Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.2003, Blaðsíða 22
SUÐURNES 22 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÆJARSTJÓRI Reykjanesbæjar, Árni Sigfússon, opnaði í gær form- lega inniaðstöðu fyrir hjólabretta- og hjólaskautafólk. Aðstaðan er opnuð til bráðabirgða í húsi sem áður hýsti loðnubræðslu Fiskiðj- unnar. „Undanfarin ár hafa bretta- krakkar verið að banka á dyr bæj- aryfirvalda og biðja um aðstöðu. Við höfum reynt að koma til móts við þau,“ segir Hafþór Barði Birg- isson, forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Fjörheima. Byggðir voru pallar úti og síðan var ákveð- ið að koma upp þessari aðstöðu inni í húsi Fiskiðjunnar sem stend- ur ónotað og til stendur að rífa. Þar eru pallarnir með viðeigandi veggjakroti í nábýli við víkinga- skipið Íslending sem þar er geymt í vetur. Hópur ungmenna var fenginn til að mála listaverkin. Hafþór segir að þetta sé tilraun fram á vor. Segir hann að starfið byrji vel og vonast hann til að svo verði áfram. Ef krakkarnir noti aðstöðuna mikið verði reynt að finna fyrir þau varanlega inniað- stöðu til að stunda íþróttir sínar. Í gær var fjöldi barna og ung- linga á hjólabrettum og línuskaut- um á pöllunum. Hafþór segir að unglingarnir hafi verið duglegir að hjálpa til við að koma aðstöðunni upp. „Þessi aðstaða er liður í þeirri viðleitni okkar hjá Fjörheimum að ná til ólíkra þátta unglingamenningar- innar. Þessir krakkar eru til dæm- is ólíklegri til að koma í félagsmið- stöðina til okkar en ýmsir aðrar en fá í staðinn aðstöðu til að stunda áhugamál sín,“ segir Hafþór. Hjólabrettaaðstaðan er opin alla virka daga frá klukkan 14 til 18. Umsjónarmaður aðstöðunnar er Kristján Jónsson. Opnuð aðstaða fyrir hjólabretti og -skauta Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Brettakrakkarnir eru ánægðir með aðstöðuna og fjölmenntu með brettin við opnunina í gær. Reykjanesbær Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Máni lendir fimlega úr miklu stökki á einum pallinum. ODDUR V. Gíslason, björgunarskip- ið í Grindavík, dró Trylli GK 600 til hafnar í Grindavík á sunnudagskvöld. Tilkynnt var að Tryllir væri vélar- vana tæpa sjómílu suðvestur af Hóps- nesi. Oddur V. Gíslason fór af stað um klukkan 18 og var skömmu síðar kom- inn að bátnum. Greiðlega gekk að draga Trylli í land. Talið er að gír bátsins hafi bilað. Tryllir dreg- inn í land Grindavík LJÓÐAKVÖLD, svokallað Erlings- kvöld, verður haldið á Bókasafni Reykjanesbæjar í kvöld, þriðjudags- kvöld, og hefst klukkan 20. Hér er um að ræða sérstaka bók- menntavöku sem kennd er við lista- manninn Erling Jónsson en hann hefur ávallt sýnt Bókasafni Reykja- nesbæjar mikinn sóma, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Erlingur er jafnframt listamaður aprílmánaðar og mun koma og kynna verk sitt sem verður mynd mánaðarins. Ingibjörg Haraldsdóttir ljóðskáld er sérstakur gestur kvöldsins og mun lesa úr ljóðum sínum og Soffía Auður Birgisdóttir flytur erindi um skáldkonuna og ljóðlist hennar, en Ingibjörg hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir árið 2002. Sigurvegarar úr lestrarkeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ munu einnig lesa sjálfvalin ljóð eftir ýmsa höfunda. Um tónlistina sjá nemend- ur úr söngdeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar við undirleik Ragn- heiðar Skúladóttur. Umsjón með þessu kvöldi er í höndum Bókasafns Reykjanesbæjar, menningarfulltrúa og Miðstöðvar símenntunar. Ingibjörg Haraldsdóttir gestur á ljóðakvöldi Reykjanesbær LÚÐRASVEITIR Tónlistarskóla Reykjanesbæjar halda vortónleika sína í dag, þriðjudag. Tónleikarnir verða í Kirkjulundi, félagsheimili Keflavíkurkirkju, og hefjast klukkan 19.30. Í skólanum eru starfræktar fjórar lúðrasveitir sem eru auðkenndar eft- ir getu frá A til D. A-sveit er byrj- endasveit en D-sveit er lengst kom- in. Alls munu um 70 nemendur koma fram á tónleikunum. Stjórnendur þeirra eru Eyþór Kolbeins, Karen J. Sturlaugsson, Lára L. Magnúsdóttir og Sturlaugur J. Björnsson. Nýverið tóku nemendur úr D- sveitinni þátt í æfingabúðum Lúðra- sveitar æskunnar og léku síðan með henni á tónleikum í Ráðhúsi Reykja- víkur sunnudaginn 30. mars sl. undir stjórn norska hljómsveitarstjórans Kjell Seim. Lúðrasveit æskunnar er skipuð lengst komnum blásara- og slagverksnemendum úr skólalúðra- sveitum landsins og þurfa nemendur að taka inntökupróf í sveitina til að öðlast sæti í henni. Lúðrasveit æsk- unnar var að þessu sinni skipuð um 40 nemendum og voru 14 þeirra frá D-sveit Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Fyrir skömmu hljóðritaði Ríkisút- varpið um 30 mínútna efnisskrá með D-sveitinni og verður það efni vænt- anlega sent út um páskana. Frítt er inn á tónleikana í Kirkju- lundi í kvöld og eru þeir öllum opnir. Vortón- leikar lúðra- sveitanna Reykjanesbær „ÞETTA er mjög fínt en leggja mætti meiri pening í þetta. Til dæmis lekur þakið,“ sagði Máni Ingólfsson línuskautakappi sem ásamt Ragnhildi Jónasdóttur og Þorbirni Einari Guðmundssyni hafa aðstoðað við það í sjálfboðavinnu að koma brettaaðstöðunni upp. Þau aðstoðuðu við að hanna pallana og koma þeim upp. Svo fengu þau styrk frá bænum til að kaupa úðabrúsa fyrir vinnu við veggjakrotið. Þau segjast aðeins hafa fiktað við veggjakrot áður, við mismikla ánægju lögreglunnar og bæjaryfirvalda, og því væri einstakt að fá svona stóra veggi til að fá útrás á. Strákarnir hafa báðir dvalið í Danmörku og segja að miklu meira sé lagt í að koma upp góðri aðstöðu þar heldur en hér á landi. Máni segir til dæmis að upphaflega hafi verið áformað að brettaaðstaðan fengi hálft Fiskiðjuhúsið en víkingaskipið taki allt of mikið pláss frá þeim. Þá mætti setja einhvern pening í að útbúa fleiri palla. Öll eru þau þó sammála um að gott sé að fá þessa aðstöðu inni. Mætti leggja meiri pening í þetta JÓHANNES Jónsson opnaði á laugardagsmorgun nýja Bónus- verslun á Fitjum í Njarðvík þar sem Hagkaup voru áður til húsa með því að bjóða viðskiptavini velkomna. Þá þegar hafði safnast saman fólk við búðina. Bónusverslunin er tuttugasta verslun keðjunnar og í hópi þeirra stærri. Í tilefni af opnun verslunarinnar í Reykjanesbæ ákvað Bónus að láta eina milljón króna af hendi rakna til góðra málefna í sveitarfélaginu. Afhenti Jóhannes Jónsson fulltrúum félaga og stofnana styrkina við athöfnina. Íslands- meistarar Njarðvíkinga í 8. flokki karla í körfubolta fengu 200 þús- und krónur, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 400 þúsund krónur til að bæta aðstöðu við móttöku sjúklinga. Loks fékk Íþróttasjóður menn- ingar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar 400 þúsund krón- ur. Ljósmynd/Hilmar Bragi Ingólfur Ólafsson, formaður unglingaráðs, tók við gjöfinni úr hendi Jóhannesar Jónssonar. Gáfu milljón til góðra málefna SLÖKKVILIÐ Brunavarna Suður- nesja var kallað út vegna tilkynn- ingar um mikinn eld í húsnæði fisk- eldisstöðvar á Vatnsleysuströnd í fyrrinótt. Reyndist tilkynningin fölsk. Sigmundur Eyþórsson slökkvi- liðsstjóri sagði að á þriðja tímanum í fyrrinótt hafi Neyðarlínan tilkynnt að fiskeldisstöðin væri alelda. Allt fastaliðið hafi verið kallað út og sent af stað með forgangshraði á dælubíl, auk slökkviliðsstjóra. Þeg- ar liðið var komið eitthvað áleiðis bárust því upplýsingar um að til- kynningin væri ekki rétt en slökkvi- liðið lauk þó ferð sinni og gekk úr skugga um að allt væri með felldu á staðnum. Lögreglan rakti símtalið og kom í ljós að ölvaður maður hafði hringt og var tilkynningin liður í einhverj- um deilum manna í milli. Sigmundur segir að það sé stór- alvarlegt mál þegar slökkvilið sé gabbað með þessum hætti. Það skapi hættu, bæði fyrir þá sem sendir eru af stað og fyrir aðra íbúa á svæðinu þar sem dregið sé veru- lega úr styrk liðsins til að kljást við raunverulega bruna eða slys sem geti orðið á sama tíma. Þá kosti slíkt útkall nokkur hundruð þús- unda króna. Röng til- kynning um eld skapaði hættu Vatnsleysuströnd ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.