Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 24
NEYTENDUR 24 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAU menningarlegu skil er ollu því að tónlist snemm-barokkmanna var ekki flutt að ráði eftir 1700 voru tæknilegs eðlis, þ.e.a.s. tilkoma nýrra og betur smíðaðra hljóðfæra, er voru bæði hljómmeiri og tónviss- ari en eldri hljóðfærin, er aftur hafði áhrif á þróun leiktækni og tónsmíði svo að gömlu hljóðfærun- um var beinlínis lagt. Það voru fyrst og fremst strengjahljóðfærin sem ollu þessari byltingu og upp úr 1750 og fram á 19. öldina verða mjög mikilvægar breytingar á blásturshljóðfærum, svo að jafnvel síðbarokkmenn, eins t.d. J.S. Bach, þurftu að þola það að „frú gleymska“ sæti á nótum þeirra. Á tónleikum Kammerkórs Hafnar- fjarðar, undir stjórn Helga Braga- sonar, sem haldnir voru sl. þriðju- dagskvöld í Hásölum, tónleikasal Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, var gerð tilraun til að skyggnast aftur til liðins tíma, ekki aðeins með því að flytja gamla tónlist heldur og nota eftirgerðir gamalla hljóðfæra, sem að hluta til voru smíðuð af Hans Jóhannssyni, nefnilega fiðla, tvær tenorgömbur og viólóne (kontrabassi). Það var sannarlega fallegur og þýður hljómur í þessum hljóðfærum, sem nutu sín sérlega vel í kammerverki eftir Willam Lawes (1602–1645) en hann mun vera einn af fyrstu tónskáldunum er sömdu eiginlega kammertónlist, því hljóðfæratónlist Ítala frá þess- um tíma var að mestu hljómsveit- artónlist. William var hirðtónlist- amaður Karls I. og féll í orustu 1645, en hann gekk í konungsher- inn, til að verja sinn konung, sem pútitanar tóku höndum og dæmdu seinna til dauða. Annað verkið á efnisskránni var kantatan Alles, was ihr tut, eftir Buxtehude og er þessi kantata byggð á hljóðfæra- þáttum, kórölum og aríum og í stóru safni af kantötum, eru aðeins til fimm dæmi um þessa formskip- an, þar sem öll þessi atriði koma saman, Einsöngvari í verkinu var Benedikt Ingólfsson bassi, er söng mjög fallega þetta látlausa verk og sama má segja um kórinn og hljóð- færaleikinn í heild. Segja má að kanón rittæknin hafi meira og minna verið hin fræðilega undirstaða alls þess sem J.S. Bach samdi, enda var hann sérlega leik- inn í þessari listgrein, sem er í raun stúdía í kontrapunkti. Fyrir utan það sem finna má í mörgum kór- alforspilum og víða í öðrum verk- um, eins og t.d. í Tónafórninni og List fúgunnar, samdi hann nokkur sérstök kanónverk og eitt þeirra, Verschiedene Canones BWV 1087, var leikið á þessum tónleikum. þetta verk kemur ekki fram í dags- ljósið fyrr en 1975, sem er nokkuð tortryggilegt, auk þess sem margt í þessum kanónum er mjög stirð- busalegt í gerð og ólíkt því sem Bach er frægur fyrir. Kanónarnir nr. 11 og 13 eru til í eldri gerð BWV 1077, sem út af fyrir sig sann- ar ekki neitt varðandi „höfundar- rétt“ meistarans. Það var hins vegar alveg ljóst í glæsilegum rithætti kantötunnar, Allein zu dir BWV 33, að þar var meistarinn að verki. Glæsilegur upphafskórinn sem er að formi til kóralforspil, tónles fyrir bassa, sem Benedikt söng af miklum myndug- leik í samspili við Peter Tompkins á barokkóbó, undursamlega falleg alt aría, sem Guðrún Edda og Hildi- gunnur Halldórsdóttir léku sér að flytja með miklum glæsibrag, tón- les er Garðar Thór söng með tölu- verðum tilþrifum í samspili við Tompkins og Gunnar Þorgeirsson en báðir léku á barokkóbó, tvísöng- ur tenors og bassa og að endingu fallegur kórall, undir stjórn Helga Bragasonar, var einstaklega ljúf upplifun, fyrir góðan söng kórs og einsöngvara og hljómfagran hljóð- færaleik, sem í streymi hins glæsi- lega tónmáls meistarans ljómaði af fegurð og stórkostlegum skáldskap. Að verja sinn konung TÓNLIST Hásalir Kammerkór Hafnarfjarðar, hljómsveitin Aldavinir og einsöngvararnir Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Benedikt Ingólfsson og Garðar Thór Cortes, fluttu verk eftir William Lawes, Buxtehude og J.S. Bach. Þriðjudagurinn 1. apríl. 2003. BAROKKTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson NEMENDUR við Listaháskóla Ís- lands eru nú staddir í Mílanó, þar sem þeim hefur boðist að taka þátt í alþjóðlegri hönnunarsýningu, sem nefnist Salone internazionale del mobile og stendur yfir dagana 9.-14. apríl. Sýningin er talin ein virtasta sýning sinnar gerðar í Evrópu og sækja hana um 200.000 gestir, aðallega fagfólk, en einnig heildsalar, smásalar og framleið- endur í leit að nýjum hugmyndum og tækifærum. Þá munu um 4.000 blaðamenn sækja sýninguna, sem gefur henni mikla umfjöllun í blöð- um og tímaritum. Það er talinn mikill heiður fyrir Listaháskóla Íslands, að nem- endum hans skuli boðið að taka þátt í þessari sýningu. Í tilefni far- arinnar ákvað stjórn Menningar- og styrktarsjóðs Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis að styrkja hópinn. Jóhannes Helgason hjá SPRON afhendir nemendum í Listaháskóla Íslands styrkinn, en ekki voru allir nemarnir sem fara utan við afhendinguna. SPRON styrkir listnema LISTIR FRÆÐSLUEFNI um geymsluþol matvæla eftir opnun umbúða hefur verið gefið út. Að útgáfunni standa Kvenfélagasamband Íslands og Leiðbeiningastöð heimilanna í sam- vinnu við Hagkaup og Bændasam- tökin. Um er að ræða spjald í A-4 stærð og á því eru jafnframt ýmsar upplýsingar um rétta meðferð og geymslu matvæla. Til ráðgjafar við gerð spjaldsins voru matvælafræð- ingar á matvælasviði Umhverfis- stofnunar og heimiliskennarar. Hjördís Edda Broddadóttir, fram- kvæmdastjóri Leiðbeiningastöðvar heimilanna, segir fyrirspurnir varð- andi geymsluþol og rétta meðferð matvæla algengar allan ársins hring. Einnig sé spurt um notkun og um- gengni við kæliskáp og val á umbúð- um fyrir kælivörur hjá Leiðbein- ingastöðinni. „Þekking fólks á örverum í um- hverfinu getur verið mjög mismun- andi og við fáum hinar ótrúlegustu fyrirspurnir. Það skiptir því miklu að upplýsa fólk. Okkar markmið er að gera neytendur sér meðvitandi um mikilvægi þess að geyma matvæli rétt í kæliskáp og jafnframt að með- höndla matvæli rétt, sem skiptir ekki síður máli. Allir vilja forðast óþarfa matarsýkingar og það má auðveld- lega gera með réttum vinnubrögð- um,“ segir Hjördís Edda. Tafla yfir geymsluþol Á fræðsluspjaldinu er tafla yfir mismunandi geymsluþol matvæla í kæli svo sem á kjöti, fiski, mjólkur- afurðum, eggjum o fl. eftir opnun umbúða. Einnig er mynd af kæliskáp sem sýnir rétta röðun matvæla, sem og upplýsingar um geymsluþolsmerk- ingar, rétt hitastig í kæliskáp og fjölgun örvera. Á spaldinu eru jafnframt ábend- ingar um umgengni, mikilvægi réttr- ar röðunar og reglulegra þrifa og leiðbeiningar um rétta kælingu, sem veitir vörn gegn matarsýkingum. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að geyma öll matvæli í lokuðum umbúð- um. Hreinlæti tryggir öryggi og geymsluþol matvæla og einnig þarf að huga að útliti vörunnar og lykt. Á bakhliðinni eru upplýsingar um umbúðir fyrir kælivöru, affrystingu og gagnleg ráð um þrif kæliskápa. „Á spjaldinu eru saman komnar mikilvægar upplýsingar um geymsluþol og meðferð matvæla og tilvalið að hengja það framan á kæli- skápinn. Sumar af þessum upplýs- ingum má finna í matreiðslubókum en með þessu móti er hægt að spara sér mörg spor þegar spurningar vakna,“ segir Hjördís Edda. Einnig bendir hún á að geymslu- þolsspjaldið sé ekki síður gott inn- legg í kennslu í heimilisfræði og öðr- um matvælagreinum í grunn- og framhaldsskólum. Hægt er að nálgast leiðbeining- arnar í öllum verslunum Hagkaupa og jafnframt hjá Leiðbeiningastöð heimilanna. Fræðsluspjald um geymsluþol matvæla NEYTENDASAMTÖKIN létu kanna lántökukostnað bílalána í febrúar síðastliðnum. Þá voru vextir á bilinu 11,3% til 11,8% en nú eru flestar lánastofnanir með 10,3% vexti. „Ástæðan fyrir lækkuninni getur verið gott aðhald og könnun Neyt- endasamtakanna er liður í því,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda. „Svo hafa stýrivextir Seðlabank- ans verið að lækka, þannig að vaxta- kjör hafa almennt batnað. Eftir sem áður erum við að tala um raunvaxta- umhverfi sem er töluvert umfram það sem er í boði í nágrannalönd- unum,“ segir hann. Runólfur segir einnig mikilvægt að fólk sé búið að gera sér grein fyrir því hvort það ræður við fjármagns- kostnaðinn áður en til bílakaupanna kemur. Vextir á bílalánum lækka EGILS páskabjór, Egils malt páskabjór og Tuborg Paskebryg eru nýjar bjórtegund- ir sem eru til sölu í verslunum ÁTVR, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrir- tækinu. „Egils páskabjór er bragðmikill 5% lagerbjór sem minnir á þýskan bjór. Bjór- inn býr yfir miklu jafnvægi og fyll- ingu. Egils malt páskabjór er sætur og dökkur 5,6% maltbjór með mikilli fyllingu og góðu eftirbragði. Tuborg Paskebryg bjór er 5,7% lagerbjór. Bjórinn er fallega gylltur með keim af karamellueftirbragði. Framleiðsla á Egils páskabjór tekur um það bil einn mánuð og fylgjast bruggmeistararnir náið með löguninni á öllum stigum framleiðsl- unnar,“ segir ennfremur. Páskabjórinn verður til sölu í verslunum ÁTVR fram yfir páska. Ölgerðin mun einnig selja veitinga- stöðum og veislusölum páskabjór- inn. NÝTT Páskabjór í þremur útgáfum UM næstu mánaðamót er stefnt að því að verð á vörum hjá Íslenskum markaði í Leifsstöð á Keflavík- urflugvelli verði uppgefið í íslenskum krónum og hætt verði að nota bandaríkjadal sem aðalgjaldmiðil. Hafi fólk kosið að nota íslenskar krónur hefur þurft að umreikna þær yfir í dali. Viðskiptavinir hafa gert athugasemdir við þennan viðskiptamáta og með- al annars kvartað við Samkeppnisstofnun. Þá hafa þeir einnig verið ósáttir við að geta ekki séð gengið sem notað hefur verið við umreikning. Logi Úlfarsson, framkvæmdastjóri Íslensks mark- aðar, segir að ákveðið hafi verið að gefa verð fram- vegis upp í íslenskum krónum. Segir hann stefnt að því að breytingarnar taki gildi um næstu mánaða- mót. Logi segir að með þessu sé verið að koma til móts við óskir íslenskra viðskiptavina og verða við ábend- ingum frá Samkeppnisstofnun í kjölfar kvartana. „Ástæðan fyrir því að við höfum verið með verð í dölum fram að þessu er að stór hluti okkar viðskipta- vina er útlendingar og við höfum staðið í þeirri mein- ingu að þeir hefðu betri tilfinningu fyrir því verði í stað íslenskra króna. Það eru hinsvegar breyttir tímar og þessi háttur fer heldur ekki vel með okkur þegar miklar sveiflur eru á gengi bandaríkjadals eins og verið hefur und- anfarið.“ Logi segir að vinna sé hafin við að breyta bæði bókhalds- og lagerkerfi fyrirtækisins, sem og kassa- kerfinu. Verð í krónum í Leifsstöð Verð í Leifsstöð verður gefið upp í íslenskum krónum frá og með næstu mánaðamótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.