Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Miðasala opnar kl. 15.30 kl. 6 og 9. Sýnd kl. 5, 8 og 10.40. B.i. 12 Kvikmyndir.is Þetta var hin fullkomna brúðkaupsferð... þangað til hún byrjaði! Sýnd kl. 4 B.i. 12 Ertu nokkuð myrkfælinn? Búðu þig undir að öskra. Mögnuð hrollvekja sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16.  HK DV SV MBL  Kvikmyndir.com "Tvöfalt húrra" Fréttablaðið X-ið 977 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 12 SV MBL  HK DV  Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is "Tvöfalt húrra" Frétta- blaðið Daglegt flug til London Iceland Express flýgur til London alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Engin bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ÞÓTT kvikmyndirnar myndu ekki beint lifa lengi ef allar myndir væru eins og opnunarmyndin Fanfan la tulip verður ekki annað sagt um hana en að hún sé algjört bíó. Þessi nýjasta mynd úr smiðju Lucs Bessons, gerð af skósveini hans Gerard Krawczyk, skartar sannarlega myndrænum stjörn- um, þeim Vincent Perez og Pen- élope Cruz, og er endurgerð á ástsælli franskri samnefndri mynd frá 1952 þar sem Gérard Philipe og Gina Lollobrigida voru í aðalhlutverkum. Hún kostaði líka skildinginn, er uppfull af has- ar, skylmingum, eltingaleikjum og ástarjátningum – er sem sagt algjört bíó. En spurningin sem skein úr andliti blaðamanna sem sáu myndina í gærmorgun var hvort slíkur farsi, hvort svona léttvægt ævintýri væri verðug opn- unarmynd á eins virðulegri og virtri kvikmyndahátíð og Cannes. Íslenski blaðamaðurinn á staðnum leyfði sér að minnsta kosti að efast um það og var sannarlega ekki einn um því þeir voru ófáir fúllyndu skríbentarnir sem skorti þolinmæði til að halda myndina út. Hér er sá íslenski ekkert að setja sig í neinar snobbstellingar, síður en svo, það er ferskt innlegg í annars fremur íhaldssama hátíð að brjóta upp hefðina með nett gamaldags ævintýramynd með nýtísku framvindu á ógnarhraða bílaeltingaleikjanna sem Besson og Krawczyk eru vanari að fást við. Nei, sem opnunarmynd hefði fyrsta útgáfan af ævintýrum Fan- fan túlípana á nýrri öld bara mátt vera ögn rismeiri, og nægir að benda á Brúður prinsessunnar eftir Rob Reiner sem dæmi um samskonar mynd, sem mun betur er heppnuð. Franskur húmor En Besson er gulldrengur þeirra Frakka þegar að kvik- myndagerðinni kemur, trúlega sá voldugasti í bransanum hér í landi, og nægir örugglega nú orð- ið að blikka hinn aldna einvald hátíðarinnar Giles Jacobs – þótt sjálfur vilji meina að hann hafi dregið sig í hlé. Jacobs hefur lýst yfir að hann hafi stokkið á þessa mynd þegar hún bauðst, talið hana tilvalda; létt og hjartnæm og skartar þar að auki tveimur af skærustu stjörnum evrópskra kvikmynda, sem fréttaljósmynd- arar myndu laðast að og vekja um leið athygli heimsbyggðarinnar svo ekki færi milli mála að kvik- myndahátíðin í Cannes væri ný- byrjuð. Og það er kannski þegar allt kemur til alls megintilgang- urinn með opnunarmyndunum, að beina kastljósinu að borginni litlu á frönsku Rivíeruni sem allir tengja við kvikmyndir. Og kannski eigum við sem ekki erum altalandi á móðurmáli hátíð- arinnar aldrei eftir að kveikja á töfrum myndarinnar, fatta brand- arana í henni fullkomlega. Því hélt Luc Besson í það minnsta fram á blaðamannafundi sem að- standendur myndarinnar, þ.á m. stjörnurnar Perez og Cruz, héldu að lokinni blaðamannasýningu í gær. „Ég er ansi hræddur um að þið sem ekki skiljið frönsku eigið ekki eftir að njóta myndarinnar sem skyldi, einfaldlega vegna þess að svo stór hluti húmorsins í henni hefur með talandann að gera. Textinn sem Jean Cosmos samdi er líka svo ljóðrænn og flæðandi. Sá sem ekki nær tengslum við þetta flæði mun ekki fá eins mikið út úr skemmt- uninni.“ Þau Perez og hin spænska Cruz – sem talaði sjálf frönskuna í myndinni – tóku heilshugar undir með framleiðanda sínum en Perez átti einmitt heilmikinn þátt í að ráðist var í gerð myndarinnar, segist löngum hafa verið unnandi skylminga og hafa dreymt um að leika hlutverk hetjunnar Fanfan. Það var hann sem fékk Cruz til að taka að sér hlutverkið, sem hún segist hafa stokkið á, enda beðið eftir tækifæri til að leika í Frakk- landi og reyna sig við þetta nýja form, ævintýramyndirnar. Von Trier og Kidman Þótt mál málanna fyrsta daginn sé jafnan opnunarmyndin eru menn fljótir að huga að því sem öllu máli skiptir, sjálfri að- alkeppninni, sem hefst í dag. Alls eru tuttugu myndir í keppninni og er greinilegt á öllu að spennt- astir eru menn fyrir mynd Lars von Triers, Dogville, enda Trier jafnan sigursæll á hátíðinni. Svo skartar myndin auðvitað óumdeil- anlega stærstu leikkonu kvik- myndanna um þessar mundir, 56. kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í gær með sýningu myndarinnar Fanfan la Lifi kvik- myndirnar! Í anda meistara ítalskrar kvikmyndagerðar ber 56. kvikmyndahátíðin í Cannes yfirskrift- ina Lifi kvikmyndirnar. Nú er það eina von Skarphéðins Guðmundssonar sem og allra hinna sem hátíðina sækja eða fylgjast með henni að hún standi undir stríðshrópi þessu. Penélope Cruz á fjölmiðlafundi vegna Fanfan la tulip. Andie McDowell leikkona ásamt ónefndri fyrirsætu. Luc Besson (t.v.) forðaðist myndavélar en var þó hérna gripinn glóðvolgur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.