Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.05.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 11 RÍKISENDURSKOÐUN leggur meðal ann- ars til í nýrri stjórnsýsluúttekt á Flugmála- stjórn Íslands að bætt verði verklag við inn- leiðingu reglna Flugöryggissamtaka Evrópu um flugrekstur, að kannað verði hvort ástæða sé til að fella flugmálastjórn á Keflavíkurflug- velli undir Flugmálastjórn og að huga þurfi að þeim möguleika að skipta Flugmálastjórn í eina eða fleiri stofnanir, einkum á sviði stjórn- sýslu og eftirlits. Ríkisendurskoðun ákvað í byrjun síðasta árs að ráðast í áðurgreinda út- tekt og segir tilefnið vera beiðni frá sam- göngunefnd Alþingis og gagnrýni sem beinst hafi að Flugmálastjórn vegna öryggismála. Að mati Ríkisendurskoðunar hefur margt færst til betri vegar í flugöryggismálum á allra síðustu árum. Megi einkum þakka það nýjum alþjóðlegum reglum um flugöryggi og auknu og kerfisbundnara eftirliti Flugmálastjórnar með flugrekstraraðilum. Segir Ríkisendur- skoðun að Rannsóknarnefnd flugslysa hafi í ársskýrslum sínum birt tölur sem gefi til kynna að flugslysum og flugatvikum hafi fækkað á síðustu árum. Einnig bendi úttektir erlendra aðila til þess að Flugmálastjórn sinni flugöryggismálum með fullnægjandi hætti. Mismunandi staða reglna Ríkisendurskoðun telur þó að gagnrýna megi hvernig nýjar kröfur Flugöryggissam- taka Evrópu um flugstarfsemi hafi verið inn- leiddar hérlendis. Hafi þar verið farnar ýmsar leiðir, stundum hafi Flugmálastjórn ákveðið að innleiða þær og stundum hafi samgönguráðu- neytið kveðið á um þær með reglugerðum. Þetta valdi því að staða reglna sé mismunandi og óljós og telur Ríkisendurskoðun að koma þurfi á skýrari verkaskiptingu vegna þessara mála. Ríkisendurskoðun kannaði hvort mikið hefði verið um stjórnsýslukærur á hendur Flug- málastjórn í ljósi mikilla breytinga á löggjöf um flugmál undanfarin ár. Frá 1999 hafa sex kærur borist og var ákvörðun Flugmálastjórn- ar látin standa óbreytt í þremur málanna en breytt í öðrum þremur. Sett er fram sú hugmynd að sameina Flug- málastjórn á Keflavíkurflugvelli og Flugmála- stjórn. Starfsemi Keflavíkurflugvallar heyrir undir sérstaka stofnun sem heyrir undir varn- armálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar að þetta fyrir- komulag eigi sér fyrst og fremst sögulegar skýringar, að völlurinn gegni einnig því hlut- verki að vera herflugvöllur og að bandarísk heryfirvöld hafi að stærstum hluta staðið straum af rekstrarkostnaði og uppbyggingu. Telur Ríkisendurskoðun æskilegt að málefni vallarins heyrðu með beinni hætti undir Flug- málastjórn og samgönguráðuneytið. Er bent á það álit Alþjóða flugmálastofnunarinnar að skilgreina þurfi með skýrari hætti ábyrgð og valdsvið Flugmálastjórnar á borgaralegri flug- starfsemi þar. Sé ástæða til að skýra betur stjórnsýslulega stöðu þessara stofnana og ábyrgð þeirra á málefnum flugvallarins. Ríkisendurskoðun telur að vinna við stefnu- mótun og setningu markmiða hjá Flugmála- stjórn sé á réttri leið þótt stofnunin hafi ekki náð öllum settum markmiðum á síðasta ári. Þurfi stofnunin að taka sig á í þessum efnum og hefðu markmið þessa árs þurft að liggja fyrir í byrjun ársins. Skipta starfsemi í sjálfstæðar stofnanir Bent er á í skýrslu Ríkisendurskoðunar að hugað verði að þeim möguleika að skipta starf- semi Flugmálastjórnar í eina eða fleiri sjálf- stæðar stofnanir. Er einkum horft til stjórn- sýslu- og eftirlitshlutverks annars vegar og hins vegar til flugumferðarþjónustu og flug- vallarreksturs. Þyki ekki heppilegt að sami að- ili annist útgáfu starfsleyfa og önnur stjórn- sýsluleg verkefni um leið og hann beri ábyrgð á starfsemi sem lúta þurfi ákveðnu eftirliti. Er bent á að unnt væri að opna fyrir þátttöku einkaaðila í rekstri hlutafélaga sem væru stofnuð um ákveðna þætti. Í kafla um starfsmanna- og kjaramál eru m.a. raktar vinnudeilur ríkisins og flugumferð- arstjóra gegnum árin. Lögð er áhersla á mik- ilvægi þess að sátt ríki um kaup og kjör flug- umferðarstjóra svo unnt sé að tryggja eðlilegar flugsamgöngur og alþjóðlegar skuld- bindingar, m.a. samning um flugumferðar- þjónustuna á Norður-Atlantshafi. Síendur- teknar vinnudeilur ríkisins og flugumferðar- stjóra um kjaramál séu algengar hérlendis sem erlendis og alvarlegar afleiðingar af vinnustöðvun þeirra geri stöðu þeirra mjög sterka og hafi oft gert þeim kleift að ná betri árangri í kjarasamningum en öðrum ríkis- starfsmönnum. „Sætti flugumferðarstjórar sig ekki við sömu hækkanir og aðrir ríkisstarfs- menn fá verður ríkisvaldið að gera upp við sig hvort slíkt er eðlilegt eða sanngjarnt. Komist ríkisvaldið að því að svo sé ekki verður það að láta á það reyna hvort flugumferðarstjórar eru tilbúnir til þess að ná fram kröfum sínum með vinnudeilum. Ef flugumferðarstjórar eru til- búnir í slíkar aðgerðir verða þeir hins vegar að axla ábyrgð á því hvort þessi þjónusta verði veitt héðan í framtíðinni. Vitað er að hægt er að veita þessa þjónustu frá öðrum löndum,“ segir í skýrslunni um alþjóðaflugþjónustuna. Ríkisendurskoðun telur æskilegt að flugmála- stjóri sinni meira en nú er flóknum og mik- ilvægum verkefnum er snúi að starfsmanna- haldi sem nú heyri undir fjármála- og stjórnunarsvið. Spurt um viðhald á flugturni Í kafla um fjármál segir að mikilvægt sé að fjármála- og samgönguráðuneyti ákveði hvernig ráðstafa skuli uppsöfnuðum tekjuaf- gangi vegna alþjóðaflugþjónustunnar og geri tillögu þar um í lokafjárlögum. Einnig segir að sömu leikreglur skuli gilda um Flugmálastjórn og aðrar A-hluta stofnanir um tilflutning á samþykktum fjárveitingum milli verkefna. Þurfi að skýra hvaða heimildir hafi verið fyrir stórum framkvæmdum vegna viðhalds á flug- turninum á Reykjavíkurflugvelli árin 2001 og 2002. Ríkisendurskoðun vill kanna breytta verkefnaskipan hjá Flugmálastjórn Þörf á skýrari stjórnsýslu á Kefla- víkurflugvelli Í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á Flugmála- stjórn er m.a. fjallað um verkefni og skipulag Flug- málastjórnar og settar fram hugmyndir um breytingar. SENDIHERRA Íslands í Svíþjóð, Svavar Gestsson, lýsti því yfir á dögunum að viðstöddum blaða- og fréttamönnum að Kungsträd- gården í miðborg Stokkhólms yrði íslenskt yfirráðasvæði miðviku- daginn 28. maí nk. Þá fer fram Ís- landsdagurinn, ein viðamesta Ís- landskynning sem farið hefur fram á Norðurlöndum. Um leið var afhjúpaður 50 fm stór dúkur með merki dagsins og merkjum helstu styrktaraðila hans á Sverigehus við annan enda garðsins. Dúkurinn mun hanga þar uppi allt þar til Íslandsdagurinn er af- staðinn. Tveir hestar voru sýndir á tölti í garðinum af þessu tilefni. Sendi- herra sat verðlaunahryssuna Össu frá Forsgård í fylgd Ylfu Hagand- er sem sat stóðhestinn Mökk frá Varmalæk. Fóru þau nokkra hringi um garðinn þar sem mættir voru ljósmyndarar frá helstu blöð- um Svíþjóðar og Stokkhólms og frá sjónvarpinu. Einnig var við- staddur sr. Skúli S. Ólafsson, verk- efnisstjóri dagsins. Það er Ólöf Baldvinsdóttir hönn- uður sem hannaði merki Íslands- dagsins. Atburðurinn vakti að vonum at- hygli. Svíum þykir mikið til Ís- lands koma og ekki síst Íslands- hestsins og safnaðist nokkur hópur saman við gæðingana tvo. Vísast verður margt um manninn á sjálfum deginum, en þá verða 40 Íslandshestar í garðinum. Stans- laus menningardagskrá verður í gangi og koma þar fram m.a. Diddú, Erna Ómarsdóttir, Eivör Pálsdóttir, Hafdís Bjarnadóttir og hljómsveitirnar Ske og Apparat. Íslenskur matur verður fram- reiddur í veitingatjaldi, orkusýn- ing íslenskra orkufyrirtækja fer fram og íslensk fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Reykja- víkurborg mun taka þátt í dag- skránni. 28. maí er Íslandsdagurinn í miðborg Stokkhólms, sem er viðamikil Ís- landskynning. Merki dagsins hefur verið komið upp í Kungsträdgården. Kungsträdgården í Stokkhólmi lýstur íslenskt yfirráðasvæði NOKKUÐ var um útstrikanir af list- um í Norðurkjördæmunum tveimur og urðu efstu menn á lista Sjálfstæð- isflokksins þar, þeir Sturla Böðvars- son og Halldór Blöndal harðast fyrir barðinu á útstrikunum. Liðlega 8% kjósenda Sjálfstæðisflokksins strik- uðu út nafn Sturlu Böðvarssonar, sem er hæsta hlutfall útstrikana í kosningunum, en hlutfallslega fleiri eða 20% kjósenda flokkanna þarf til þess hafa áhrif á úrslit kosninganna. Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra fékk flestar útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmi norður, eða 529, sem er 3,8% af atkvæðum til Sjálfstæðisflokksins. Mörður Árnason fékk flestar út- strikanir hjá Samfylkingunni í Reykjavík suður, eða 178, og Jó- hanna Sigurðardóttir fékk 86. Hjá Framsóknarflokknum var Jónína Bjartmarz með 33 útstrikanir og Ög- mundur Jónasson með 16 hjá Vinstri grænum. 5,9% strikuðu út Kolbrúnu Í Reykjavíkurkjördæmi norður var Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, með hlutfallslega flestar útstrikanir, eða um 5,9% af atkvæð- um til flokksins, alls frá 209 kjósend- um. Hjá Samfylkingunni var Össur Skarphéðinsson með flestar útstrik- anir, eða 425, sem er 3,2% af atkvæð- um, Helgi Hjörvar með 357 og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir með 100. Þá færðu 850 kjósendur flokksins Ingi- björgu upp um sæti, þar af 537 í 4. sæti og 212 í 1. sætið. Davíð Oddsson var 126 sinnum strikaður út af sínum flokksmönn- um, sem gerir um 1% af kjósendum flokksins í kjördæminu. Flestar út- strikanir á lista sjálfstæðismanna fékk Guðlaugur Þór Þórðarson, eða 175, Björn Bjarnason fékk 160 og aðrir færri. Aðeins 17 kjósendur Framsóknarsflokksins í Reykjavík norður strikuðu yfir nafn Halldórs Ásgrímssonar. Efstu menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Halldór Blöndal og Tómas Ingi Olrich, fengu flestar útstrikanir að sögn yfirkjörstjórnarinnar í Norð- austurkjördæmi, Halldór vel á þriðja hundrað en þó minna en 5% og Tóm- as Ingi liðlega 150 en næst þeim kom Valgerður Sverrisdóttir (B) með um 60–80 útstrikanir. Í Norðvesturkjördæmi var mest um útstrikanir á D- og B-lista. 449 strikuðu yfir nafn Sturlu Böðvars- sonar og 142 yfir nafn Einars Odds Kristjánssonar. Á B-lista var Krist- inn H. Gunnarsson strikaður út 164 sinnum og á S-lista strikuðu 58 yfir nafn Jóhanns Ársælssonar. Engin kærumál höfðu borist yfir- kjörstjórn í Suðurkjördæmi og vafa- eða deilumál sem upp komu voru leyst af viðkomandi kjörstjórnum. D-listi fékk flestar útstrikanir og breytingar eða 336, þar af fékk Guð- jón Hjörleifsson 124 útstrikanir og Drífa Hjartardóttir 119 en aðrir minna. Breytingar og útstrikanir á S-lista voru 147, þar af fékk Lúðvík Bergvinsson 73 útstrikanir. Hjá B- lista var nafn Ísólfs Gylfa Pálmason- ar oftast strikað út eða 150 sinnum. 5% strikuðu út Gunnar Birgisson Um 5% kjósenda Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi eða 824 kjósendur strikuðu út nafn Gunnars Birgissonar eða færðu hann til á lista. Þá voru 346 yfirstrik- anir eða tilfærslur gerðar á nafni Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra úr fyrsta sæti listans. Þá strik- uðu 254 kjósendur Samfylkingar út eða færðu til Guðmund Árna Stef- ánsson, oddvita listans, en minna var um útstrikanir af öðrum listum. Engin kærumál voru í Reykja- víkurkjördæmunum en yfirkjör- stjórn í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur farið fram á lögreglurannsókn vegna atkvæðis sem barst frá Tékk- landi og hafði verið rifið upp. Sturla með hlut- fallslega flestar útstrikanir MAGNÚS Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði og fyrrverandi bæjar- stjóri, segir að í kjölfar ákvörð- unar Kjaradóms um 30% hækkun launa alþingismanna og ráðherra eftir alþingiskosn- ingar 1999 hafi þáverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lagt til að laun bæjarfulltrúa hækkuðu ekki og að launin yrðu eftirleið- is tengd breytingum á launa- vísitölu opinberra starfsmanna. Magnús segir að í frétt sem Samfylkingin í Hafnarfirði sendi frá sér um niðurstöðu Kjaradóms segi að hækkun þingfararkaups alþingismanna verði ekki grundvöllur launa- hækkana bæjarfulltrúa í Hafn- arfirði eins og efni hefðu annars staðið til. Nýr meirihluti breytti ákvörðun D- og B-lista „Fyrir tæpu ári lagði hins vegar nýr meirihluti Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði til að tekin yrði upp hin fyrri viðmið- un, þ.e. að laun bæjarfulltrúa tækju á ný mið af breytingum á þingfararkaupi skv. ákvörðun Kjaradóms. Það eru engin ný sannindi að þingfararkaup hækki verulega á nokkurra ára millibili. Hækk- un Kjaradóms hefði því ekki átt að koma fulltrúum Samfylking- arinnar í Hafnarfirði á óvart. Núverandi meirihluti Samfylk- ingar hefði því auðveldlega get- að sparað sér stóru orðin og handvirkar aðgerðir í kjara- málum kjörinna sveitarstjórn- armanna í Hafnarfirði hefði það viðmið sem áður var haft til hliðsjónar verið látið standa,“ segir Magnús. Laun bæjarfulltrúa í Hafnarfirði Átti ekki að koma Sam- fylkingu á óvart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.