Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEIR sem horfðu upp eftir Njarðargötunni skömmu eftir hádegi þann 1. maí ráku upp stór augu. Kröfuganga verkalýðsfélaganna þokaðist niður götuna en eftir því sem hún stækkaði varð bleiki lit- urinn æ meira áberandi uns hann varð nánast ráðandi. Bleikir fánar, bleikir bolir, bleikar blöðrur og merki í svörtu og bleiku blöstu alls staðar við. Hvað var að gerast? Hvaða hóp- ur var þetta? Í ljós kom að fem- inistar höfðu ákveðið að fylkja liði 1. maí undir fánum hins nýstofnaða Feministafélags Íslands. Inn á milli mátti sjá kröfuspjöld sem á stóð: ég þori, get og vil, launajafnrétti, 1/2 ALLT og nú fylkja konur liði. Mesta athygli vöktu þó áletranirnar á bol- unum. Manneskja ekki markaðsvara var ein þeirra. Undir þessu slagorði gengu Rauðsokkur þegar þær birt- ust í fyrsta sinn opinberlega 1. maí 1970. Það er enn í fullu gildi og kannski aldrei brýnna að halda því á lofti en einmitt nú. Á mörgum bol- anna mátti sjá latnesku áletrunina: Cogito ergo feminista sum eða ég hugsa, þess vegna er ég feministi. Á öðrum stóð: sannir karlmenn eru feministar, þriðja hver kona verður fyrir ofbeldi og á haugana með grút- myglaða afganga feðraveldisins. Síðast en ekki síst klæddist fjöldi kvenna, karla og barna bolum sem á stóð: ég er feministi. Eftir að göngunni lauk hélt Fem- inistafélagið fund í Þjóðleikhúskjall- aranum þar sem flutt voru ávörp, sungið, lesin ljóð og stiklað á stóru í því aldagamla leikriti Lýsiströtu. Vilborg Dagbjartsdóttir skáldkona tengdi saman fortíð og nútíð, rifjaði upp minningar frá dögum Rauð- sokkahreyfingarinnar og las ljóð. Halla Gunnarsdóttir gerði ofbeldi gegn konum og baráttu gegn því að umræðuefni og Katrín Anna Guð- mundsdóttir talskona Feminista- félagsins brýndi feminista til frekari baráttu fyrir jöfnum og réttlátum hlut beggja kynja. Troðfullt hús að sjálfsögðu. Gleðin og baráttuandinn skein af hverju andliti. Þennan dag kom í ljós það sem við vissum. Fjölmenn og öflug hreyfing feminista er stigin fram á sviðið. Hún ætlar sér stórt hlutverk við mótun samfélagsins og þjóðfélags- umræðunnar á næstu árum. Enn ein bylgja feminismans er risin á Ís- landi. Þráðurinn hefur verið tekinn upp að nýju. Baráttan heldur áfram. Það vorum við sem komum jafnrétt- isumræðunni á dagskrá kosninga- baráttunnar. Við munum fylgja henni eftir. Feministar flýttu sér heim að loknum fundi til að fylgjast með fréttum, sérstaklega sjónvarpsfrétt- um þar sem við áttum þess von að þessu nýja, kröftuga og litríka afli yrðu gerð skil. Göturnar litaðar bleikar. Hundruð feminista lögðu 1. maígönguna undir sig. En viti menn. Ekki orð. Ekki svo mikið sem eitt myndskeið af þessum fjölmenna hópi. Einhvers staðar mátti sjá bleika litinn í fjarska ef vel var leitað á myndum. Tíðindi dagsins voru þau að ný hreyfing sem beitir sér fyrir feminiskri umræðu og aðgerðum birtist á götum Reykjavíkur af ótrú- legum krafti. Því voru fjölmiðlar greinilega ósammála eða tóku þeir ekki eftir okkur? Vildu þeir ekki sjá okkur? Hvað liggur að baki slíku fréttamati? Í okkar huga heitir þetta: ÞÖGGUN. Þöggun er þekkt fyrirbæri og er beitt þegar þeim sem valdið hafa (í þessu tilviki fjórða valdinu – fjöl- miðlunum) líkar ekki það sem gerist og vilja ráða túlkun atburða. Þetta er vel þekkt úr sögunni. Þjónar Stal- íns voru einkar fimir við að falsa söguna með því að klippa fólk út úr myndum en varð stundum á að gleyma eins og einum fæti sem varð eftir einn og munaðarlaus. Þekktust er auðvitað sú þöggun sem konur og kvennahreyfingin hefur orðið fyrir í aldanna rás þar sem sögu þeirra hefur verið að litlu sem engu getið. Við ætlum ekki að láta þagga niður í okkur. Við höfum margt að segja og margs að krefjast. Feministar láta nú þegar rödd sína hljóma í þeim fjölmiðli sem mest er um vert nú um stundir – netinu. Þeir sem vilja fá frétt dagsins 1. maí geta farið inn á heimasíðu Feministafélagins: www.feministinn.is og skoðað allar myndirnar sem teknar voru í göng- unni. Þær sýna svo ekki verður um villst að feministar komu, sáu og sigruðu þennan dag. Eða eins og konan sagði sem stóð á horni Njarð- argötunnar: Eru þau svona mörg? Hverjir? spurði maðurinn hennar. Feministarnir. KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR, sagnfræðingur og ráðskona í Feministafélaginu, ANDREA RÓBERTSDÓTTIR, ARNAR GÍSLASON, BIRNA ÞÓRARINSDÓTTIR, DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR, GÍSLI HRAFN ATLASON, GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR, KATRÍN ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, KRISTÍN ÁSTGEIRSDÓTTIR, KRISTÍN ÁSA EINARSDÓTTIR, RÓSA ERLINGSDÓTTIR, SALVÖR GISSURARDÓTTIR, SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR. Sáu þeir ekki bleiku bolina 1. maí? Frá ráðskonum og -körlum Feminista- félags Íslands Feministar fylktu liði 1. maí undir fánum hins nýstofnaða Feministafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.