Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 130. TBL. 91. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lifi kvik- myndirnar! Kvikmyndahátíðin í Cannes hafin í 56. sinn Fólk 54 Nemendaleikhúsið frumsýnir Lorca-leikgerð Listir 27 Ítölsk lið í úrslitum Juventus og AC Milan glíma um Evrópubikarinn Íþróttir 50     SAMKVÆMT drögum að nátt- úruverndaráætlun til ársins 2008, sem Umhverfisstofnun hefur sent hagsmunaaðilum til umsagnar, eru gerðar tillögur um þrjá nýja þjóðgarða og 77 friðlýst svæði, þar af átta sem ekki hafa verið á náttúruminjaskrá. Tillögur að nýj- um þjóðgörðum ná til Vatnajök- uls, Heklu og nágrennis og Látra- bjargs og Rauðasands. Einnig leggur stofnunin til að friðland Þjórsárvera verði stækkað veru- lega sem og þjóðgarðarnir á Þing- völlum og í Jökulsárgljúfrum. Áætlunin er sú fyrsta sem unn- in er samkvæmt lögum um nátt- úruvernd frá árinu 1999. Skal um- hverfisráðherra láta vinna slíka áætlun fyrir allt landið á fimm ára fresti og leggja hana fyrir Alþingi. Þar eiga að vera sem gleggstar upplýsingar um náttúruminjar sem ástæða þykir til að friðlýsa. Lagt er til að sjö svæði sem liggja að Vatnajökli verði samein- uð fyrirhuguðum þjóðgarði, þeirra á meðal eru Skeiðarársandur sunnan megin og Kverkfjöll og Krepputunga norðan jökulsins. Þau átta svæði sem lagt er til að verði friðlýst, en hafa ekki áður verið á náttúruminjaskrá, eru Rauðimelur á Reykjanesi, Slétta- fellshverir á Arnarvatnsheiði, birkiskógur í Fögruhlíð í Skaga- firði, Háls-, Vagla-, Lunds- og Þórðarskógur í Þingeyjarsveit, Hofsá í Vopnafjarðarhreppi, Eyj- ólfsstaðaskógur á A-Héraði, Aust- urskógar við Hornafjörð og Skeið- arársandur. Nýir þjóðgarðar við Heklu, Látrabjarg og Vatnajökul            !! "  # $  Fjölmargar tillögur í drögum að nýrri náttúruverndaráætlun Tillögur um/6 YFIRMAÐUR herráðs rússneska flotans segir að orrustuþotur Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, sem sendar voru til móts við tvær rússneskar herflugvélar ná- lægt Íslandi föstudaginn 25. apríl síðastlið- inn, hafi brotið alþjóðalög með glæfralegu flugi og farið alltof nálægt „Björnunum“. „Hópur bandarískra orrustuflugvéla nálgaðist flugvélar okkar í óleyfilegri fjar- lægð og flaug glæfralega,“ er haft eftir Viktor Kravtsjenkó flotaforingja í frétta- skeyti Itar-Tass-fréttastofunnar. Hann segir alþjóðalög ekki leyfa minni fjarlægð en 200 metra á milli flugvéla. „Enginn mældi nákvæmlega hversu nálægt bandarísku flugvélarnar voru komnar okk- ar vélum, en fjarlægðin var að minnsta kosti 100 metrum minni en lög leyfa og það er sannleikur,“ segir Kravtsjenkó. Má ekki ógna öryggi véla og áhafna „Bandaríkjamenn senda flugvélar til að fylgjast með vélum okkar í hvert skipti sem við förum í flug á Norðursvæðinu og yfir Kyrrahafi og eiga fullan rétt á því,“ segir Kravtsjenkó. „Það mikilvæga er að enginn má ógna öryggi flugvéla okkar og áhafna.“ Kravtsjenkó segir að „Birnirnir“ hafi verið í æfingaflugi yfir N-Atlantshafi til að líkja eftir aðstæðum í bardaga. Vélarnar hafi ekki rofið lofthelgi Íslands, sem nær 12 sjómílur frá ströndum landsins, heldur flogið yfir alþjóðlegu hafsvæði. Í Morgun- blaðinu hefur komið fram að flugvélarnar fóru inn á loftvarnasvæðið, sem nær u.þ.b. 150 sjómílur út fyrir landið. Íslenzk stjórn- völd áskilja sér rétt til að fá að vita deili á flugvélum, sem eru á ferð á þessu svæði. Ljósmynd/Varnarliðið Ein þriggja F-15-véla Varnarliðsins ásamt öðrum „Birninum“ 25. apríl sl. „Birnir“ í hættu að mati Rússa Segja varnarliðsþotur hafa flogið of nálægt BANDARÍKJAMENN vöruðu í gær við því að hryðjuverkamenn sem tengdust al-Qaeda-samtök- unum gætu verið að undirbúa árásir á Bandaríkjamenn í Malas- íu. Einkum væri hættan mikil í Sabah-héraði en þar væru liðs- menn hreyfingar, er nefnist Jemaah Islamiya, mjög virkir. Talið er að alls 14 manns hafi látið lífið í gærmorgun þegar tvær konur sprengdu sprengjur sem þær báru innanklæða meðan á trúarsamkomu stóð í þorpi í Tétsníu. Að minnsta kosti 145 manns særðust í sprengingunni, þar af 45 lífshættulega. Þetta er önnur sjálfsmorðsárásin sem gerð hefur verið í Tétsníu á þremur dögum en á mánudag féllu 59 manns skammt frá þorpinu Znamenskoje. Rússneskir emb- ættismenn sögðust í gær ekki úti- loka að menn tengdir al-Qaeda hefðu staðið að baki tilræðunum í Tétsníu. Um 15 þúsund íslamskir píla- grímar sóttu samkomuna í þorp- inu Ílaskhan-Júrt um 25 km suð- austur af Grosní, höfuðborg Tétsníu, í gær. Verið var að minn- ast nokkurra virtra trúarleiðtoga sem fæddust í þorpinu. Svo virð- ist sem árásinni hafi verið beint gegn Akhmad Kadyrov, yfir- manni heimastjórnar Tétsníu, sem var viðstaddur athöfnina en Kadyrov slapp ómeiddur. Fjórir lífverðir hans féllu. Sprengingin varð skammt frá mosku í þorpinu. Rússneska Int- erfax-fréttastofan sagði að kona að nafni Shakhida Bajmúradova hefði hlaupið að hópi fólks við moskuna og sprengt sig þegar verið var að lesa bænir. Aðrir heimildarmenn sögðu tilræðis- mennina hafa verið tvær konur og hefðu þær þóst vera blaða- menn. Margir þeirra sem létu líf- ið voru aldraðir. Vara við tilræðum al-Qaeda í Malasíu Talið að 14 hafi fallið í sjálfsmorðs- árás í Tétsníu í gær Washington, Moskvu. AFP. Morgunblaðið/Þorkell SIGRÚN Árnadóttir, fram- kvæmdastjóri Rauða kross Íslands, heilsar sjúklingi á geðsjúkrahúsi í Bagdad en hún er nú stödd þar til að kynna sér hvernig hjálparstarfið gengur. Stolið hefur verið öllu steini léttara úr húsinu en þar voru fyrir stríðið hátt í 1.500 sjúklingar. Margra þeirra er nú saknað í upp- lausninni sem tók við eftir hrun stjórnar Saddams Husseins. Alþjóða Rauði krossinn hyggst verja miklu fé í endurreisn stofnunarinnar. Sigrún segir að hernámsliði Bandaríkjamanna hafi ekki tekist að tryggja öryggi borgaranna. „Fólk er almennt mjög hrætt. Það vill að öryggi landsmanna verði tryggt og að hjólin fari aftur að snú- ast,“ sagði Sigrún. Enn ótryggt ástand Þúsundir/12 Forgangsmál/20 CARLOS Menem, fyrr- verandi forseti Argent- ínu, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í seinni umferð forseta- kosninganna á sunnu- dag, að sögn breska út- varpsins, BBC, í gær. Keppinautur hans, Nestor Kirchner, verður því sjálfkrafa forseti. Kannanir hafa sýnt að Kirchner njóti mun meiri stuðnings en Menem. Hann sagði í sjónvarpsviðtali að aðstæður væru ekki hentugar fyrir sig til að taka þátt í seinni umferðinni. Kirchner sakaði Menem um að koma með ákvörðuninni í veg fyrir að kjósendur gætu sýnt hug sinn. Menem dreg- ur sig í hlé Carlos Menem ♦ ♦ ♦ Leikarar á krossgötum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.