Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLSKYLDA, vinir og samferða- menn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, efndu til viðamik- illar dagskrár í Borgarleikhúsinu í gær í tilefni 60 ára afmælis forset- ans og var þétt setinn bekkurinn. Margir listamenn komu fram og stutt ávörp voru flutt auk þess sem sýnt var úr kvikmynd með brotum úr ævi forsetans. Ólafur Ragnar Grímsson flutti síðan stutt þakk- arávarp áður en boðið var upp á veitingar. Fjölmargir lögðu leið sína í Borg- arleikhúsið síðdegis til að samfagna forsetanum. Ólafur Ragnar Gríms- son og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, tóku á móti gestum í anddyri leikhússins en síðan var boðið upp á dagskrá í stóra salnum. Á meðal þeirra sem skemmtu voru kvennakórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar Pálmadótt- ur og við undirleik Arnhildar Val- garðsdóttur, Íslenski dansflokkur- inn, Sigrún Hjálmtýsdóttir söng- kona, Bubbi Morthens og Karlakór Reykjavíkur. Ávörp fluttu Davíð Oddsson forsætisráðherra, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Ólafur Harðarson, forseti félags- vísindadeildar Háskóla Íslands, Garðar Halldórsson arkitekt, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Tinna Ólafsdóttir, dóttir forsetans, en Halldór Guðmundsson stjórnaði dagskránni og var kynnir. „Það er mikil gæfa að fá að þjóna fólkinu í landinu á þann hátt sem ég hef fengið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson meðal annars í þakkar- ávarpi sínu, og sagðist vonast til að geta gegnt embættinu áfram um hríð svo þjóðinni líkaði. „Það er mesta lof sem ég get óskað eftir,“ sagði hann. Morgunblaðið/Sverrir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff, heitkona hans, á fremsta bekk fyrir miðri mynd. Forsetanum á hægri hlið eru Svanhildur Dalla, dóttir hans, og Matthías Sigurðarson, en lengst t.h. er Guðrún Tinna, hin tvíburadóttirin, og Karl Pétur Jónsson við hlið hennar. Að baki þeim eru ráðherrar og makar þeirra. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Þorsteinn Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Norræna verkefnaútflutningssjóðsins, voru meðal gesta í Borgarleikhúsinu í gær og ræða hér við afmælisbarnið. Fjölmenni í afmæli forseta Íslands FARIÐ var yfir ganginn í viðræðum Pólverja og framkvæmdastjórnar ESB á fundi EFTA-ráðsins í gær vegna aðlögunar EES-samningsins að stækkun Evrópusambandsins. Pólverjar krefjast enn stærri kvóta fyrir tollfrjálsan makríl frá Noregi, að því er greint er frá í Aftenposten. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins lýstu ríkin, sem helst deila um kvótana, sjónarmiðum sínum á fundinum og virtust menn heldur færast í samkomulagsátt og var reiknað með að framkvæmdastjórn- in myndi taka upp viðræður við Pól- verja í framhaldinu. Tímaramminn í hættu Aftenposten segir að svo virðist sem allt sitji fast í viðræðum Pól- verja við framkvæmdastjórnina og hætta sé á að samkomulag takist ekki fyrir 1. ágúst en þá leggst allt í dvala í Brüssel vegna sumarleyfa. Þetta kunni að stefna tímaramman- um í hættu þar sem þjóðþing ESB- landanna þurfa að staðfesta stækkun EES í haust og í vetur. Aftenposten hefur þó eftir heim- ildarmönnum innan framkvæmda- stjórnarinnar að menn séu bjartsýn- ir á að samkomulag takist og heimildir Morgunblaðsins taka í sama streng; ekki sé útlit fyrir annað en málið muni leysast en vissulega séu Norðmenn viðkvæmari fyrir öll- um töfum en Íslendingar. Nóg sé þó að samkomulag liggi fyrir í sumar og ekki sé að svo stöddu ástæða að ótt- ast að það muni ekki takast. Pólverjar og framkvæmdastjórn ESB deila enn um makríl í EES-viðræðum Norðmenn óttast seinkun á aðlögun EES OTTÓ Jörgenssen, kjörstjóri annarrar tveggja kjördeilda í Keflavík í Suðurkjördæmi, segir það alrangt hjá Guðmundi Jóns- syni kosningastjóra Frjálslynda flokksins, að kjósendum með ut- ankjörfundaratkvæði hafi verið vísað frá á þeirri forsendu að þeir byggju í Grindavík, Horna- firði, Vestmannaeyjum eða ann- ars staðar í kjördæminu. Því hafi engin lög verið brotin við framkvæmd utankjörfundar- kosningar. Komu með atkvæðabunka Ottó fullyrðir að engum hafi verið vísað frá, en telur að hugs- anlega eigi Guðmundur við það þegar tveir menn frá Frjáls- lynda flokknum komu snemma morguns fyrir kjörfund með bunka af utankjörfundaratkvæð- um. „Þeir vildu afhenda okkur atkvæðin og það var alveg sjálf- sagt að taka við þeim,“ segir Ottó. „En við bentum þeim hins vegar á það að ef þeir vildu hraða afgreiðslu mála, þá væri miklu skynsamlegra að koma at- kvæðunum annaðhvort í heima- byggð eða til yfirkjörstjórnar á Selfossi. Þar sem þeir voru á leiðinni til Selfoss, tóku þeir það fúslega að sér. En við bentum þeim á að þeir gætu skilið þau eftir hjá okkur.“ Samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættinu í Keflavík hafði kjördeild hjá sýslumanni ekkert með mál það, sem Guð- mundur kvartaði yfir, að gera. Engum kjósend- um vísað frá LITAÐAR, íslenskar paprikur fóru á markaðinn í vikunni en íslensk, græn paprika hefur verið á mark- aðinum í um þrjár vikur. Georg Ottósson, formaður Sölu- félags garðyrkjumanna, segir að áhersla sé lögð á að um vistvæna framleiðslu sé að ræða. „Við höfð- um til landans og gæðanna,“ segir hann og bendir á að viðtökur hafi verið mjög góðar þegar græna paprikan fór á markað fyrir skömmu enda sé um hollustuvöru að ræða. Íslenska paprikan er pökkuð og sérstaklega merkt sem íslensk vara til hagræðis fyrir neytendur. Georg segir að í fyrra hafi um 650 tonn af papriku verið innflutt en um 150 tonn verið framleidd hér á landi. Íslensk paprika á markað Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Guðbjörg Runólfsdóttir, garðyrkjubóndi og húsfreyja að Jörva á Flúðum, með nýjar, rauðar paprikur, sem nú eru komnar á markað hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.