Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 45
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 45 Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghópur und- ir stjórn Kára Þormar, organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Orgelleikur, íhugun. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 samvera í Setrinu (brids-aðstoð). Landspítali – háskólasjúkrahús, Arnarholt: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Langholtskirkja. Kl. 10–12 foreldra- og ungbarnamorgunn. Guðrún Bjarnadóttir verður með fræðslu um málþroska barna og samskipti við þau fyrstu árin. Kaffisopi. Söngstund. Allir foreldrar velkomnir. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12 í há- degi. Orgeltónlist, hugvekja, altarisganga og bænastund. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að samveru lokinni. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Nedó-unglingaklúbbur Nes- og Dómkirkju kl. 19.30. Umsjón Munda og Hans. Félagsstarf aldraðra laugardaginn 17. maí kl. 13. Athugið breyttan tíma. Farið verður í stutta ferð í lok laugardagsstarfs- ins. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10–13 fram á föstudag. Allir vel- komnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Digraneskirkja. Foreldramorgnar kl. 10. Kirkjustarf aldraðra: Vorferð verður austur að Geysi í Haukadal. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 11 í dag. Heimferð áætluð um kl. 17. Á Geysi verður hádegisverður og safnaskoðun. Verð 3.000 kr. Upplýsingar hjá kirkjuverði í síma 554 1620. Bæna- stund Kl 12.10. Unglingakór Digraneskirkju kl 17–19 (sjá nánar www.digraneskirkja.is). Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar samveru- stundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borg- um. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyr- irbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stundinni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safnaðar- heimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samveru- stund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Allir krakkar á aldr- inum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn er með fundi fimmtu- daga kl. 17. Góður hópur fyrir ungt fólk í 8.– 10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10. Mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Fast- ir viðtalstímar presta Landakirkju eru þriðju- daga til föstudaga kl. 11–12. Símar prest- anna eru 488 1501 (sr. Kristján) og 488 1502 (sr. Þorvaldur). Kletturinn. Kl. 19 alfa-námskeið. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan, Fíladelfía. Eldur unga fólksins kl. 21. Allir velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stundina. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 15. Farið verður í vorferð að Grund í Eyjafirði. Sr. Hannes Örn Blandon tekur á móti hópnum og segir sögu staðarins. Þórhildur Örvarsdóttir og Sigrún Arna Arngrímsdóttir syngja við undirleik Björns Steinars Sólbergssonar. Almennur söngur. Ingvi Rafn Jóhannsson leikur á harmonikku. Kaffiveitingar í Freyvangi. Bíll fer frá Kjarnalundi kl. 14.15, Víðilundi kl. 14.30 og Hlíð kl. 14.45. Í DAG, fimmtudaginn 15. maí, er dagskrá foreldramorguns Háteigs- kirkju óhefðbundin en ætlunin er að fara og gefa öndunum á Reykja- víkurtjörn brauð áður en haldið er á Ömmukaffi þar sem allir gæða sér á vöfflum og kakói. Lagt verður af stað gangandi frá safnaðarheim- ili Háteigskirkju klukkan tíu. Hefðbundnir foreldramorgnar í Háteigskirkju halda svo áfram fimmtudaginn 22. maí og verða í allt sumar. Allir velkomnir. Ömmukaffi og andabrauð Safnaðarstarf Í ÞEIRRI umræðu um skort á tón- leikahúsum á Íslandi gleymist stundum að ástandið er ekki bara bágt í henni Reykjavík. Akureyr- ingar þurfa til dæmis að vista kons- ertflygil sinn frammi í Eyjafjarð- arsveit. Á Akureyri hafa orðið ýmis tónævintýri í íþróttahúsum, meðal annars flutti Passíukórinn ásamt smærri og stærri hljómsveitum mörg stórvirki kórbókmenntanna í Íþróttaskemmunni, sem upphaf- lega var byggð sem geymsla fyrir jarðýtur og veghefla en er nú járn- smiðja. Margir aðrir gerðu sér að góðu blessaða skemmuna. Um síðustu helgi voru stórkost- legir stórtónleikar í Íþróttahöllinni á Akureyri og um þá hefur margt gott verið skráð á þessi blöð. Marg- oft hefur maður farið á tónleika í Höllinni og komið út grátandi yfir þeirri skelfingu að hafa ekki fengið að njóta tónlistarinnar vegna þess að húsið er ekki hannað til að miðla hljóði heldur deyfa það. Í þetta sinn hefur hins vegar svo tekist til að hljóðmeistarar unnu verk sitt af þvílíkri natni og fagmennsku að iðulega ef maður hallaði aftur aug- unum hríslaðist um mann sú til- finning að maður væri ekki í íþróttahúsi heldur tónleikahúsi. Ég veit að mörgum þykir ganga guð- lasti næst að spila í hljóðkerfi eða hlusta á tónlist þannig, og okkur er mikil nauðsyn á að eignast tónlist- arhús á Akureyri, eins og sjá má á því að húsfyllir var á þessum stór- tónleikum. Í þetta sinn verður þó að viðurkenna að tæknimönnum ljósa og hljóðs tókst að gera tón- leikana ótrúlega góða og miklu bet- ur en ég hef áður orðið vitni að. Hafi þeir þökk fyrir það. SVERRIR PÁLL ERLENDS- SON menntaskólakennari, Ásvegi 29, Akureyri. Tónleikar í ótón- leikahúsi Frá Sverri Páli Erlendssyni BRÉF Alltaf á þriðjudögum www.fotur.net Teppi á stigaganga Ármúla 23, sími 533 5060 HELGARTILBOÐ fimmtudag - föstudag - laugardag 1.000 króna afsláttur af eftirfarandi tegundum Kringlan 4-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. 3.990 4.990 Drappaðir st. 36-41 2.990 3.990 Hvítir st. 36-41 3.990 4.990 Grænir m/dröppuðu st. 36-41 3.990 4.990 Drappaðir/Bláir/Bleikir st. 36-41 3.490 4.490 Drappaðir m/hvítu Hvítir m/bláu st. 36-41 3.990 4.990 Drappaðir st. 36-41 Kjólar.....10% afsláttur Brúðarmeyjar SLÁTTUTRAKTORAR 12,5 hp - 17 hp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.