónles, Thus saith the Lord, er sungið var frábærlega vel af bassa- söngvaranum Ágústi Ólafssyni, sté altsöngkonan Sesselja Kristjáns- dóttir á pall og söng aríuna But who may abide the day of his com- ing, einstaklega fallega og ekki síð- ur aríuna O thou that tellest good tidings to Zion. Sópransöngkonan Hulda Björk Garðarsdóttir hóf fyrst upp rödd sína eftir hið fræga hjarðljóð meistarans, með fjór- skiptu tónlesi, er síðan tengist þeim fræga kór, Glory to god, þar sem leikið er með andstæðurnar, ris- mikið ákall til Guðs og hljóðláta bænina And peace on earth, sem Haydn og Beethoven rómuðu sérstaklega. Hjarðljóðið, sópran tónlesið og kórinn Glory to God, er ein áhrifamesta samstæða verksins. Arían Re- joice greatly var glæsilega sungin af Huldu Björk og var þessi erfiða aría sung- in að miklu öryggi. Af stóru er að taka, ef til- greina á hvert atriði, en auk þess sem kór- inn söng af snilld, var athyglisvert hversu vel hinir ungu ein- söngvarar stóðu sig, raunverulega í upphafi starfsferils síns og í átök- um við eitt mesta meistaraverk tón- bókmenntanna. Hljómsveitin var sérlega góð, strengjahljómurinn hreinn undir forustu Rutar Ingólfsdóttur og trompetteinleikur Eiríks Arnar Pálssonar í bassa-aríunni, The trompett shall sound, var frábær. Óbóleikaranir Daði Kolbeinsson og Peter Tomkins léku erfiðar mesliama línurnar, svo að hvergi bar á skugga og continuo undirleik- urinn var sérlega öruggur. Með þessum tónleikum hefur Söngsveit- inni Fílharmóníu, undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar, tekist að endurheimta sína fyrri stöðu, sem mikilvægur sönghópur við flutning á viðamestu meistaraverkum kór- bókmenntanna. Að endurheimta sína fyrri stöðu TÓNLIST Langholtskirkja Flytjendur Söngsveitin Fílharmónía. Ein- söngvarar: Hulda Björk Garðarsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Eyjólfur Eyjólfs- son og Ágúst Ólafsson. Hljómsveit undir forustu Rutar Ingólfsdóttur konsert- meistara. Einleikari á trompett Eiríkur Örn Pálsson. Stjórnandi Bernharður Wilk- inson. Sunnudagurinn 6. apríl 2003. MESSÍAS EFTIR HÄNDEL Jón Ásgeirsson Bernharður Wilkinson SÖNGLÖG Oddgeirs Kristjánssonar verða flutt í Hafnarborg í kvöld, þriðjudags- kvöld, kl. 20. Það er barnabarn Oddgeirs, Hafsteinn Þórólfsson, sem syngur lögin við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur pí- anóleikara og Matta Kallio harmónikku- leikara. Oddgeir Kristjáns- son lifði og starfaði sem tónlistarmaður í Vestmannaeyjum (1911–1966) og var valinn maður síðustu aldar af Vest- mannaeyingum. Hann samdi fjölda laga sem hafa náð miklum vinsæld- um og mörg þeirra fyrir þjóðhátíð- ina í Vestmannaeyjum. Meðal laga Oddgeirs eru t.d. Ég veit þú kemur í kvöld, Gamla gatan og Ship o-hoj. Árið 1968 var gefin út nótnabókin Vor við sæinn sem inniheldur 26 söngva Oddgeirs. Hafsteinn Þórólfsson lýkur 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík í vor. Aðalheiður hefur starfað sem undirleikari með fjölda kóra og einsöngvara og er ein af 4Klass- ískum. Matti Kallio harmónikku- leikari samdi og flytur tónlistina í leikritinu Púntilla og Matti sem sýnt er í Borgarleikhúsinu þessa dagana. Oddgeirslögin í Hafnarborg Þau flytja lög Oddgeirs Kristjánssonar í Hafnar- borg í kvöld: Matti Kallio, Aðalheiður Þorsteins- dóttir og Hafsteinn Þórólfsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.