Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 51 Uppljóstrunin (Full Disclosure) Spennumynd Kanada 2001. Skífan. VHS (98 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: John Bradshaw. Aðalleikendur: Fred Ward, Christopher Plummer; Rachel Ticotin, Penelope Ann Miller. BLAÐAMAÐURINN John McWhirther (Ward), er tekinn að halla sér um of að flöskunni í sam- ræmi við hnignandi feril og fækk- andi dálksentimetra. Fréttahauk- urinn þarf nauðsynlega á krassandi máli að halda ef ekki á illa að fara. McWhirther á að- gang að leka inn- an Alríkislögregl- unnar sem kemur honum á sporið. Morð á kaupsýslu- manni í Los Ang- eles er ekki eins hversdagslegt og það lítur út fyrir heldur á það rætur að rekja til pal- estínsks öfgáhóps. Þannig hefst margsnúinn sögu- þráður um upprisu byttunnar sem lumar á vondum málum úr fortíð- inni, nánar tiltekið frá tímum blómabarna og stríðsátakanna í Víetnam. Palentínskur skæruliði og gamlir félagar frá hippatím- unum koma róti á líf hans sem fær skyndilega tilgang og ferillinn endurnýjaða lífdaga. Eltingaleikir og málaflækjur við yfirmann hjá Alríkislögreglunni (Plummer), átök við leigumorð- ingja og flugumenn, óvænt ásta- mál, brestandi sambönd á milli rit- stjóra og fyrrum stjörnu úr blaðamannastétt; öllu er grautað saman í skálina svo úr verður mik- ið veður út af litlu. Ward, sem framdi ferilslegt harakiri er hann tók að sér hlutverk rithöfundarins Henrys Miller í Henry and June (’90), einni verstu mynd allra tíma, er staffírugur í aðalhlutverkinu. Enda frambærilegur leikari þótt hlutverkin fari dagversnandi. Mill- er (Kindergarten Cop) er hinsveg- ar ótrúverðug sem kaldrifjaður leigumorðingi, sá sem valdi hana í hlutverkið er örugglega í mun verra starfi í dag. Uppljóstrunin er annars þokkalega mönnuð með Plummer gamla og Ticotin innan- borðs en útkoman engu að síður meðalspenna byggð á slitnum klisjum. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Skálkar og dálkar Tákn/Signs Væntingar til leikstjórans M. Night Shyamalan eru miklar, en hér fatast honum flugið. Umgjörðin er vönduð en fyrirsjáanleiki og ósamræmi setja mark sitt á sálfræðina í sögunni. (H.J.) Lilo og Stitch  Skemmtileg Disney-mynd þar sem kveður við nýjan tón úr smiðju þeirri; hvað varðar teikningu, lita- notkun og efnistök. (H.L.) Leiðin til Perdition/ The Road to Perdition  Sláandi glæpasaga frá kreppuár- unum, jafnframt einstætt augnakon- fekt. Óskarsverðlaunatilnefningar á færibandi en útlitið innihaldinu of- ursterkara. (S.V.) Maður eins og ég  Róbert Douglas nálgast raunveru- leikann (miðað við Drauminn) í gráglettinni mynd um brösuglegt ástalíf ráðvillts svartsýnismanns. Dálítið glompótt en góð afþreying með Þorstein Guðmundsson fremst- an í fínum leikhópi. (S.V.) Kaffivagninn/ Halbe treppe/Grill Point  Vel leikin og raunsæ þýsk mynd um tvenn hjón sem neyðast til að endur- skoða líf sitt þegar framhjáhald kemur upp. Skemmtileg, áhrifarík og kemur á óvart. (H.L.) Skyndimyndir/ One Hour Photo  Áhugaverð kvikmynd með Robin Williams í aðalhlutverki. Þar er fjallað um áhugaverð efni, einsemd, mannúð og hið ómanneskjulega í nú- tímanum. (H.J.) GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn REGLUR aðdráttaraflsins (The Rules of Attraction) heitir athygl- isverð mynd sem kemur á leig- urnar á morgun. Hér er á ferð nýjasta myndin sem gerð er eftir sögu hins umdeilda bandaríska rit- höfundar Brett Easton Ellis, þess er skrifaði American Psycho og Less Than Zero. Myndina gerði Roger Avary, sem gerði Drepandi Zoe (Killing Zoe) árið 1994 og átti þátt í að skrifa Reyfara (Pulp Fict- ion) Tarantinos. Þeir sem til Ellis þekkja ættu að vita hvers lags mynd er hér á ferð, en fagið hans hefur verið vegvillt og veruleikafirrt ung- menni, oftar en ekki ofdekruð pabbabörn, sem fengið hafa allt upp í hendurnar, og vilja bara meira. Í Reglum aðdráttaraflsins segir frá ungum vinahópi þar sem fyrirferðarmestur er kvennaflag- arinn Sean Bateman, illa inn- rættur sjálfselskupúki sem vefur báðum kynjum um fingur sér með sykursætu útliti og silkimjúkri tungu. Glöggir höggva eftir eft- irnafninu, en Bateman þessi er einmitt yngri bróðir bandaríska brjálæðingsins Patricks, þess er myrti svo gott sem allt sem hreyfðist í kringum hann í kunn- ustu sögu Ellis. Myndin fékk misjafna dóma og viðtökur vestanhafs, þar sem menn virðast ekki alveg hafa verið tilbúnir að horfast í augu við svo grimman heim æskunnar en í Bretlandi, þar sem nú er verið að sýna myndina í kvikmyndahúsum, hefur hún fengið fínar viðtökur og gagnrýnandi Empire gaf henni m.a. fjórar stjörnur af fimm. Af öðrum myndum sem koma út á myndbandi í vikunni ber náttúrlega að nefna Harry Potter og leyniklefann, mynd sem vart þarf að fjölyrða um, slíkar hafa vinsældir henn- ar verið. Um helgina var það einmitt skjalfest að hún er þriðja myndin í sög- unni sem aflað hefur meira en 600 milljóna dala í tekjur á heimsvísu, en hin- ar eru Harry Potter og viskusteinninn og svo auð- vitað langtekjuhæsta mynd sögunnar Titanic, sem afl- aði 1,2 milljarða dala. Dagmamman fljúgandi Mary Poppins kemur og út í endurbættri útgáfu í vik- unni, einnig spennumyndin Nóg komið (Enough) með Jennifer Lopez. Þær eru svo frumsýndar á mynd- bandi rómantíska gaman- dramað Tortilla-súpan (Tortilla Soup), erótíska spennumyndin Fögur þeg- ar þú grætur (Pretty When You Cry), danska myndin Minniháttar mistök (Små ulykker) sem tilnefnd var til 6 danskra Bodil- verðlauna og svo síðast en ekki síst fimmta mynd- bandið með Bubbi Byggir og félögum hans. Mynd eftir sögu Bretts Eastons Ellis kemur út á myndbandi í vikunni Yngri bróðir banda- ríska brjálæðingsins Það er enginn annar en sjálfur Dawson, James van der Beek, sem leikur Sean Bateman.                                                                   ! "#  ! "#  ! "#  $  $      ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#    ! "#  ! "# % % &  % &  % % % % % &  &  % &  &  &  &  % ' &                           !  " ### $    %   &           $  !"       '  (' )   *  +,- +./0 1  '  *  +,- *  +,-     skarpi@mbl.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐ-LAUN M.A. BESTA MYNDIN SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARS-VERÐLAUN  ÓHT Rás 2  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i 14. Epísk stórmynd í anda The English Patient. Frá leikstjóra Elizabeth. Með stórstjörnunum Kate Hudson og Heath Ledger. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska. www.laugarasbio.is  RADIO X  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! SV MBL Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.