Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 52
FJÓRIR bandarískir háskólanemar hafa verið kærðir af for- svarsmönnum samtaka bandaríska tónlistar- iðnaðarins (R.I.A.A. eða The Recording Industry Association of America) fyrir að deila á milli sín tónlistar- skjölum í gegnum Net- ið. Fóru samtökin fram á að tækni sú sem nemarnir notuðu yrði gerð óvirk og kröfðust ríflega 22 milljóna króna í skaðabætur fyrir hvert það lag sem var látið flakka manna á millum. Nemarnir fjórir héldu utan um laga- safnið, sem staðsett var í netkerfi þriggja skóla (Princeton, M.I.T. og Rensselaer tækniskólanum). Að- gang höfðu nemendur og kennarar. Sagði forseti R.I.A.A., Cary Sher- man: „Það er nauðsyn- legt að beita sér gegn hvers kyns ólöglegri dreifingu á tónlistar- skrám ef tónlistariðn- aðurinn á að geta starfað eðlilega. Svona kerfi eru einhvers konar staðbundnar út- gáfur af Napster og eru alveg jafn ólögleg- ar og það forrit. Þetta er eyðileggjandi fyrir listamennina og alla þá sem vinna í þessum geira.“ Princeton lagði sitt kerfi þegar niður en hinir skólarni tveir leita réttar síns. R.I.A.A. kom því leið- ar á sínum tíma að Napster var lokað árið 2001. Síðan þá hefur fjöldinn allur af við- líka forritum sprottið upp. Gárungar hafa sagt Napsterforritið vera „fyrsta undur“ Netsins. Kærðir fyrir að deila! 52 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ     HL MBL Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Gæti hinn rangi verið hinn rétti? Sýnd kl. 5.30 og 10.05Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl.10. B.i 14.  SG DV  HL MBL  HÖJ Kvikmyndir.com  SV MBL  Radíó X  H.K. DV 1/2 HL Mbl  Kvikmyndir.is 1/2 Kvikmyndir.com Sjóðheit og mögnuð stórmynd með frábærum tæknibrellum. Frá leikstjóranum Jon Amiel. HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 12. 3 Besti leikari íaðalhlutverkiAdrien Brody BestileikstjóriRomanPolanski BestahandritÓSKARS-VERÐLAUN Kvikmyndir.com HJ MBL ÓHT RÁS 2  Radio X Sýnd kl. 6 og 9. B.i 14. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16. / Sýnd kl. 10. B.i. 16. Sýnd kl. 3.45, 5.50 og 8. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is SV MBL Radíó X SG DV Gæti hinn rangi verið hinn rétti? FRÁ LEIKSTJÓRA “ROMEO MUST DIE” OG “EXIT WOUNDS” INNIHELDUR FRÁBÆRA TÓNLIST MEÐ DMX, EMINEM OG 50 CENT  SG DV  HL MBL Sýnd kl. 10. B.i. 12. Með hinum rauðhærða Rupert Grint sem leikur Ron Weasley í HARRY POTTER myndunum ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK Kvikmyndir.is KRINGLAN HILARY SWANK AARON ECKHART DELROY LINDO STANLEY TUCCI Tilboð 500 kr. Mögnuð spennumynd sem sló rækilega í gegn við opnun í Bandaríkjunum í síðustu viku með óskarsverðlaunahöfunum Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro í aðalhlutverki. sv mbl Kvikmyndir.isi i i ÁLFABAKKI SÝNINGIN Locust eftir sænska listamanninn Thomas Broomé var opnuð í Gallerí Hlemmi um helgina. Sýningin sam- anstendur af sex hundr- uð engisprettum sem gerðar eru úr kókdós- um. „Ásamt engisprettu- hljóðunum sem mynda þrívítt hljóðumhverfi vekur verkið upp heimsendalega sýn af vörumerki sem fjölgar sér í stöðugri leit að gróða. Vörumerki sem orðið hefur að risa og ýtir undir múgsefjun og eyðileggur allt sem í vegi þess verður,“ segir í tilkynningu. Broomé hefur haldið fjölda sýninga bæði í Svíþjóð sem og á alþjóð- legum vettvangi og þess má geta að hann er virt- ur fyrirlesari á sviði margmiðlunarlista. Rósa Jónsdóttir og Þóra Þórisdóttir gallerístjóri á opnun Broomé. Morgunblaðið/Golli Listamaðurinn sýnir engisprettur úr kók- dósum, sem minna á vörumerki er fjölgar sér í leit að gróða. Engi- sprettu- faraldur Sýningin stendur til 27. apríl. Opið fim. til sun. frá klukkan 14 til 18. Opnun í Galleríi Hlemmi AÐSPURÐUR í vikunni af undirrituðum hvort að Eivør Pálsdóttir – færeyska tán- ingsstelpan sem nú hefur ver- ið búsett hér um nokkurt skeið og iðkað sína list – væri náttúrubarn í tónlist, sagði Birgir Bragason, meðspilari hennar, stutt og klárt „já“. Ekki var orð um það meir. Fyrir þá sem hafa heyrt frá- bæra plötu hennar og voru svo heppnir að fara á þessa tónleika hennar blasir þetta líka klárlega við. Tónlistin hefur greinilega flotið um í blóðinu frá fæðingu; hæglega náttúrulegasta hæfileika- manneskja sem ég hef lengi, lengi séð. Það er líkt og hún hafi fundist nakin úti í skógi sem reifað barn, dottin niður úr himnaríki tóna og hljóma. Eivør hefur verið að vinna efni með ofangreindum mönnum að undan- förnu. Blanda þau færeyskum og ís- lenskum þjóðlaga- arfi, saman með rokki og djassi. Að- koman er nýstárleg; spunafærni Íslend- inganna fær t.d. að njóta sín og Eivør er dugleg að hleypa rödd sinni – ótrúlega sterkri og blíðri – á hlemmiskeið. Nýtt og gamalt er brætt saman á farsælan hátt á meðan hrein- leiki hins þjóðlega söngarfs er sem pallur undir. Það er magnað, næstum hreinsandi, að fylgjast með Ei- vøru og félögum. Sköpunin er hrein, flæðir látlaust fram líkt og ekkert sé verið að hafa fyrir snilldinni. Róleg, þjóð- lagakennd lög voru því sem næst stingandi og áhorfendur stóðu á öndinni er Eivør flutti eitt þeirra, einungis studd bassaleik Birgis. Á hinn bóg- inn var unnið með rokk- kenndar „hljótt – hátt – hljótt“ stemmur að hætti Sig- ur Rósar en innblásnir kraft- kaflarnir kölluðu þá gæða- sveit óneitanleg fram í hug- ann. Upprokkuð þjóðlög Fair- port Convention og glæstur losarabragur Astral Weeks Van Morrisons sveif og yfir vötnum. Eivør er vel heima í þjóðlagapælingunum en spunalögin á köflum dálítið ómótuð og melódíupælingar á stundum óþarflega litlar. Til- raunamennskan hér þjónar þó með réttu tónlistargyðj- unni, ekki ævintýraþrá eða hégóma. Sköpunin lýtur þeirri grundvallarþrá lista- mannsins að ná að fanga eitt- hvað fallegt. Það er líka nær- andi að sjá hversu vel samhæft þetta fereyki er. Þessir sjóuðu fagmenn þrír eru greinilega að fá mikið út úr því að starfa með Eivøru og sömuleiðis þrífst hún vel á þessu trausta, tónlistarlega baklandi. Alveg meiriháttar. „Ástar- stúnd“ Tónleikar Kaffileikhúsið Eivør Pálsdóttir og hljómsveit Tónleikar færeysku tónlistarkon- unnar Eivarar Pálsdóttur og hljómsveitar. Eivør lék á gítar og söng, Eðvarð Lárusson lék á raf- gítar, Birgir Bragason á kontra- bassa og Pétur Grétarsson á trommur/slagverk. Föstudag- urinn 4. apríl, 2003. Arnar Eggert Thoroddsen Tónlist „Sköpunin er hrein, flæðir látlaust fram líkt og ekkert sé verið að hafa fyrir snilldinni,“ segir m.a. um frá- bæra tónleika Eivarar Pálsdóttur og félaga sem fram fóru á föstudaginn. Morgunblaðið/Jim Smart SKÝIN viku fyrir risaþotu Atlanta á há- lendi Íslands á sunnudag þegar Fyrsta flugs félagið og Flugmálafélag Íslands stóðu fyrir útsýnisflugi í samvinnu við Atlanta og Vífilfell. Tilefni flugsins var að hundrað ár eru liðin frá því Wright- bræður flugu í fyrsta sinn. Flogið var frá Keflavík og áleiðis til Akureyrar og yfir miðju hálendinu lyftust skýin sem þöktu suðvesturhornið, farþegunum til mikillar gleði. Leiðin lá til Akureyrar, þaðan yfir hálendið og austur að Vopnafirði áður en snúið var aftur til Keflavíkur. Rúmlega 200 farþegar voru með í för og fengu þeir að skoða flugstjórnarklef- ann að flugi loknu ásamt því að allir fengu heiðursskjal. Flugstjóri var Trausti Sigurðsson og var Arngrímur Jó- hannsson með í för í flugstjórnarklef- anum. Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðlis- fræðingur lýsti því sem fyrir augu bar. „Allar þessar sprungur minna okkur á það að verið er að toga landið í sundur,“ sagði Ari Trausti yfir hálendinu þegar stórar sprungur voru sjáanlegar. Hann benti fólki einnig á Herðubreið og sagði hana oft nefnda drottningu íslenskra fjalla, enda skartaði hún sínu fegursta í hádegissólinni. Farþegar voru á öllum aldri, sá yngsti tveggja ára og sú elsta níræð. Um borð voru fjórir ættliðir saman komnir, meira að segja tvennir. Margir farþeganna voru búnir að skoða kortin ítarlega áður en farið var í loftið og fylgdust vel með hverjum stað. Trúðar skemmtu börn- unum um borð og mátti þó- nokkuð oft heyra: „vá,“ frá þeim þegar þau lýstu hrifn- ingu sinni. Þeim fannst þó bóndabæirnir heldur smáir í fjarlægðinni. Yngsti farþeginn í útsýnisfluginu, Haraldur Elís Gíslason, 2 ára, fær nammi hjá flugfreyjunum Önnu Gunnlaugsdóttur og Petreu Ómars- dóttur. Guttinn er í fangi föður síns Gísla Engilberts Haraldssonar. Morgunblaðið/Ómar Margrét Finney Jónsdóttir, 5 ára, gaf sér tíma til að líta af útsýninu úr risa- þotunni en móðir hennar Ólafía Mar- grét Gunnarsdóttir og hinir farþegarnir gátu ekki slitið sig frá gluggunum. Trúðarnir skemmtu börnunum á meðan beðið var eftir brottför. Skýin viku fyrir risaþotu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.