Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 7
Afgreiðslutími
allra verslana Hörpu Sjafnar!
Alla virka daga kl. 8–18 og
laugardaga kl. 11–15.
Helgarvakt
í Skeifunni 4.
Opið laugardaga kl. 11–18
og sunnudaga kl. 13–18.
Skeifan 4
Reykjavík
Sími 568 7878
Snorrabraut 56
Reykjavík
Sími 561 6132
Stórhöfði 44
Reykjavík
Sími 567 4400
Austursíða 2
Akureyri
Sími 461 3100
Hafnargata 90
Keflavík
Sími 421 4790
Dalshraun 13
Hafnarfirði
Sími 544 4414
Austurvegur 69
Selfossi
Sími 482 3767
Bæjarlind 6
Kópavogi
Sími 544 4411
599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós
672kr
.
lítrinn
789 kr.lítrinn
399kr.lítrinn
Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn
SUMARTILBOÐ
„ÉG ÞORI ekkert að segja hvaðan
hún kemur þessi, hvort hún er frá
Ameríku eða Evrópu,“ segir Krist-
ján Egilsson, safnvörður í Fiska- og
náttúrugripasafni Vestmannaeyja
um nýjan safngrip – leðurblöku –
sem safninu áskotnaðist í vikunni.
Var hún gómuð eftir að nokkrir
krakkar sáu tvær leðurblökur á
flögri nálægt gamla Ísfélaginu við
Strandveg.
„Önnur leðurblakan hvarf fljót-
lega eftir að reynt var að handsama
þær, en á endanum lá hin í valnum.
Hún er agnarsmá og fislétt, fimm
sentimetra löng og með 22 senti-
metra vænghaf og aðeins 6 grömm
að þyngd.“ Sjaldgæft er að leður-
blökur komi hingað til lands, en vit-
að er um ein 7 tilfelli hingað til, að
sögn Kristjáns.
„Það eru ein 30 ár frá því leð-
urblaka sást síðast í Vestmanna-
eyjum, sú hékk utan á vegg gagn-
fræðaskólans og var gómuð í
lundaháf. Þá eigum við eina á nátt-
úrugripasafninu sem gæsaskytta
veiddi í Gaulverjabæ á svipuðum
tíma. Sú nýja er hins vegar mun
minni en þær.“ Þessi leðurblaka
gæti hafa borist með háloftavindum
eða skipi sem hefur haft hér við-
dvöl. „Mér finnst ósennilegt að hún
hafi komið með gámi því þær þurfa
að hanga nokkuð hátt uppi til að ná
sér á flug.“ Kristján segist efast um
að leðurblökur geti lifað lengi hér á
landi þar sem þær séu skordýra-
ætur og lítið af þeim hér nema yfir
sumartímann.
Gómuðu leðurblöku
í Vestmannaeyjum
Hinn óvænti gestur hlaut óskipta athygli krakkanna í Eyjum. Leðurblakan
er með 22 cm vænghaf en vegur þó einungis 6 grömm.
SAMKVÆMT nýjustu fregnum af
Önnu Svavarsdóttur er hún nú að
klífa tind Cho Oyo (8.201 m) í Tíbet og
mun ná honum ekki síðar en á laug-
ardag. Í byrjun vikunnar var hún í 2.
búðum á fjallinu í rúmlega 7.000
metra hæð þannig að þótt hún hafi
ekki enn „toppað“ hefur Anna þegar
sett nýtt hæðarmet íslenskra kvenna.
Anna Lára Friðriksdóttir átti fyrra
met (6.768 m) en hún kleif fjallið
Huscaran í Perú árið 1987.
Systir Önnu, Dóra Svavarsdóttir,
ræddi við systur sína í síma í byrjun
vikunnar. Einn leiðangursmanna
hafði þá fengið vatn í lungun vegna
hæðarveiki og var fluttur niður af
fjallinu en Anna fylgdi honum eftir í
búðir ABC. Sjálf hefur hún þjáðst af
magakveisu en bjóst við að jafna sig
skjótt. „Stelpan er hress,“ segir Dóra.
Að sögn Dóru er Steve Jansen,
ástralskur ferðafélagi Önnu sem kól á
fótum, fastur í Katmandú þar sem
tryggingafélag hans neitar að borga
fyrir flugið heim. Fætur hans hafa
skánað, búið er að ráða niðurlögum á
ígerðum og bólgurnar hafa minnkað.
Vonandi þarf því ekki að taka af hon-
um tær.
Fjallganga Önnu
Svavarsdóttur í Tíbet
Hæðarmet-
ið fallið en
ekki komin
á tindinn
AÐ ÓBREYTTU er útlit fyrir að á
aðalfundi Kjötmjöls ehf. í Hraun-
gerðishreppi, sem haldinn verður 21.
maí, verði tekin ákvörðun um að
stöðva rekstur verksmiðjunnar og
óskað eftir að félagið verði tekið til
gjaldþrotaskipta. Eigendur Kjöt-
mjöls eru nokkur sveitarfélög á Suð-
urlandi; Atvinnuþróunarsjóður Suð-
urlands, Búnaðarfélag Hraungerðis-
hrepps, Sorpstöð Suðurlands,
Sláturfélag Suðurlands, Reykja-
garður, Gámaþjónusta Reykjavíkur
og Sorpa. Verksmiðjan tók til starfa
fyrir þremur árum og nam fjárfest-
ing í henni um 200 milljónum króna.
Torfi Áskelsson, framkvæmda-
stjóri Kjötmjöls, segir reksturinn
hafa gengið erfiðlega og það liggi
fyrir að ef stjórnvöld komi ekki að
málinu með einhverjum hætti sé
ekki um annað að ræða en hætta.
Það sé súrt í broti enda verksmiðjan
ný og tæknilega fullkomin og ljóst að
aðrir séu ekki fyllilega í stakk búnir
til þess að taka við og urða það hrá-
efni sem verksmiðjan hefur unnið.
Hrun á útflutningsmörkuðum
„Við hófum starfsemi árið 2000 og
strax í lok þess árs kom kúariðan
upp í Evrópu og þá hrundi mark-
aðurinn fyrir kjötmjölið frá okkur. Á
þeim tíma seldum við mjölið á 30
krónur kílóið en nú er ég að rembast
við að reyna selja það á krónu og sit
uppi með 600 tonn. Þá hefur erfið
staða hjá svínabændum hér heima
ekki bætt úr skák fyrir okkur og
sama á við loðdýraræktendur.“
Torfi segir að eigendur Kjötmjöls
hafi leitað til bæði umhverfis- og
landbúnaðarráðuneytisins strax og
erfiðleikar hófust, fyrir liggi að mál-
ið heyri undir landbúnaðarráðuneyt-
ið en þaðan hafi engin skýr svör eða
viðbrögð við tillögum Kjötmjöls bor-
ist enn. „Við höfum margoft haft
samband við ráðuneytið, ráðherra
og þingmenn Suðurlands en það
virðist ekki hafa haft áhrif enn,“ seg-
ir Torfi.
Kjötmjöl
í gjald-
þrot að
óbreyttu
♦ ♦ ♦