Morgunblaðið - 08.04.2003, Side 44

Morgunblaðið - 08.04.2003, Side 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 2003 MORGUNBLAÐIÐ KA-MENN leika við lið frá Bosníu- Herzegóvínu í fyrstu umferð Int- ertoto-keppninnar í knattspyrnu í sumar. Leikið er tvær síðustu helg- arnar í júní og sigurliðið í þessari viðureign spilar tvær fyrstu helg- arnar í júlí við lið frá Belgíu eða Andorra. Ekki liggur ljóst fyrir fyrr en eft- ir nokkrar vikur hvaða lið um er að ræða. Miðað við stöðu mála í Bosníu er líklegast að það verði ann- aðhvort Sarajevo eða Siroki, sem nú eru í 3. og 4. sæti 1. deildar, talsvert á eftir tveimur efstu liðunum, Zelj- eznicar og Leotar, og nokkuð á und- an næstu liðum. Skagamenn mættu einmitt Zeljeznicar síðasta sumar í forkeppni meistaradeildarinnar og töpuðu 3:0 ytra og 1:0 á Akranesi. Bæði Sarajevo og Siroki komust í 2. umferð UEFA-bikarsins í fyrra. Sarajevo sló út Sigma frá Tékklandi eftir vítaspyrnukeppni í síðari leik og Siroki vann tvo sigra, 3:0 og 2:1, á Senec, 2. deildar liði frá Slóvakíu. Í 2. umferð voru bæði slegin út, Sarajevo af Besiktas frá Tyrklandi (2:2, 0:5) og Siroki af Sparta frá Tékklandi (0:1, 0:3). KA tekur í fyrsta skipti þátt í þessari keppni og í annað sinn í Evrópukeppni frá upphafi. Fyrra skiptið var árið 1990 en þá lék fé- lagið í Evrópukeppni meistaraliða. KA-menn unnu þá búlgörsku meist- arana CSKA, 1:0, á Akureyri en töp- uðu, 3:0, í Sofia. KA-menn fara til Bosníu-Herzegóvínu EF farið væri eftir úrslitum í viðureignum liðanna í 1. deild- inni í vetur yrðu það Haukar, FH, ÍR og KA sem kæmust í undanúrslitin á Íslandsmóti karla í handknattleik.  Haukar unnu báða leikina gegn Fram á sannfærandi hátt, 32:26, í Safamýrinni í nóvember og 34:26 á Ásvöllum í mars.  FH og Valur gerðu jafn- tefli, 24:24, í Kaplakrika í nóv- ember en FH vann seinni leik- inn á Hlíðarenda, 26:23, í mars.  ÍR vann Þór, 33:29, í Breið- holtinu í október en Þór vann seinni leikinn á Akureyri, 24:21, í febrúar.  KA vann HK, 32:28, í Digranesi í október og aftur, 26:25, á Akureyri í febrúar. Haukar, FH, ÍR og KA höfðu betur mjög skemmtilegt að horfa á leiki hjá þessum liðum. Liðin hafa verið mjög öflug á sínum heimavöllum og það kannski gefur manni tilefni til að ætla það að KA-menn hafi betur í þessum slag. KA nýtur heimavallarins ef til oddaleiksins kemur sem ég tel nokk- uð víst að verði. Ungu strákarnir hjá KA hafa leyst verkefni sín af mikilli aðdáun og það sem mér hefur fundist til mikillar fyrirmyndar hjá KA- mönnum í vetur er þessi mikla bar- átta og vilji sem fleytt hefur liðinu mjög langt. Mér fannst botninn detta nokkuð úr leik HK-liðsins eftir að það varð bikarmeistari en nú er aftur komið mjög áhugavert verkefni fyrir leikmenn liðsins. Árni Stefánsson Morgunblaðið fékk Guðmund tilað spá í spilin fyrir baráttuna sem fram undan er en mikil spenna er ríkjandi á meðal handboltaáhuga- manna nú þegar slagurinn er að hefj- ast fyrir alvöru. Það er reiknað með fjörugum rimmum og verður barist á fjórum vígstöðum í kvöld – að Ásvöllum í Hafnarfirði, að Hlíðarenda og í Austurbergi í Reykjavík og í KA-húsinu á Akur- eyri. KA – HK 2:1 „Þarna mætast tvö baráttuglöð- ustu lið deildarinnar og yfirleitt er kemur örugglega til með að kveikja í sínum mönnum og honum mun ekki leiðast að mæta sínum gömlu læri- sveinum. Það er óhætt að segja að þarna mætist stálin stinn og í æsi- spennandi baráttu hallast ég að því að Íslandsmeistarar KA hafi vinning- inn og sigri, 2:1.“ Gangi þessi spá Guðmundar eftir mætast Haukar og KA í undanúrslit- unum annars vegar og hins vegar Valur og ÍR. Leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 19.15 og á fimmtudaginn eig- ast liðin við öðru sinni á sama tíma. Þurfi að grípa til oddaleikja í 8 liða úrslitunum fara þeir fram á sunnu- dag. Haukar – Fram 2:0 „Ég sé fyrir að róður Framaranna geti reynst ansi þungur. Haukar hafa verið að sækja mjög í sig veðrið eftir því sem liðið hefur á tímabilið og eru eiginlega illviðráðanlegir fyrir hvaða lið sem er um þessar mundir. Fram- arar hafa þó sýnt mjög góða leiki inn á milli og skemmst er að minnast stórsigurs þeirra á Val þar sem bæði sóknar- og varnarleikur þeirra var til fyrirmyndar. Ef Framarar ætla að komast í þá aðstöðu að ná fram odda- leik þá þurfa þeir að ná algjörum toppleik til að leggja Haukana að velli. Haukarnir eru með betur mannað lið en Fram og hvert sem lit- ið er eru Haukarnir með góða menn í öllum stöðum. Ég vil hins vegar ekki afskrifa Framararana en mín spá segir að Haukar hafi þetta, 2:0.“ Valur – FH 2:1 „Það er gríðarlega erfitt að spá fyrir um þessa viðureign. Þó svo að Valsmenn hafi misst af deildarmeist- aratitlinum á síðustu metrunum þá skyldi enginn afskrifa þá. Auðvitað setti strik í reikninginn fyrir Vals- menn að missa Bjarka Sigurðsson en ég held að þeir nái að leysa það vandamál í úrslitakeppninni. FH-lið- ið hefur tekið gríðarlegum framför- Morgunblaðið/Golli Einar Friðrik Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, í leik gegn Þór Akureyri, þar sem Aigars Lazdins og Bergþór Mortens standa í vörninni og gera eflaust einnig í kvöld þegar liðin mætast í Austurbergi. Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari í handknatt- leik spáir í spilin í átta liða úrslitunum í handknattleik karla Heimavöllurinn vegur þungt GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, segir mjög erfitt að spá fyrir um viðureignirnar í 8 liða úrslit- unum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefjast í kvöld en hann hall- ast þó að því að heimavöllurinn ráði úrslitunum þegar upp verður staðið. KA-menn eiga titil að verja en norðanmenn hrósuðu sigri í fyrra eftir spennandi úrslitaeinvígi við Val þar sem úrslitin réðust í hreinum úrslitaleik í Valsheimilinu. Eftir Guðmund Hilmarsson  BARRY Ferguson, fyrirliði Rangers og einn lykilmanna skoska landsliðsins, hefur verið útnefndur leikmaður ársins í Skotlandi. Það voru leikmenn skosku úrvalsdeild- arinnar sem stóðu að valinu og kom það ekki á óvart að Ferguson skyldi hljóta útnefninguna enda hefur hann leikið sérlega vel með Rang- ers og skoska landsliðinu í vetur.  EVERTON hefur slegið af fyrir- hugaða æfinga- og keppnisferð til Kína í næsta mánuði. Ástæðan er lungnabólgufaraldurinn sem geisað hefur á þessu svæði og hefur dregið fjölda fólks til dauða.  HARRY Kewell, ástralski miðju- maðurinn í liði Leeds United, er nú orðaður við Manchester United og herma heimildir að Alex Ferguson, stjóri United, sé tilbúinn að punga út 6 milljónum punda til að fá Kew- ell í sínar raðir. Kewell á eitt ár eft- ir af samningi sínum við Leeds.  FORSVARSMENN Leeds neita þeim fréttum að þeir hafi samþykkt tilboð United í Kewell og segja Ástralann ekki fylgja fordæmi Rio Ferdinands og ganga í raðir Man- chester United.  CHELSEA og Bayern München er sögð vera komin í kapphlaup um að krækja í hollenska framherjann Roy Makaay sem leikur með Deportivo La Coruna á Spáni. Vit- að er að njósnarar frá Chelsea hafa fylgst með Makaay, sem hefur sett 20 mörk í vetur á Spáni.  MARK Crossley, markvörður hjá Stoke, sem er í láni frá Middles- brough, verður hjá Stoke út keppn- istímabilið. Crossley hefur leikið fimm leiki með Stoke á leiktíðinni og hefur aðeins einu sinni þurft að hirða knöttinn úr neti sínu. Fjórum af þessum fimm leikjum hefur lykt- að með markalausu jafntefli.  ADE Akinbiyi, framherjinn sem Stoke er með í láni frá Crystal Pal- ace meiddist í fyrsta leik sínum með Stoke á laugardaginn og svo getur farið að hann geti ekki leikið meira á tímabilinu. Akinbiyi tognaði illa og fór út af eftir klukkutíma leik.  RAY Lewington, knattspyrnu- stjóri Watford, hyggst hvíla nokkra af lykilmönnum sínum í leiknum á móti Crystal Palace í ensku 1. deildinni í kvöld. Lewington vill hafa sína menn ferska fyrir sunnu- daginn en þá mætir Watford liði Southampton í undanúrslitaleik ensku bikarkeppninnar.  HEIÐAR Helguson, sem misst hefur af síðustu leikjum Watford vegna meiðsla, lætur væntanlega á það reyna í kvöld hvort hann sé tilbúinn í slaginn fyrir næstu helgi en Lewington hefur í hyggju að láta Heiðar leika einhvern hluta af leiknum gegn Palace. FÓLK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.