Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 11
RÍKISENDURSKOÐUN leggur meðal ann-
ars til í nýrri stjórnsýsluúttekt á Flugmála-
stjórn Íslands að bætt verði verklag við inn-
leiðingu reglna Flugöryggissamtaka Evrópu
um flugrekstur, að kannað verði hvort ástæða
sé til að fella flugmálastjórn á Keflavíkurflug-
velli undir Flugmálastjórn og að huga þurfi að
þeim möguleika að skipta Flugmálastjórn í
eina eða fleiri stofnanir, einkum á sviði stjórn-
sýslu og eftirlits. Ríkisendurskoðun ákvað í
byrjun síðasta árs að ráðast í áðurgreinda út-
tekt og segir tilefnið vera beiðni frá sam-
göngunefnd Alþingis og gagnrýni sem beinst
hafi að Flugmálastjórn vegna öryggismála.
Að mati Ríkisendurskoðunar hefur margt
færst til betri vegar í flugöryggismálum á allra
síðustu árum. Megi einkum þakka það nýjum
alþjóðlegum reglum um flugöryggi og auknu
og kerfisbundnara eftirliti Flugmálastjórnar
með flugrekstraraðilum. Segir Ríkisendur-
skoðun að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi í
ársskýrslum sínum birt tölur sem gefi til
kynna að flugslysum og flugatvikum hafi
fækkað á síðustu árum. Einnig bendi úttektir
erlendra aðila til þess að Flugmálastjórn sinni
flugöryggismálum með fullnægjandi hætti.
Mismunandi staða reglna
Ríkisendurskoðun telur þó að gagnrýna
megi hvernig nýjar kröfur Flugöryggissam-
taka Evrópu um flugstarfsemi hafi verið inn-
leiddar hérlendis. Hafi þar verið farnar ýmsar
leiðir, stundum hafi Flugmálastjórn ákveðið að
innleiða þær og stundum hafi samgönguráðu-
neytið kveðið á um þær með reglugerðum.
Þetta valdi því að staða reglna sé mismunandi
og óljós og telur Ríkisendurskoðun að koma
þurfi á skýrari verkaskiptingu vegna þessara
mála.
Ríkisendurskoðun kannaði hvort mikið hefði
verið um stjórnsýslukærur á hendur Flug-
málastjórn í ljósi mikilla breytinga á löggjöf
um flugmál undanfarin ár. Frá 1999 hafa sex
kærur borist og var ákvörðun Flugmálastjórn-
ar látin standa óbreytt í þremur málanna en
breytt í öðrum þremur.
Sett er fram sú hugmynd að sameina Flug-
málastjórn á Keflavíkurflugvelli og Flugmála-
stjórn. Starfsemi Keflavíkurflugvallar heyrir
undir sérstaka stofnun sem heyrir undir varn-
armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Segir
í skýrslu Ríkisendurskoðunar að þetta fyrir-
komulag eigi sér fyrst og fremst sögulegar
skýringar, að völlurinn gegni einnig því hlut-
verki að vera herflugvöllur og að bandarísk
heryfirvöld hafi að stærstum hluta staðið
straum af rekstrarkostnaði og uppbyggingu.
Telur Ríkisendurskoðun æskilegt að málefni
vallarins heyrðu með beinni hætti undir Flug-
málastjórn og samgönguráðuneytið. Er bent á
það álit Alþjóða flugmálastofnunarinnar að
skilgreina þurfi með skýrari hætti ábyrgð og
valdsvið Flugmálastjórnar á borgaralegri flug-
starfsemi þar. Sé ástæða til að skýra betur
stjórnsýslulega stöðu þessara stofnana og
ábyrgð þeirra á málefnum flugvallarins.
Ríkisendurskoðun telur að vinna við stefnu-
mótun og setningu markmiða hjá Flugmála-
stjórn sé á réttri leið þótt stofnunin hafi ekki
náð öllum settum markmiðum á síðasta ári.
Þurfi stofnunin að taka sig á í þessum efnum
og hefðu markmið þessa árs þurft að liggja
fyrir í byrjun ársins.
Skipta starfsemi í sjálfstæðar stofnanir
Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að
hugað verði að þeim möguleika að skipta starf-
semi Flugmálastjórnar í eina eða fleiri sjálf-
stæðar stofnanir. Er einkum horft til stjórn-
sýslu- og eftirlitshlutverks annars vegar og
hins vegar til flugumferðarþjónustu og flug-
vallarreksturs. Þyki ekki heppilegt að sami að-
ili annist útgáfu starfsleyfa og önnur stjórn-
sýsluleg verkefni um leið og hann beri ábyrgð
á starfsemi sem lúta þurfi ákveðnu eftirliti. Er
bent á að unnt væri að opna fyrir þátttöku
einkaaðila í rekstri hlutafélaga sem væru
stofnuð um ákveðna þætti.
Í kafla um starfsmanna- og kjaramál eru
m.a. raktar vinnudeilur ríkisins og flugumferð-
arstjóra gegnum árin. Lögð er áhersla á mik-
ilvægi þess að sátt ríki um kaup og kjör flug-
umferðarstjóra svo unnt sé að tryggja
eðlilegar flugsamgöngur og alþjóðlegar skuld-
bindingar, m.a. samning um flugumferðar-
þjónustuna á Norður-Atlantshafi. Síendur-
teknar vinnudeilur ríkisins og flugumferðar-
stjóra um kjaramál séu algengar hérlendis
sem erlendis og alvarlegar afleiðingar af
vinnustöðvun þeirra geri stöðu þeirra mjög
sterka og hafi oft gert þeim kleift að ná betri
árangri í kjarasamningum en öðrum ríkis-
starfsmönnum. „Sætti flugumferðarstjórar sig
ekki við sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfs-
menn fá verður ríkisvaldið að gera upp við sig
hvort slíkt er eðlilegt eða sanngjarnt. Komist
ríkisvaldið að því að svo sé ekki verður það að
láta á það reyna hvort flugumferðarstjórar eru
tilbúnir til þess að ná fram kröfum sínum með
vinnudeilum. Ef flugumferðarstjórar eru til-
búnir í slíkar aðgerðir verða þeir hins vegar að
axla ábyrgð á því hvort þessi þjónusta verði
veitt héðan í framtíðinni. Vitað er að hægt er
að veita þessa þjónustu frá öðrum löndum,“
segir í skýrslunni um alþjóðaflugþjónustuna.
Ríkisendurskoðun telur æskilegt að flugmála-
stjóri sinni meira en nú er flóknum og mik-
ilvægum verkefnum er snúi að starfsmanna-
haldi sem nú heyri undir fjármála- og
stjórnunarsvið.
Spurt um viðhald á flugturni
Í kafla um fjármál segir að mikilvægt sé að
fjármála- og samgönguráðuneyti ákveði
hvernig ráðstafa skuli uppsöfnuðum tekjuaf-
gangi vegna alþjóðaflugþjónustunnar og geri
tillögu þar um í lokafjárlögum. Einnig segir að
sömu leikreglur skuli gilda um Flugmálastjórn
og aðrar A-hluta stofnanir um tilflutning á
samþykktum fjárveitingum milli verkefna.
Þurfi að skýra hvaða heimildir hafi verið fyrir
stórum framkvæmdum vegna viðhalds á flug-
turninum á Reykjavíkurflugvelli árin 2001 og
2002.
Ríkisendurskoðun vill kanna breytta verkefnaskipan hjá Flugmálastjórn
Þörf á skýrari
stjórnsýslu á Kefla-
víkurflugvelli
Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Flugmála-
stjórn er m.a. fjallað um verkefni og skipulag Flug-
málastjórnar og settar fram hugmyndir um breytingar.
SENDIHERRA Íslands í Svíþjóð,
Svavar Gestsson, lýsti því yfir á
dögunum að viðstöddum blaða- og
fréttamönnum að Kungsträd-
gården í miðborg Stokkhólms yrði
íslenskt yfirráðasvæði miðviku-
daginn 28. maí nk. Þá fer fram Ís-
landsdagurinn, ein viðamesta Ís-
landskynning sem farið hefur
fram á Norðurlöndum. Um leið var
afhjúpaður 50 fm stór dúkur með
merki dagsins og merkjum helstu
styrktaraðila hans á Sverigehus
við annan enda garðsins.
Dúkurinn mun hanga þar uppi
allt þar til Íslandsdagurinn er af-
staðinn.
Tveir hestar voru sýndir á tölti í
garðinum af þessu tilefni. Sendi-
herra sat verðlaunahryssuna Össu
frá Forsgård í fylgd Ylfu Hagand-
er sem sat stóðhestinn Mökk frá
Varmalæk. Fóru þau nokkra
hringi um garðinn þar sem mættir
voru ljósmyndarar frá helstu blöð-
um Svíþjóðar og Stokkhólms og
frá sjónvarpinu. Einnig var við-
staddur sr. Skúli S. Ólafsson, verk-
efnisstjóri dagsins.
Það er Ólöf Baldvinsdóttir hönn-
uður sem hannaði merki Íslands-
dagsins.
Atburðurinn vakti að vonum at-
hygli. Svíum þykir mikið til Ís-
lands koma og ekki síst Íslands-
hestsins og safnaðist nokkur
hópur saman við gæðingana tvo.
Vísast verður margt um manninn
á sjálfum deginum, en þá verða 40
Íslandshestar í garðinum. Stans-
laus menningardagskrá verður í
gangi og koma þar fram m.a.
Diddú, Erna Ómarsdóttir, Eivör
Pálsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir og
hljómsveitirnar Ske og Apparat.
Íslenskur matur verður fram-
reiddur í veitingatjaldi, orkusýn-
ing íslenskra orkufyrirtækja fer
fram og íslensk fyrirtæki kynna
vörur sínar og þjónustu. Reykja-
víkurborg mun taka þátt í dag-
skránni.
28. maí er Íslandsdagurinn í miðborg Stokkhólms, sem er viðamikil Ís-
landskynning. Merki dagsins hefur verið komið upp í Kungsträdgården.
Kungsträdgården í
Stokkhólmi lýstur
íslenskt yfirráðasvæði
NOKKUÐ var um útstrikanir af list-
um í Norðurkjördæmunum tveimur
og urðu efstu menn á lista Sjálfstæð-
isflokksins þar, þeir Sturla Böðvars-
son og Halldór Blöndal harðast fyrir
barðinu á útstrikunum. Liðlega 8%
kjósenda Sjálfstæðisflokksins strik-
uðu út nafn Sturlu Böðvarssonar,
sem er hæsta hlutfall útstrikana í
kosningunum, en hlutfallslega fleiri
eða 20% kjósenda flokkanna þarf til
þess hafa áhrif á úrslit kosninganna.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð-
herra fékk flestar útstrikanir í
Reykjavíkurkjördæmi norður, eða
529, sem er 3,8% af atkvæðum til
Sjálfstæðisflokksins.
Mörður Árnason fékk flestar út-
strikanir hjá Samfylkingunni í
Reykjavík suður, eða 178, og Jó-
hanna Sigurðardóttir fékk 86. Hjá
Framsóknarflokknum var Jónína
Bjartmarz með 33 útstrikanir og Ög-
mundur Jónasson með 16 hjá Vinstri
grænum.
5,9% strikuðu út Kolbrúnu
Í Reykjavíkurkjördæmi norður
var Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri
grænum, með hlutfallslega flestar
útstrikanir, eða um 5,9% af atkvæð-
um til flokksins, alls frá 209 kjósend-
um. Hjá Samfylkingunni var Össur
Skarphéðinsson með flestar útstrik-
anir, eða 425, sem er 3,2% af atkvæð-
um, Helgi Hjörvar með 357 og Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir með 100. Þá
færðu 850 kjósendur flokksins Ingi-
björgu upp um sæti, þar af 537 í 4.
sæti og 212 í 1. sætið.
Davíð Oddsson var 126 sinnum
strikaður út af sínum flokksmönn-
um, sem gerir um 1% af kjósendum
flokksins í kjördæminu. Flestar út-
strikanir á lista sjálfstæðismanna
fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, eða
175, Björn Bjarnason fékk 160 og
aðrir færri. Aðeins 17 kjósendur
Framsóknarsflokksins í Reykjavík
norður strikuðu yfir nafn Halldórs
Ásgrímssonar.
Efstu menn Sjálfstæðisflokksins,
þeir Halldór Blöndal og Tómas Ingi
Olrich, fengu flestar útstrikanir að
sögn yfirkjörstjórnarinnar í Norð-
austurkjördæmi, Halldór vel á þriðja
hundrað en þó minna en 5% og Tóm-
as Ingi liðlega 150 en næst þeim kom
Valgerður Sverrisdóttir (B) með um
60–80 útstrikanir.
Í Norðvesturkjördæmi var mest
um útstrikanir á D- og B-lista. 449
strikuðu yfir nafn Sturlu Böðvars-
sonar og 142 yfir nafn Einars Odds
Kristjánssonar. Á B-lista var Krist-
inn H. Gunnarsson strikaður út 164
sinnum og á S-lista strikuðu 58 yfir
nafn Jóhanns Ársælssonar.
Engin kærumál höfðu borist yfir-
kjörstjórn í Suðurkjördæmi og vafa-
eða deilumál sem upp komu voru
leyst af viðkomandi kjörstjórnum.
D-listi fékk flestar útstrikanir og
breytingar eða 336, þar af fékk Guð-
jón Hjörleifsson 124 útstrikanir og
Drífa Hjartardóttir 119 en aðrir
minna. Breytingar og útstrikanir á
S-lista voru 147, þar af fékk Lúðvík
Bergvinsson 73 útstrikanir. Hjá B-
lista var nafn Ísólfs Gylfa Pálmason-
ar oftast strikað út eða 150 sinnum.
5% strikuðu út
Gunnar Birgisson
Um 5% kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins í Suðvesturkjördæmi eða
824 kjósendur strikuðu út nafn
Gunnars Birgissonar eða færðu
hann til á lista. Þá voru 346 yfirstrik-
anir eða tilfærslur gerðar á nafni
Árna Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra úr fyrsta sæti listans. Þá strik-
uðu 254 kjósendur Samfylkingar út
eða færðu til Guðmund Árna Stef-
ánsson, oddvita listans, en minna var
um útstrikanir af öðrum listum.
Engin kærumál voru í Reykja-
víkurkjördæmunum en yfirkjör-
stjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður
hefur farið fram á lögreglurannsókn
vegna atkvæðis sem barst frá Tékk-
landi og hafði verið rifið upp.
Sturla með hlut-
fallslega flestar
útstrikanir
MAGNÚS Gunnarsson, oddviti
Sjálfstæðisflokksins í Hafnar-
firði og fyrrverandi bæjar-
stjóri, segir að í kjölfar ákvörð-
unar Kjaradóms um 30%
hækkun launa alþingismanna
og ráðherra eftir alþingiskosn-
ingar 1999 hafi þáverandi
meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks lagt til að
laun bæjarfulltrúa hækkuðu
ekki og að launin yrðu eftirleið-
is tengd breytingum á launa-
vísitölu opinberra starfsmanna.
Magnús segir að í frétt sem
Samfylkingin í Hafnarfirði
sendi frá sér um niðurstöðu
Kjaradóms segi að hækkun
þingfararkaups alþingismanna
verði ekki grundvöllur launa-
hækkana bæjarfulltrúa í Hafn-
arfirði eins og efni hefðu annars
staðið til.
Nýr meirihluti breytti
ákvörðun D- og B-lista
„Fyrir tæpu ári lagði hins
vegar nýr meirihluti Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði til að
tekin yrði upp hin fyrri viðmið-
un, þ.e. að laun bæjarfulltrúa
tækju á ný mið af breytingum á
þingfararkaupi skv. ákvörðun
Kjaradóms.
Það eru engin ný sannindi að
þingfararkaup hækki verulega
á nokkurra ára millibili. Hækk-
un Kjaradóms hefði því ekki átt
að koma fulltrúum Samfylking-
arinnar í Hafnarfirði á óvart.
Núverandi meirihluti Samfylk-
ingar hefði því auðveldlega get-
að sparað sér stóru orðin og
handvirkar aðgerðir í kjara-
málum kjörinna sveitarstjórn-
armanna í Hafnarfirði hefði það
viðmið sem áður var haft til
hliðsjónar verið látið standa,“
segir Magnús.
Laun bæjarfulltrúa
í Hafnarfirði
Átti ekki að
koma Sam-
fylkingu
á óvart