Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKJÁR tveir verður áskriftarstöð og mun ekki hafa áhrif á auglýsingastöðina Skjá einn sem verður rekin áfram með sama fyrirkomulagi. Í upphafi verður nýju sjónvarpsstöðinni einungis dreift á breiðbandi Símans en það nær nú til 33.000 heimila í landinu og bætast 3-5 þúsund heimili við á ári. Dagskrá nýju stöðvarinnar verð- ur kynnt þegar nær dregur. „Þetta verður lifandi dagskrárþróun. Við stefnum á að gera vinsæla sjónvarpsstöð í okkar anda,“ sagði Kristinn Þ. Geirsson, fram- kvæmdastjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins. „Þarna verður bæði vandað erlent efni og einn- ig íslensk dagskrárgerð. Við ætlum að láta stöðv- arnar vinna saman þannig að þær vegi hvor aðra upp,“ sagði Gunnar Jóhann Birgisson, stjórn- arformaður ÍS. Þeir Gunnar og Kristinn segjast ekki óttast samkeppnina á sjónvarpsmarkaðnum. „Við teljum að félagið sé nú komið með þá styrkleika sem þurfi til að víkka okkar svið. Við teljum að við get- um búið til fjölskyldu af „skjám“ þar sem við upp- fyllum allar afþreyingarþarfir heimilanna. Við teljum að við getum betur gert það með áskrift- arstöð,“ sagði Kristinn. Gunnar tók í sama streng. „Skjár tveir verður af allt öðrum toga en auglýsingasjónvarpið Skjár einn. Það byggir alla sína tilveru á áskriftum og við ætlum ekkert að blanda þessum tveimur teg- undum saman.“ Þeir sögðu að tæknimöguleikar breiðbandsins hefðu orðið til þess að sá dreifingarmáti varð fyrir valinu. „Breiðbandið er í dag eina starfandi stafræna sjónvarpið og við teljum mjög æskilegt að byrja í þessari nýju tækni. Þar er Landssíminn lang- sterkastur og er með breiðbandið til staðar,“ sagði Kristinn og benti á að framtíðarmöguleikar breiðbandsins væru miklir. Áskriftarkostnaður ekki látinn uppi Fyrirtækið vill ekki gefa upp hver kostnaðurinn við nýja stöð verður en þeir félagar telja að mark- aðurinn fyrir áskriftarsjónvarp á Íslandi sé veru- lega stór. „Það eru miklar tekjur í áskrift- arsjónvarpi á Íslandi,“ segir Kristinn. „Við teljum núna að við séum komnir með félag sem á fullt er- indi inn á þennan markað. Við komum inn fyrir nokkrum árum á auglýsingamarkaðinn þar sem var talið að ekki væri pláss. Við höfum tekið okkur mjög sterka stöðu á þeim markaði og ég hef fulla trú á að við getum gert það líka á áskriftarmark- aðnum. Hvort kakan mun stækka eða hvort við fáum hluta af þeirri sem nú þegar er til staðar verður bara að koma í ljós.“ Gunnar sagði það ekkert leyndarmál að félagið hefði verið illa statt þegar þeir félagar tóku við rekstrinum fyrir einu og hálfu ári síðan. „Á 18 mánuðum hefur okkur tekist að snúa þessu félagi algerlega við og erum nokkuð ánægðir með ár- angurinn. Næsta skref er nokkuð augljóst. Við ætlum að færa út kvíarnar og við teljum að okkar starfsfólk hafi sýnt það og sannað á undanförnum árum að það eigi eftir að standa sig vel í þeirri samkeppni sem er á markaðnum.“ Skjár einn hefur náð miklum árangri í að ná til ungra áhorfenda. Stöðin var til að mynda með 8 af 10 vinsælustu þáttunum meðal áhorfenda 16-29 ára á suðvesturhorninu samkvæmt fjölmiðlarann- sókn Gallups í mars. „Aldursdreifing áhorfenda er svolítið sem menn hafa verið að skoða. Við horfum á sjónvarpsmark- aðinn þannig að það eru þrjú félög á markaðnum. Eftir að Íslenska sjónvarpsfélagið kom inn breyttist rekstrarformið fyrir hinar stöðvarnar. Ljóst er að Norðurljós er gífurlega skuldsett og á undir högg að sækja. Við sjáum tækifæri í því að geta komið inn á markaðinn og nýtt okkur nýja tækni sem við teljum að þeir eigi mjög erfitt með að gera, hreinlega þar sem þeir eru of skuldsettir til þess að geta fjárfest í slíkri tækni. Við horfum fram á það að vera eina íslenska sjónvarpsstöðin sem mun skila hagnaði á þessu ári. Við skuldum nánast ekki neitt. Þó að það hafi verið töluvert mál að ná utan um skuldir þessa félags þá höfum við breytt þeim þannig að félagið skuldar nú um 400 milljónir en ekki þúsundir milljóna eins og keppi- nauturinn. Við teljum þetta vera þann styrk sem við förum með inn í þessa stöðu,“ sagði Kristinn. Fara ódýrar leiðir „Við erum að ná betri árangri en við þorðum að vona,“ segir Gunnar. „Við stefndum ekki á að skila hagnaði fyrr en á næsta ári þannig að við teljum stöðu okkar mjög sterka. Ég held að flestir sam- keppnisaðilar okkar hafi litið svo á fyrir um einu og hálfu ári að þetta gæti aldrei gengið því við værum það skuldsettir. Við erum að reyna að fara ódýrar leiðir í þessu og getum samnýtt þá aðstöðu sem við erum með í dag og nýtt okkur Skjá einn í uppbyggingu á Skjá tveimur.“ Loka ekki dyrunum á Norðurljós Fyrir um einu og hálfu ári var sameining við Norðurljós skoðuð. „Við gerðum tilraun til að koma að sameiningu. Við vildum hafa frum- kvæðið. Það getur vel verið að einhvern tímann komi að því að það teljist fýsilegt en það er ekki það sem við erum að skoða á þessum tímapunkti. Við höfum ákveðið að þróa okkar rekstur á okkar forsendum,“ sagði Kristinn og tók Gunnar undir það. „Ég tel að þetta sé skref í rétta átt og við munum tryggja okkur á þessum markaði enn frekar með þessu. Hvað varðar sameiningu þá er það ljóst að við erum opnir fyrir öllu og lokum engum dyrum en við höfum alltént lokið okkar til- raunum um að hafa frumkvæði að sameiningu.“ Eitt stórt fjölmiðlafyrirtæki Metnaður félagsins stöðvast þó ekki við Skjá tvo. „Allir sem eru eitthvað að vinna í fjölmiðlum velta því alltaf fyrir sér hvernig væri að stofna stórt, öflugt fjölmiðlafyrirtæki sem rekur alls kyns fjölmiðla, þar sem áherslan er á að framleiða fréttir og afþreyingarefni. Síðan væri efninu kom- ið til skila, hvort sem það væri með prentmiðlum, eða í gegnum sjónvarp og útvarp. Auðvitað erum við að velta fyrir okkur slíkum hugmyndum líka. Þetta eru í dag hálfgerðar vísindaskáldsögur en það er allt raunhæft í þessu,“ sagði Gunnar. Kristinn sagði að nú væri reksturinn hins vegar kominn í góðan farveg og því væri Skjár tveir góð viðbót. „Með þessari stöð ætlum við ekki að tryggja rekstur Skjás eins líkt og margir halda, heldur er þetta þveröfugt og kemur Skjár tveir frekar sem viðbót við Skjá einn,“ sagði Gunnar. „Sjónvarpsstöð í okkar anda“ Íslenska sjónvarpsfélagið hf., sem rekur Skjá einn, mun í haust hefja útsendingar á nýrri íslenskri sjónvarpsstöð á breiðbandi Símans, Skjá tveimur. Íris Björk Eysteins- dóttir ræddi við forsvars- menn félagsins. Morgunblaðið/Kristinn Gunnar Jóhann Birgisson, stjórnarformaður Íslenska sjónvarpsfélagsins hf., og Kristinn Geirsson framkvæmdastjóri fylgja Skjá tveimur úr hlaði í haust og dreymir um öflugt fjölmiðlafyrirtæki. irisbe@mbl.is MEÐ launahækkun alþingismanna og ráðherra um 18-19%, skv. úr- skurði Kjaradóms, hækka lífeyris- greiðslur og lífeyrisréttindi þeirra einnig. Eftirlaun alþingismanna og ráðherra eru ákveðið prósentuhlut- fall af launum þeirra á hverjum tíma. Ekki er búið að reikna út hve hækkunin mun leiða til aukinna líf- eyrisskuldbindinga hjá alþingis- mannadeild og ráðherradeild Líf- eyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Þingmenn og ráðherrar ávinna sér lífeyrisréttindi með nokkuð öðr- um hætti en almennt gerist. Eftir úrskurð Kjaradóms eru heildarlaun þingmanna 437.777 kr. á mánuði. Eftirlaun alþingismanna eru hlutfall af þingfararkaupi eins og það er á hverjum tíma og er það 2% fyrir hvert heilt ár fyrstu fimm árin en breytilegt eftir það og verður aldrei hærra en 70% eftir 25 ára þingsetu. Skv. reglum sem gilda um eftirlaun þingmanna hafa þingmenn áunnið sér rétt til 30% eftirlauna eftir 9 ár á þingi og 50% eftir 15 ár á þingi. Eftirlaun ráðherra fylgja ráð- herralaunum eins og þau eru á hverjum tíma. Ráðherrar ávinna sér rétt til 6% eftirlauna á hverju ári en eftirlaunahlutfallið getur þó aldrei orðið meira en 50% af þeim launum sem ráðherra hefur umfram þing- fararkaup. Eftirlaunin hækka í samræmi við launahækkanirnar SKÝRINGAR formanns Kjaradóms á nýgengnum úrskurði dómsins um hækkun launa þingmanna og æðstu embættismanna eru léttvægar, að mati Benedikts Davíðssonar, for- manns Landssamtaka eldri borgara. Benedikt gagnrýnir úrskurðinn og gerir ráð fyrir að margir muni láta í sér heyra vegna hans á landsfundi samtakanna sem hefst í dag. Upphæðir sem jafnast á við tvöfaldar atvinnuleysisbætur Launahækkanir sem Kjaradómur ákvað leiða einnig til verulegrar hækkunar á lífeyrisgreiðslum þeirra þjóðkjörnu fulltrúa og embættis- manna sem dómurinn tekur til. Bene- dikt segir að þar sé ólíku saman að jafna við baráttu eldri borgara fyrir bættum kjörum sl. haust, þar sem menn hafi verið að togast á um ein- hverja hundraðkalla eða þúsundkalla. „Núna er verið að útdeila vegna þess- ara manna upphæðum sem eru álíka og fullar atvinnuleysisbætur og jafn- vel tvöfalt það hjá þeim sem mest er fært til. Þetta er ekki mjög sannfær- andi fyrir okkar fólk og er ekki í takt við umræðuna fyrir kosningarnar, að sérstaklega þyrfti að huga að því að bæta kjör þeirra sem lakast væru settir,“ segir Benedikt. Hann gagnrýnir einnig aðferðir Kjaradóms, sem hann segir að hafi farið með úrskurð sinn eins og eitt- hvert pukurmál og viðmiðið sem dóm- urinn notar er einnig gagnrýnivert, að hans mati. „Sjálfsagt fer Kjara- dómur eftir öllum lögum og reglum, en það er alveg út úr kú að taka mið, vegna þessara starfsmanna okkar, af einhverju allt öðru en almennt geng- ur og gerist í þjóðfélaginu,“ segir Benedikt. Bendir hann í því sambandi á þau ummæli formanns Kjaradóms að ákvörðunin um hækkun launa tæki mið af yfirstjórnendum annars staðar í þjóðfélaginu „Ef það á að geta haft áhrif á svona ákvarðanir að stjórn eða forstjóri einhvers fyrirtækis ákveða að hygla sínum stjórnendum með tug- um milljóna, þá erum við komin í al- gjörar ógöngur,“ segir Benedikt. Benedikt Davíðsson gagnrýnir úrskurð Kjaradóms Viðmið dómsins getur leitt í algjörar ógöngur SFR – stéttarfélag í almannaþjón- ustu stendur fyrir ráðstefnu fyrir ungt fólk á vinnumarkaði í Iðnó í dag, fimmtudaginn 15. maí. Ætlunin er að koma víða við og ræða þau mál sem brenna á ungum félagsmönnum. „Er unga fólkið að gera það gott? Er lífsgæðakapphlaupið að sliga það? Um hvaða lífsgæði snýst þetta kapphlaup? Offramboð er á lánum – en ekki nóg framboð af tekjum! Það getur nálgast kraftaverk að koma öllu því sem gera þarf á hverjum degi heim og saman. Vera á frama- braut í starfi, halda sér við með sí- menntun, ná í börnin á leikskólann á réttum tíma o.s.frv,“ segir m.a. í fréttatilkynningu vegna ráðstefn- unnar. Hvernig er forgangsröðin? Er sveigjanlegur vinnutími af hinu góða? Þyrfti yfirvinnan að vera minni? Vinnuvikan styttri? Þessar spurningar eru meðal þeirra sem reynt verður að svara á ráðstefnunni í dag. Friður og réttlæti „Áhugi á hverskyns réttindabar- áttu fer nú vaxandi víða um heim og kröfur um frið, réttlæti og jafnari skiptingu veraldargæða eru hávær- ari en oft áður. Hefur þessi þróun áhrif á ungt fólk á Íslandi? Hvað liggur því á hjarta? Hvers þarfnast það frá okkur? Með breyttu samfélagi koma nýj- ar þarfir og breyttar áherslur. Það eru fjórar ólíkar kynslóðir á vinnu- markaði með mismunandi vænting- ar, þarfir og kröfur. SFR vill vera til staðar fyrir alla sína félagsmenn og hefur sett sér það markmið að ná betur til þeirra yngstu. Er það upp- lifun þeirra að stéttarfélög séu þung- lamaleg og gamaldags? Hafa stétt- arfélögin kannski gleymt unga fólkinu?“ SFR hvetur alla unga félaga sína til þátttöku í ráðstefnunni. Aðgang- ur er ókeypis. Skráning er á www.sfr.is. SFR er stéttarfélag í almanna- þjónustu með um 5.100 félagsmenn, félagssvæði þess er allt landið og er það stærsta aðildarfélag BSRB. Til- gangur félagsins er að vera í forsvari fyrir einstaklinga við gerð kjara- samninga og vinna að öðrum hags- munamálum, vernda réttindi félag- anna og beita sér gegn hvers konar misrétti í launagreiðslum og starfs- kjöum, segir ennfremur í fréttatil- kynningu. Ráðstefna SFR í Iðnó „Er unga fólkið að gera það gott?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.