Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 43 Kynningar- og samráðsfundur lífeyrisþega LSR verður í dag, fimmtudaginn 15. maí kl. 15–17, á Grand Hóteli við Sigtún. Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga halda kynningar- og samráðsfund fyrir sjóðfélaga sína og maka þeirra sem fá lífeyrisgreiðslur frá sjóðunum. Tilgangur fundarins er að veita sjóðfélögum upplýsingar um - afgreiðslu lífeyris - áhrif kjarasamninga á lífeyrisgreiðslur - framkvæmd meðaltals- og eft- irmannsreglu - önnur hagsmuna- mál sem varða lífeyrisþega - og al- mennt um starfsemi sjóðanna. Tónlistarmenn á eftirlaunum flytja nokkur lög. Kaffiveitingar verða í boði sjóðsins. Nánari upplýsingar á skrifstofu LSR í síma og á vef- síðu sjóðsins, www.lsr.is Bakarahátíð í Smáralind Dagana 15.–18. maí fer fram keppni í brauð- og kökubakstri í Vetr- argarðinum í Smáralind Kópavogi. Keppnin hefst í dag, fimmtudag, en þá keppa fjórir bakaranemar til úrslita í nemakeppni Kornax 2003 kl. 13–18. Úrslit verða kynnt í Vetrargarðinum kl. 19. Föstu- daginn 16. kl. 12–18 og laugardag- inn 17. maí kl. 9–15, fer fram baksturskeppni bakaríanna og Bakó. 9 tveggja manna lið keppa frá jafnmörgum bakaríum. Úrslit verða kynnt og verðlaun afhent kl. 17 á laugardag. Á sunnudag verða afurðir allra þátttakenda til sýnis á 1. hæð í Smáralind á svæðinu fyrir framan Hagkaup. Hafliði Ragnarsson, bakari og köku- skreytingameistari, sem lenda í öðru sæti í keppni í súkku- laðiskreytingum í Belgíu, sýnir verðlaunastykkið sitt í Vetr- argarðinum á meðan keppnin stendur yfir. Á föstudag kl. 14 verður athöfn þar sem sagt verður frá keppninni. Þar munu Lands- samband bakarameistara, Klúbbur bakarameistara og Samtök iðn- aðarins heiðra Hafliða í tilefni þessa árangurs. Tölvustýrður vélbúnaður Haldin verður kynning á prófverkefnum í námskeiðinu Tölvustýrður vélbún- aður í dag, fimmtudaginn 15. maí, kl. 13–15.30 í tilraunasal véla- og iðnaðarverkfræði í VR-III, Há- skóla Íslands. Kynnt verður: Tölvustýrður lyfjaskammtari, Jón Geir, Fannar Örn Þórðarson og Ásdís Kristinsdóttir. Sjálfvirkur kortagerðarþjarki, Ari Pálmar Arnalds, Jón Atli Kjartansson og Stefán Orri Stefánsson. Færslu- búnaðar fyrir örþjarka, Elías Halldór Bjarnason. Tölvustýrður hægindastóll fyrir tölvuleiki, Egill Júlíusson, Guðmundur Krist- jánsson og Ögmundur F. Pet- ersson. GSM stöðumælalausnir, Finnur Friðrik Einarsson, Óli Þór Jónsson og Sindri Sigurjónsson. Sjálfvirk margmiðlunarhirsla, Sig- mundur Guðjónsson. Myndgrein- ingarstýring Vélarms, Stefán Þór Þórsson. Kynningin er öllum opin. Frekari upplýsingar um nám- skeiðið og verkefni nemenda má sjá á heimasíðu námskeiðsins: www.hi.is/~mo Í DAG MISSAGNIR voru í frétt af kjara- nefnd í Morgunblaðinu í gær. Kjara- nefnd ákveður ekki laun lögreglu- manna, tollvarða og fangavarða heldur semja þessar starfsstéttir um sín laun. Til skamms tíma ákvað kjaranefnd laun og starfskjör heilsu- gæslulækna en gerir það ekki lengur eftir lagabreytingu í vor. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Vorþing á Keldum verður haldið á morgun, föstudaginn 16. maí, kl. 13. Um er að ræða hálfs dags fund sem haldinn er á bókasafni Til- raunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum. Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Árs- skýrsla Keldna fyrir árið 2002 kemur út sama dag. Erindi halda m.a. Vilhjálmur Lúðvíksson, ráð- gjafi á skrifstofu vísindamála í menntamálaráðuneytinu, og Sig- urður Ingvarsson forstöðumaður. Upplýsingar um dagskrá og flytj- endur má finna á heimasíðu Keldna, veffang: www.keldur.hi.is. Á MORGUN Neistinn, styrktarfélag hjart- veikra barna, heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 27. maí kl. 20 í SÍBS- húsinu, Síðumúla 6. Dagskrá: Venju- leg aðalfundarstörf. Á NÆSTUNNI FERÐASKRIFSTOFAN Ultima Thule, sem fagnar um þessar mundir 10 ára starfs- afmæli sínu, stóð nýlega fyrir netleik á heimasíðu sinni. Spurt var um tegund gistingar í ferð til Marokkó og rétt svar var – Gist er í tjaldbúðum bed- úína í Sahara-eyðimörkinni. Vinningshafarnir í leiknum voru: 1. Eyrún S. Ingvadóttir á Akureyri vann Grænlandsferð „Greenland Introduction“ að verðmæti kr. 119.000, 2. Sigrún Nikulásdóttir á Seltjarnarnesi vann Breiðafjarðarferð að verðmæti kr. 25.900, 3. Óskar Ingi Stefánsson á Seltjarnar- nesi vann kvöldferð í Nauthóls- vík fyrir allt að 15 þátttakend- ur og 4. Ragnhildur M. Húnbogadóttir á Blönduósi vann ferðabúnað úr Kayakbúð- inni. Vinnings- hafar í ferðaleik Ultima Thule debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 11 33 5/ 20 03 ENDURFÆ‹ING Renewing Serum styrkir grunnþynnu húðar þinnar, bætir lífskraft hennar og gefur henni nýja fyllingu. Renewing Serum inniheldur efni sem vinnur djúpt í grunnþynnu húðar þinnar, endurbyggir undirstöðu hennar og endurnýjar hana innanfrá. Sjáðu áþreifanlegan árangur frá fyrsta degi, húð þín lyftist, fínar línur minnka og opin húð þéttist. Upplifðu húð þína endurfæðast og verða mýkri, þéttari og þrýstnari. Renewing Serum - nýr styrkur innanfrá. Kynningarvika í Debehams frá 15. - 22. maí. www.shiseido.com BÆJARTÚN - TVÆR ÍBÚÐIR Vorum að fá í einkasölu glæsilegt einbýlishús á þessum eftirsótta stað í Kópavogi. Í húsinu eru tvær sam- þykktar íbúðir. Á efri hæð er 133 fm 6 herb. íbúð auk 32 fm bílskúrs. Á neðri hæð er 77 fm 2ja herb. íbúð. Nýl. fallegar innr. Fallegur suður- garður. Áhv. 7 millj. byggsj. Verð 27,5 millj. SKÓGAR - BREIÐHOLTI Vorum að fá í sölu mjög vandað og vel um gengið einbýli á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bílskúr og sólskála. Stærð samtals um 400 fm. Allar innréttingar og hurðir eru úr hnotu, parket og flísar á gólfum. Fallegur garður, útsýni. Húsið allt nýlega tekið í gegn að utan. Verð aðeins 33,8 millj. SÆVARLAND - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í einkasölu 278 fm endaraðhús á tveimur hæðum auk 24 fm bílskúrs. Í dag eru tvær íbúðir í húsinu. Á efri hæð eru 4 herb. og tvær stofur. Á neðri hæð er rúmgóð 3ja herb. íbúð með sérinng. úr garði. Bílskúr er fullbúinn. Eignin er laus til afh. í haust. Verð 25,4 millj. BRÚARÁS - ENDARAÐHÚS Vorum að fá í sölu fallegt og vel hannað 208 fm endaraðhús auk 42 fm bílskúrs. Í dag eru tvær íbúðir í húsinu. Á efri hæð nýlegar góðar eikarinnréttingar. Fallegur garður. Húsið er laust til afhendingar fljót- lega. Verð 26,8 millj. BOÐAGRANDI - GLÆSIL. ÚTSÝNI Nýkomin í sölu sérstaklega falleg og björt 4ra-5 herb. 95 fm endaíbúð á efstu hæð ásamt stæði í bíla- geymslu. Tvennar svalir með glæsil. útsýni. Þrjú rúmgóð svefnherb. Stofa og borðstofa. Eikarparket á gólfum. Falleg eign. Stutt í alla þjónustu, skóla og leiksk. Áhv. 3,5 millj. Verð 14,5 millj. TJARNARMÝRI - GLÆSILEG Vorum að fá í einksölu glæsileg 73 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð (efstu) ásamt stæði í bílgeymslu. Allar inn- réttingar og gólfefni er mjög vand- að. Stórar suðursvalir með góðum útsýni. Falleg sameign. Íbúðinni fylgir ca 35-40 fm óinnréttað risloft. Falleg sameign. Verð 15,5 millj. FASTEIGNASALAN GIMLI, GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - 570 4810 GIMLI I LIG Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur Langahlíð Vorum að fá í sölu góða 105 fm íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýlis- húsi. Íbúðinni fylgir herbergi í risi með aðgangi að snyrtingu. Verð 13,8 millj. 3337
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.