Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 51

Morgunblaðið - 08.04.2003, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 51 Uppljóstrunin (Full Disclosure) Spennumynd Kanada 2001. Skífan. VHS (98 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjóri: John Bradshaw. Aðalleikendur: Fred Ward, Christopher Plummer; Rachel Ticotin, Penelope Ann Miller. BLAÐAMAÐURINN John McWhirther (Ward), er tekinn að halla sér um of að flöskunni í sam- ræmi við hnignandi feril og fækk- andi dálksentimetra. Fréttahauk- urinn þarf nauðsynlega á krassandi máli að halda ef ekki á illa að fara. McWhirther á að- gang að leka inn- an Alríkislögregl- unnar sem kemur honum á sporið. Morð á kaupsýslu- manni í Los Ang- eles er ekki eins hversdagslegt og það lítur út fyrir heldur á það rætur að rekja til pal- estínsks öfgáhóps. Þannig hefst margsnúinn sögu- þráður um upprisu byttunnar sem lumar á vondum málum úr fortíð- inni, nánar tiltekið frá tímum blómabarna og stríðsátakanna í Víetnam. Palentínskur skæruliði og gamlir félagar frá hippatím- unum koma róti á líf hans sem fær skyndilega tilgang og ferillinn endurnýjaða lífdaga. Eltingaleikir og málaflækjur við yfirmann hjá Alríkislögreglunni (Plummer), átök við leigumorð- ingja og flugumenn, óvænt ásta- mál, brestandi sambönd á milli rit- stjóra og fyrrum stjörnu úr blaðamannastétt; öllu er grautað saman í skálina svo úr verður mik- ið veður út af litlu. Ward, sem framdi ferilslegt harakiri er hann tók að sér hlutverk rithöfundarins Henrys Miller í Henry and June (’90), einni verstu mynd allra tíma, er staffírugur í aðalhlutverkinu. Enda frambærilegur leikari þótt hlutverkin fari dagversnandi. Mill- er (Kindergarten Cop) er hinsveg- ar ótrúverðug sem kaldrifjaður leigumorðingi, sá sem valdi hana í hlutverkið er örugglega í mun verra starfi í dag. Uppljóstrunin er annars þokkalega mönnuð með Plummer gamla og Ticotin innan- borðs en útkoman engu að síður meðalspenna byggð á slitnum klisjum. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Skálkar og dálkar Tákn/Signs Væntingar til leikstjórans M. Night Shyamalan eru miklar, en hér fatast honum flugið. Umgjörðin er vönduð en fyrirsjáanleiki og ósamræmi setja mark sitt á sálfræðina í sögunni. (H.J.) Lilo og Stitch  Skemmtileg Disney-mynd þar sem kveður við nýjan tón úr smiðju þeirri; hvað varðar teikningu, lita- notkun og efnistök. (H.L.) Leiðin til Perdition/ The Road to Perdition  Sláandi glæpasaga frá kreppuár- unum, jafnframt einstætt augnakon- fekt. Óskarsverðlaunatilnefningar á færibandi en útlitið innihaldinu of- ursterkara. (S.V.) Maður eins og ég  Róbert Douglas nálgast raunveru- leikann (miðað við Drauminn) í gráglettinni mynd um brösuglegt ástalíf ráðvillts svartsýnismanns. Dálítið glompótt en góð afþreying með Þorstein Guðmundsson fremst- an í fínum leikhópi. (S.V.) Kaffivagninn/ Halbe treppe/Grill Point  Vel leikin og raunsæ þýsk mynd um tvenn hjón sem neyðast til að endur- skoða líf sitt þegar framhjáhald kemur upp. Skemmtileg, áhrifarík og kemur á óvart. (H.L.) Skyndimyndir/ One Hour Photo  Áhugaverð kvikmynd með Robin Williams í aðalhlutverki. Þar er fjallað um áhugaverð efni, einsemd, mannúð og hið ómanneskjulega í nú- tímanum. (H.J.) GÓÐ MYNDBÖND Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn Guðmundsson/Sæbjörn Valdimarsson  Meistaraverk  Ómissandi Miðjumoð  Tímasóun 0 Botninn REGLUR aðdráttaraflsins (The Rules of Attraction) heitir athygl- isverð mynd sem kemur á leig- urnar á morgun. Hér er á ferð nýjasta myndin sem gerð er eftir sögu hins umdeilda bandaríska rit- höfundar Brett Easton Ellis, þess er skrifaði American Psycho og Less Than Zero. Myndina gerði Roger Avary, sem gerði Drepandi Zoe (Killing Zoe) árið 1994 og átti þátt í að skrifa Reyfara (Pulp Fict- ion) Tarantinos. Þeir sem til Ellis þekkja ættu að vita hvers lags mynd er hér á ferð, en fagið hans hefur verið vegvillt og veruleikafirrt ung- menni, oftar en ekki ofdekruð pabbabörn, sem fengið hafa allt upp í hendurnar, og vilja bara meira. Í Reglum aðdráttaraflsins segir frá ungum vinahópi þar sem fyrirferðarmestur er kvennaflag- arinn Sean Bateman, illa inn- rættur sjálfselskupúki sem vefur báðum kynjum um fingur sér með sykursætu útliti og silkimjúkri tungu. Glöggir höggva eftir eft- irnafninu, en Bateman þessi er einmitt yngri bróðir bandaríska brjálæðingsins Patricks, þess er myrti svo gott sem allt sem hreyfðist í kringum hann í kunn- ustu sögu Ellis. Myndin fékk misjafna dóma og viðtökur vestanhafs, þar sem menn virðast ekki alveg hafa verið tilbúnir að horfast í augu við svo grimman heim æskunnar en í Bretlandi, þar sem nú er verið að sýna myndina í kvikmyndahúsum, hefur hún fengið fínar viðtökur og gagnrýnandi Empire gaf henni m.a. fjórar stjörnur af fimm. Af öðrum myndum sem koma út á myndbandi í vikunni ber náttúrlega að nefna Harry Potter og leyniklefann, mynd sem vart þarf að fjölyrða um, slíkar hafa vinsældir henn- ar verið. Um helgina var það einmitt skjalfest að hún er þriðja myndin í sög- unni sem aflað hefur meira en 600 milljóna dala í tekjur á heimsvísu, en hin- ar eru Harry Potter og viskusteinninn og svo auð- vitað langtekjuhæsta mynd sögunnar Titanic, sem afl- aði 1,2 milljarða dala. Dagmamman fljúgandi Mary Poppins kemur og út í endurbættri útgáfu í vik- unni, einnig spennumyndin Nóg komið (Enough) með Jennifer Lopez. Þær eru svo frumsýndar á mynd- bandi rómantíska gaman- dramað Tortilla-súpan (Tortilla Soup), erótíska spennumyndin Fögur þeg- ar þú grætur (Pretty When You Cry), danska myndin Minniháttar mistök (Små ulykker) sem tilnefnd var til 6 danskra Bodil- verðlauna og svo síðast en ekki síst fimmta mynd- bandið með Bubbi Byggir og félögum hans. Mynd eftir sögu Bretts Eastons Ellis kemur út á myndbandi í vikunni Yngri bróðir banda- ríska brjálæðingsins Það er enginn annar en sjálfur Dawson, James van der Beek, sem leikur Sean Bateman.                                                                   ! "#  ! "#  ! "#  $  $      ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#  ! "#    ! "#  ! "# % % &  % &  % % % % % &  &  % &  &  &  &  % ' &                           !  " ### $    %   &           $  !"       '  (' )   *  +,- +./0 1  '  *  +,- *  +,-     skarpi@mbl.is Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 5.30. B.i. 12. HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com 6 ÓSKARSVERÐ-LAUN M.A. BESTA MYNDIN SV MBL HJ MBL HK DV Kvikmyndir.com NICOLE KIDMAN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI 2 ÓSKARS-VERÐLAUN  ÓHT Rás 2  kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i 14. Epísk stórmynd í anda The English Patient. Frá leikstjóra Elizabeth. Með stórstjörnunum Kate Hudson og Heath Ledger. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i 12. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 12 Tvö sóltjöld fylgja öllum bílstólum til páska. www.laugarasbio.is  RADIO X  KVIKMYNDIR.COM SG DV  ÓHT RÁS 2 Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.30. Þegar röðin er komin að þér þá flýrðu ekki dauðann! SV MBL Jackie Chan og Owen Wilson eru mættir aftur ferskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínspennumynd. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.